Morgunblaðið - 20.07.2019, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2019
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
Skoðið LAXDAL.is
Opið
laugardag
10-15
STÓRÚTSALA
Skipholti 29b • S. 551 4422
Sumaryfirhafnir - Gæðafatnaður
40-70%
AFSLÁTTUR
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Leki kom upp á tveimur stöðum á
hjúkrunarheimilinu Seltjörn á Sel-
tjarnarnesi sem vígt var í febrúar.
Kristján Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri Vigdísarholts, félags á vegum
ríkisins sem rekur Seltjörn, segir að
aðeins sé um smit að ræða sem sé
óverulegt og trufli ekki starfsemina.
„Þetta er nú nánast ekki neitt. Það
smitar aðeins niður á tveimur stöð-
um. Verktakinn er kominn í málið og
þetta verður lagað,“ sagði hann í
samtali við Morgunblaðið. „Við höf-
um þurft að stilla af húsið eins og ég
kalla það og það hefur bara verið
gert. Það er ekkert sniðugt að nýtt
hús leki, en þetta er óverulegt og
verður lagað á kostnað verktakans.
Þetta truflar ekki starfsemina eða
neitt,“ segir hann. „Ég myndi nú
aldrei tala um leka. Þetta er bara
smá smit. Það dropaði hvergi niður,
en það kom smá litur á vegg þarna
uppi. Þetta er á heimili sem heitir
Norðurtún og hitt heitir Nýi bær,“
sagði hann.
Ekkert óeðlilegt
Ýmislegt annað smálegt hefur
komið upp á Seltjörn að sögn Krist-
jáns. „Við og verktakinn höfum bara
unnið það saman. Það er ekki óeðli-
legt þegar verið er að taka nýtt hús í
notkun. Þegar starfsemin fer af stað
kemur alltaf eitthvað upp sem þarf
að laga,“ sagði Kristján. Hann nefnir
t.d. að lista hafi vantað á gólfdúk á
einum stað og laga hafi þurft sí-
rennsli í salerni. Þá hafi loftræsting
slegið út. „Það hefði alveg liðið yfir
mig hefði ekkert komið upp,“ sagði
hann.
Á hjúkrunarheimilinu, sem er við
Safnatröð 1, eru 40 pláss og eru þau
öll full að sögn Kristjáns. Fyrsta
skóflustungan var tekin í júní 2014,
en fyrr á árinu voru fregnir fluttar af
því að illa gengi að manna stöður
hjúkrunarfræðinga á Seltjörn. Allar
stöður eru nú mannaðar og starf-
semin gengur vel.
Morgunblaðið/Hari
Seltjörn Kristján Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vigdísarholts, segir að um óverulegt smit sé að ræða. Gert verði
við á kostnað verktakans, en sú vinna er þegar hafin. Hjúkrunarheimilið var vígt í febrúar síðastliðnum.
Leki á tveimur stöðum á
hjúkrunarheimilinu Seltjörn
Óverulegt að sögn framkvæmdastjóra og verktaki lagfærir
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Marta Guðjónsdóttir og Örn Þórð-
arson, fulltrúar Sjálfstæðisflokks í
skóla- og frístundaráði Reykjavík-
ur, hafa óskað eftir aukafundi í
ráðinu sem fyrst vegna málefna
Norðlingaskóla og annarra skóla
þar sem stefnir í að skólastarf
verði í uppnámi við skólabyrjun í
haust.
Marta Guðjónsdóttir borgar-
fulltrúi segir að bréf skólastjórn-
enda Norðlingaskóla frá 18. júlí,
þar sem þeir óskuðu eftir fundi
með borgaryfirvöldum til að fara
yfir stöðu húsnæðismála skólans,
hefði eitt og sér verið næg ástæða
til þess að skóla- og frístundaráð
kæmi saman til aukafundar. Skóla-
stjórnendur sendu bréfið eftir að
borgarráð samþykkti að fresta
byggingu gangs sem nauðsynlegur
er til þess að hægt sé að nýta við-
bótarhúsnæði sem skólinn hefur á
leigu við Norðlingabraut 4.
