Morgunblaðið - 19.07.2019, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2019
✝ Hjörtur Ár-mann Eiríks-
son fæddist 11.
nóvember 1928 í
Reykjavík. Hann
lést 13. júlí 2019.
Hjörtur var yngsta
barn hjónanna Ei-
ríks Hjartarsonar,
rafmagnsfræðings
og skógræktar-
frömuðar, frá
Uppsölum í
Svarfaðardal, f. 1. júní 1885, d.
4. apríl 1981, og konu hans Val-
gerðar Kristínar Ármann frá
Garði í Norður-Dakóta í Kan-
ada, f. 10. desember 1891, d. 2.
desember 1972.
Systur Hjartar voru: Mar-
grét, f. 1914, d. 2001, Hlín, f.
1916, d. 2003, Bergljót, f. 1917,
d. 1992, Unnur, f. 1920, d. 2008,
Bergþóra, f. 1921, d. 2006, Val-
gerður, f. 1923, d. 2014, Auður,
f. 1927, d. 2016.
Hjörtur giftist Þorgerði
Septínu Árnadóttur frá Ak-
ureyri 17. júní 1957. Hún var
bókari og síðar húsmóðir og
myndlistarkona, f. 8. maí 1928,
d. 3. maí 2002. Börn þeirra eru:
1) Steinunn, f. 25. desember
1948. Sonur hennar af fyrra
iðntæknifræði í Englandi. Eftir
að námi lauk starfaði hann fyr-
ir Loftleiðir í London. Hann
stundaði nám í ullarfræði við
Háskólann í Aachen í Þýska-
landi á árunum 1953-1956.
Hjörtur starfaði hjá Iðnaðar-
deild Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga á Akureyri áður
en hann hélt til náms í Þýska-
landi. Hann var aðstoðarverk-
smiðjustjóri Gefjunar og síðar
verksmiðjustjóri. Hjörtur var
framkvæmdastjóri iðnaðar-
deildar Sambandsins frá árinu
1975.
Hjörtur og Þorgerður fluttu
til Reykjavíkur árið 1985 þegar
hann tók við sem forstjóri
Vinnumálasambands sam-
vinnufélaganna. Hjörtur
gegndi mörgum nefndar- og
ábyrgðarstörfum, m.a. fyrir
Ullarráð Íslands, Fagráð text-
íliðnaðarins og iðnaðarráðu-
neytið. Skógrækt var honum
hugleikin eins og föður hans og
ræktun landsins hans hjartans
mál. Hjörtur var umdæm-
isstjóri fyrir Rótarý árið 1973
og síðar heiðursfélagi klúbbs-
ins.
Hjörtur bjó síðustu æviárin á
hjúkrunarheimilinu Skjóli þar
sem hann lést.
Útför hans fer fram frá
Fossvogskirkju í Reykjavík í
dag, 19. júlí 2019, klukkan 15.
hjónabandi er Erik
Bækkeskov, f. 30.
ágúst 1971. Stein-
unn er gift Dougl-
as Hanahan, f. 27.
janúar 1951. Börn
þeirra eru Jonat-
han Niels Alec Ha-
nahan, f. 28. mars
1996, og Sara Sif
Alyssa Hanahan, f.
26. desember 1998.
2) Eiríkur, f. 26.
febrúar 1959. 3) Valgerður, f.
7. júlí 1961. Börn hennar eru:
a) Hjörtur Torfi Halldórsson, f.
23. mars 1985. Börn hans eru
Valgerður og Leifur Atli. b)
Hildigunnur Halldórsdóttir, f.
11. apríl 1987. Börn hennar eru
Valgerður Ósk og Viðar Torfi.
c) Þorgerður Halldórsdóttir, f.
29. júlí 1991. Börn hennar eru
Henry Wilhelm og Oliver Wil-
helm. d) Oddný Halla Halldórs-
dóttir, f. 3. júlí 1998. 4) Árni
Ólafur, f. 23. janúar 1963,
kvæntur Eygló Walderhaug, f.
12. febrúar 1959. Sonur þeirra
er Ármann Ari, f. 1. október
1994, unnusta Ólöf Októsdóttir.
