Morgunblaðið - 20.07.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.07.2019, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2019 Elsku afi minn, ég kveð þig með söknuði í hjarta. Ég er full af þakklæti fyrir allar stundirnar okkar sam- an. Stundir þar sem gleði, hlátur og faðmlög voru mikil. Sögu- stundir, öll spilin saman, sund- ferðirnar með ömmu, bústaða- ferðir, slá lúpínur í Bakkagerði og allar stundirnar okkar saman tvö að tala um daginn og veginn. Þú hafðir alltaf orð á því hvað það væri mikilvægt að mennta sig og þegar ég komst inn í Versló, sama skóla og þú varst í, þá vant- aði sko ekki upp á gleðina. Það var alltaf gaman að segja þér þegar vel gekk því þú sýndir allt- af mikla gleði og varst svo stolt- Hjörtur Ármann Eiríksson ✝ Hjörtur Ár-mann Eiríks- son fæddist 11. nóv- ember 1928. Hann lést 13. júlí 2019. Útför hans fór fram 19. júlí 2019. ur. Þegar langafa- börnin komu þá skein gleðin þín ennþá meira og voru þau svo heppin að fá að kynnast þér, ástinni og faðmlögunun sem ég ólst upp við. Ég trúi því að þú og amma séuð saman á ný og gleður það mig mikið þar sem ástin ykkar var svo sterk. Hvíldu í friði, elsku besti afi og langafi. Til afa Nú sefur þú í kyrrð og værð og hjá englunum þú nú ert. Umönnun og hlýju þú færð og veit ég að ánægður þú sért. Ég kvaddi þig í hinsta sinn Ég kveð þig nú í hinsta sinn. Blessun drottins munt þú fá og fá að standa honum nær. Annan stað þú ferð nú á sem ávallt verður þér kær. Ég kvaddi þig í hinsta sinn Ég kveð þig nú í hinsta sinn. Við munum hitta þig á ný áður en langt um líður. Sú stund verður ánægjuleg og hlý og eftir henni sérhvert okkar bíður. Við kveðjum þig í hinsta sinn Við kvöddum þig í hinsta sinn. (Þursi) Þín Hildigunnur, Valgerður Ósk og Viðar Torfi. Sálm. 86.7 biblian.is Þegar ég er í nauðum staddur ákalla ég þig því að þú bænheyrir mig. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Elskuleg eiginkona, móðir, amma og langamma, STEFANÍA RAGNHEIÐUR PÁLSDÓTTIR fjöllistakona, Hrauntungu 6, Kópavogi, lést sunnudaginn 14. júlí á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útförin fer fram fimmtudaginn 25. júlí klukkan 15 frá Digraneskirkju í Kópavogi. Innilegar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Hafnarfirði, Bylgjuhrauni, fyrir frábæra umönnun og hlýhug. Sverrir Arnar Lúthersson Jón Arnar Sverrisson Erla Sigurðardóttir Sigurður Valur Sverrisson Ragnar Sverrisson Oddný Guðnadóttir Auður Freyja Sverrisdóttir barnabörn og barnabarnabörn Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, MAGNEU ERNU AUÐUNSDÓTTUR hjúkrunarfræðings, Sólvangsvegi 1. Sérstakar þakkir til þeirra sem önnuðust hana á Sólvangi í Hafnarfirði fyrir hlýhug og góða umönnun. Guðmundur Jónsson Auðunn G. Guðmundsson Anna V. Þormar Elínborg Guðmundsdóttir Páll Ólafsson Elfa Guðmundsdóttir Steinunn Guðmundsdótttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Elsku Linda, mín kæra vinkona og skólasystir. Engin orð á ég yfir það þegar fólk er hrifið í burt á besta aldri. En þakka vil ég þér góða kynningu í gegnum árin með þessari hugleiðingu um vináttu eftir Arthur C. Benson og heitir Um heiminn þveran. Af því þú átt þér vinkonu, er líf þitt virkara, fyllra og yndismeira fyrir það að hún er til, hvort heldur hún er þér nær eða fjær. Sé hún nærri þá er það best, en sé hún fjarri er hún þó enn í huga þér og hugur þinn fylgir henni, þú heyrir frá Linda Guðbjörg Samúelsdóttir ✝ Linda Guð-björg Samúels- dóttir fæddist 29. júní 1956. Hún lést 27. júní 2019. Útför Lindu fór fram 18. júlí 2019. henni, deilir með henni lífinu og lífsreynslunni, lýtur henni og virðir hana, dáir og elskar. Elsku Guðni og fjölskylda. Ykkur sendum við hjónin okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Sigríður Þór- arinsdóttir og Jón Traustason. Kæra frænka og vinkona. Ég vil þakka allar skemmti- legu samverustundirnar okkar saman þegar þú komst til mín í kaffisopa og spjall. Ég mun sakna þeirra stunda. Kveðja Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Samúðarkveðjur til Guðna og barna. Ágústa Samúelsdóttir. ✝ Björgvin Sal-ómonsson fæddist á Ketils- stöðum í Mýrdal 17. janúar 1934. