Morgunblaðið - 20.07.2019, Síða 19

Morgunblaðið - 20.07.2019, Síða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2019 Fagleg og persónuleg húsfélagaþjónusta Eignarekstur leggur áherslu á að einfalda og hagræða málin fyrir húsfélög Traust - Samstaða - Hagkvæmni eignarekstur@eignarekstur.is • www.eignarekstur.is • Sími 566 5005 Ráðgjöf Veitum faglega ráðgjöf til húsfélaga Bókhald Höfum umsjón með bókhaldi fyrir húsfélög Þjónusta Veitum persónulega þjónustu sem er sérsniðin að hverju og einu húsfélagi Baadre, Írak. AFP. | Jasídakonan Jihan Qassem fylltist angist þegar hún þurfti að velja á milli tveggja slæmra kosta eftir að hún var leyst úr haldi liðsmanna Ríkis íslams, sam- taka íslamista í Írak. Hún þurfti að velja á milli þess að yfirgefa börn sín, sem hún átti í nauðungarhjónabandi með íslamista, og þess að eiga á hættu að verða útskúfað úr samfélagi jasída. „Auðvitað gat ég ekki komið með þau heim. Þau eru börn Daesh [Ríkis íslams],“ sagði hún á nýju heimili sínu í þorpi í Írak eftir að hafa verið í haldi liðsmanna samtakanna í um fimm ár. „Hvernig hefði ég getað það þegar börnin mín þrjú voru enn í höndum Daesh?“ Íslamistarnir réðust inn í heimabæ Jihan, jasídabæinn Sinjar, árið 2014. Þeir nauðguðu tugum stúlkna og kvenna og neyddu þær síðan til að giftast liðsmönnum Ríkis íslams. Þegar þær voru frelsaðar úr ánauð- inni stóðu þær frammi fyrir því að þurfa að velja á milli barna sinna og samfélags síns. Bróðirinn vildi ekki börnin Íslamistar rændu Jihan þegar hún var þrettán ára og tveimur árum síðar var hún neydd til að giftast Túnisa sem hafði gengið til liðs við Ríki ísl- ams í Írak. Þau flúðu með börn sín frá einu af síðustu vígjum samtakanna í Sýrlandi fyrir fjórum mánuðum eftir að herlið undir forystu Kúrda náði því á sitt vald. Þegar herliðið komst að því að Jihan er jasídi flutti það hana og börn hennar í athvarf í norð- austanverðu Sýrlandi fyrir jasídakon- ur sem eignuðust börn með íslamist- unum. Börn hennar voru á aldrinum fjögurra mánaða til rúmlega tveggja ára. Starfsmenn athvarfsins settu mynd af Jihan á Facebook og bróðir hennar, sem bjó enn í Írak, sá hana. Hann hafði samband við systur sína og vildi að hún kæmi aftur heim – en án barnanna. Eftir að hafa velt kostunum fyrir sér í angist sinni dögum saman ákvað Jihan að yfirgefa börn sín og skilja þau eftir í umsjón kúrdískra yfirvalda í Sýrlandi til að geta verið hjá „raun- verulegri fjölskyldu“ sinni, eins og hún orðaði það. „Þau voru svo ung. Þeim þótti vænt um mig og mér um þau … en þau eru börn Daesh,“ sagði hún lágt. Hún kvaðst ekki eiga neinar myndir af börnum sínum og ekki vilja muna eft- ir þeim. „Í fyrstu er þetta erfitt en síðan gleymum við þeim smám saman.“ Vilja konurnar – ekki börnin Samfélag jasída er mjög einangrað og öldum saman hefur konum sem giftast út fyrir það verið útskúfað, jafnvel þótt þær hafi verið neyddar til þess. Stúlkurnar sem voru neydd- ar í hjónaband með íslamistunum áttu á hættu að verða útskúfað en æðsti trúarleiðtogi jasída gaf út tímamótatilskipun um að þeim bæri að virða stúlkur og konur sem urðu fórnarlömb liðsmanna Ríkis íslams. Samúðin sem hann sýndi stúlkunum náði þó ekki til barnanna sem þær fæddu í nauðungarhjónaböndunum. Æðsta trúarráð jasída gaf út óljósa yfirlýsingu í apríl um að bjóða ætti börn þeirra sem lifðu af kúgun Ríkis íslams velkomin í samfélagið og hún vakti vonir um að jasídar myndu taka við börnum kvennanna sem voru hnepptar í ánauð. Íhalds- samir jasídar mótmæltu yfirlýsing- unni svo harðlega að ráðið lýsti því yfir að ekkert hefði breyst og sam- félagið ætti aðeins að taka við börn- um ef báðir foreldrar þeirra væru jasídar. Óttast að trúin líði undir lok Talið er að um hálf milljón jasída hafi búið í Írak, flestir í afskekktum bæjum, áður en ofsóknir íslamist- anna á hendur þeim hófust. Um fimmtungur þeirra, eða 100.000 manns, hefur flust til annarra landa og 360.000 aðrir jasídar lifa enn utan heimkynna sinna í Írak því að þorp þeirra eru í rúst. Jasídinn