Morgunblaðið - 20.07.2019, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2019
Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is
VELKOMIN Á NÝJU VEFSÍÐUNA OKKAR
Uppgötvaðu vörurnar okkar og kosti þess að versla á netinu
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Náttúran skartar sínu fegursta
þessa dagana og þar er fuglalífið
engin undantekning. Víða eru komn-
ir ungar og þeir sem fyrst komust á
legg í vor eru löngu orðnir fleygir.
Samantekt um fuglalífið í Reykja-
víkurborg birtist nýlega á heimasíðu
borgarinnar. Þar kemur m.a. fram
að kríuvarpið hafi farið seint af stað
víða um land og þar sé kríuvarpið í
Vatnsmýri og hólmanum í Þorfinns-
tjörn í Hljómskálagarðinum engin
undantekning.
„Töluverður fjöldi fugla hefur ver-
ið í varpinu á báðum stöðum en vel
yfir 50 hreiður eru í Vatnsmýri og
um 20 í Þorfinnshólma. Fyrstu ung-
arnir hafa verið að líta dagsins ljós á
síðustu vikum. Kríurnar verja ung-
ana af krafti og vegfarendur eiga oft
fótum sínum fjör að launa.“
Margir andfuglar með unga
Á Reykjavíkurtjörn, í Laugardal,
við Elliðaár og við sjávarsíðuna má
sjá andfugla, endur, gæsir og jafnvel
álftir með unga. Flestar andateg-
undir eru búnar að leiða út úr
hreiðrum sínum en misjafnt er hve-
nær varp hinna ýmsu tegunda nær
hámarki. Grágæsaungar eru orðnir
vel stálpaðir og fylgja fjölskyldum
sínum þar sem þær keppast við að
bíta gras og aðrar gómsætar jurtir.
Æðarkollur með unga synda með
ströndum borgarlandsins og kafa
eftir kræklingi og öðru góðgæti sem
þær finna á grunnsævinu.
„Á vötnum og tjörnum t.d. á
Reykjavíkurtjörn, á Rauðavatni,
Elliðavatni og víðar má sjá skúf-
endur, duggendur og toppendur
með unga en júlí er aðalútungunar-
tími kaf- og fiskianda. Buslendur
eins og stokkönd, gargönd og urtönd
unga alla jafna út fyrr á sumrin og
eru því víða með stálpaða unga en
stokkendur geta þó orpið á ólíkum
tímum og sjá má nýklakta hnoðra
frá lok maí alveg fram í ágúst t.d. á
Reykjavíkurtjörn,“ segir í saman-
tektinni.
Flórgoðar á Rauðavatni
Mikið sást af flórgoða við Rauða-
vatn í byrjun sumars, eða átta pör,
en þar hafa þeir orpið undanfarin ár.
Þurrkarnir í sumar ollu því að yfir-
borð vatnsins varð mjög lágt. Það
gerði flórgoðunum erfitt að gera
flothreiður við bakkagróðurinn.
Þegar síðast var gáð sáust aðeins tvö
flórgoðapör og höfðu þau gert flot-
hreiður úti í vatninu þar sem síkja-
mari stendur upp úr. Ekki hafa sést
ungar og þykir sennilegt að fugl-
arnir hafi reynt varp í annað sinn.
Langt er síðan fyrstu skógar- og
svartþrastaungarnir sáust í görðum
borgarbúa. Í samantektinni segir að
undanfarið hafi mest borið á ungum
maríuerlu og þúfutittlings á opnum
svæðum. Þessar tegundir eru far-
fuglar og tímasetja varpið nákvæm-
ar en þrestirnir, sem eru að mestu
staðfuglar í borginni.
Lundavarp í Akurey, sem var frið-
lýst fyrr á þessu ári, virðist hafa far-
ið vel af stað. Ábúð er 79% en var
74% í fyrra, varpárangur nú er 0,85
og viðkoma 0,66 sem þykir ágætt.
Lundar hafa sést bera sandsíli í tölu-
verðum mæli.
Fuglalífið blómstrar í borginni í sumar
Kríuungar komnir í miðborginni
Víða sjást endur og gæsir með unga
Morgunblaðið/Bogi Þór Arason
Kjói Þessi seyðfirski kjói reyndi að stugga ljósmyndaranum burtu með því að slá vængendunum í höfuð hans.
Morgunblaðið/Bogi Þór Arason
Æður Æðarkollan skýlir unga undir væng sínum. Æðarfuglarnir synda með
ströndinni og tína upp kræklinga og annað æti á grunnsævinu.
Loftrýmisgæsla
Atlantshafs-
bandalagsins við
Ísland er að hefj-
ast að nýju með
komu flugsveitar
bandaríska flug-
hersins. Allt að
110 liðsmenn
bandaríska flug-
hersins taka þátt
í verkefninu og
til viðbótar starfsmenn frá stjórn-
stöð NATO í Uedem, Þýskalandi
(Combined Air Operations Center).
Flugsveitin kemur til landsins með
fimm F-16-orrustuþotur. Verkefn-
inu mun ljúka fyrir lok ágúst.
Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum
að varaflugvöllum á Akureyri og
Egilsstöðum á tímabilinu 29. til 31.
júlí, segir í frétt á vef Landhelgis-
gæslunnar.
Verkefnið verður framkvæmt
með sama fyrirkomulagi og fyrri ár
og í samræmi við loftrýmis-
gæsluáætlun NATO fyrir Ísland.
Flugsveitin verður staðsett á ör-
yggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.
Landhelgisgæsla Íslands, í sam-
vinnu við Isavia, sér um fram-
kvæmd verkefnisins . sisi@mbl.s
Loftrýmisgæsla
NATO hefst á ný
NATO F-16-orrustu-
þota á flugi.
Sex aðilar hyggjast hefja byggingu
á ódýrari íbúðum fyrir ungt fólk og
fyrstu kaupendur á næstunni, ef
áform og fjármögnun ganga eftir.
Þetta kemur fram í fréttatilkynn-
ingu frá Reykjavíkurborg.
Til stendur að byggja þessar
íbúðir á lóðum sem hafa verið tekn-
ar frá fyrir hagkvæmar íbúðir.
Borgarráð hefur samþykkt slík
lóðavilyrði á níu reitum. Þrír hópar
hafa skilað gögnum um fjármögnun
og fengið fullgild lóðavilyrði. Þeir
eru Frambúð sem þróar byggð í
Skerjafirði, Vaxtarhús sem vinnur
að verkefni á reit Sjómannaskólans
og Urðarsel í Úlfarsárdal. Auk þess
samþykkti borgarráð fimm vilyrði
þar sem aðilar fengu átta vikna
frest til að tryggja fjármögnun eig-
infjár sem nemur 20% af áætluðum
byggingarkostnaði.
Nú hillir undir bygg-
ingu ódýrari íbúða