Morgunblaðið - 20.07.2019, Page 40
40 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2019
Mjólkurbikar kvenna
Fylkir – Selfoss......................................... 0:1
Selfoss mætir KR eða Þór/KA í úrslita-
leik á Laugardalsvellinum laugardaginn 17.
ágúst.
Pepsi Max-deild kvenna
HK/Víkingur – Keflavík .......................... 1:1
Staðan:
Valur 10 9 1 0 36:7 28
Breiðablik 10 9 1 0 36:9 28
Þór/KA 10 5 2 3 19:16 17
Selfoss 10 5 1 4 12:13 16
Keflavík 10 3 1 6 17:18 10
KR 10 3 1 6 12:20 10
Stjarnan 10 3 1 6 5:17 10
ÍBV 9 3 0 6 15:21 9
HK/Víkingur 10 2 1 7 8:23 7
Fylkir 9 2 1 6 7:23 7
Inkasso-deild kvenna
ÍA – Tindastóll ......................................... 1:2
Erla Karitas Jóhannesdóttir 81. – Murielle
Tiernan 88., 90. Rautt spjald: María Dögg
Jóhannesdóttir (Tindastóli) 58.
Staðan:
FH 9 7 1 1 24:10 22
Þróttur R. 9 7 0 2 31:9 21
Tindastóll 9 6 0 3 27:19 18
Afturelding 9 4 1 4 11:12 13
Haukar 9 4 0 5 13:9 12
Augnablik 9 4 0 5 8:10 12
ÍA 9 3 2 4 9:9 11
Grindavík 9 3 2 4 13:16 11
Fjölnir 9 3 2 4 14:19 11
ÍR 9 0 0 9 3:40 0
2. deild karla
Dalvík/Reynir – KFG............................... 2:1
Staðan:
Leiknir F. 11 6 4 1 22:11 22
Selfoss 11 6 2 3 26:12 20
Þróttur V. 12 5 4 3 18:17 19
Dalvík/Reynir 12 4 6 2 16:14 18
Vestri 11 6 0 5 14:17 18
Fjarðabyggð 11 5 2 4 18:14 17
Völsungur 11 5 2 4 13:15 17
Víðir 11 5 1 5 17:15 16
ÍR 11 4 3 4 16:15 15
KFG 12 4 0 8 20:27 12
Kári 12 3 2 7 23:29 11
Tindastóll 11 1 2 8 10:27 5
3. deild karla
KV – Vængir Júpíters.............................. 0:3
Augnablik – KH........................................ 2:0
Staðan:
Kórdrengir 12 9 2 1 33:14 29
Vængir Júpiters 13 9 1 3 26:16 28
KF 12 8 2 2 28:12 26
KV 13 8 2 3 26:17 26
Reynir S. 12 5 4 3 21:20 19
Einherji 12 4 4 4 17:15 16
Álftanes 12 4 3 5 20:19 15
Sindri 12 4 2 6 26:29 14
Höttur/Huginn 12 2 5 5 16:20 11
Augnablik 13 2 4 7 16:25 10
KH 13 2 1 10 16:37 7
Skallagrímur 12 2 0 10 14:35 6
Afríkumót karla
Úrslitaleikur í Kaíró:
Alsír – Senegal......................................... 1:0
Baghdad Bounedjah 2.
Danmörk
Köbenhavn – AGF ................................... 2:1
Jón Dagur Þorsteinsson kom af bekkn-
um á 65. mínútu og skoraði mark AGF á 81.
mínútu.
Pólland
Arka Gdynia – Jagiellonia...................... 0:3
Böðvar Böðvarsson var varamaður hjá
Jagiellonia og kom ekki við sögu í fyrsta
leik tímabilsins.
Vináttuleikur U18 karla
Lettland – Ísland...................................... 1:2
Danijel Dejan Djuric 53., 62.
Liðin mætast aftur á morgun.
KNATTSPYRNA
HM U21 karla
Leikið á Spáni:
A-riðill:
Túnis – Japan........................................ 26:25
Slóvenía – Bandaríkin.......................... 43:16
Spánn – Serbía...................................... 29:26
Slóvenía 6, Spánn 6, Serbía 4, Túnis 2,
Japan 0, Bandaríkin 0.
B-riðill:
Nígería – Suður-Kórea ........................ 30:42
Egyptaland – Svíþjóð........................... 32:22
Frakkland – Ástralía............................ 50:11
Frakkland 6, Egyptaland 6, Svíþjóð 4,
Suður-Kórea 2, Nígería 0, Ástralía 0.
C-riðill:
Brasilía – Barein................................... 27:26
Halldór J. Sigfússon þjálfar Barein.
