Morgunblaðið - 20.07.2019, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 20.07.2019, Qupperneq 14
14 Kaup auðmanna á jörðum á Íslandi fjallað í rammagrein á næstu síðu. Áhuginn beinist að ýmsum svæðum. Réttindi við laxveiðiár Með kaupum sínum á jörðum á Austurlandi hafa dótturfélög Dylan Holding tryggt sér veiðiréttindi við margar ár. Má þar nefna Hafralónsá, Selá, Vesturá, Hofsá, Sunnudalsá, Svalbarðsá, Garðsá og Hölkná. En hverjir eiga Dylan Holding, fé- lagið sem er að kaupa jarðirnar í gegnum íslensk dótturfélög? Þegar leitað var í fyrirtækjaskrá Creditinfo fundust hvorki upplýs- ingar um hluthafa né eignatengsl Dylan Holding á Íslandi. Hins vegar kom gömul skráning félagsins á Ís- landi í leitirnar. Sendandi var Eggert J. Hilmarsson, fulltrúi Kaupthing Bank Luxembourg S.A., sem sendi Hagstofu Íslands staðfestingu á skráningu félagsins á Íslandi hinn 16. janúar 2001. „Ástæðan fyrir beiðninni eru fjár- festingar á Íslandi og við þurfum að hafa kennitölu þegar við höfum við- skipti við bankastofnanir á Íslandi,“ skrifaði Eggert í umsókninni. Með fylgdu stofnskjöl í Lúxem- borg. Kom þar fram að Eggert væri fulltrúi félaganna Waverton Group Limited og Starbrook International Limited í stjórn Dylan Holding. Bæði félögin voru skráð á Tortóla á Bresku jómfrúaeyjum. Þau komu víðar við sögu í útrás Kaupþings. Trúnaður um hluthafa Athugun á 35 skjölum Dylan Hold- ing í fyrirtækjaskrá Lúxemborgar bendir til að hvergi sé getið um hlut- hafa og þar með eigendur. Síðasta sumar heimsótti Morgun- blaðið fyrirtækjaskrá Lúxemborgar. Spurt var hvort mögulegt væri fyrir blaðið að fá upplýsingar um hluthafa í Dylan Holding S.A. Fyrirspurnin vakti sýnilega undran starfsmanns fyrirtækjaskrárinnar. Svarið var stutt: Upplýsingar um hluthafa í S.A.-félögum eru aldrei veittar. Það er því á huldu hverjir eiga fé- lag sem orðið er umsvifamikið í ís- lenskum laxveiðiám. Ratcliffe er sagður að baki fjárfestingunni en það virðist hvergi formlega skráð. Reist á grunni Kaupþings Morgunblaðið leit næst inn í höfuðstöðvar Banque Havilland í Lúxemborg. Þær eru við Rue de Kennedy 35a í nýja fjármálahverfinu í Lúxemborg. Havilland var reistur á grunni Kaupþings eftir fall bankans haustið 2008. Ástæðan fyrir heim- sókninni er að félagið Dylan Holding var skráð hjá Kaupþingi og síðar hjá Banque Havilland. Það virðist ekki hafa verið skráð hjá öðrum banka. Heimilisfang félagsins er nú 22 Rue Marie-Adélaïde í Lúxemborg. At- hygli vekur að það er sama heim- ilisfang og Moon Capital, félag tengt Baugsveldinu, hefur. Bæði félög voru áður á 8 Boulevard Royal. Stórt málverk eftir Tolla í anddyri Banque Havilland minnir á Ísland. Bankinn hefur jafnframt skrifstofur í Mónakó, Lundúnum, Liechtenstein, Dúbaí og Sviss. Í Mónakó er að finna aðila sem einnig eru áhugasamir um íslenska náttúru, eins og rakið er á næstu síðu. Fyrirmenni við opnunina Banque Havilland var opnaður að viðstöddum fyrirmennum mánudag- inn 28. september 2009. Meðal ann- ars var Luc Frieden, fjármálaráð- herra Lúxemborgar, viðstaddur. Fram kom í tilkynningu frá bank- anum að David Rowland væri skráð- ur hluthafi í