Morgunblaðið - 20.07.2019, Page 42

Morgunblaðið - 20.07.2019, Page 42
VIÐTAL Ragnheiður Birgisdóttir ragnheiðurb@mbl.is Sjónvarpsþættirnir Chernobyl, sem fjalla um stórslysið sem varð í sam- nefndu kjarnorkuveri árið 1986, hafa slegið í gegn að undanförnu. Tón- skáldið Hildur Guðnadóttir sá alfarið um gerð tónlistarinnar fyrir þættina og hefur hún nú verið tilnefnd til Emmy-verðlauna fyrir bestu tónlist í sjónvarpsmynd eða þætti í stutt- seríu. „Ég las handritið áður en farið var að taka nokkuð upp og mótaði mér skoðanir um hvað ég vildi gera út frá minni tilfinningu fyrir handritinu. Svo byrjaði ég að leggja línurnar um það hvernig tónlistin yrði,“ segir tón- skáldið og heldur áfram: „Þættirnir reyna að vera trúir því sem gerðist í raunveruleikanum svo það er enginn skáldskapur í þáttunum. Mér fannst þess vegna mjög mikilvægt að tón- listin væri heiðarleg eins og þætt- irnir sjálfir. Ég fór í kjarnorkuverið þar sem þættirnir voru teknir upp, áður en sjálfar tökurnar hófust, og tók upp marga klukkutíma af hljóð- um frá kjarnorkuverinu. Þetta er kjarnorkuver í Litháen, frá sama tímabili og Chernobyl, sem er ekki lengur nýtt til þess að búa til orku. Ég reyndi að hlusta á kjarn- orkuverið, bæði á hugmyndir og raunveruleg hljóð til þess að gera tónlistina úr.“ Vann með hljóð kjarnorkuvers Hildur vann svo í marga mánuði með þessi hljóð til þess að skapa tón- listina við Chernobyl. „Það er rosa- lega mikið af hljóðum í kjarnorku- verum sem eru fyrir ofan heyranlegt tíðnisvið, of hröð eða af öðrum ástæð- um ekki nýtileg eins og þau koma af kúnni. Þannig að stundum þurfti ég að hægja á hljóðum eða færa þau yfir á heyranleg tíðnisvið. Þegar maður er kominn með mikið safn af hljóðum sem hægt er að nota getur maður farið að blanda þeim saman í eitthvað sem virkar músíkalskt.“ Hildur notaði engin hljóðfæri til þess að vinna tónlistina fyrir Chernobyl-þættina en hún nýtti sína eigin rödd. „Mjög stór hluti af at- burðunum í Chernobyl er mannlegi þátturinn, þannig að mér fannst mjög mikilvægt að hann fengi mikið pláss og röddin í mér varð mannlegi hlutinn af tónlistinni. Ég syng elegí- ur, t.d. þegar er verið að grafa fórnarlömb slyssins,“ segir hún. Undir lok síðasta þáttar Cherno- byl-þáttaraðarinnar eru minning- arorð um þá sem létust og yfirlit yfir hvað varð um þá sem létust ekki. Það er eina atriðið þar sem Hildur nýtti eitthvað annað en hljóðin úr kjarn- orkuverinu eða sína eigin rödd. Þar syngur kór úkraínskt þjóðlag sem að sögn hennar er sungið þegar einhver deyr. „Þetta er svolítið eins og þeirra Heyr himna smiður.“ Að þessu eina lagi undanskildu samdi Hildur alla tónlistina fyrir þáttaröðina og tók sú vinna tímann sinn. „Ætli ég hafi ekki unnið að þessu í næstum því ár, frá því ég las handritið og þar til við kláruðum þættina alveg. Þetta voru sex eða sjö mánuðir af upptökum, hljóðvinnslu og svoleiðis en ætli allt ferlið hafi ekki tekið hátt í ár,“ segir hún. Hildur lýsir því að hún hafi þurft að breyta tónlistinni jafnóðum og breytingar voru gerðar á myndefn- inu. „Það er alltaf verið að breyta klippingu og breyta tímalínunni, fram og til baka, þannig að maður þarf endalaust að vera að breyta tón- listinni. Maður semur stykki fyrir senu og svo getur hún breyst tíu sinnum vegna þess að skoðanir fólks- ins sem vinnur að þáttunum breytast svo maður er endalaust að fara fram og til baka.