Morgunblaðið - 20.07.2019, Page 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2019
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Sennilega höfum við Íslend-ingar aldrei teflt fram jafnsterku liði á heimsleikun-um og einmitt nú. Í liðinu
er fólk sem hefur náð þar góðum
árangri og framúrskarandi hross,
útkoman úr markvissu ræktunar-
starfi og stífri þjálfun,“ segir Jakob
Svavar Sigurðsson hestmaður.
Hann er einn þeirra sem skipa
landsliðið sem keppir fyrir Íslands
hönd á heimsleikum íslenska hests-
ins sem fram fara í Berlín 4.-11.
ágúst næstkomandi. Keppir Jakob
þar í fjórgangi og tölti á Júlíu frá
Hamraey í Flóa, tíu vetra.
Af lífi og sál
Á síðustu heimsleikum árið
2017 urðu fjórir íslenskir knapar
heimsmeistarar og hafa þeir sjálf-
krafa rétt til titilsvarnar á HM í
Berlín nú. Er Jakob þar á meðal.
Reglurnar eru annars þær að sjö
knapar eru valdir í íþróttakeppni í
flokki fullorðinna og fimm í ung-
mennaflokki. Að auki verða á
mótinu sex hross frá Íslandi í kyn-
bótasýningu, þar á meðal Spaði frá
Barkastöðum, en hann sýnir Helga
Una Björnsdóttir, sambýliskona
Jakobs.
Saman eru Jakob og Helga af
lífi og sál í hestmennskunni og
sinna ræktun, reiðkennslu, tamn-
ingum og þjálfun að Fákshólum í
Ásahreppi í Rangárvallasýslu þar
sem þau búa. Síðustu dagar og vik-
ur hafa eðlilega mikið snúist um
undirbúning fyrir HM og tilhlökk-
unin er mikil.
Jöfn keppni og lærdómsrík
„Helstu keppinautar okkar Ís-
lendinga á heimsleikunum verða
Þýskaland og Norðurlöndin og svo
reikna ég líka með að Sviss og
Austurríki komi sterk inn,“ segir
Jakob. „Sú var tíðin að Ísland sóp-
aði til sín flestum verðlaunum á
heimsleikunum en núna er keppnin
miklu jafnari en áður og að því
leytinu förum við líka út til þess að
læra af öðrum þjóðum og miðla
þekkingu. Stemningin á heimsleik-
unum er líka mikil og allt sýnir
þetta okkur og segir hversu mikilla
vinsælda íslenski hesturinn nýtur
erlendis. Kynningarstarf og mark-
aðssetning á honum þarf að vera
stöðug, enda er samkeppnin hörð.“
Jakob bætir við að viss tregi
fylgi þó alltaf heimsleikunum. Þar
kemur til að íslensku hrossin sem
fara utan á leikana eiga ekki aftur-
kvæmt til Íslands, vegna reglna um
smitvarnir. Nokkur þeirra sem
keppa nú hafa verið lengi ytra en
öðrum verður flogið út 28. júlí
næstkomandi.
„Þegar út er komið höldum við
hestunum sem koma héðan að
heiman frá öðrum og höldum öðr-
um samgangi í lágmarki. Dýra-
læknir fylgist vandlega með hross-
unum, sem er hluti af þeim víðtæku
ráðstöfunum sem gerðar eru varð-
andi heilbrigði hrossanna. Því er
svo ekki að leyna að eftir heims-
leikana sér maður mjög eftir hross-
um sem maður keppir á og hefur
áður verið með í þjálfun í mörg ár.
Taugin milli knapa og hests er
jafnan sterk. Það á til dæmis við
um mig og Júlíu, hryssu sem hefur
mýkt og ber sig vel á velli.“
Stóðhesturinn Spaði frá
Barkastöðum er sex vetra „og er
mikill gammur,“ eins og knapinn
Helga Una lýsir honum. „Ég hef
verið með þennan hest í þjálfun í
tvo vetur og hefur hann þróast vel.
Spaði, sem er afkvæmi Orra frá
Þúfu, er hreingengur á tölti og
brokki og mikill rýmishestur. Er
sannur gæðingur með þjálan og
góðan vilja. Mér hefur fundist gam-
an að fylgjast með Spaða og sé eft-
ir hestinum nú þegar hann er seld-
ur úr landi.“
Sprett úr spori
Helga Una segir þau Jakob
eiga góða samvinnu í hestamennsk-
unni. Líta hlutina svipuðum augum
sem auðveldi samstarfið, en á
hverjum tíma eru þau með um alls
40 hross í þjálfun í Fákshólum. Þar
í sveit – og raunar víðar á Suður-
landi – hafa á síðastliðnum tíu til
fimmtán árum verið settar á lagg-
irnar margar hrossaræktarstöðvar
með miklum byggingum. Segir
Jakob þá starfsemi vitna um
grósku og framfarir í hesta-
mennsku á Íslandi.
„Lífið snýst um hestamennsk-
una; þetta er áhugamál og atvinna
okkar í senn. Við vonumst þó til að
komast í nokkurra daga sumarfrí
eftir heimsleikana. Héðan frá Fáks-
hólum er til dæmis skemmtileg
reiðleið niður í Þykkvabæ og aðrar
með Ytri-Rangá. Á fallegum sum-
ardögum er ekkert skemmtilegra
en að vera með skemmtilegu fólki á
góðum hestum úti í víðáttunni og
spretta úr spori,“ segja Jakob
Svavar og Helga Una að síðustu.
