Morgunblaðið - 20.07.2019, Page 22

Morgunblaðið - 20.07.2019, Page 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2019 Fyrsta kvikmynd FriðriksÞórs Friðrikssonar hétNomina sunt odiosa sem út-leggst Nöfn eru hvimleið og vísaði til að skólakerfið verksmiðju- framleiddi stúdenta án þess að gæta að einstaklingunum. Að undanförnu hafa nöfn sem slík þó verið fólki ofarlega í huga. Ástæðan er getuleysi Alþingis að afgreiða ný og frjálslynd lög um mannanöfn á síðasta þingi. Þetta þarfa mál dagaði því miður uppi. Frá fornu fari hafa menn stuðst við nöfn til að auðkenna landslag og ein- staklinga, jafnt menn, guði, tröll, jötna, dverga og helstu húsdýr. Af nöfnum mátti ráða hver væri á ferð; þau sem mættu sveit Þórs, Freyju, Týs og Gests máttu vita að þær færu guðir á himni. Tröllkarlinn Dofri var óhugsandi nema á fjöllum uppi líkt og tröllkonan Hít í helli sínum. Ýmir er jötunn sem umlyk- ur okkur og Bívör og Gandálfur eru dvergar. Öll vitum við hver Skjóni, Bú- kolla, Snati og Branda eru. Mannanafnaforðinn hefur aldrei ver- ið lokað mengi. Hann ber með sér sögu aldanna, samskipti menningarheima og hugmyndastrauma; gelíski hlut þjóðarinnar lifði áfram í nafnaforð- anum, kristnin jók við nöfn- um, líkt og samskipti við ná- grannaþjóðir á síðari öldum. Með rómantíkinni varð þjóð- lega íslenska endurreisnin til þess að fólk sótti sér nöfn í fornsagnaarfinn og mátti þá einu gilda þótt gripið væri til mannanafna eða nafna vætta af himni, úr jötunheimum eða iðr- um jarðar. Öll gátu þessi nöfn verið þjóðleg og þar með góð. Sum notuðu ættarnöfn til að kenna sig við uppruna sinn í landinu eða taka afstöðu í deilunni um uppruna Íslendinga, sbr. Eyfjörð og Kvaran. Síðan gerðist það á 20. öld að ríkið fór að setja lög um mannanöfn byggð á sívaxandi þjóðernissjónarmiðum um að „vernda“ íslenska mannanafnahefð. Árið 1925 var bannað að taka upp ný „ættar“nöfn (sem eru byggð á þeirri hugmynd að „ættin“ sé fyrst og fremst karlleggurinn og er furðulegt að sú ættarsýn eigi ennþá hljómgrunn) – og hefur fram- kvæmd þess ákvæðis verið aðhlátursefni síðan því að lög og bannbréf kerfisins hafa oft verið undirrituð af fólki með ættarnöfn. Þá er litið framhjá því að nafnahefðin byggist á sveigjanleika og endurnýjun sem endurspeglar umhverfið og söguna á hverjum tíma. Það er andstætt hefðinni að reyna að stöðva hana með því að setja punkt og ljúka sögunni með heftandi lögum um mannanöfn. Enda hafa viðbrögð borgaranna verið þau að espast upp og finna sífellt furðulegri leiðir framhjá lögunum með því að búa til ný nöfn og nota hvítvoðunga þannig sem vopn í baráttu sinni við kerfið – og til að fá útrás fyrir sköpunarþörf sína fremur en að yrkja ljóð. Í stað þess að koma börnum fyrir í víglínu almennings og kerfisins væri nær að hætta afskiptum ríkisvaldsins af þessum persónu- lega málaflokki og leyfa fólki að ráða hvaða nöfn það gefur börnum sín- um – án þess að þurfa að sigrast á lögum um mannanöfn um leið með hugmyndaauðgi sinni. Nomina sunt odiosa Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Nöfn Snati er hundur. Branda er köttur. Ísuðri er hið opna haf. Það brimar við ströndina. Afsvörtum söndum taka við rauðar mýrar. Svo flétt-ast kjarrgróður allt upp undir rendur blárra skrið-jöklanna. Þar á bak við opnast stórfenglegasta fjallasýn íslenzkrar óbyggðar, eðalsteinn íslenzku fjalla- krúnunnar, sjálfur Öræfajökull, baðaður í geislum vorsól- arinnar. Það er sýn sem seint mun gleymast þeim sem einu sinni leit. Þetta er land mótsetninganna, en þó mynd- ar þetta allt eina heild: Þungt brimhljóðið, far skýjanna, svif fuglanna, angan hins fyrsta smágróðurs – Íslands er það lag – þetta er landið sem meistarinn Ásgrímur festi á pappír og léreft í þjóðsagna- og jökulhlaupsmyndunum sínum, sem nú eru sýndar í Listasafni ríkisins. Og þetta er landið sem Jóhann Sigurjónsson kvað um: Oft ég svarta sandinn leit svíða grænan engireit Í jöklinum hljóða dauðadjúpar sprungur. Fjöll glæða frelsi – að minnsta kosti er það bjargföst trú mín, að torsótt en tignarleg fjöll og óbyggðir hafi frá alda öðli eflt íslenzkt þrek, þroskað víðsýni og blásið frelsisþrá í brjóst þjóðarinnar.