Morgunblaðið - 20.07.2019, Síða 48

Morgunblaðið - 20.07.2019, Síða 48
Yves Rechtsteiner, konsertorg- anisti frá Frakklandi, kemur fram á tvennum tónleikum í Hallgríms- kirkju um helgina. Í dag kl. 12 flytur hann verk eftir J.S. Bach og J.P. Rameau. Á morgun, sunnu- dag, kl. 17 leikur hann verk eftir Hector Berlioz, Mike Old- field og Jehan Alain. Rechtsteiner lærði á orgel og sembal við Tónlistar- háskólann í Genf og sér- hæfði sig í forte-piano og basso continuo í Schola Cantorum í Basel. Frá 2014 hefur hann verið listrænn stjórnandi orgel- hátíðarinnar í Tou- louse í Frakklandi. Yves Rechtsteiner leik- ur í Hallgrímskirkju LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 201. DAGUR ÁRSINS 2019 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.150 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Þrátt fyrir markvissar aðgerðir KSÍ til þess að fjölga konum í dóm- gæslu hér á landi hefur það skilað litlum árangri. Dómaraverkefni skipta þúsundum á hverju ári og mikill vilji er til að fá fleiri konur til starfa og jafna kynjahlutfallið í greininni. „Við höldum áfram að reyna,“ segir meðal annars í um- fjöllun Morgunblaðsins í dag. »39 Erfitt að fá konur inn í dómgæslu hér á landi Á hátíðartónleikum á Skálholts- hátíð í dag, laugardag, kl. 16 eru fluttar kantöturnar Geist und Seele wird verwirret og Gott soll allein mein Herze haben eftir J.S. Bach. Einsöngvari er Hildigunnur Einars- dóttir messósópran. Um hljóðfæra- leik sjá Páll Palomares og Gunn- hildur Daðadóttir á fiðlur, Þórarinn Már Baldursson á lágfiðlu, Hrafn- kell Orri Egilsson á selló, Alexandra Kjeld á kontrabassa og Matthías Birgir Nar- deau, Össur Ingi Jónsson og Rögn- valdur Konráð Helgason á óbó. Stjórnandi er Jón Bjarna- son organ- isti. Syngur kantötur eftir Bach í Skálholti í dag ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Suðurlandsbraut 54 bláu húsin (við faxafen) 80% afsláttur af öllum vörum Hr ei ns un ! Opið á morgun sunnudag 13 til 17 Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Kettir sem dvelja í kattaathvarfi Villikatta standa í þakkarskuld við Björk Bjarnadóttur. Hún hefur gefið athvarfinu hátt í 350 mjúk og notaleg teppi í gegnum tíðina sem hún sjálf hefur saumað. „Á dauða mínum átti ég frekar von en þessum viðbrögðum,“ sagði Björk í gamni þegar blaðamaður sló á þráðinn til hennar, forvitinn um teppasauminn og rausnarlega gjöf hennar. Nýverið gaf Björk Villiköttum 170 teppi og vakti það mikla lukku þar á bæ. Hún byrjaði að sauma og gefa teppi árið 2008, þegar hún bjó í Reykjavík. „Þá gisti hjá mér ung stúlka frá Akureyri sem var í vinskap við annan son minn og hún var alveg forfallinn kattaaðdáandi og með áhuga á öllu sem viðkemur kisum. Hún rekur núna sitt eigið katta- athvarf á Akureyri. Hún vann þannig vinnu að hún fékk alltaf vikufrí á nokkurra vikna fresti og þá kom hún suður og fór í Kattholt vikuna sem hún átti frí og vann sjálfboðavinnu. Svo vantaði hand- klæði eða teppi í búrin hjá þeim í Kattholti og fór hún þá að spyrja mig hvort ég ætti ekki gömul hand- klæði sem ég gæti gefið og faldað svo þau myndu ekki rakna upp. Svona byrjaði þetta allt saman.“ Björk saumar teppin sjálf en efn- ið í þau hefur hún fengið á nytja- mörkuðum. Þegar það svo spurðist út að Björk væri iðin við að sauma fékk hún mikið magn efnis gefins. „Ég sauma teppin en efnið í þau hef ég fengið á nytjamörkuðum og svo eftir að þetta spurðist út hef ég fengið heilmikið gefins eða meiri- partinn.“ Mikið um kettlinga núna Björk, sem er 67 ára gömul og alin upp í Neskaupstað, hugðist gefa Villiköttum um 180 teppi en athvarfið gat ekki tekið við þeim mikla fjölda. „Þannig að ég á 40 til 50 teppi heima og sex fulla ruslapoka af efni frá vinkonu minni á Horna- firði og byrjuð að líta á það. Svo verður bara byrjað að sauma á fullu aftur, enda hef ég ekkert annað að gera,“ segir Björk og hlær við. Teppin nýtast köttum sem eru í búrum hjá Villiköttum og eru það einkum læður sem eru að jafna sig eftir geldingu sem nota teppin mest. „Núna er kettlingasprengja hjá okkur,“ sagði Arndís Björg Sigur- geirsdóttir, formaður Villikatta, í samtali við Morgunblaðið og bætti við að þá hefðu kettirnir góð not fyrir teppin. „Síðan eru þetta leikteppi, litlir kettlingar eru náttúrlega bara eins og lítil börn,“ sagði Arndís. Félag- ið vinnur óeigingjarnt starf sem byggist á því að koma villtum kött- um til hjálpar en á heimasíðu fé- lagsins má finna kisur í heim- ilisleit. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Teppasaumur Í vikunni gaf Björk Villiköttum 170 teppi. Nú er ekki um annað að ræða en byrja að sauma aftur. Hefur gefið Villiköttum á fjórða hundrað teppa  Gjöfin nýtist nýgotnum kettlingum og óbreyttum kisum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.