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Eir í Reykjavík 5. júlí 2019. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Gunnarsdóttir hús- móðir og Salómon Sæmundsson bóndi. Systkini Björgvins voru Guðríður Unn- ur, f. 1924, d. 2005; Þórhildur, f. 1925, d. 2004; Sigurlaug, f. 1926, d. 1962; Sæmundur, f. 1928, d. 2010; Jón, f. 1929, d. 1946; Gunnar, f. 1931, d. 2009; og Svandís, f. 1931, d. 2018. Björgvin kvæntist Huldu Maríu Hallsdóttur 27. maí 1961. Synir Huldu og Björgvins eru Hallur Sigurjón, f. 1961, skógfræð- ingur, búsettur í Bjargarkoti í Fljótshlíð; Jón Bragi, f. 1963, verkfræðingur, kvæntur araskóla Íslands 1962 og BA- prófi í þýsku og sögu frá Há- skóla Íslands 1963. Hann var skólastjóri Reynis- og Deildárskóla 1955-1956, skólastjóri barnaskólans í Litla- Hvammi frá 1963, síðar barna- og unglingaskólans að Ketils- stöðum til ársins 1982. Tók þá til starfa sem fulltrúi hjá Bruna- bótafélagi og Líftrygginga- félagi Íslands, síðar Vátrygg- ingafélagi Íslands (VÍS), þar til hann hætti störfum 2004. Björgvin tók virkan þátt í félagsmálum og stjórnmálum, í stjórn Æskulýðsfylkingarinnar 1959-1961, starfsmaður Sósíal- istaflokksins 1960-1961, for- maður Verkalýðsfélags Dyr- hólahrepps 1957-1960, blaðamaður á Þjóðviljanum með hléum 1958-1963, varaþingmað- ur fyrir Alþýðubandalagið í Suðurlandskjördæmi og sat á Alþingi í desember 1968 og mars 1969. Sat í hreppsnefnd Dyrhólahrepps frá 1970 til 1982, oddviti 1978-1982. Var í ritnefnd og stjórn Sögufélags Vestur-Skaftfellinga og sá um útgáfu Dynskóga, rits félagsins, til margra ára. Útför Björgvins fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Marsha Daniel, bú- settur í Tennessee í Bandaríkjunum. Þau eiga tvö börn, Ævar Daniel og Ellu Ruth; Hilmar, f. 1966, lífeðl- isfræðingur, bú- settur í Reykjavík, kvæntur Hönnu Maríu Eyþórs- dóttur. Þau eiga þrjú börn: Krist- ófer Gísla, Björgvin Fannar og Katrínu Maríu; Gunnar Krist- inn, f. 1969, leiðsögumaður og rekstrarstjóri hjá Skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins, búsettur í Reykjavík. Björgvin lauk landsprófi frá Héraðsskólanum í Skógum 1951 og stúdentsprófi frá Mennta- skólanum að Laugarvatni 1955. Nám í þýsku og bókmenntum við Humboldt-háskólann í Berl- ín 1956-1957 og Karl-Marx há- skólann í Leipzig 1957-1958. Lauk kennaraprófi frá Kenn- Fregnin af andláti Björgvins Salómonssonar kom ekki á óvart, þar eð hann hafði um skeið átt við erfið veikindi að stríða. Þau megnuðu þó ekki að svipta hann æðruleysi og með- fæddri glaðværð fram undir það síðasta. Ómældan þátt í að létta honum tilveruna allt til loka átti Hulda, hans staðfasti lífsförunautur, gædd um margt svipuðum eiginleikum. Lengst af var bjart yfir lífi beggja og að baki liggur einkar farsælt, fjölbreytt og gjöfult ævistarf. Björgvin var óvenju fjölhæfur og vandvirkur og virtist njóta sín í hverju því starfi sem hann tók sér fyrir hendur. Þess naut heimasveit hans í ríkum mæli þar sem hann varð farsæll skólastjóri og rithöfundur með brennandi áhuga á sögulegum fróðleik og menningarstarfi. Tímaritið Dynskógar naut krafta hans um áratugi og hann átti sem ritnefndarformaður drjúgan þátt í tilkomu þriggja binda Verslunarsögu Vestur- Skaftfellinga, stórvirkis sem Kjartan Ólafsson er höfundur að. Hjá Björgvin lagðist allt á sömu sveif, snyrtimennska, léttleiki, fagurt tungutak og listaskrift. Leiðir okkar Björgvins lágu saman í Austur-Þýskalandi þar sem hann stundaði háskólanám í sögu og bókmenntum í tvo vetur, þann fyrri í Berlín, þann síðari í Leipzig. Hann átti góð- an hlut í gagnrýnni umsögn um „alþýðulýðveldið“ sem seinna varð opinber og ekki öllum að skapi. Nokkru síðar lauk hann prófum frá Háskóla Íslands og kennaraprófi og helgaði sig brátt skólastjórn á Ketilsstöð- um. Hjá Björgvin og