Saman á heimsleikana
Hófadynur! Frábærir
hestar og góð stemning.
Heimsleikar íslenska
hestsins verða í Berlín í
ágústbyrjun. Landsliðið
er tilbúið og hestarnir
fara utan á næstu dög-
um. Jakob Svavar og
Helga Una verða meðal
fulltrúa Íslands.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hestafólk Jakob Svavar Sigurðsson hér með Júlíu frá Hamarsy og Helga Una Björnsdóttir með Spaða frá Barkar-
stöðum, hestunum sem þau fylgja til Berlínar. Að baki er áralöng þjálfun þeirra á hestunum en nú skilur leiðir.
Morgunblaðið/Hari
Knapar Landslið Íslands fyrir heimsleikana var kynnt í síðustu viku. Margt
af besta hestafólki landsins er í liðinu og af því er nú mikils að vænta.
Vínlandsleið 16
Grafarholti
urdarapotek.is
Sími 577 1770
Opið virka daga kl. 09.00-18.30
og laugardaga kl. 12.00-16.00
VELKOMIN Í
URÐARAPÓTEK
Hin árlega úti-
messa Árbæjar-,
Grafarholts- og
Grafarvogskirkju í
Reykjavík verður
sunnudaginn 21.
júlí við Reynisvatn,
vestanvert við
Sæmundar-
skólamegin. Lagt
verður af stað frá
Guðríðarkirkju í
Grafarholti kl. 10.30 og gengið þaðan
að messustað, þvert í gegnum Grafar-
holtshverfið. Boðið verður upp á akst-
ur frá kirkjunni að messustað. Prest-
arnir sem þjóna eru Karl V.
Matthíasson, Þór Hauksson og Sig-
urður Grétar Helgason. Daníel Helga-
son leikur undir á gítar og messugest-
ir syngja með. Eftir messuna verður
boðið upp á grillaðar pylsur sem
Lovísa Guðmundsdóttir kirkjuvörður í
Guðríðarkirkju sér um. Allir eru
hjartanlega velkomnir.
„Þessar messur hafa alltaf notið
mikilla vinsælda og fólk úr þessum
þremur sóknum nýtur þess að hittast
saman við guðsþjónustu undir berum
himni. Það verður líka gaman að hitt-
ast núna í fallegu umhverfinu við
Reynisvatnið. Predikunarefnin hjá mér
að þessu sinni verða náungakærleikur
og ábyrgð okkar gagnvart Guðs góðu
sköpun,“ segir Karl, sem hefur þjónað
Grafarholtssókn síðan 2013 og verið
viðloðandi starfið þar enn lengur.
Útimessa safnaðanna í efri byggðum Reykjavíkur við Reynisvatn á morgun
Ábyrgð okkar
gagnvart Guðs
góðu sköpun
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Reynisvatn Guðsþjónusta við vestanvert vatnið verður í fyrramálið.
Karl V.
Matthíasson
Bryddað er upp á mörgu skemmtilegu
á Húnavöku, bæjarhátíðinni á Blöndu-
ósi, sem hófst á fimmtudag og stend-
ur yfir helgina. Margir þekktir lista-
menn koma fram, leikarar og
tónlistarfólk. Sýningar verða í Heim-
ilisiðnaðarsafninu og Textílmiðstöð
Íslands í Kvennaskólanum, auk þess
sem sýna á Ísbjörn í Hillebrandtshúsi
þar sem er einnig að finna marg-
víslegan fróðleik um hafís.
Fjölbreytt fjölskyldudagskrá er í
dag, laugardag, og svo kvöld-
skemmtun sem er að vanda í Fagra-
hvammi, þar verða ýmis skemmti-
atriði.
Húnavaka á Blönduósi
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Blönduós Horft yfir gamla bæinn.
Hátíð í bænum
Hani, krummi, hundur, svín er yfir-
skrift dagskrár í Árbæjarsafni á
morgun, sunnudag 21. júlí, milli kl. 13
og 16. Dagurinn verður tileinkaður
húsdýrum og þar verður hægt að sjá
íslenskar landnámshænur, kindur,
lömb og hesta. Að auki verður hægt
að skoða ljúfa og fallega íslenska
fjárhunda sem börnin mega klappa.
Með reglulegu millibili geta börn svo
látið teyma undir sér á hestbaki.
Húsdýradagur í Árbæjarsafni
Morgunblaðið/Eggert
Árbæjarsafn Liðinn tími lifnar við.
Hani og krummi
Fyrsta götubitahátíðin á Íslandi er nú
haldin á Miðbakkanum í Reykjavík og
stendur út morgundaginn. Samhliða
er efnt til samkeppninnar Iceland
Street Food Awards þar sem þátttak-
endur keppa um besta götubitann –
og er þar til mikils að vinna.
Á Miðbakkanum um helgina verður
seldur matur úr vögnum og gámum –
svo allir geta farið heim saddir og
sælir.
Matur á Miðbakkanum
Södd og sæl