Morgunblaðið - 20.07.2019, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2019
Heildsala
Í Reykjavík óskar eftir fólki eldra en 35 ára í
framtíðarstörf í afgreiðslu og í skrifstofu-
vinnu, 50% vinna, þarf að tala og skrifa góða
íslensku.
Umsóknir sendist á box@mbl.is
merkt E 26542
Álnabær
Verslunarstarf
Starfskraftur óskast í verslun okkar
í Síðumúla 32, Reykjavík.
Vinnutími frá kl. 10-18 eða kl. 13-18
alla virka daga.
Áhugasamir sendi umsókn á
ellert@alnabaer.is
Samskiptaráðgjafi
íþrótta- og æskulýðsstarfs
Mennta- og menningarmálaráðuneyti auglýsir eftir stofnun eða samtökum til
þess að hafa umsjón með starfsemi samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðs-
starfs á grundvelli nýrra laga nr. 45/2019 um samskiptaráðgjafa íþrótta- og
æskulýðsstarfs. Um er að ræða ígildi eins stöðugildis til fimm ára. Stofnun
eða samtök sem veljast til þess að hafa umsjón með starfseminni mun
ráða starfsmann með fagþekkingu í starf samskiptaráðgjafa. Markmið með
starfseminni er að auka öryggi í íþrótta- og æskulýðsstarfi.
Hlutverk samskiptaráðgjafa samkvæmt 5. gr. laganna er eftirfarandi:
1. Koma með virkum hætti á framfæri upplýsingum til þeirra sem taka þátt í
starfsemi þeirra félaga og samtaka sem falla undir lög þessi, um atvik og
misgerðir í þeim tilgangi að auka þekkingu og stuðla að réttum viðbrögðum
við þeim.
2. Leiðbeina þeim einstaklingum sem til hans leita vegna atvika eða misgerða
sem orðið hafa í skipulögðu starfi félaga og samtaka sem falla undir lög
þessi eða í tengslum við það um þau úrræði sem standa til boða, hvernig
kvörtun er komið á framfæri við rétt yfirvöld og eftir atvikum um þá
þjónustu sem ríki og sveitarfélög bjóða upp á.
3. Aðstoða samtök og félög sem falla undir lög þessi við að gera
viðbragðsáætlanir vegna atvika og misgerða sem verða í starfi þeirra og
stuðla að samræmingu á landsvísu, eftir atvikum í samráði við Íþrótta- og
Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, æskulýðssamtök og
önnur samtök.
4. Veita ráðgjöf til þeirra sem taka þátt í starfsemi félaga og samtaka sem
falla undir lög þessi um fyrirbyggjandi aðgerðir.
5. Fylgjast með rannsóknum og þróun á verksviði samskiptaráðgjafa íþrótta-
og æsku lýðsstarfs og koma upplýsingum á framfæri við Íþrótta- og
Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, æskulýðssamtök og
önnur samtök sem falla undir lög þessi.
6. Taka saman upplýsingar um starf samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðs-
starfs og þær tilkynningar sem honum hafa borist á liðnu almanaksári.
Nánari upplýsingar veitir Óskar Þór Ármannsson, sérfræðingur í mennta- og
menningarmálaráðuneyti, í síma 5459500.
Umsóknir um umsjón með starfseminni sendist
til mennta- og menningarmálaráðuneytis
Sölvhólsgötu 4, 101 Reykjavík eða á netfangið
mrn@mrn.is fyrir 1. september 2019.
Stjórnarráð Íslands
Mennta- og menningarmála-
ráðuneyti
HALLORMSSTAÐASKÓLI
Starfsmaður óskast í 100% starf
Tímabundin ráðning fram að áramótum með
möguleika á framtíðarstarfi.
Umsóknarfrestur er til og með 30. júlí 2019
Starfsmaður þarf helst að geta hafið störf sem fyrst.
Í Hallormsstaðaskóla er boðið upp á nám í sjálfbærni og
sköpun á sviði matarfræði og textíls, sjá nánar um skólann á
www.hskolinn.is.
Umsækjendur þurfa að búa yfir frumkvæði, sjálfstæði og
skapandi hugsun auk góðra samskiptahæfileika.
Spennandi tækifæri fyrir áhugasama um aðkomu að
framtíðarþróun skólans.
Helstu verkefni:
- Umsjón heimasíðu, samfélagsmiðla og viðburða í
kynningarstarfi fyrir skólann.
- Skipulag og umsjón með MasterClass námskeiðum,
móttöku gestakennara, samstarfsverkefnum og
tilraunaeldhúsi.
- Vera nemendum innan handar og aðstoðar við skipulag
námsferða eða annarra viðburða með nemendum og
starfsfólki skólans.
- Ýmis verkefni sem falla undir starfsemi og framtíðarþróun
Hallormsstaðaskóla.
Hæfni og menntun
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, sjálfstæði og
skipulögð vinnubrögð, góð samskiptahæfni og frumkvæði.
- Góð tölvukunnátta og reynsla af vinnu við samfélagsmiðla.
- Gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu
og riti. Kunnátta í norðurlandamálum kostur.
Laun greidd samkvæmt kjarasamningi AFL starfgreinafélags
og ríksins.
Áhugasamir sendi inn kynningarbréf ásamt ferilskrá á
netfangið bryndis@hskolinn.is
Frekari upplýsingar veitir Bryndís Fiona Ford skólameistari í
síma 862 2896 eða í ofangreindu netfangi.
Sæbýli ehf. Tæknistjóri
Hæfniskröfur
• Menntun á sviði vélfræði / vélstjórnunar /
verkfræði / pípulagna / raflagna eða
sambærilegt nám sem nýtist í starfi.
• Starfsreynsla nauðsynleg.
• Reynsla af stjórnun æskileg.
• Góð tölvufærni og kunnátta í ensku,
rituðu og töluðu máli.
• Frumkvæði, jákvæðni, sjálfstæð vinnubrögð og góð
samstarfshæfni er mikilvæg.
Helstu verkefni
• Verkefnastjórnun og vinna við uppsetningu á
eldiskerfum.
• Áætlanagerð og eftirlit með verktökum.
• Daglegur rekstur eldiskerfa, uppfærsla og
endurbætur.
• Upplýsingagjöf og utanumhald.
Óskum eftir að ráða kraftmikinn og útsjónarsaman
tæknistjóra með reynslu af stjórnun og upp byggingu
pípu og raflagna lagnakerfa.
Um er að ræða uppsetningu og rekstur á
hátæknieldiskerfum fyrir botnlæg sjávardýr.
Tæknistjórinn þarf að hafa búsetu á Suðurlandi í nágrenni
við Eyrarbakka. Dagleg starfsstöð er Búðarstígur 23, 820
Eyrarbakka.
Í boði er framtíðarstarf hjá mjög áhugaverðu
nýsköpunarfyrirtæki sem býður upp á skapandi
starfsumhverfi og góðan og skemmtilegan starfsanda.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásgeir Guðnason,
framkvæmdastjóri og skal senda umsóknir ásamt ferilskrá
rafrænt á asgeir@saebyli.is, merkt; „tæknistjóri“
Sæbýli er hátæknifyrirtæki sem framleiðir sæeyru með
nýrri lóðréttri eldisaðferð sem hönnuð hefur verið í
félaginu á síðustu árum. Sæeyru eru með verðmætasta
sjávarfangi sem upp úr hafinu kemur.
Sjá nánar á kopavogur.is
Laus störf
hjá Kópavogsbæ