“ Þannig talaði einn helzti forystumaður sjálfstæðismanna í Reykjavík, Birgir Kjaran, fyrir 60 árum, hinn 8. apríl 1959, á samkomu flokkssystkinna sinna í höfuð- borginni. Nokkrum mánuðum seinna sagði Birgir í ræðu í Varðarferð um söguslóðir Rang- árþings: „Góðir sjálfstæðismenn! Við verðum að sýna umheim- inum að við viljum byggja upp þetta land án þess að verða ölmusumenn og ánetjaðir viðskiptaþrælar …“ Þær tilfinningar til landsins og náttúru þess, sem fram komu í þeirri ræðu Birgis Kjarans sem hér er vitnað til, eru kjarninn í andstöðu margra þeirra, sem nú berjast gegn samþykkt orkupakka 3. Og getur verið að Birgir hafi í seinni ræðu sinni, sem hér er vísað til, orðað betur en gert hefur verið á okkar dögum hlutskipti Íslands, verði orkupakkinn samþykktur á Alþingi, þegar hann talar um “ánetjaða viðskiptaþræla“? Það er nákvæmlega það, sem mun gerast. Við Íslend- ingar verðum „ánetjaðir viðskiptaþrælar“ Evrópusam- bandsins. Það voru mikil mistök þáverandi ríkisstjórnar Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks á sínum tíma að aft- urkalla ekki með formlegum hætti aðildarumsókn Íslands að ESB. Að því var vikið í leiðara Morgunblaðsins í fyrra- dag, þar sem sagði: „Það óþægilegasta í málinu er að ríkisstjórnin hafði þegar ákveðið að þingsályktun þyrfti til að afturkalla um- sóknina að ESB. Skýrt var frá því í september 2014. Í fréttum frá þeim tíma segir: „Fram kemur í málaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir kom- andi þingvetur að þingsályktunartillaga um að draga til baka umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið verði lögð fram.“ Ríkisstjórnin hafði sig ekki í það næstu tvö árin að klára málið og gaf þar með hverjum sem vildi færi á að gagn- álykta frá þeim aumingjadómi. Og ekki bætti úr skák að láta hið ESB-sinnaða utanríkisráðuneyti skrifa ofan í rík- isstjórnina illskiljanlegt furðubréf og láta í vandræðagangi sínum eins og það dygði í stað ályktunar þingsins.“ Nú ætla sömu flokkar, með stuðningi VG, að bæta gráu ofan á svart, með yfirlýstum áformum um að samþykkja orkupakka 3 á Alþingi. Um þá fyrirætlan segir Arnar Þór Jónsson, héraðsdóm- ari, í merkilegri grein hér í Morgunblaðinu í fyrradag: „Með því að innleiða Orkupakka 3 (O3) væru Íslend- ingar að nauðsynjalausu að flækjast enn fastar í þéttriðnu neti erlends regluverks um raforkumál, án þess að hafa nokkuð um það að segja hvernig sá málaflokkur mun þróast á komandi árum.“ Og Arnar Þór bætir við: „Fullvalda ríki fer með æðsta vald í öllum málum á yfirráðasvæði sínu; sæk- ir það ekki til neins annars ríkis. Verði O3 innleiddur í íslenzkan rétt mun það fela í sér takmörkun á fullveldi þjóð- arinnar í raforkumálum. Með innleiðingu O3 værum við að játa okkur undir það að raforka, eins og hver önur vara, flæði frjálst á milli landa. Þeir fyrirvarar sem ráðamenn hafa veifað yrðu ekki pappírsins virði í samningsbrotamáli fyrir EFTA-dómstólnum. Í framhaldinu stæði íslenzka ríkið frammi fyrir tveimur valkostum: Að heimila lagningu sæstrengs eða greiða himinháar skaðabætur. Eftir að tengingu yrði komið á myndi ESB-stofnunin ACER taka við stjórnartaumum í þessum efnum og láta ESA um framkvæmdina. Allar valdheimildir yrðu þá komnar til ESB og Íslendingar orðnir farþegar í lestinni, án upp- sagnarákvæðis og án aðgangs að bremsukerfi þeirrar lest- ar.