Morgunblaðið - 19.07.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.07.2019, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Breytingareru að verðaá efsta lagi ESB. Þjóðverjar og Frakkar skiptu með sér tveimur helstu valdaembættunum, forseta framkvæmdastjórnar og seðlabankastjóra evrunnar. Var þetta gert á maraþonfundi sem fór langt inn í nóttina. Fyrra embættið var borið undir ESB-þingið. Þingmenn fengu ekki að velja á milli kosta heldur einungis að samþykkja eða hafna tillögu um Ursulu von der Leyen, núverandi ráðherra í þýsku ríkisstjórninni. Tillagan var staðfest en ekki með mjög sannfærandi meirihluta. Þjóð- verjar fagna því þó að fá nú loks eitt af helstu embættum sam- bandsins og telja að langvarandi varfærni gagnvart sýnilegu þýsku valdi sé á undanhaldi. Því hefur þó lítt verið leynt að Þýskaland hafi lengi verið hið óumdeilda forysturíki ESB og nú bætist eitt helsta formlega stjórntæki valdsins við. Það hef- ur tíðkast án athugasemda að kanslari Þýskalands og forseti Frakklands hafi átt tveggja manna óformlega fundi um mikilvægustu mál og mætt með niðurstöðu þaðan og sett í mála- myndaumfjöllun á borð hinna „leiðtoganna“. Andstaðan við von der Leyen í ESB-þingsalnum var ekki það eina sem vakti athygli við þessa af- greiðslu. Það þóttu einnig tíðindi að tveir helstu stjórn- arflokkar Ítalíu áttu ekki sam- leið þegar til þessarar atkvæða- greiðslu kom. Flokkssystkin Matteos Salvinis, innanríkis- ráðherra Ítalíu, leiðtoga (Norður-) Bandalagsins, höfðu horn í síðu framboðs Leyen því hún hefur talað fyrir því að ESB þróist sem fyrst í átt að einu ríki með sameiginlegan her sem lyti fyrr eða síðar hernaðarlegri for- ystu Þjóðverja og þykir einnig helst til opin fyrir innflutningi fólks frá löndum utan álfunnar. Leiðtogi Fimmstjörnu- hreyfingarinnar, Luigi Di Maio, er talinn hafa ýtt á sitt fólk um að styðja tillögu valdablokk- arinnar með þeim rökum að ann- ars kynni Ítalía að einangrast í hópi forysturíkja ESB. Fréttaskýrendur telja að raunverulega skýringin sé hins vegar sú að Maio varaforsætis- ráðherra þyki Salvini slá óþarf- lega mikið um sig, og gefi til kynna að hann sé hinn eiginlegi valdhafi í Róm. Sú framganga hefur dregið að honum athygli og aukið fylgi við hann og flokk hans í könnunum. Slíkt er við- kvæmt í samsteypustjórnum. Valdatogstreitan innan Evrópusam- bandsins hefur einnig aðrar hliðar} Togstreita á Ítalíuskaga Í Viðskiptapúls-inum, hlaðvarpi Viðskiptamoggans, var í fyrradag rætt við Vigni S. Hall- dórsson sem rekur verktakafyrirtækið MótX. Þar kom fram að síðustu árin hefðu nær allir verktakar farið að byggja í miðborg Reykjavíkur sem hefði skapað offramboð á íbúðum á þessu dýra svæði. Vignir segir að í miðborginni séu fleiri hundruð íbúðir í byggingu, en búið sé að metta markaðinn fyrir slíkar íbúðir. „Barnafólk langar ekki til að búa á Hverfisgötu með tvö börnin sín. Ég held að það sé fá- títt þótt það hafi efni á því,“ segir hann og bendir á að fer- metrinn sé dýr á þessu svæði. Þetta er í sjálfu sér augljóst. Flestir vilja búa í íbúðahverfum og flestir vilja kaupa íbúðir á hagstæðu verði, ekki upp- sprengdu verði í miðborg eða á öðrum dýrum „þéttingar- reitum“. Þetta óeðlilega ástand, sem væntanlega mun taka mörg ár fyrir markaðinn að vinna sig út úr, er alfarið heimatilbúið. Sökudólgurinn er vinstri meiri- hlutinn í Reykjavík, sem hefur árum saman fylgt þeirri stefnu að byggja helst aðeins á „þéttingarreitum“ en láta hagstæð svæði mæta afgangi. Ekki sér enn fyrir endann á þessari röngu stefnu og hvað hún muni kosta og hætt er við að meiri- hlutinn muni seint viðurkenna sök eða hvað mistökin hafi kostað. Til marks um þetta er að meirihlutinn sýnir enga tilburði til að víkja af rangri leið en bæt- ir þess í stað í með því að leggja ofuráherslu á það sem hann kallar borgarlínu, sem er of- vaxið og ofurdýrt strætis- vagnakerfi. Þetta ferlíki á að flytja fólk á milli þéttingar- svæðanna, enda er ekki gert ráð fyrir einkabílum nema að mjög takmörkuðu leyti þó að lang- flestir borgarbúar velji þann