Morgunblaðið - 20.07.2019, Qupperneq 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2019
Laugavegi 77, 101 Reykjavík - Sími: 551 3033
30-50%
afsláttur
ÚTSALA
karlmenn
Flottir í fötum
Heimildarmyndin Af jörðu ertu kominn verður
frumsýnd í kvöld kl. 19.45. Frumsýningin fer
fram samtímis á RÚV og í Bíó Paradís í Reykja-
vík, en myndin fer síðan til sýninga og á kvik-
myndahátíðir erlendis út árið. „Myndin heitir á
ensku Cosmic Birth og segir frá hinni mannlegu
hlið ferðanna til tunglsins, en alls gengu 12 menn
á tunglinu frá 1969 til 1972. Myndir tunglfaranna
af jörðinni höfðu djúpstæð áhrif á skynjun mann-
kyns á heimili sínu í geimnum og stuðluðu að
mikilli umhverfisvakningu um allan heim næstu
áratugi. Í myndinni er m.a. rætt við fimm Apollo-
geimfara, auk sonar Neil Armstrong sem fyrstur
steig fæti á tunglið. Þar segja geimfararnir frá
upplifun sinni,“ segir í tilkynningu.
Leikstjóri myndarinnar er Rafnar Orri Gunnarsson, handritshöfundur er
Örlygur Hnefill Örlygsson og tónlist er eftir Framfara og Ósa á Borg. Mynd-
in er framleidd af Colorwaves fyrir Könnunarsafnið á Húsavík. Könnunar-
safnið og sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi standa saman að dagskrá fyrir
frumsýninguna í Bíó Paradís sem hefst kl. 19 og verður meðal annars hluti
safnsins til sýnis í anddyri kvikmyndahússins. Aðgangur er ókeypis, en
áhugasamir eru beðnir að panta miða með því að senda póst á netfangið:
info@explorationmuseum.com.
Örlygur Hnefill Örlygsson
50 ár frá tungllendingu – fagnað í mynd
Sér grefur gröf eftir Yrsu Sigurð-
ardóttur, Snjóblinda eftir Ragnar
Jónasson og Grafarþögn eftir Arn-
ald Indriðason eru á meðal 100
bestu glæpasagna sem skrifaðar
hafa verið, samkvæmt lista bresku
bókabúðakeðjunnar Blackwell‘s
Auk íslensku glæpasagnanna
þriggja eru á lista Blackwell‘s-
keðjunnar bækur eftir höfunda á
borð við Arthur Conan Doyle,
Umberto Eco, Sjöwall og Wahlö,
Ian Rankin, Jo Nesbö, Stieg Lars-
son og Aghöthu Christie.
„Á dögunum birti Sunday Times
lista yfir 100 bestu glæpasögur sem
komið hafa út frá stríðslokum og
þar áttu íslensku höfundarnir þrír
líka bækur en þó ekki þær sömu
heldur voru það Brakið eftir Yrsu,
Dimma eftir Ragnar og Furðu-
strandir eftir Arnald. Það er Rich-
ard Reynolds sem tók saman
listann fyrir Blackwell‘s en hann er
þekktur sérfræðingur í glæpasög-
um í Bretlandi, hefur setið í dóm-
nefndinni um Gullrýtinginn, auk
þess að vera gagnrýnandi, ritstjóri
og bóksali,“ segir í tilkynningu frá
Bjarti & Veröld.
Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson.
Aftur meðal hundrað bestu glæpasagna» Ingibjörg Ólafsdóttir fatahönnuður sýnir málverk unnin á árunum 2016-19í Kirsuberjatrénu við Vesturgötu. Um er að ræða fyrstu einkasýningu
hennar. Hún lauk námi frá Københavns mode og design skole 1984 og hefur
stundað myndlistarnám sl. fimm ár. Segir hún myndirnar vera leið sína til að
tjá hugsanir sínar og tilfinningar. Á morgun er síðasti sýningardagurinn.
Ingibjörg Ólafsdóttir hefur opnað fyrstu einkasýningu sína
Morgunblaðið/Árni Sæberg