Portúgal – Kósóvó ................................ 32:21
Króatía – Ungverjaland....................... 37:32
Króatía 6, Ungverjaland 4, Portúgal 4,
Brasilía 4, Barein 0, Kósóvó 0.
D-riðill:
Ísland – Noregur .................................. 19:29
Argentína – Danmörk.......................... 23:31
Þýskaland – Síle ................................... 39:22
Danmörk 6, Þýskaland 4, Noregur 4, Ís-
land 4, Síle 0. Argentína 0.
Í ÁRBÆNUM
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Selfoss er einu skrefi frá því að vinna
sinn fyrsta stóra titil í fótbolta eftir
1:0-sigur á Fylki á útivelli í undan-
úrslitum Mjólkurbikars kvenna í gær-
kvöldi. Englendingurinn Grace Rapp
skoraði sigurmarkið á 76. mínútu með
skoti af stuttu færi.
Leikurinn var heilt á litið frekar
jafn, en Selfoss skapaði sér fleiri góð
færi, þrátt fyrir að liðið hafi oft spilað
betur. Fylkiskonur réðu illa við Hólm-
fríði Magnúsdóttur sem ógnaði allan
leikinn. Hólmfríður er í virkilega góðu
formi og er gaman að sjá hana
blómstra með annars ungu liði Sel-
foss. Hólmfríður er sjö árum eldri en
næstu leikmenn hjá Selfossi og hún er
langbest. Það er engin tilviljun að Sel-
foss fór að vinna fótboltaleiki eftir að
hún komst á fullan skrið með liðinu.
Mark Selfoss kom hins vegar eftir
mistök hjá Cecilíu Rán Rúnarsdóttur
í marki Fylkis, sem annars átti góðan
leik. Hún var að flýta sér of mikið við
að koma boltanum frá sér og kastaði
beint á mótherja. Örfáum sekúndum
síðar lá boltinn í netinu. Cecilía er
kornung og lærir af þessu.
Þriðji úrslitaleikur Selfoss
Gæðin hjá Selfossi eru meiri en hjá
Fylki og þess vegna er Selfoss komið í
úrslit. Fylkiskonur eru með marga
unga og efnilega leikmenn í sínum
röðum, en þær virðast ekki alveg til-
búnar fyrir stærsta sviðið. Hin serbn-
eska Marija Radojicic er fædd árið
1992, en næstelstu leikmenn Fylkis í
byrjunarliðinu í gær eru fæddir árið
1997. Það var vel gert hjá Fylki að
fara alla leið í undanúrslit, annað árið
í röð, og slá m.a. út Breiðablik. Fylk-
iskonur eru hins vegar ekki tilbúnar í
úrslitaleik. Það gæti reynst þeim
ágætlega í deildinni að bikardraum-
urinn sé á enda. Lítið hefur gengið hjá
liðinu á síðustu vikum og er Fylkir í
fallsæti, en síðasti deildarsigurinn
kom 13. maí.
Selfoss er komið á þann stað að lið-
ið getur unnið leiki án þess að spila
glæsilega. Sigurinn í gær var sá
fimmti í röð í öllum keppnum og er
liðið ekki búið að fá á sig mark á með-
an. Sama hvort það verður KR eða
Þór/KA, Selfoss á góða möguleika á
að ná loksins í titil í fótbolta, nokkrum
mánuðum eftir að félagið náði í sinn
fyrsta titil í handbolta.
Selfoss er í bikarúrslitum í þriðja
skipti. Liðið komst í úrslit tvö ár í röð,
árin 2014 og 2015, en tapaði í bæði
skiptin á móti Stjörnunni. Nú eru
möguleikar Selfoss hins vegar taldir
meiri fyrirfram. Allt er þegar þrennt
er?
Selfoss er einu skrefi frá
fyrsta fótboltatitlinum
Selfyssingar komnir í úrslit bikarkeppninnar í þriðja skipti eftir sigur á Fylki
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Fögnuður Himinlifandi leikmenn Selfyssinga fagna sæti í bikarúrslitunum í leikslok í kvöldsólinni í Árbænum.
0:1 Grace Rapp 76.
I Gul spjöldSigrún Salka (Fylki)
Fylkir: (4-3-3) Mark: Cecilia Rán
Rúnarsdóttir. Vörn: María Björg
Fjölnisdóttir, Sigrún Salka Her-
mannsdóttir, Berglind Rós Ágústs-
dóttir, Þórdís Elva Ágústsdóttir.
Miðja: Kyra Taylor, Thelma Lóa Her-
mannsdóttir (Bryndís Arna Níels-
dóttir 65), Stefanía Ragnarsdóttir.