bankanum. Hann hefði boðið gesti velkomna áður en hann gaf Magnúsi Guðmundssyni, for- stjóra nýja bankans, orðið. Fjallað er um stofnun Banque Ha- villand í bókinni Kaupthinking eftir Þórð Snæ Júlíusson blaðamann. Hann skrifar að annars vegar hafi verið stofnaður „góður“ banki úr Kaupþingi í Lúxemborg og hins vegar „slæmur“ banki með lakari eignum. Banque Havilland hafi verið góði bankinn. Þórður Snær vitnar jafnframt í þá kenningu athafnamannsins Kevins Stanfords að helstu stjórnendur Kaupþings hafi „ráðist í verkefni sem snerist um að halda Kaupþingi í Lúx- emborg lífvænlegum eftir að Kaup- þing á Íslandi var fallinn“. Þeir hafi séð óveðursský á lofti. Þórður Snær vitnar svo í skýrslu fyrrverandi starfsmanns fjármálaeft- irlitsins í Lúxemborg sem unnin var fyrir aðila sem tengdust kröfuhöfum Kaupþings. Þar komi fram að eftir efnahagshrunið hafi verið leitað til fjárfestingasjóðs í eigu Líbíustjórnar um möguleg kaup á Kaupþingi. Eftir annan fund hafi þær hugmyndir svo runnið út í sandinn. Meðgjöf frá stjórnvöldum Það hafi svo gerst í mars 2009 að Sigurður Einarsson kynnti „þann möguleika að kaupa starfsemi dótt- urbankans í Lúxemborg fyrir manni sem heitir Michael Wright og starfaði Eignarhaldið virðist vera á huldu  Eignarhald á Dylan Holding, sem á fjölda jarða á Íslandi, virðist hvergi vera formlega skráð  Félagið var í upphafi skráð hjá Kaupþingi en síðan hjá banka sem reistur var á grunni þess Morgunblaðið/Baldur Horft frá gamla bænum Fjármálahverfið í Lúxemborg er í uppbyggingu. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Dylan Holding S.A. í Lúxemborg er skráð fyrir fjölda jarða sem sagðar eru í eigu breska auðjöfursins James Arthurs Ratcliffes. Dylan Holding er þannig móðurfélag tæplega 20 ís- lenskra félaga sem skráð eru sem eigendur jarða. Eignarhluturinn er breytilegur en yfirleitt er um 100% eignarhlut að ræða. Á grafinu hér fyrir ofan er að finna dæmi um jarðir sem sagðar eru í eigu Ratcliffes og viðskiptafélaga á Ís- landi. Grafið byggist að hluta á upp- lýsingum sem aflað var í fyrrasumar. Athugun á eignarhaldi um 70 jarða á Austurlandi í gær benti til að jörðin Brúarland væri sú eina sem bæst hefði í eignasafnið. Samkvæmt afsali sem var fært inn hjá sýslumanninum á Norðurlandi eystra síðastliðinn miðvikudag fylgdi með 100% eignarhlutur í jörðinni Brúarlandi, Svalbarðshreppi, ásamt öllu sem jörðinni fylgir og fylgja ber, og 25% eignarhluti í jörðinni Gunn- arsstöðum I, ásamt öllu sem eignar- hlutnum fylgir. Með Brúarlandi fylgdu 2/6 af veiðirétti Gunnarsstaða í Hafralónsá. Þá var vísað í upp- haflegt heimildarskjal jarðarhlutans úr Gunnarsstöðum þar sem meðal annars væri lýst ½ veiðirétti jarð- arinnar í Hafralónsá. Ásamt þessum kaupum hafa bandarískir fjárfestar bætt við sig jörð austur af Fljótunum. Um þau kaup og fleiri viðskipti með jarðir er F L Ó K A D A L U R F L JÓ T M iklavatn Fljótavík Stífluvatn Fljótaá Nefstaðir Steinavellir Deplar Hraun HreppsendaáLundur (land 1) Knappsstaðir Stóra-Brekka Siglufjörður Efra-Haganes 1, lóð 2 og 3 Atlastaðir Heildarstærð jarða í Fljótum í eigu Fljótabakka er 4.737 hektarar. Fljóta bakki