“ Hér hefur verið vitnað til Birgis Kjarans til að minna yngri kynslóðir sjálfstæðismanna á þann grundvallarþátt í stofnun og stefnu Sjálfstæðisflokksins, sem öllu skiptir, og jafnframt að gleymist sá grundvallarþáttur í tímans rás er voðinn vís. Hér hefur verið vísað til áminningar Morgunblaðsins um, að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu hef- ur ekki verið dregin til baka með formlegum hætti en bíð- ur í skúffu í Brussel. Nú eru í ríkisstjórn þeir þrír flokkar sem allir hafa haft það á stefnuskrá sinni að vilja ekki aðild að ESB. Hvað kemur í veg fyrir að þeir klári það mál nú? Og loks hefur verið vísað til skýrrar og skarprar grein- ingar Arnars Þórs Jónssonar, héraðsdómara, á afleið- ingum þess að Alþingi samþykki orkupakkann. Hvað hefur komið fyrir þingmenn stjórnarflokkanna þriggja? Eigum við að verða „ánetjaðir viðskiptaþrælar“? … svo vitnað sé til orða Birgis Kjarans fyrir 60 árum Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Árlega halda frjálslyndir menn ogíhaldssamir í Bandaríkjunum, andstæðingar vinstri stefnu, eins kon- ar uppskeruhátíð, bera saman bækur sínar og sýna kvikmyndir, í Las Ve- gas undir heitinu „Freedomfest“, frelsisveisla. Er hún mjög fjölmenn og fjölbreytni mikil í vali fyrirlesara og umræðuefna. Mér var boðið að halda þar fyrirlestur 17. júlí 2019 um „græn- an kapítalisma“, en um hann skrifaði ég bókarlanga skýrslu á ensku fyrir hugveituna New Direction í Brüssel 2017. Í fyrirlestrinum gerði ég greinar- mun á hófsamri umhverfisverndar- stefnu (wise use environmentalism), þar sem stefnt er að sjálfbærri og arð- bærri nýtingu náttúruauðlinda, og öfgaumhverfisstefnu (eco- fundamentalism), þar sem náttúran er gerð að sjálfstæðum rétthafa æðri venjulegu fólki og stefnt að friðun frekar en verndun. Benti ég á, að öfgaumhverfisstefna bæri svip af ofsatrú og ætti sínar heilögu kýr eins og hindúasiður. Ef markmiðið er hins vegar vernd- un, þá krefst hún raunverulegra verndara. Til dæmis er unnt að breyta veiðiþjófum í Afríku í veiðiverði með einu pennastriki: með því að gera þá að eigendum dýrastofna í útrýming- arhættu, svo sem fíla og nashyrninga, en bein fílanna og horn nashyrning- anna eru eftirsótt. Raunhæfasta ráðið til að tryggja skynsamlega nýtingu náttúruauðlinda er að skilgreina eign- ar- eða afnotaréttindi á þeim, koma þeim í umsjá. Í því sambandi lýsti ég stuttlega kvótakerfinu í íslenskum sjávarútvegi, en við Íslendingar búum ólíkt flestum öðrum þjóðum við sjálf- bært og arðbært kerfi í fiskveiðum. Úr því að ég var í Bandaríkjunum, gat ég ekki stillt mig um að gera hval- veiðar að umtalsefni, en Bandaríkja- menn hafa lengi krafist þess með nokkrum þjósti, að við hættum hval- veiðum. Virðast hvalir vera umhverfisöfgamönnum sem heilagar kýr. Ég minnti á, að á Íslandsmiðum veiðum við árlega um og yfir einni milljón lesta (tonna) af fiski, en hvalir éta á sama tíma um sex milljónir lesta af sjávarfangi og fiski. Krafa öfga- umhverfissinna er með öðrum orðum, að við fóðrum hvalina á eigin kostnað, en fáum ekki að veiða þá. Þeir verða þá eins og freki bóndinn, sem rekur sauði sína í bithaga annarra, en harð- neitar grönnum sínum um nytjar af þeim. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Grænn kapítalismi í Las Vegas KLAPPARSTÍGUR 28-30

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.