Morgunblaðið - 20.07.2019, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2019
Er stærsti
framleiðandi
sportveiðarfæra
til lax- silungs-
og sjóveiða.
Flugustangir og
fluguhjól í úrvali.
Gott úrval af
fylgihlutum til
veiða stólar, töskur,
pilkar til sjóveiða,
spúnabox margar
stærðir, veiðihnífar
og flattningshnífar.
Abulon nylon
línur.
Gott úrval af kaststanga-
settum, fyrir veiðimenn
á öllum aldri, og úrval af
„Combo“ stöng og hjól til
silungsveiða, lax veiða og
strandveiða. Flugustanga sett
stöng hjól og lína uppsett.
Kaststangir,
flugustangir, kast-
hjól, fluguhjól, gott
úrval á slóðum til
sjóveiða. Lokuð
kasthjól.
Úrval af
flugustöngum,
tvíhendur og hjól.
Balance Lippa, mjög
góður til silungsveiða
„Original“
Fireline ofurlína, gerfi-
maðkur sem hefur reynst
sérstaklega vel,
fjölbreitt gerfibeita
fyrir sjóveiði og
vatnaveiða,
Berkley flattnings-
hnífar í úrvali og
úrval fylgihluta fyrir
veiðimenn.
Flugnanet, regnslár,
tjaldhælar, og úrval af
ferðavörum
Helstu Útsölustaðir eru:
Veiðivon Mörkinni
Vesturröst Laugavegi
Veiðiportið Granda
Veiðiflugur Langholtsvegi
Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi
Kassinn Ólafsvík
Söluskáli ÓK Ólafsvík
Skipavík Stykkishólmi
Smáalind Patreksfirði
Vélvikinn Bolungarvík
Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík
Kaupfélagi V-Húnvetninga Hvammstanga
Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki
SR-Bygginavöruverslun Siglufirði
Útivist og Veiði Hornið Akureyri
Veiðiríkið Akureyri
Hlað Húsavík
Ollasjoppa Vopnafirði
Veiðiflugan Reyðarfirði
Krían Eskifirði
Þjónustustöðvar N1 um allt land.Dreifing: I. Guðmundsson ehf.
Nethyl 1, 110 Reykjavík.
Nánari upplýsingar um þessar vörur má fá á eftirfarandi vefsíðum: www.purefishing.com - www.abugarcia.se - www.kuusamonuistin.fl - www.coghlans.com.
Þekktustu veiðivörumerkin eru seld í öllum
„Betri sportvöruverslunum landsins“
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Forsætisráðuneytið hefur lagt inn í
samráðsgátt stjórnvalda tillögu að
lagafrumvarpi um breytingar á upp-
lýsingalögum sem miða að því að
bæta réttarstöðu þriðja aðila, þ.e.
þess sem á hagsmuna að gæta af af-
hendingu upplýs-
inga frá stjórn-
völdum. Lagt er
til að stjórnvöld-
um verði skylt að
leita afstöðu
þriðja aðila til af-
hendingar upp-
lýsinga sem varða
hann sjálfan áður
en ákvörðun er
tekin um afhend-
ingu gagna nema
það sé bersýnilega óþarft. Þá verði
úrskurðarnefnd um upplýsingamál
skylt að birta úrskurð þeim aðila
sem upplýsingar um einkahagsmuni
varða ef fallist er á rétt kæranda til
aðgangs að upplýsingunum. Í þriðja
lagi er lagt til að þriðja aðila verði
veittur réttur til að krefjast frest-
unar réttaráhrifa úrskurðar úr-
skurðarnefndar um upplýsingamál í
því skyni að bera ágreining um gildi
úrskurðarins undir dómstóla.
Óþarft og ekki til bóta
Undir lok þings, nú í júní, var sam-
þykkt frumvarp um heildarendur-
skoðun upplýsingalaga í kjölfar
starfs nefndar um umbætur á lög-
gjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og
upplýsingafrelsis undir formennsku
Eiríks Jónssonar, prófessors við
lagadeild Háskóla Íslands. Nýjar til-
lögur ráðuneytisins eru byggðar á
hluta athugasemda Samtaka at-
vinnulífsins (SA) sem sendar voru
stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd
þegar málið var til þingmeðferðar. Í
tillögu forsætisráðuneytisins á sam-
ráðsgáttinni segir að það sé mat
ráðuneytisins að umsögn SA fjalli
ekki um frumvarpið sem lagt var
fram á þinginu, heldur sé um að
ræða tillögur að öðrum breytingum á
upplýsingalögum. „Forsætisráðu-
neytið tók tillögurnar til skoðunar og
er það mat ráðuneytisins að hluti
þeirra sé til nokkurra bóta miðað við
gildandi rétt,“ segir þar.
