Morgunblaðið - 20.07.2019, Page 33

Morgunblaðið - 20.07.2019, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2019 33 Bókaveisla 50% afsláttur af bókum hjá Þorvaldi í Kolaportinu. Allt á að seljast Tilboð/útboð Sími 528 9000 • www.rarik.is RARIK óskar eftir tilboðum í: RARIK 19025 Strenglögn Geldingafell – Hveravellir\Kerlingarfjöll Útboðsgögn er hægt að sækja án greiðslu á vef RARIK www.rarik.is/utbod-i-gangi frá og með mánudeginum 22. júlí 2019. Skila þarf tilboðum á skrifstofu RARIK, Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík fyrir kl. 14:00, þriðjudaginn 6. ágúst 2019. Tilboðin verða þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda, sem óska að vera viðstaddir. ÚTBOÐ Bríetartún 7, 105 Reykjavík Endurgerð skrifstofa 2. og 3. hæð ÚTBOÐ NR. 20983 Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd Ríkiseigna, óskar eftir tilboðum í endurgerð skrifstofurýma 2. og 3. hæðar á Bríetartúni 7. Hæðirnar eru hvor um 375 m² eða um samtals 750 m². Um er ræða breytingar á þessum tveimur hæðum að innan, þ.m.t. allur fullnaðarfrágangur. Útboðsgögn verða aðgengileg í rafræna útboðskerfinu TendSign mánudaginn 22. júlí 2019. Helstu verkþættir: Burðarvirki Lagnir og loftræsting Raflagnir Innanhúsfrágangur Tilboðum skal skila inn á TendSign fyrir kl. 13:00, 22. ágúst 2019. Verkið er tvískipt þar sem þriðju hæð skal vera að fullu lokið 20. des. 2019 og annarri hæð skal vera að fullu lokið 20. maí 2020. Nánari upplýsingar og kröfur til verksins er að finna í TendSign á www.tendsign.is Leiðbeiningar: https://www.rikiskaup.is/is/utbods- thjonusta/leidbeiningar-fyrir-tendsign Ríkiskaup Allar útboðsauglýsingar eru birtar á utbodsvefur.is Utbodsvefur.is er sameiginlegur auglýsingavettvangur opinberra útboða. Á vefsvæðinu eru birtar auglýsingar og eða tilkynningar um fyrirhuguð innkaup opinberra aðila sem falla undir lög og reglugerðir um opinber innkaup. Tilkynning um fyrirhugað forval/útboð Ríkiskaup fyrir hönd Utanríkisráðuneytisins og Landhelgisgæslu Íslands vekja athygli á aug- lýsingu bandarískra yfirvalda um fyrirhugað forval/útboð á hönnun- og framkvæmdum á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða hönnun og verkframkvæmdir vegna flug- hlaða og tengdra verkefna. Bandarísk yfirvöld fjármagna og bjóða út þessa hönnun/fram- kvæmdir og munu eingöngu semja við íslensk og/eða bandarísk fyrirtæki um verkefnið. Þar sem framkvæmd þessi er alfarið fjármögnuð af banda- rískum yfirvöldum lýtur hún ekki íslenskum lögum og reglum um opinber innkaup. Fyrirtæki sem taka þátt í verkefninu þurfa m.a. að uppfylla öryggis- og trúnaðarkröfur og kröfur samanber varnarmálalög, reglugerð 959/2012 varðandi öryggisvottun, reglur sem gilda um aðgang að öryggissvæðum og Keflavíkurflugvöll, samanber t.d. reglugerð nr. 750/2016 og aðrar þær kröfur sem gerðar verða í útboðsgögnum. Aðeins fyrirtæki sem hafa skráð sig í gagnagrunn banda- rískra yfirvalda á www.sam.gov geta tekið þátt í útboðsferlinu. Nánar er um að ræða: P-19001 - Airfield Upgrades - Apron Expansion Um er að ræða hönnun og verkframkvæmdir við stækkun á flughlaði innan öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli. Kostnaðaráætlun nemur 27,800,000 Bandaríkjadölum. P-19002 - Beddown Site Site Preparation Um er að ræða hönnun og verkframkvæmdir fyrir færanlegar gistieiningar. Kostnaðaráætlun nemur 6,080,000 Bandaríkjadölum. P-19003 - Airfield Upgrades - Dangerous Cargo Pad Um er að ræða hönnun og verkframkvæmdir vegna færslu á flughlaði fyrir hættulegan farm. Kostnaðaráætlun nemur 15,650,000 Ban- daríkjadölum. Nánari upplýsingar varðandi fyrirhugað útboð og birtingu útboðsgagna verða birtar á ensku á slóðinni www.utbodsvefur.is Tilkynningar Tillaga að deiliskipulagi skólasvæðisins Hvammstanga og til samræmis breytingu á deiliskipulagi austan Norðurbrautar Hvammstanga Byggðarráð Húnaþings vestra samþykkti 15. júlí 2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi skólasvæðisins Hvammstanga og til samræmis breytingu á deiliskipulagi austan Norður- brautar Hvammstanga. Tillögurnar eru aug- lýstar skv. 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulag skólasvæðisins – Skipulags- svæðið er 5,1 ha af stærð og afmarkast af götuköntum og lóðarmörkum. Skipulagsmörk eru að norðan við Hlíðarveg, að austan með- fram Kirkjuvegi og með lóðarmörkum Hvammstangakirkju að norðanverðu og í línu suður um útivistarsvæði að leikskóla og kvenfélags-garði. Sunnanverð skipulagsmörk miðast við lóðamörk við Garðaveg, Ásbraut ogLækjargötu og að vestan fylgja mörkin Hvammstangabraut og Fífusundi. Deiliskipu- lagstillagan felur í sér skilgreiningu á lóða- mörkum, afmörkun byggingarreita, umferðar- flæði á svæðinu ásamt staðsetningu leik- og dvalarsvæða. Fyrirhuguð stækkun Grunnskóla Húnaþings vestra er helsta forsenda fyrir gerð skipulagsins. Breyting á deiliskipulagi austan Norðurbrautar - breytingin felur í sér breytingu á syðri skipulagsmörkum en skipu- lagssvæðið minnkar um 3,2 ha í samræmi við nýtt deiliskipulag skólasvæðisins og verður 25,3 ha eftir breytinguna. Breytingar í greina- gerð fela í sér að kafli 5 .0 skólareitur fellur úr skipulaginu. Skilmálar um lóðir íþróttamið- stöðvar, grunnskóla og kirkju falla úr gildi. Tillögurnar hanga uppi í þjónustuanddyri Ráðhússins, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga frá 20. júlí – 1. september 2019. Tillögurnar verða einnig aðgengilegar á heimasíðu Húnaþings vestra. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar, þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram og berast í síðasta lagi 1. september 2019 annaðhvort á skrifstofu Húnaþings vestra í Ráðhúsi eða á netfangið: skrifstofa@hunathing.is Sveitarstjóri Raðauglýsingar 569 1100 Til sölu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.