Talal Murad segir að jas- ídar óttist að ef tekið verði við börn- um íslamistanna gefi það fordæmi, geti orðið til þess að „flóðgáttir breytinga“ opnist og jasídatrúin líði undir lok. Vilja ekki börn kvalara sinna Annar jasídi, Ali Kheder, sagði að mál barnanna snerist ekki aðeins um trúarkreddur, heldur einnig um lög Íraks. Samkvæmt stjórnarskrá landsins, sem byggðist á íslömskum lögum, erfðu börn trú feðra sinna og föðurlaus börn væru sjálfkrafa skráð sem múslímar í Írak. Hann bætti við að jasídar hefðu þjáðst svo mikið vegna ofsókna íslamistanna að þeir gætu ekki hugsað sér að taka við börnum kvalara sinna. „Þúsundir kvenna og stúlkna úr röðum jasída hafa verið í klóm íslamistanna, enginn spyr um þær,“ sagði hann. „Svo er spurt um örfá börn.“ Flytjist til Evrópu Margir jasídar telja að besta lausnin á málinu væri sú að mæð- urnar flyttust með börn sín til Evr- ópulanda. „Þetta er mjög flókið mál og heppilegustu lausnina er að finna utan Íraks,“ sagði jasídinn Vian Dak- heel, fyrrverandi þingmaður. „Í mín- um huga felst lausnin í því að kon- urnar fari til Evrópu með börn sín.“ Fæðingar- og kvensjúkdóma- læknirinn Nagham Hasan, sem hef- ur aðstoðað margar jasídakonur frá 2014, sagði að mæður með ung börn hefðu nánast gefið upp vonina um að þær gætu lifað í Írak með börn sín. „Ég hef varað við því árum saman að við þurfum að takast á við vanda mæðranna,“ sagði hann. „Allir vilja flytjast á brott. Samfélag jasída er sundrað.“ Þurfa annaðhvort að yfirgefa börnin eða hætta á útskúfun  Jasídastúlkur í valþröng eftir að hafa verið neyddar til að giftast íslamistum AFP Yfirgaf börnin Jihan Qassem var þrettán ára þegar henni var rænt fyrir fimm árum og hún var seinna neydd til að giftast liðsmanni Ríkis íslams. Eftir að hún var leyst úr haldi þurfti hún að segja skilið við þrjú ung börn sín. Hverjir eru jasídar? » Fræðimenn hafa deilt um uppruna jasída, sem eru ýmist skilgreindir sem kúrdískur minnihlutahópur eða sérstakur þjóðflokkur. » Trú jasída sameinar ýmsa þætti úr kristni og íslam en er þó um margt alveg sér á báti. » Í trú jasída er t.d. hvorki til himnaríki né helvíti og þeir trúa á endurholdgun. » Menn fæðast jasídar en geta ekki gengið í trúarhópinn. Þeim sem giftast út fyrir hann er útskúfað. Hæstiréttur Hollands staðfesti í gær úrskurð um að hollenska ríkið bæri að nokkru leyti ábyrgð á dauða 350 karlmanna úr röðum múslima sem serbneskar hersveitir drápu í bæn- um Srebrenica í Bosníu árið 1995. Alls voru 8.000 múslímar drepnir í Srebrenica en dómsmálið snýst um 350 menn sem höfðu falið sig í bygg- ingu Sameinuðu þjóðanna. Dóm- stóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ef hollenskir friðargæsluliðar hefðu leyft mönnunum að vera í byggingunni hefðu aðeins verið 10% líkur á því að þeir hefðu lifað af, þ.e. að serbnesku hersveitirnar hefðu ekki banað þeim. Hollenska ríkið bæri því aðeins ábyrgð á 10% þeirra skaðabóta sem ættingjar mannanna hafa krafist. Hreyfingin Mæður Srebrenica hafði krafist þess að hollenska ríkið yrði gert ábyrgt fyrir dauða allra múslímanna 8.000. Öll ríkisstjórn Hollands sagði af sér árið 2002 vegna gagnrýni sem sett var fram á hendur hollenskum stjórnvöldum í skýrslu um fjölda- morð Bosníu-Serba á múslímum í Srebrenica. AFP Vilja bætur Fulltrúar Mæðra Sre- brenica voru viðstaddir réttarhöldin. Holland ber 10% ábyrgð á drápunum Jarðskjálfti sem mældist 5,1 stig reið yfir Aþenu í gær, olli skemmdum á byggingum og rafmagnsleysi og skelkaðir íbúar hlupu út á götur. Símasambands- laust var einnig um tíma vegna skjálftans. Að minnsta kosti tvær mannlausar byggingar í borginni hrundu og nokkrar til viðbótar skemmdust, að sögn AFP. „Þetta var mjög öflugur skjálfti, við vorum skelfingu lostin og allir hlupu út úr byggingunni,“ hefur fréttaveitan eftir konu sem vinnur í sex hæða byggingu snyrtivöruverslunar í grísku höfuðborginni. Skjálfti olli skelfingu í Aþenu Fólk hélt sig utan- dyra eftir skjálfta. GRIKKLAND

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.