ferðamáta. Engin skýring hefur enn fengist á því að meirihlutinn í borginni vilji byggja þar sem fólk vill ekki búa og bjóða upp á samgöngur sem fólk vill ekki nota. Meirihlutinn í borgarstjórn vill byggja þar sem fólk vill ekki búa} Öfugsnúin stefna Í Samfélagssáttmála Rousseaus er fjallað um einkenni góðs stjórnarfars. Fram kemur að ef íbúum þjóðríkis fjölgar og þeir eflast sem einstaklingar væri um að ræða skýra vísbendingu um gott stjórnarfar. Ísland hefur á síðustu öld borið gæfu til þess að uppfylla þessi skilyrði, þ.e. fjölgun íbúa, aukin tækifæri fyrir einstaklinga ásamt því að þjóðartekjur hafa hækkað. Hins vegar þurfum við stöðugt að vera á tánum og tilbúin til að styrkja grunnstoðir samfélagsins. Samkeppnishæfni aukin Nýverið voru kynnt frumvarpsdrög um Stuðn- ingssjóð íslenskra námsmanna (SÍN), nýtt náms- styrkja- og lánakerfi. Lánsþegum hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna hefur fækkað verulega á undanförnum árum á sama tíma og margir ís- lenskir námsmenn á Norðurlöndum kjósa frekar að taka lán hjá norrænum lánasjóðum en þeim íslenska. Auka þarf sam- keppnishæfni íslenska kerfisins, því annars er hætta á speki- leka vegna þessa, þ.e. að nemar hugi frekar að því að setjast að þar sem þeir hafa fjárhagslegar skuldbindingar. 30% niðurfelling námslána Með nýju frumvarpi munu lánþegar sem ljúka prófgráðu innan tilgreinds tíma geta fengið námsstyrk sem nemur 30% af höfuðstóli námsláns. Þetta er grundvallarbreyting frá nú- verandi kerfi sem mun gera stuðning við námsmenn skýrari og jafnari. Í núverandi kerfi felst styrkurinn í niðurgreiddum vöxtum og afskriftum námslána en honum er mjög misskipt milli námsmanna. Stærstur hluti styrksins hefur farið til þeirra námsmanna sem taka hæstu námslánin og fara seint í nám. Á sama tíma eru þeir sem hefja nám ungir og taka hóflegri náms- lán líklegri til að fá engar afskriftir. Nýtt frum- varp mun breyta þessu en að auki munu náms- menn njóta bestu vaxtakjara sem ríkissjóði Íslands bjóðast á lánamörkuðum að viðbættu lágu álagi. Barnastyrkir í stað lána Önnur grundvallarbreyting sem felst í frum- varpinu er styrkur vegna barna. Í núverandi námslánakerfi er lánað fyrir framfærslu barna en með nýju fyrirkomulagi geta lánþegar fengið styrk vegna slíkrar framfærslu. Markmiðið með barnastyrknum er að jafna aðstöðu lánþega sem eiga börn og annarra lánþega. Gert er ráð fyrir að styrkur til framfærslu hvers barns sé í samræmi við námstíma námsmanns að hámarki 96 mánuðir. Styrkurinn kemur til viðbótar við 30% niðurfellinguna sem náms- mönnum býðst við lok prófgráðu á tilsettum tíma. Nýja frumvarpið boðar róttæka breytingu á núverandi fyrirkomulagi sem mun stuðla að sterkari stöðu námsmanna og mun fjölskylduvænna umhverfi. Markmið allra stjórn- valda á að vera að styrkja samfélagið sitt, þannig að það sé eftirsóknarvert til búsetu. Frumvarpsdrög til nýrra laga um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna er liður í því að efla samfélagið okkar. liljaalf@gmail.com Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Sterkari staða námsmanna eflir samfélagið Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Það er engin yfirvofandihætta og engin ástæða tilþess að hræðast ebólu-faraldur á Íslandi en þar sem það tekur stuttan tíma að ferðast milli landa er nauðsynlegt að vera við öllu búinn,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, sem bendir á að verið sé að ljúka endur- skoðun og uppfærslu á viðbragðs- áætlunum og leiðbeiningum frá 2015 til viðbragðsaðila og almennings. „Það verða engar stórar breyt- ingar á viðbragðsáætluninni en það er ekkert launungarmál að við þurf- um að skoða getu Landspítalans ef ebólutilfelli koma upp hér á landi í ljósi þess að Landspítalinn er ekki í góðum málum hvað viðkemur mannafla og húsnæði. Við þurfum einnig að kanna með birgðir af hlífð- arbúnaði og höfum sent erindi til forstjóra Landspítala um að hann fari yfir stöðuna þar,“ segir Þór- ólfur. Ebólufaraldurinn sem geisað hefur í Norður-Kivu í Austur-Kongó er nú talinn bráð ógn við lýðheilsu þjóða heims samkvæmt yfirlýsingu Alþjóðaheilbrigðistofnunarinnar, WHO, frá því á miðvikudag. Í yfir- lýsingunni kemur fram að WHO ætli ekki að mæla með skimunum á flug- völlum, ferðabanni eða vöruflutn- ingabanni í Kongó. 