Hjörtur tók verslunarpróf
frá Verslunarskóla Íslands
1946 en þá fór hann til náms í
Elskulegur faðir minn Hjörtur
Ármann Eiríksson er látinn, 90
ára að aldri.
Við þessi tímamót leitar hug-
urinn aftur og margs er að minn-
ast. Mér er efst í huga þakklæti og
kærleikur fyrir tímann sem ég
átti með honum. Hann glímdi við
heilabilun síðustu árin en var
samur við sig, glettinn og spaug-
samur. Blikið í augum hans,
gleðin, brosið og hláturinn sem
hvarf fyrir skömmu.
Pabbi gegndi ábyrgðarstörfum
og var oft að heiman. Mamma
stóð eins og klettur við hlið hans,
tók á móti samstarfsfélögum og
erlendum gestum hvenær sem
var, oft með stuttum fyrirvara. Á
augabragði gat húsið orðið fullt af
gestum og veitingum. Pabbi og
mamma voru bæði einstaklega
gestrisin og vinmörg. Pabbi var
greiðvikinn og margir leituðu til
hans eftir aðstoð. Þá var alveg
sama hvert erindið var, hann
gekk í hlutina og ekkert vesen.
Hann var lausnamiðaður og
fylginn sér.
Þegar við systkinin vorum lítil
var ævintýri líkast að fara með
pabba um verksmiðjurnar og
stóru vélasalina þar sem hávaðinn
var ærandi. Það var spennandi að
sjá hvaða liti vefstólarnir voru að
vefa og sjá klæðin hrúgast upp.
Þarna hlupum við um, keyrðum
með hvert annað í stórum vögn-
um, því hraðar, því meira fjör. Ég
byrjaði ung að vinna á prjónastof-
unni Heklu á sumrin, sat þar og
saumaði. Það fór ekki framhjá
neinum þegar pabbi mætti á
svæðið því hlátrasköllin ómuðu
um vélasalinn. Pabbi naut þess að
hitta samstarfsfólkið, spjalla,
heyra hvernig gengi og hvað væri
að gerast.
Pabbi elskaði náttúruna, úti-
veru og var fróður um öll örnefni.
Mörg ferðalög voru farin bæði
innanlands og utan. Á leiðinni um
landið, með hvíta léreftstjaldið,
þuldi hann öll fjallaheiti, lækjar-
sprænur og annað sem fóru inn
um annað eyrað hjá stelpunni og
út um hitt, en pabbi gafst ekki upp
fyrr en eitthvað hafði komist til
skila. Pabbi hafði mikla ánægju af
að skoða kirkjur erlendis og hafði
einstakan áhuga á byggingarstíl,
hönnun og hvaða kirkjudeild
kirkjurnar tilheyrðu. Þetta voru
oft langar heimsóknir sem gátu
tekið á þegar hitinn var mikill inn-
andyra sem utan.
Þrátt fyrir krefjandi starf þá
hafði pabbi sitt hlutverk á heim-
ilinu hvað varðaði tiltekt og mat-
argerð. Hann var sælkeri og bjó
til bestu grænmetissalöt í heimi.
Hann ólst upp við ávexti og alls-
konar framandi grænmeti sem
móðir hans ræktaði. Hann bland-
aði öllu saman sem honum datt í
hug og útkoman varð ótrúleg.
Foreldrar mínir voru samrýmd
og samhent. Árið 1971 byggðu
þau hús að Eyrarlandsvegi 25 og
höfðu unun af að spá í arkitektúr,
hönnun og tísku þess tíma og
finna málverkum mömmu rými á
nýjum stað. Foreldrar mínir
stunduðu skógrækt á jörð sinni
Bakkagerði í Eyjafirði um árabil,
síðar voru þau með sumarbústað í
Skorradal þar sem þau höfðu yndi
af að dytta að, mála, bera á og
setja niður græðlinga.
Ég kveð föður minn og þakka
honum af alhug samfylgdina. Guð
veri með þér, elsku pabbi.
Þín dóttir,
Valgerður Hjartardóttir.