Hjálmar Jónsson, formaður
Blaðamannafélagsins, var meðlimur
í fyrrgreindri nefnd. Honum líst illa
á tilvonandi frumvarp. „Ég þarf að
kynna mér þetta betur þegar ég fæ
tækifæri til, en mér sýnist að þetta
sé ekki til bóta og sé í raun óþarfi.
Þetta flækir aðgengi almennings og
fjölmiðla að upplýsingum,“ segir
hann. „Við erum nýbúin að gera
breytingar á upplýsingalögum sem
voru til framfara og ég sé ekki þörf-
ina á þessu,“ segir hann og kveðst
aðspurður ekki minnast þess að
réttarstaða þriðja aðila hafi komið til
álita í starfi nefndarinnar.
Spurður hvernig hugmyndir SA
og forsætisráðuneytisins muni tefja
fyrir segir hann að þær auki á
flækjustigið. „Mér sýnist að það sé
verið að flækja ferlið. Bæði með því
að þriðji aðili geti lagt stein í götu
þess að upplýsingar séu birtar og
mögulega farið með það fyrir dóm-
stóla. Það tefur fyrir og mér finnst
að það þurfi að vera ríkar ástæður til
þess að svo sé.“
Sem fyrr sagði lögðu SA athuga-
semdirnar fram við þinglega með-
ferð frumvarps um breytingu á upp-
lýsingalögum á liðnu þingi. „Ég sé
ekki annað en að stjórnskipunar- og
eftirlitsnefnd hafi átt að taka afstöðu
til þessa á þeim tímapunkti. Það er
nýbúið að breyta lögunum og fara yf-
ir þetta. Ég átta mig ekki á þörfinni á
þessu,“ segir hann.
Afstaða þingnefndarinnar
Spurður út í það mat forsætis-
ráðuneytisins að umsögn SA hafi
ekki fjallað um frumvarpið sem lagt
var fram á liðnu þingi segir hann að
stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafi
átt að taka afstöðu til hennar á þeim
tímapunkti. „Stjórnskipunar- og
eftirlitsnefnd getur sett hvaða breyt-
ingar sem er inn ef hún telur ástæðu
til. Það er bara hin þinglega með-
ferð. Það er ekki framkvæmdavaldið
sem stýrir því hvaða breytingar eru
gerðar, heldur þingræðið. Mér finnst
þetta ekki vera rök í málinu,“ segir
Hjálmar en áréttar að hann hafi ekki
kynnt sér málið ofan í kjölinn. Hann
segir Blaðamannafélagið munu gera
athugasemdir við málið á samráðs-
gáttinni, en frestur til þess er til 31.
júlí.
SA eru skrifuð fyrir einu umsögn-
inni sem borist hefur inn á gáttina
um málið, en þar eru ítrekuð önnur
sjónarmið sem fram komu í umsögn
þeirra til stjórnskipunar- og eftirlits-
nefndar. Meðal annars um að tíma-
frest stjórnvalda til að veita upplýs-
inga beri að lengja úr einni viku í
tvær og að heimildir stjórnvalda til
að hafna beiðni um upplýsingar séu
sterkar vísbendingar um að hún sé
sett fram í ólögmætum tilgangi.
Vilja breyta lögunum á nýjan leik
Forsætisráðuneytið leggur til breytingu upplýsingalaga Varðar afstöðu og hagsmuni þriðja aðila
Heildarendurskoðun laganna nýlokið Tillagan sögð flækja aðgengi almennings að upplýsingum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Stjórnarráðið Forsætisráðuneytið leggur til breytingar á upplýsingalögum sem miða að því að bæta stöðu þriðja
manns þegar upplýsinga er óskað frá stjórnvöldum; m.a. er lagt til að leitað verði eftir afstöðu þessara aðila.
Hjálmar
Jónsson