Morgunblaðið - 20.07.2019, Síða 37
DÆGRADVÖL 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2019
6.11. 1967, viðskiptafræðingur; 2)
Hjálmar Friðrik Hjálmarsson, nemi,
14.10. 2001; 3) Jóakim Hjálmarsson,
nemi, 25.3. 2003, faðir þeirra er
Hjálmar Edwardsson, f. 16.4. 1975,
sjómaður.
Systkini Áslaugar eru: hálfbróðir
sammæðra er Jóakim Hlynur Reyn-
isson, f. 5.8. 1961, verkfræðingur í
Reykjavík; alsystur Áslaugar eru
Gabríela Kristín Friðriksdóttir, f.
3.7. 1971, myndlistarkona í Reykja-
vík, og Helga Gvuðrún Friðriks-
dóttir, f. 15.12. 1981, verslunar-
eigandi og skartgripahönnuður í
Reykjavík; hálfsystkini samfeðra
eru Stefán Baldvin Friðriksson, f.
31.10. 1963, framkvæmdastjóri Ís-
félagsins í Vestmannaeyjum; Hall-
dór Birgisson (kjörfaðir: Birgir
Steindórsson f. 8.7. 1950), f. 28.10.
1967, sjómaður, býr í Hafnarfirði;
Sigríður Fransiska Friðriksdóttir, f.
6.5. 1994, háskólanemi í Reykjavík.
Uppeldisbróðir, sonur Sigríðar
Dúnu og Hjálmars Ragnarssonar
tónskálds, er Ragnar Hjálmarsson,
f. 18.9. 1978, doktorsnemi í Berlín.
Áslaug María
Friðriksdóttir
Málfríður Sigríður Sigurðardóttir
húsfreyja í Hlíð, f. á Dvergasteini
Jóhannes Einar Gunnlaugsson
bóndi í Hlíð í Súðavíkurhr., f. í Hlíð
Gabríela Jóhannesdóttir
húsfreyja í Hnífsdal
Jóakim Pálsson
skipstjóri, útgerðarmaður og síðar
forstjóri Mjólkurvinnslunnar í Hnífsdal
Helga Jóakimsdóttir
hárgreiðslumeistari og síðar
Alexandertæknikennari
Guðrún Guðríður Guðleifsdóttir
húsfreyja í Hnífsdal, f. á Sæbóli í Aðalvík
Páll Pálsson
formaður og útvegsbóndi í Hnífsdal, f. í Hnífsdal
Guðmundur Sophusson
fv. sýslumaður
Björk Guð-
munds-
dóttir
tónlistar-
maður
Hálfdán Guð-
mundsson skatt-
stjóri Suðurlands
Gunnar Guðmundsson rafvélavirki
og kaupmaður í Rvík
Guðmundur
Gunnarsson
fv. formaður
Rafi ðnaðar-
sambands Ísl.
Kristján Pálsson
fv. alþingismaður
Guðrún Hálfdánardóttir blaðamaður á Mbl.is
Páll Pálsson skipstjóri
og útgerðarm. á Ísafi rði
María Jónsdóttir
kennari í Rvík, á Einfætingsgili, Strand.
Friðrik Klemensson
kennari og póstmaður í Reykja-
vík, f. í Geldingaholti, Skag.
Áslaug María Friðriksdóttir
skólastjóri og félagsmálafröm-
uður í Rvík, hlaut fálkaorðuna
Sophus Auðun Guðmundsson
skrifstofustjóri Almenna bókafélagsins
Kristín Gunnarsdóttir
húsfreyja á Auðunnarstöðum, f.
á Skeggjastöðum, V-Hún.
Guðmundur Jóhannesson
bóndi á Auðunnarstöðum í Víðidal, f. á Hörgshóli, V-Hún.
Úr frændgarði Áslaugar Maríu Friðriksdóttur
Friðrik Sophusson
fv. ráðherra og forstjóri
Landsvirkjunar
Guðmundur Hálfdánarson prófessor við HÍ
„Djö!”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
... að fá toppþjónustu.
MIG DREYMDI AÐ MARSBÚAR VÆRU
AÐ STJÓRNA MÉR MEÐ HEILA-
LASERGEISLA
BÍÍP
ÓKÍDÓKÍ
MAMMA SEGIR AÐ ÉG EIGI
AÐ KOMA EINS FRAM VIÐ
ALLA!
MAMMA ÞÍN
HEFUR RÉTT
FYRIR SÉR!
LEMDU ALLA
JAFNFAST!
„JÁ, DYRNAR HJÁ MÉR STANDA ÖLLUM
OPNAR – EN EKKI TIL ÞESS AÐ ÞIÐ
STANDIÐ ÞARNA OG GLÁPIÐ.”
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Fleygur lítt er fuglinn sá.
Fljótfæran má kalla þann.
Honum vatnið fellur frá.
Á fjárbyssunni vera kann.
Harpa á Hjarðarfelli svarar:
Ekki flýgur haninn hátt.
Hani fljótfær maður er.
Vatn úr hana hafa mátt.
Hani byssu kraftinn lér.
Eysteinn Pétursson leysir gátuna
þannig:
Ekki fljúga hanar hátt.
Hanar í vindi snúast þrátt.
Vatn úr hana vætla fer.
Víst á byssum hani er.
Helgi Seljan svarar:
Góðar eru gátuvísur Guðmundar.
Hann mun ekki á þær spar.
Ágætar til úrlausnar.
Og kemur síðan með ráðn-
inguna:
Haninn lítt til flugsins fæddur er,
fljóthuga er óðinshani nefndur.
Úr brunahana stundum fyssa fer,
á fjárbyssu er hani vísast kenndur.
Helgi R. Einarsson segir lausn-
ina vilja vera svona:
Fer sá stundum fram úr sér,
fugl og einnig krani,
hlutur bógs á byssu er,
blasir því við hani.
Guðrún Bjarnadóttir svarar:
Lágt fljúga hani og hæna
og hana mörg axarsköft fella:
Úr brunahana spjó spræna,
spenntur hani lét byssuna smella.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una þannig:
Hanar langt ei flogið fá.
Fljótfær maður hana líkur.
Hana vatnið fellur frá.
Á fjárbyssu er hani slíkur.
Þá er limra:
Það var einn háfleygur hani
sem hóf sig á loft eftir svani
en flaug alltof hátt
og hrapaði brátt
á hausinn og það varð hans bani.
Og síðan kemur ný gáta eftir
Guðmund:
Ríkir logn um land og ver,
léttur í spori út ég fer,
nú er andinn yfir mér,
eins og gátan ber með sér:
Orðið merkir iður kálfs.
Einnig mætir stíg til hálfs.
Flytur bát um fjarðarál.
Felur í sér prett og tál.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Smátt gengur haninn
TAKTU ÍSINNMEÐ TRUKKI