Þegar ég var barn og unglingur
dvaldi ég nokkrar vikur á hverju
sumri hjá afa og ömmu, fyrst á
Akureyri og síðar í Reykjavík. Afi
sýndi mér aðallega ástúð með at-
hygli sinni og athöfnum og minna
með tali, líklega vegna tungu-
málamismunar, hann talaði mest
íslensku og ensku en ég dönsku.
Þegar ég kom í heimsókn fór-
um við í ferðalög út á land. Ég
vissi sjaldnast hvað staðirnir hétu
sem við heimsóttum. En nú rifja
ég upp minningar um stórfengleg
gljúfur þar sem skjól var fyrir
vindi meðan sólin hellti geislum
sínum yfir okkur. Útsýni var yfir
dali með breiðum árfarvegum,
fjallahringur allt um kring, ef til
vill glitraði á sjó í fjarska, sprung-
in jörð og keilulaga fjöll, Eddu-
hótel, heitar laugar fjarri manna-
byggðum og lágvaxnir birki-
skógar, afgirtir til að hafa hemil á
flakkandi sauðfé.
Ég man eftir akstri með afa á
malarvegum í óbyggðinni, eða
jafnvel bara á milli bæja. Hann
var óttalaus, ók hratt og örugg-
lega, rykið þyrlaðist og rykmökk-
urinn kom í kjölfar bílsins. Hann
hafði fulla stjórn, fann alltaf leiðir
framhjá holum á veginum og tók
beygjur af mikilli snilld. Einstaka
sinnum sprakk þó á bílnum. En
oftar stönsuðum við í miðri
óbyggðinni til að fá okkur kaldan
vatnssopa úr ferskum læk og
anda að okkur hressandi andblæ
með sterkum lyngilmi sem lá í
loftinu.
Ég gat treyst afa mínum. Hann
og amma ferðuðust um langan
veg til að taka þátt í mikilvægum
atburðum í lífi mínu. Hann var
alltaf tilbúinn til að ná í mig og
leysa vandamál þegar ég kom í
heimsókn og átti auðvelt með að
fyrirgefa. Ég missti af stöðvunar-
merki og lenti í árekstri á bílnum
hans við bíl sem kom úr gagn-
stæðri átt. Vinur minn, sem var
með mér í ferðinni, og ég vorum
að mestu ómeiddir. Afi reiddist
ekki, við höfðum sloppið vel og
það var það sem skipti mestu
máli. Einhvern veginn tókst hon-
um svo vel að finna og meta birt-
una í hverju skýi frekar en að
festa hugann við dimmasta skýja-
flókann. Kannski er varanlegasta
myndin sem ég hef í huga mínum
tengd fagnandi brosi og gleði-
hlátri sem hann heilsaði mér alltaf
með. Þakka þér, kæri afi, fyrir
slíkt leiðarljós.
Erik Bækkeskov.
Elsku hjartans afi minn, þú
varst ein fallegasta sál sem til var
og betri afa var ekki hægt að
finna. Þú hafðir endalausa þolin-
mæði að leika við mig í kúreka- og
indíánaleik með litlu plastkallana.
Þú vildir alltaf spila við mig og
kenndir mér þó nokkur spil ásamt
því að kenna mér að tefla. Hlátur
þinn mun ég alltaf geyma í minn-
ingu minni, því þú hafðir svo smit-
andi hlátur enda varstu alltaf í
góðu skapi. Tommi og Jenni voru
þættir sem við horfðum mikið á og
það var sko hlegið og hlegið. Þú
gerðir besta salat sem var hægt
að hugsa sér en það var rúsínusal-
atið þitt, það gleymist seint. Þú
varst mér miklu meira en bara afi,
þú varst vinur minn og það mjög
góður vinur. Ást þín og vinátta í
garð ömmu var engu lík og ég er
svo þakklát að loksins eruð þið
saman að nýju að hlæja og vera
góð hvort við annað. Langafa-
börnin þín, sem þú varst alltaf svo
góður við, munu svo sannarlega fá
að heyra sögur af þér líkt og þú
sagðir mér sögur af mömmu
minni og hennar systkinum. Erf-
itt verður að toppa þínar líflegu og
glæsilegu frásagnir, því að afa-
sögur voru alltaf bestar og
skemmtilegastar. Allir þeir sem
fengu þann heiður að kynnast þér
eru svakalega lánsamir. Ég elska
þig afi minn og kysstu ömmu frá
mér. Ég mun ætíð sakna ykkar.