80 ebólutilfelli á dag Yfirlýsing WHO kom eftir að einstaklingur greindist með ebólu í borginni Goma á landamærum Aust- ur-Kongós og Rúanda. Í Goma er al- þjóðaflugvöllur og talið að um 15.000 manns fari í gegnum borgina til Rú- anda og annarra landa á dag. Í Goma búa tvær milljónir manna. Smitaði einstaklingurinn, sem nú er látinn, kom úr ferð frá borginni Beni sem er í norðausturhluta Kongós. 75 manns, auk fjölskyldu hans og sam- ferðamanna frá Beni, hafa verið rannsakaðir. Í Beni hafa 46% af ebólutilfellum í Kongó greinst síð- ustu þrjár vikur en daglega eru til- kynnt 80 ný tilfelli af ebólusmiti. Ebólufaraldur hefur geisað í Kongó í um ár. Neyðarnefnd um ebólu hefur fundað fjórum sinnum vegna þess frá 2018 en WHO hefur þrisvar áður lýst yfir neyðarástandi. Fyrst vegna svínaflensufaraldurs árið 2009, svo ebólufaraldurs í V- Afríku 2014 og síðast árið 2016 vegna zikaveirunnar. Dánartíðni af völdum ebólu í Kongó er nú 61%, Á árunum 2014 til 2016, þegar ebólufaraldur geisaði í Síerra Leóne, var dánartíðni 28%, á sama tíma var dánartíðni í Líberíu 45% og í Gíneu 67%. Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir segir að yfirlýsingu WHO sé meðal annars ætlað að hvetja til enn öflugri viðbragða í Austur-Kongó og nágrannaríkjum sem og meðal al- þjóðasamfélagsins. Sóttvarnalæknir hvetur þá sem ferðast til Kongós og nágrennis, þar sem ebóla er útbreidd, að tilkynna það áður en farið er af stað og halda sérstaka dagbók, sem hægt er að fá rafrænt á vef landlæknis, meðan á ferðalaginu stendur. Í ráðleggingum á vefsíðu land- læknis kemur fram að þegar heim sé komið skuli ferðalangur tilkynna vakthafandi smitsjúkdómalækni í síma 543-1000 um dvöl á svæði þar sem ebóla er útbreidd. Starfsmaður smitjúkdómalækn- is fer yfir dagbókarfærslur með viðkomandi, leggur mat á upp- lýsingar og fylgist með heilsufari hans í 21 dag sé þess talið þörf. Vitað er um einn heilbirgðisstarfs- mann sem nýlega var í Kongó en hann var ekki í beinni vinnu með sjúklinga. Ebólufaraldurinn bráð ógn við lýðheilsu Meðal þess sem Íslendingar eru beðnir að gera þegar þeir ferðast á svæðum þar sem ebóla geisar er að halda dag- bók frá upphafi ferðar til enda. Skrá í hana dagsetningar og dagafjölda á hverjum stað, dvalarstaði og lengd dvalar á hverju svæði. Skrá ferðamáta, ferða- og herbergisfélaga og umgengni við ebólusjúklinga samkvæmt sérstöku áhættu- mati. Skrá skal óvænt atvik, svo sem leðurblökubit, skor- dýrabit, stungur og þess háttar. Einnig daglegt áhættu- mat og aðrar athugasemd- ir í lok dags. Við heimkomu er fylgst með líkamshita tvisvar á dag í 21 dag. Hafa þarf samband við sér- fræðing á smitsjúk- dómadeild Landspítala ef hiti fer yfir 38,5 stig eða einkenni ebólu finnast. Skrif í dag- bók nauðsyn ÖRYGGI FERÐALANGA Þórólfur Guðnason Ebóluveiran lifir stutt utan líkamans og þolir illa venjulegan þvott með sápu eða hand- spritti. ■ Höfuðverkur ■ Vöðvaverkir ■ Niðurgangur ■ Uppköst ■ Magaóþægindi ■ Marblettir eða blæðingar frá húð Ebóluveiran Hvernig smitast ebóla? Einkenni sem geta bent til ebólu ■ Smitast ekki með lofti. ■ Getur smitast við snertingu á meng- uðum hlutum. Ebóla smitast við það að heil- brigður einstaklingur snertir líkamsvessa sjúklings. Ebóla er þráðveira sem veldur blæð- andi veirusótthita í mönnum. ■ Einstaklingur sem smitast af ebólu er ekki smit- andi á meðan hann er einkennalaus. ■ Einstaklingur sem er með væg einkenni á fyrstu dögum veik- indanna er lítið smitandi. Tíminn frá smiti þar til ein- kenni koma fram er yfirleitt 2-8 dagar en getur verið allt að 2-21 dagur. Hiti >38° C og/eða eftirfarandi: Talið er að ávaxtaleðurblökur séu hýsill ebóluveirunnar og geti smitað bæði menn og apa. Heimild: Embætti landlæknis/ sóttvarna- læknir og Vísinda- vefurinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.