hefur nýverið fest kaup á jörðinni Atla- stöðum í Svarfaðar dal. Seyðisfjörður Héðinsfjörður Seyðisfjörður Skálanes Jörðin Skálanes er 1.263 hektarar Ho fsá Breiðamýri Áslaugarstaðir Leifsstaðir Hámundarstaðir Ljótsstaðir Skógar Rjúpnafell Deildarfell Hvammsgerði Sunnudalur Hraunfell Borgir Háteigur Guðmundarstaðir Síreksstaðir Gnýsstaðir Hamar Hauksstaðir Krossavík Lýtingsstaðir Fagurhóll Þorvaldsstaðir Einarsstaðir Ytri-Hlíð ● Selsárvellir ● Mælifell Vopnafjörður VopnafjörðurSE LÁ RD AL UR HO FS ÁR DA LU R VE ST UR ÁR - DA LU R Se lá Se lá Ve st ur á Fremri-Nýpur Su nn u- da lsá 10 stærstu jarðirnar eru samtals rúmir 45.000 hektarar. Þistilfjörður Bakkafl ói Þórshöfn Bakkafjörður Hvammur Miðfjarðarnessel Hallgilsstaðir Svalbarðssel Sv al - ba rð sá Ga rð á Veðramót Gunnarsstaðir Brúarland Ísafjarðardjúp Ísafjörður Vigur Tunga Neðri-Bakki Brekka Kirkjuból Jarðirnar Tunga, Neðri- Bakki, Brekka og Kirkjuból ásamt veiðiréttindum í Langadalsá og Hvanna- dalsá eru í eigu Varplands hf. sem er í eigu Johns Har- alds Örnebergs. Jarðirnar eru alls 17.000 hektarar. Eyjan Vigur í Ísafjarðardjúpi er mögulega seld út lend ing i, bú- sett um í Evr ópu. Vigur hefur síðasta árið verið á sölu skrá. 1 Heiðarvatn Vatnsá Kerlingadalsá Jarðirnar Engigarður, Stóra-Heiði og Litla-Heiði við Heiðarvatn ásamt 54,2% hlutar í Veiðifélagi Kerlingadalsár og Vatnsár eru í eigu Rudolfs Walters Lamprechts. Hjörleifshöfði og um 11.500 hektarar lands sem honum fylgja eru til sölu. Mögulegt söluverð er 250-500 milljónir kr. Stóra-Heiði Engigarður Hjörleifshöfði Vík Höfða- brekka Hótel Katla Hótel Katla og jörðin Höfðabrekka sem er um 4.700 hektarar eru í eigu félagsins K Acquisition sem er í 75% eigu erlendra fjárfesta. Jörðin nær yfi r hluta Mýrdalssands og með jörðinni fylgja veiðiréttindi og fl ugvöllur. Litla-Heiði Heyklif Breiðdalsvík Stöðvar- fjörður Heyklif er í eigu City lab ehf. í Mónakó, fyrirtækis Alexanders Efanovs. 1 Grímsstaðir Grímstunga Jökulsá á Fjöllum Land Grímsstaða er um 22.800 hektarar Bæir og jarðir á Austurlandi í eigu Ratcliffes og viðskiptafélaga Grímsstaðir á Fjöllum Skálanes við Seyðisfjörð Heyklif á Kambanesi við Stöðvarfjörð 27 eignir við Vopnafjörð, í Selárdal, Vesturárdal, Hofsárdal og Sunnudal Á kortið eru merktar 59 jarðir og aðrar fasteignir í eigu erlendra aðila. Það er aðeins hluti þeirra jarðeigna sem eru að hluta eða að öllu leyti í erlendri eigu. 7 eignir í Þistilfi rði og við Bakkafl óa 11 eignir í Fljótum og Svarfaðar dal 5 eignir í Mýrdal 5 eignir við Ísafjarðardjúp Fasteignir í Fljótum og Svarfaðar dal í eigu Fljótabakka Eyjan Vigur og jarðir við Ísafjarðardjúp Jarðir og veiðiréttindi við Heiðarvatn og aðrar fasteignir í Mýrdal og Mýrdalssandi Fljótabakki er dótturfélag Eleven Experience sem rek ur m.a. ferðaþjón- ust una Depl ar Farm í Fljót un um 1 3 4 5 8 7 6 2 1 3 4 57 8 6 2 Heimildir: Fasteignaskrá, Creditinfo, Nytjaland (RALA) og greinasafn Morgunblaðsins. Kortagrunnur: OpenStreetMap. Dæmi um jarðir á Íslandi sem eru í eigu erlendra fjárfesta og viðskiptafélaga þeirra  SJÁ SÍÐU 16

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.