Klukkur tímans tifa
telja ævistundir
ætíð lengi lifa
ljúfir vinafundir.
Drottinn veg þér vísi
vel þig ætíð geymi
ljósið bjart þér lýsi
leið í nýjum heimi.
(Hákon Aðalsteinsson)
Þín alltaf afastelpa með apa-
skottið ykkar ömmu í hendi,
Þorgerður Halldórsdóttir.
Hjörtur Eiríksson
Fleiri minningargreinar
um Hjört Eiríksson bíða birt-
ingar og munu birtast í blað-
inu næstu daga.
✝ Ásdís SvanlaugÁrnadóttir
fæddist 13. ágúst
1928 í Reykjavík.
Hún lést 25. júní
2019.
Foreldrar henn-
ar voru Árni Hall-
grímsson, ritstjóri
bókmenntatíma-
ritsins Iðunnar, f.
1885, d. 1958, og
Guðrún Heiðberg
Jónsdóttir, kaupmaður, klæð-
skeri og kjólameistari, f. 1888,
d. 1969.
Ásdís fékk menningarlegt
uppeldi; var í ballett, lærði á pí-
anó og útskrifaðist sem stúdent
frá Menntaskólanum í Reykja-
vík 1949. Ásdís var
lengst af húsmóðir,
en hóf að vinna hjá
Hvannbergsbræðr-
um 1979 og vann
þar þangað til búð-
in hætti 2005.
Ásdís var gift
Valgeiri Hannes-
syni málarameist-
ara, sem lést 2014.
Börn þeirra eru:
Guðrún, gift Birni
Jónssyni; Árni, giftur Sesselju
Kristinsdóttur; Hannes, giftur
Guðbjörgu Skaftfell Stefáns-
dóttur; Pétur.
Útför Ásdísar fer fram frá
Seljakirkju í dag, 19. júlí 2019,
klukkan 13.
Okkur langar til að segja nokk-
ur orð um móður okkar sem lést á
Skógarbæ 25. júní. Mamma var
hæglát kona, sem stóð eins og
klettur við hlið pabba og passaði
upp á okkur systkinin. Alltaf til
staðar, réttsýn og sanngjörn og
vildi ekki gera upp á milli okkar
systkinanna. Þó að ekki væru læti
í henni hafði hún ákveðnar skoð-
anir á mönnum og málefnum,
enda vel lesin og fylgdist vel með.
Má segja að hún hafi verið nokk-
uð vinstrisinnuð enda mikil jafn-
aðarmanneskja. Það var mamma
sem hlýddi okkur yfir og passaði
að við lærðum heima, værum
sómasamlega klædd og borðuð-
um á réttum tíma. Mamma studdi
okkur í flestu sem við systkinin
tókum okkur fyrir hendur og gaf
okkur það sem við þurftum, hvort
sem það voru fótboltaskór eða
skátabúningur, allt eftir því hvar
áhugi okkar lá. Mamma og pabbi
voru mikið útilegufólk og þvæld-
ust með okkur systkinin um land-
ið á Broncónum, með gamla
græna tjaldið. Alltaf var þá prím-
usinn með og mamma eldaði dýr-
indis saxbauta eða kjötbúðing á
pönnunni, þó að úti væri rok og
rigning og erfið aðstaða. Uppá-
haldsstaðir mömmu í þessum úti-
legum voru skógurinn í Þjórsár-
dal og Þórsmörk, sem henni
fannst alger paradís. Aldrei
kvartaði hún yfir aðstöðuleysi eða
öllu veseninu í þessum ferðum,
enda mikil ástríða hjá þeim báð-
um að skoða landið. Með í þessum
ferðum voru ævinlega gömlu her-
foringjakortin, enda þurfti að vita
nöfnin á hverri á, vatni og þúfu
sem á vegi okkar varð. Seinni árin
þegar fjárhagurinn rýmkaðist
fóru þau marga vetur í Alpana á
skíði og veit ég að mamma naut
þeirra ferða mjög, enda liðtæk
skíðakona. Hvatti hún okkur í
skíðamennskunni og í ferðalögum
og höfum við öll fylgt því eftir.