“ Af virðingu við þúsundir manna Kjarnorkuslysið í Chernobyl varð fyrir 33 árum og því eru enn margir á lífi sem urðu fyrir áhrifum af slysinu. Hildi fannst mikilvægt að hafa það í huga þegar hún vann að gerð þátt- anna. „Þegar maður er að vinna með efni sem snertir mörg þúsund manns sem eru enn á lífi, sem eiga minn- ingar frá atburðunum eða þekktu fólk sem varð fyrir áföllum, þá hefur það auðvitað áhrif á það hvernig maður kemur að efninu og vinnur það. Það er líka ástæðan fyrir því að mér fannst mikilvægt að vera ekki að fabúlera eða dramatísera með strengjasveit eða „thriller“-tónlist og gera þannig eitthvað annað úr at- burðunum en það sem þeir raun- verulega voru. Mér fannst það mik- ilvægt af virðingu við fólkið sem upplifði þetta og er enn á lífi.“ Þegar Hildur er beðin um að bera Chernobyl saman við önnur verkefni segist hún helst vilja líkja því við þær heimildarmyndir sem hún hefur unn- ið að. „Þó þetta sé auðvitað ekki heimildarmynd eru þættirnir byggð- ir á sannsögulegum atburðum svo það er sanngjarnast að líkja þeim við heimildarmyndagerð.“ Vinnan að þeim var því ólík fyrri verkefnum Hildar. „Flestar bíómyndir sem ég hef gert eru uppspunnar og þá hefur maður meira skáldafrelsi til þess að semja. Maður hefur ekki úr neinu raunverulegu efni að moða heldur snýst þetta aðeins um hvernig maður upplifir söguna og hvernig maður vill segja hana,“ segir hún og bætir við: „Ég reyni alltaf að koma að hverju verkefni algjörlega á þess forsendum og vinn út frá því hvers hver saga krefst til þess að vera sögð.“ Hildi óraði ekki fyrir því að þætt- irnir myndu öðlast jafn miklar vin- sældir og raunin varð. „Það er svo erfitt að meta svona kvikmynda- og sjónvarpsverkefni. Þau taka svo rosalega langan tíma og þetta er svo mikil vinna þannig að það er auðvelt að missa sjónar á heildarmyndinni. Maður verður bara að vinna sam- kvæmt sinni sannfæringu og vona að ákvarðanirnar sem maður hefur tek- ið í byrjun hafi verið réttar. Maður missir tilfinningu fyrir því hvernig lokaútkoman á eftir að fara í fólk.“ Hildur segist hafa unnið önnur verk- efni sem hafa tekið jafn langan tíma en síðan vakið litla athygli. „Það eru ekki alltaf gæði verkefnisins sem ráða því hversu mikla athygli það fær eða hvernig það fer í fólk. Þegar við vorum að klára síðustu klipping- arnar í Chernobyl hugsaði ég: „Það á örugglega enginn eftir að sjá þetta“,“ segir hún og hlær. Hún spáði því að lokasería hinna geysi- vinsælu þátta Game of Thrones sem kom út á svipuðum tíma myndi taka alla athyglina frá Chernobyl. „Ég var þess vegna ekki alveg viðbúin þessu,“ segir hún um vinsældir þáttaraðarinnar. Spennandi ferli Jókersins Samhliða því að vinna að Cherno- byl-þáttaröðinni hefur Hildur samið tónlistina fyrir kvikmyndina The Jo- ker. Ólíkt Chernobyl er sú saga upp- spuni. Hildur nefnir þó að persónan Jókerinn hafi verið til lengi og því líti sumir næstum á hann sem raunveru- lega persónu. „Þannig að hann er mjög spennandi persóna til að vinna með. Fólk hefur svo sterkar skoð- anir á honum, ekki bara persónunni heldur einnig hvernig hann hefur verið leikinn og af hverjum. Fólk ber mjög sterkar tilfinningar til hans.