Morgunblaðið - 20.07.2019, Síða 16

Morgunblaðið - 20.07.2019, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2019 Kaup auðmanna á jörðum á Íslandi fyrir breska fjárfestingasjóðinn Blackfish Capital. Sá sjóður var í eigu Rowland-fjölskyldunanr og honum var stýrt af feðgunum David og Jonathan Rowland“. Sigurður og Magnús hafi síðan fundað með Wright og Rowland-feðgum í Lund- únum. Á fundinum hafi Magnús út- skýrt að kaupa mætti bankann á lága upphæð, 50 milljónir evra, og að stjórnvöld í Lúxemborg myndu styðja slík kaup með því að leggja fram ígildi eigin fjár upp á 54 millj- ónir evra, „sem yrði síðan endur- greiðanlegt með hagnaði af rekstri“. Til að gera langa sögu stutta sam- þykktu 97,8% kröfuhafa að selja bankastarfsemi Kaupþings í Lúx- emborg til Blackfish Capital, og þar með til Rowland-fjölskyldunnar, í at- kvæðagreiðslu 5. júní 2009. Virðist fjölskyldan enn vera eigandinn. Þegar litið var inn í bankann í fyrrasumar voru fjárfestingafélögin BlackRock og Aberdeen Standard á fyrstu og annarri hæð. Fyrrnefnda félagið er einn stærsti fjárfestir í heimi en fyrr í sumar var greint frá kaupum þess í Marel. Rowland-fjölskyldan hefur tekið þátt í íslensku viðskiptalífi. Þegar greint var frá samningi á sölu á starfsemi MP banka á Íslandi og í Litháen 11. apríl 2011 kom fram að Rowland-fjölskyldan ætti 9,6% hlut. Kynni við Skúla Mogensen Stærsti hluthafinn var Títan fjár- festingafélag, félag Skúla Mogen- sen, síðar stofnanda WOW air. Haft var eftir Skúla í Viðskipta- blaðinu tveimur dögum síðar að Rowland-fjölskyldan kæmi að bank- anum vegna tengsla við hann. „Ég var viðskiptavinur Kaupþings, og síðar Banque Havilland. Þegar þeir tóku við bankanum kynntist ég þeim í kjölfarið,“ sagði Skúli meðal annars í viðtalinu. Þræðirnir milli Banque Havilland og Íslands liggja því víða. Þess má geta í þessu samhengi að nokkrir af helstu stjórnendum Kaupþings og makar þeirra eru enn skráð með lögheimili í Lúxemborg. Þeir áttu félög í Banque Havilland. Gamla Kaupþing í Lúxemborg Höfuðstöðvar Banque Havilland við Rue de Kennedy í fjármálahverfinu í Lúxemborg. Umsvifamikið jarðafélag á Íslandi var skráð í viðskiptum við bankann. Morgunblaðið/Baldur Ástríða Ratcliffe við veiðar í Fosshyl í Selá fyrr í þessum mánuði. Hann tók fyrsta fiskinn í ár, 76 cm hrygnu. Morgunblaðið/Einar Falur Ísland og náttúran Þetta málverk eftir Tolla er í anddyri bankans ytra. Morgunblaðið/Baldur Fjallað var um kaup bandarískra fjárfesta á jörðum í Fljótunum í Morgunblaðinu í fyrrasumar. Þar kom fram að félagið Mos Eisley Cantina, skráð í Delaware í Banda- ríkjunum, ætti félagið Sun Ray Shawow, skráð í Hollandi, sem aftur ætti íslenska hlutafélagið Blue Elver hf. Það ætti svo ís- lensku félögin Fljótabakka ehf., Black Sheep ehf., Green Highlander ehf. og 60% í Hölkna ehf. Lesa má úr ársreikningum félaganna að þau skulduðu mörgum tengdum félögum fé. Mörg virtust skráð í Hollandi og Bretlandi. Jarðirnar í Fljótunum eru sýndar á grafi á blaðsíðu 14 í Morgunblaðinu í dag. Þess má geta að Delaware er lágskatta- ríki í Bandaríkjunum og hafa ýmsir íslenskir athafnamenn skráð þar félög í gegnum tíðina. Greint var frá kaupum Fljótabakka ehf. á Atlastöðum fyrir helgi. Félagið Green Highlander sér um rekstur lúxushótelsins Deplar Farm í Fljótum í sam- vinnu við alþjóðlega ferðaþjónustufyrir- tækið Eleven Experience í Colorado. Verndun villtra laxastofna Haft hefur verið eftir Hauki B. Sigmars- syni, framkvæmdastjóra Green Highlander, að móðurfélagið í Hollandi, Sun Ray Shad- ow, væri í eigu Chads R. Pikes. Pike hefur setið í stjórn verndarsjóðs villtra laxastofna sem Orri heitinn Vigfússon setti á laggirnar. Samkvæmt vefsíðu fjárfestingafélagsins Blackstone er Pike þar meðal stjórnenda. Sem áður segir er félagið Hölkni ehf. í 60% eigu Blue Elver hf. Félagið Varpland á 40% hlut í Hölkna en það er aftur skráð í 100% eigu athafnamannsins Johns Haralds Örnebergs. Örneberg hefur haft fjórar jarðir á Vest- fjörðum til sölu, eins og sýnt er á grafinu á blaðsíðu 14 í dag. Jörðunum fylgja réttindi í Langadalsá og Hvannadalsá. Af öðrum dæmum um áhuga erlendra aðila á íslenskum jörðum má nefna að fjár- festingafélagið TP Investments í Mónakó hyggst reisa hágæðadvalarstað fyrir ferða- menn á Heyklifi við Stöðvarfjörð. Haft var eftir Jerome Bottari, fram- kvæmdastjóra hjá fjárfestingafélaginu TP Investments, í Morgunblaðinu í vor að fjöl- þjóðlegur hópur frá Íslandi, Sviss, Frakk- landi og Mónakó kæmi að verkefninu. Eins og rakið er í greininni hér til hliðar er Banque Havilland með skrifstofur í Mónakó. baldura@mbl.is Fjárfestarnir eru skráðir í mörgum löndum  Kaupa m.a. jarðir á Vestfjörðum, í Fljótunum og við Stöðvarfjörð  Þræðir til lágskattasvæða Teikning/Salab.org/Birt með leyfi Heyklif Drög að gistiskálum við Stöðvarfjörð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.