1972 urðu straumhvörf í lífi
mömmu og pabba þegar þau festu
kaup á landskika í Vatnholtslandi
við Apavatn, þar sem þau byggðu
sér bústað þegar fram liðu stund-
ir. Vaknaði þá skógræktaráhugi
mömmu fyrir alvöru og var hún
næstu 40 árin óþreytandi við að
kaupa græðlinga og tré og planta
þeim niður í frjósama jörð. Hún
og faðir okkar hafa plantað um
tvö þúsund trjám, enda er risinn
þarna fjölskrúðugur skógur á 3
hekturum. Þarna undu þau sér
vel í öllum frístundum. Það fyrsta
sem móðir okkar sagði við mann
þegar maður kom í heimsókn á
Apavatn var yfirleitt hvort maður
gæti ekki mokað nokkrar holur,
því að þá var hún búin að kaupa
nokkur tré í viðbót. Svo þurfti líka
að koma fyrir nokkrum styttum,
svo að sumarbústaðalandið var
farið að líkjast dönskum herra-
garði. Mamma var félagslynd og
hafði gaman af fólki, þó að hún
væri ekki mikil félagsmálamann-
eskja. Á því sviði skipaði pabbi og
við fjölskyldan stærstan sess hjá
henni, en hún átti þó alltaf góðar
vinkonur frá menntaskóla- og
skátaárunum. Hún var hógvær
kona og þoldi illa grobb og hroka,
en hafði mikið álit á sönnum
manneskjum og stóð alltaf með
lítilmagnanum. Hrein og bein í
því sem hún tók sér fyrir hendur.
Við kveðjum mömmu með þakk-
læti fyrir allt það góða sem hún
kenndi okkur og að vera okkur
systkinum, mökum okkar og
barnabörnum stoð og stytta í
gegnum lífið.
Hannes og Árni
(Nissi og Bói).
Orðið amma er ævintýralegt
fyrir mér. Með ömmu minni átti
ég ógleymanlegar stundir. Stund-
ir sem gefa orðinu amma hlýju,
þolinmæði, glæsileika og ást.
Af öllum þeim ævintýrum sem
við amma áttum þá er kaffibolli og
spjall við eldhúsborðið í Akraseli
það ævintýr sem ég kem til með
að sakna mest.
Amma átti alltaf tíma til að
gefa, hún var aldrei of upptekin
eða illa fyrirkölluð.
Sem krakki kúrði maður á
milli, bannaði ömmu að sofa með
útvarpið á, sparkaði af henni
sænginni og oftar en ekki var afi
kominn í gestaherbergið áður en
langt um leið.
Hún fylgdi manni alltaf í næsta
hús til vinkonunnar, ef ske kynni
að gengi kæmi að ráðast á mann,
og iðulega komst maður að því að
óþægindin í skónum á leiðinni
stöfuðu af því að afi hafði fyllt þá
af klinki eins og hann átti til að
gera.
Við fórum saman að skoða föt,
á leiksýningar, hún kom reglu-
lega upp í vinnu til mín og var
fyrirsæta hjá mér í förðunarskól-
anum. Sama hvert við fórum töl-
uðu allir um það hversu glæsileg
hún amma mín væri.
Amma skildi ekkert í þessu
homma- og lesbíutali. Ef fólk
fyndi manneskju sem gerði það
hamingjusamt gæti engu skipt
hvort það væri karl eða kona.
Svona var amma mín glæsileg
að innan sem utan.
Og þótt hún hafi kvatt í bili þá
gerði hún orðið amma svo óend-
anlega fallegt fyrir mér, að eilífu.
Hanna Dís Hannesdóttir.
Elsku amma Lilla, þá hefur
þú kvatt okkur. „Amma í
Reykjavík“ eins og við systurnar
úr Hólminum kölluðum þig.
Sjúkdómurinn rændi þig ýmsu
síðustu ár, sem var oft á tíðum
erfitt að horfa upp á. Eftir
standa góðar minningar um kar-
akterinn sem þú hafðir að
geyma.