Sókn: Hulda Hrund Arnarsdóttir
FYLKIR – SELFOSS 0:1
(Margrét Björg Ástvaldsdóttir 81),
Marija Radojicic, Ída Marín Her-
mannsdóttir.
Selfoss: (4-5-1) Mark: Kelsey Wys.
Vörn: Bergrós Ásgeirsdóttir, Brynja
Valgeirsdóttir, Cassie Boren, Anna
María Friðgeirsdóttir. Miðja: Barbára
Sól Gísladóttir, Þóra Jónsdóttir (Ás-
laug Dóra Sigurbjörnsdóttir 75),
Grace Rapp, Karítas Tómasdóttir,
Magdalena Anna Reimus. Sókn:
Hólmfríður Magnúsdóttir.
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson, 7.
Áhorfendur: 520.
Í FOSSVOGI
Stefán Stefánsson
ste@mbl.is
Hið beitta sóknarlið Keflavíkur lenti
í hremmingum í gærkvöldi þegar
það sótti heim neðsta lið úrvalsdeild-
arinnar, HK/Víking, því þrátt fyrir
stöðu Fossvogsliðsins vantaði ekk-
ert upp á baráttuna. Það á við bæði
lið og fyrir vikið var leikurinn hin
besta skemmtun en hann endaði 1:1.
Fatma Kara kom HK/Víkingi yfir
í seinni hálfleik en Sophie Groff jafn-
aði skömmu fyrir leikslok.
Stíf pressa HK/Víkinga stóð í 7
mínútur en gestunum tókst að hafa
eitthvað að segja um leikinn en þá
átti Sveindís Jane Jónsdóttir, hver
önnur, hörkuskot í slá HK/Víkings.
Gestirnir hresstust aðeins og hófu
að sækja meira en heimakonur voru
ekki hættar, áttu margar hættu-
legar sóknir. Sveindís Jane var HK/
Víkingum mjög erfið en varnar-
mönnum þeirra tókst oft að koma
fæti í boltann þegar hún ætlaði að
skjótast fram fyrir þá.
Ferill liðanna hefur verið talsvert
ólíkur þar sem HK/Víkingur hefur
tapað síðustu fjórum á meðan Kefl-
víkingar hafa bitið í skjaldarrendur
eftir tap í fyrstu fimm leikjum móts-
ins en síðan unnið þrjá af síðustu
fjórum og skorað í þeim 11 mörk.
Rakel Logadóttir var þjálfari HK/
Víkings í gærkvöldi eftir að Þórhall-
ur Víkingsson hætti störfum. „Ég
kynnti mér Keflavík vel fyrir leikinn,
fór yfir það með liðinu og við lögðum
leikinn upp á ákveðinn hátt og það
gekk næstum eftir. Leikurinn var
skemmtilegur með góðu spili, tækl-
ingum, hlaupum, baráttu og öllu í
veðurblíðunni. Okkur langar að vera
ofar í deildinni en það er stutt í
næstu lið og deildin alls ekki búin,
það er jákvætt.“ Rakel sagði óljóst
með framhaldið en veit hvað hún vill.
„Ég get ekkert sagt nema að þetta
komi allt í ljós á næstu dögum en
mig langar til að vera áfram með lið-
ið fyrst ég er byrjuð.“
Þjálfari Keflvíkinga var líka glað-
ur með leikinn, mikill samhljómur
hjá þjálfurunum. „Ég held að eitt og
hálft stig hefði verið sanngjarnt því
þetta var skemmtilegur leikur þar
sem var sótt á báða bóga, opin færi
og flottir markmenn en ég held að
bæði liðin geti bara vel við unað og
ég er sáttur gegn erfiðu liði,“ sagði
Gunnar Magnús Jónsson.
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Fossvogur Anita Lind Daníelsdóttir úr Keflavík og Hugrún María Friðriks-
dóttir úr HK/Víkingi í baráttunni á Víkingsvellinum í gærkvöld.
Besta skemmt-
un í Fossvogi
HK/Víkingur og Keflavík skildu jöfn
1:0 Fatma Kara 59.
1:1 Sophie Groff 84.
I Gul spjöldÞóra Kristín Klemenzdóttir
(Keflavík)
Dómari: Ásmundur Þór Sveinss., 8.
Áhorfendur: 248.
HK/VÍKINGUR – KEFLAVÍK 1:1
M
Fatma Kara (HK/Víkingi)
Gígja V. Harðardóttir (HK/Víkingi)
Audrey Baldwin (HK/Víkingi)
Simone Kolander (HK/Víkingi)
Aytac Sharifova (Keflavík)
Natasha Anasi (Keflavík)
Sveindís Jane Jónsd. (Keflavík)
Katla María Þórðard. (Keflavík)