Áhyggjur af fimm skólum
„Norðlingaskóli er byggður fyrir
450 börn en í haust er gert ráð
fyrir 625 nemendum. Þegar við
bætast áhyggjur vegna húsnæðis
Fossvogsskóla, Breiðholtsskóla,
Seljaskóla og Hagaskóla og næsti
fundur skóla- og frístundaráðs er
ekki boðaður fyrr en 13. ágúst er
full ástæða til þess að óska eftir
aukafundi,“ segir Marta og bendir
á að málefnalegar ástæður þurfi til
svo boðað sé til aukafundar. Það
leiki sér enginn að því að óska eftir
aukafundi. Marta segir skólahald
byrja 22. ágúst og hún trúi ekki
öðru en formaður skóla- og frí-
stundaráðs Reykjavíkur boði skjótt
til fundar í ráðinu. Það sé ekki
langur tími sem borgin hafi til þess
að leysa úr húsnæðismálum í þeim
skólum þar sem þau eru í ólestri.
Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri
Norðlingaskóla, segir að það eina
sem hún geti sagt á þessu stigi sé
að málið snúist um vöntun á hús-
næði fyrir skólahald og verið sé að
vinna í málunum.
625 nemendur
í skóla fyrir 450
Óskað eftir aukafundi í skóla- og
frístundaráði vegna Norðlingaskóla
Morgunblaðið/Ómar
Skóli Börn í Norðlingaskóla við
setningu hans fyrir nokkrum árum.
Þyrlu þyrfti til að koma vísinda-
mönnum á Gömlueyri í Löngu-
fjörum, þar sem tugi grindhvala rak
á land. Er útlitið því ekki gott með
sýnatöku, að sögn Gísla Arnórs Vík-
ingssonar, hvalasérfræðings hjá
Hafrannsóknastofnun. Sagði hann í
samtali við mbl.is í gær að spáð hefði
verið í að fara á staðinn en þegar
legið hefði fyrir hversu óaðgengileg-
ur staðurinn væri hefðu slíkar hug-
myndir verið metnar illframkvæm-
anlegar. Hafrannsóknastofnun hefði
hvorki aðgang að þyrlu né fjármuni
til að leigja hana. Þó hefur ekki verið
útilokað að starfsmenn Hafrann-
sóknastofnunar fari á staðinn.
„Landeigandi segir þetta ekki að-
gengilegt nema í þyrlu og þá jafnvel
bara stuttan síma í senn,“ sagði Gísli
og bætti við: „Það væri hugsanlega
hægt að fara þetta á hesti, en það er
ekki neitt sem við höfum yfir að
ráða.“
Mesti fjöldi frá 1986
Ekki þykir endilega þörf á því að
fjarlægja og urða hræ hvalanna sök-
um þess hversu afskekktur stað-
urinn sem um ræðir er. Þetta sagði
Gunnar Alexander Ólafsson, sér-
fræðingur hjá Umhverfisstofnun,
sem sagði landið þar sem hræin
liggja í einkaeigu og því væri það
landeiganda að grípa til aðgerða ef
hann teldi þess þörf. Spurður hvort
slæmt væri fyrir vistkerfi staðarins
að tugur dýra lægi þar rotnandi á
sama tíma svaraði Gísli á þá leið að
náttúran gengi tiltölulega fljótt frá
hræjunum. „Mun stærri hvalir
hverfa fljótt,“ sagði hann og sagðist
ekki telja umhverfsivá stafa af rotn-
un hræjanna.
Líkt og Edda Elísabet Magnús-
dóttir, sjávarlíffræðingur og hvala-
sérfræðingur, lýsti í Morgunblaðinu
í gær nefndi Gísli að búsvæði grind-
hvala væri í djúphafinu og þess
vegna lentu þeir í vandræðum þegar
þeir færua upp á grynningar. „Þetta
er auðvitað bara náttúrulegt fyrir-
bæri sem hefur gerst með reglulegu
millibili. Þessi tegund er fræg fyrir
þetta og að því leyti er þetta nátt-
úrulegt fyrirbrigði þó að auðvitað sé
þetta afbrigðilegt.“ Bætti Gísli við að
fjöldi hvalanna sem drápust nú væri
líklega sá mesti frá 1986, þegar 148
hvalir gengu á land í nágrenni Þor-
lákshafnar.
Ekki þörf á að fjar-
lægja hvalahræin
Þyrlu þarf til að hægt sé að taka sýni
Ljósmynd/David Schwarzhans
Dauðir Rotnandi hvalahræ eru nú
áberandi á Löngufjörum.