Þú varst margslunginn per-
sónuleiki. Skagfirðingur, borg-
ardama, skógræktarbóndi og
sveitakona, húsmóðir, jarðbund-
in, svolítill töffari, dýravinur en
fyrst og síðast glæsileg kona. Þú
varst vakandi fyrir straumum og
stefnum, í tísku, menningu og
listum. Fataskápurinn þinn bar
þess vitni, pelsar, pallíettur,
hælaskór og allt skartið. Það var
alltaf stíll yfir þér. Laugardags-
morgnar í Akraseli voru engin
undantekning þar á, þegar þú
komst fram á náttsloppnum
undir hádegi voru hælarnir og
Capri vinkona þín aldrei langt
undan. Afi var iðulega búinn að
fara í bakaríið og hella upp á. Ör-
þunni kaffibollinn þinn er
minnisstæður, lítillega sprung-
inn. Svona varst þú, það var
klassi yfir þér en ekkert pjatt.
Þið afi áttuð fallegt heimili,
Akraselið. Kristall, málverk,
sunnudagssteikurnar, stellið
fína, rækjusalatið, súkku-
laðibitakakan og skrifstofan
hans afa þar sem kenndi ýmissa
grasa. Það var auðvelt að
gleyma sér í geymslunni í kjall-
aranum. Alltaf stakk afi seðlum í
vasana hjá okkur. Það var eins
og þeir yxu á trjánum hjá hon-
um.
Áhugasviðið þitt var breitt.
Þau voru ófá samtölin við eld-
húsborðið í Akraseli í seinni tíð.
Þú spurðir iðulega um það sem
við vorum að fást við, hvort sem
var í leik, námi eða starfi. Oftar
en ekki tókstu málstað okkar
barnabarnanna. Þú hlustaðir á
það sem við höfðum að segja og
settir þig aldrei á hærri stall. Þú
gekkst sjálf í Lærða skólann og
það kom glampi í augun á þér
þegar þú rifjaðir upp sögur af
námsárunum.
Þið afi voruð stórhuga. Það
sést einna best á sælureitnum
sem þið byggðuð upp á Apavatni
af myndarskap. Draumalandið
ykkar. Þar leið þér eflaust best og
varst oft frjálsleg til fara. Iðulega
með derhúfuna góðu á hausnum.
Þú hafðir græna fingur og naust
þess að stjana við trén, ganga um
og fylgjast með gróðrinum og
fuglalífinu. Það má kannski segja
að þú hafir verið bóndi í hjarta
þínu. Apavatn var ævintýraheim-
ur fyrir okkur stelpunum. Báts-
ferðir, leynistígar, styttur, brýr,
marmaraborð og stólar í Hvamm-
inum, „apaskíturinn“ í vatninu og
áfram mætti telja. Ykkar stíl-
bragð er einkennandi þar. Furu-
vellir standa eftir sem dýrmætur
minnisvarði um ykkur hjónin og
það sem var ykkur hvað kærast.
Skógræktin ykkar er myndarleg
og ber vitni um hugsjónafólkið
sem þið voruð. Þetta eru mikil
verðmæti sem við afkomendur
ykkar njótum nú góðs af. Fyrir
það verður seint hægt að full-
þakka.
Þú kvaddir á afmælisdaginn
hans George heitins Michael.
Ætli það hafi verið tilviljun? Þér
fannst hann flottur. Þið voruð
bæði glæsileg.
Minning þín mun alltaf lifa í
hjörtum okkar. Við vitum að þið
afi hefjið nú ný ævintýri saman í
hinu Draumalandinu. Þið voruð
nefnilega ævintýrafólk og létuð
ýmsa drauma rætast.
Hvíldu í friði.
Ömmustelpurnar úr Hólm-
inum,
Ásdís, Olga og Drífa.
Ásdís Svanlaug
Árnadóttir
Fleiri minningargreinar
um Ásdísi Svanlaugu Árna-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Sálm. 86.5
biblian.is
Þú, Drottinn,
ert góður og fús
til að fyrirgefa,
gæskuríkur öllum
sem ákalla þig.