“ The Joker segir söguna af upp- runa Jókersins sem hefur ekki verið sögð áður. „Við komum að þessu á svolítið annan hátt en þessar klass- ísku Batman-myndir. Þannig að þetta hefur verið ótrúlega spennandi ferli,“ segir Hildur. „Ég samdi mikið af tónlistinni bara eftir að hafa lesið handritið og leikstjóranum fannst ég hafa alveg hitt á tóninn sem hann vildi að myndin skilaði.“ Hún lýsir því að næstum því hver einasta sena hafi verið tekin upp með tónlistina, sem hún hafði samið sérstaklega fyr- ir myndina, til hliðsjónar. „Það er auðvitað frábær leið til þess að vinna að kvikmynd af því að þá getur tempóið, leikurinn og hreyfingarnar verið litaðar svolítið af tónlistinni og tilfinningunni í henni. Það er ótrú- lega spennandi nálgun þegar þetta vex allt svona saman sem ein heild.“ Hildur hefur tekið sér verð- skuldað hlé frá stórum verkefnum á borð við Chernobyl og The Joker. „Það hefur verið svo brjálæðislega mikið að gera síðustu ár. Ég vann þessi verkefni samhliða svo ég hef verið undir miklu álagi.“ Alveg æðisleg tilfinning Þessari löngu og ströngu vinnu- törn lauk á því að Hildur var tilnefnd til Emmy-verðlaunanna fyrir tón- verk sín í Chernobyl-þáttunum. „Það er auðvitað ótrúlega frábært, sérstaklega þegar maður hefur lagt svona ofboðslega mikið í verkefnið. Ég lagði hjarta og sál af fullum krafti í það því sagan er svo mik- ilvæg,“ segir Hildur. Þess vegna þyki henni gaman að finna fyrir áhuganum og þeim góðu viðtökum sem þættirnir og tónlistin í þeim hafa hlotið. „Það er alveg æðisleg til- finning að finna svona sterkt fyrir því og fá þessa stóru viðurkenningu, ekki bara frá almenningi heldur líka fagfólki í bransanum.“ Hildur telur að þessi tilnefning muni hafa áhrif á störf hennar innan geirans og nefnir sérstaklega að hún muni hafa áhrif á það traust sem sé borið til hennar. „Það fylgir því mjög mikil ábyrgð að taka að sér svona stór verkefni. Ég fann svolítið fyrir því fyrir nokkrum árum að framleið- endurnir væru síður til í að taka sénsinn á að treysta konum í verk- efni af þessari stærð. Ég þurfti svona svolítið að berjast fyrir því að vinna mér inn traust, bæði listrænt og skipulagslega séð, og sanna að ég gæti þetta.“ Hún segir tilnefningu til Emmy-verðlaunanna gefa til kynna að hún sé traustsins verð. „Það eru ekki mörg fordæmi fyrir því að kon- ur fái að taka að sér verkefni af þess- ari stærðargráðu svo ég vona að þetta opni dyr fyrir aðrar konur á þessum velli.“ Hildur segist ekki hafa hugmynd um hvort hún muni hreppa verðlaun- in enda þekki hún ekki verk hinna sem tilnefndir hafa verið. „Það er svo mikill heiður að vera tilnefndur svo það eitt og sér er alveg frábært.“ Ljósmynd/Antje Taiga Jandrig Tónsmíðar „Ég reyni alltaf að koma að hverju verkefni algjörlega á þess forsendum,“ segir Hildur Guðnadóttir. Lagði hjarta og sál í Chernobyl  Tónskáldið Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Emmy-verðlauna  Vann tónlistina við þáttaröðina Chernobyl og kvikmyndina The Joker samhliða  Ekki viðbúin því að þættirnir yrðu svona vinsælir 42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2019 Fallegar 3ja og 4ra herbergja íbúðir í nýbyggingu Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Sýningar- íbúðir tilbúnar Bókið skoðun Dalsbraut 4 - Reykjanesbæ VERÐ FRÁ KR. 29.900.000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.