Huldu kom ég við og gisti í ófá skipti á áttunda áratugnum í þeysingi milli landshluta. Það voru gjöf- ular stundir. Stjórnmálaskoð- anir okkar féllu í svipaðan far- veg, bæði fyrr og síðar. Við upphaf Alþýðubandalagsins 1968-69 settist hann inn á Al- þing sem varaþingmaður fyrir Suðurlandskjördæmi og síðar gegndi hann um árabil oddvita- starfi fyrir sína heimasveit. Fá- ir hafa endurgoldið heimahög- um fósturlaunin jafn ríkulega. Huldu og öðrum aðstandendum sendum við Kristín samúðar- kveðjur. Hjörleifur Guttormsson. Björgvin Salómonsson var stallari okkar nemenda Menntaskólans að Laugarvatni skólaárið 1954-55. Stallari var foringi nemenda og fulltrúi gagnvart skólastjórninni. Þegar það kom í hlut fjórðubekkinga að velja stallara kom enginn annar til greina en Björgvin, svo vel höfðum við kynnst mannkostum hans á liðnum þremur árum. Björgvin var traustur leiðtogi og ekki sakaði að hann var skáldmæltur og orti skemmtilega bragi um heimavistarlífið. Eftir stúdents- próf dreifðist hópurinn víða, en eftir að menn söfnuðust aftur heim var tekinn upp þráðurinn um góð samskipti og fórum við t.d. saman árlega í ferðalög, innan lands og utan. Við Björg- vin fórum í háskóla í sinn hvorn hlutann af Þýskalandi, austur og vestur. Björgvin til Leipzig og Austur-Berlínar að nema þýsku og bókmenntir og ég til Stuttgart í arkítektúrnám. Við Björgvin héldum þó góðu sam- bandi og fyrstu jólin þar héld- um við saman á eftirminnilegan hátt. Austantjaldsmenn höfðu fengið afnot af heimavist í Berl- ín og ákváðum við fimm Stutt- gartmenn að fara í jólahald til þeirra. Umferð um alla Berlín var á þessum tíma frjáls og kepptust báðir borgarhlutarnir um að sýna að þar væri hið betra Þýskaland. Þarna var því gott að vera og heimsóttum við merkisstaði, bæði í Vestur- og Austur-Berlín. Þar á meðal gömlu ríkisóperuna, sem þá var nýbúið að endurreisa eftir illa útreið í stríðinu. Að loknu fyrrihlutaprófi fór ég að vinna í Vestur-Berlín. Þangað kom Björgvin á heim- leið eftir að hafa lokið námi. Þá ákváðum við að áður en af því yrði færum við saman á heims- sýninguna í Brussel. Með í för okkar slóst Berlínarstúlka, sem ég hafði kynnst og er nú eig- inkona mín. Við tókum lest til Brussel, þar sem við leigðum tjald. Í því sváfum við svo á fögru tjaldstæði sýningarinnar. Þessi heimssýning var mikil- fengleg og með mörgum glæsi- legum skálum. Stærstu skál- arnir voru sá bandaríski og rússneski. Þeir stóðu hlið við hlið, sá bandaríski hringlaga en sá rússneski rétthyrndur og hékk eftirlíking af Spútnik neð- an úr háu loftinu. Auk þess skoðuðum við þá sögufrægu borg Brussel og glæsilegar byggingar hennar. Eftir heimkomuna gerðist Björgvin m.a. blaðamaður á Þjóðviljanum enda var hann sérlega ritfær. Björgvin giftist fljótlega eftir heimkomuna Huldu Hallsdóttur. Þau hjónin fluttust árið 1963 í Dyrhóla- hrepp, þar sem Björgvin var skólastjóri barna- og unglinga- skólans til ársins 1982. Segja má að þar hafi hann einnig orð- ið „stallari“, þar sem hann sat í hreppsnefnd árin 1970-82, þar af oddviti í fjögur ár. Einnig var hann þar um tíma vara- þingmaður. Þegar þau hjónin komu aftur til Reykjavíkur urðu fundir okkar strax tíðir og þá sérstaklega eftir að þau fluttust í næsta nágrenni við okkur. Einnig urðu þau strax hluti af hinum gamla samhenta hópi stúdenta frá Laugarvatni og maka þeirra. Með Björgvini er genginn mætur og góður maður, sem við Kristín söknum mikið og svo veit ég að er einn- ig um gömlu félagana. Huldu, sonum þeirra Björg- vins og vandamönnum vottum við Kristín innilega samúð okk- ar. Ormar Þór Guðmundsson. Björgvin Salómonsson Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarar- degi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á há- degi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nán- ustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fædd- ist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargrein- unum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.