Morgunblaðið - 09.08.2019, Blaðsíða 47
MINNINGAR 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2019
✝ Guðni Gúst-afsson fæddist
í Reykjavík 6.
ágúst 1939. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 27. júlí
2019.
Foreldrar hans
voru Gústaf A.
Pálsson, f. 7.11.
1896, d. 9.2. 1947,
múrari í Grindavík,
og Guðbjörg Guðný Guðlaugs-
dóttir, f. 13.10. 1915, d. 15.2.
2003, húsfreyja og fiskverk-
unarkona í Grindavík. Fyrir átti
Gústaf soninn Harald Gústafs-
son, f. 6.1. 1927, d. 17.1. 1956,
verkstjóra í Reykjavík. Bróðir
Guðna er Guðlaugur Gúst-
afsson, f. 16.9. 1945, sjómaður í
Grindavík, kvæntur Kristínu
Margréti Vilhjálmsdóttur, f.
1949. Árið 1955 giftist Guðbjörg
Marel Eiríkssyni, f. 17.10. 1901,
d. 5.5. 1988, sjómanni og út-
gerðarmanni í Grindavík. Gekk
hann þeim Guðna og Guðlaugi í
föðurstað. Systir Guðna er Lára
Marelsdóttir, f. 26.6. 1955 í
Grindavík, gift Gunnlaugi Jóni
Hreinssyni, f. 1954. Guðni
kvæntist 30.1. 1972 Guðbjörgu
Torfadóttur, f. 4.6. 1944, frá
Ísafirði. Þau slitu samvistum
1995. Guðni gekk sonum
13.3. 1987, í sambúð með Kol-
brúnu Hallgrímsdóttur, þau
eiga tvo syni, Edda Rannveig
Brynjólfsdóttir, f. 22.4. 1991,
hún á einn son, Michel Drewitch
Sigurdsson, f. 19.4. 1997, og
Richard Sigurdsson, f. 18.10.
2000. 3) Guðbjörg Ólína Guðna-
dóttir, starfsmaður á Víðihlíð
hjúkrunardeild HSS. Dóttir
hennar er Guðný Birta Leó Gil-
bertsdóttir, f. 11.7. 2002. 4)
Anna Lára Guðnadóttir, f. 26.6.
1978, verkefnisstjóri hjá
Sjúkratryggingum Íslands,
maki Baldvin Orri Þorkelsson
deildarstjóri, f. 1977. Börn: a)
Ingibjörg Eva Aspelund Bald-
vinsdóttir, f. 12.6. 2006. b) Birg-
itta Ýr Baldvinsdóttir, f. 27.1.
2010. c). Þorkell Guðni Bald-
vinsson, f. 7.6. 2012.
Guðni ólst upp í Grindavík.
Hann bjó fyrst í Skálholti, síðan
á Melstað og keypti svo Vorhús
1978 þar sem hann bjó til
dánardags. Guðni starfaði við
sjómennsku og sem vörubíl-
stjóri, lengst af hjá Hraðfrysti-
húsi Grindavíkur. Guðni vann á
netaverkstæðinu Möskva og síð-
ustu 25 ár hjá fiskverkuninni
Gjögri en hann vann þar til 79
ára aldurs.
Guðni var sæmdur titlinum
Stuðningsmaður ársins hjá
UMFG árið 2015.
Útför Guðna fer fram frá
Grindavíkurkirkju í dag, 9.
ágúst 2019, og hefst athöfnin
klukkan 14.
hennar, Inga Torfa
Sigurðssyni, f. 14.3.
1964, og Brynjólfi
Valgarði Sigurðs-
syni, f. 30.8. 1965, í
föðurstað. Saman
eignuðust þau Guð-
björgu Ólínu
Guðnadóttur, f.
18.9. 1974, og Önnu
Láru Guðnadóttur,
f. 26.6. 1978. 1) Ingi
Torfi Sigurðsson,
skipstjóri og húsasmíðameist-
ari, maki Helga Eysteinsdóttir
forstöðumaður, f. 1972. Börn
þeirra eru: Eysteinn Ingi Inga-
son, f. 27.11. 2001, og Hera
Björg Ingadóttir, f. 28.8. 2003.
Börn Inga Torfa eru Íris Ósk
Ingadóttir, f. 2.10. 1988, í sam-
búð með Agli Victorssyni, þau
eiga þrjú börn, og Reynir Viðar
Ingason, f. 9.9. 1990, í sambúð
með Sunnu Ösp Þórsdóttur. 2)
Brynjólfur Valgarður Sigurðs-
son skipstjóri, maki Loida La-
puz Sigurdsson, húsfreyja og
nemi, f. 1981. Börn þeirra eru:
Lorain O. Lapuz Sigurdsson, f.
5.2. 2008, Brix L. Lapuz Sig-
urdsson, f. 29.4. 2010, d. 29.4.
2010, Cloenika N. Lapuz Sig-
urdsson, f. 16.2. 2012, og Bryan
Guðni Lapuz Sigurdsson, f. 5.4.
2016. Börn Brynjólfs eru: Sig-
urður Ragnar Brynjólfsson, f.
Eins barnalega og það kann
að hljóma taldi ég að pabbi yrði
alltaf til staðar. Það er erfitt að
hugsa sér tilveruna án hans. Þó
að veikindin hafi verið alvarleg
og búið að gefa upp þann dóm
að ekki væri langt eftir bjóst ég
samt við því að hann myndi
sigra í þessari baráttu vegna
þess að pabbi var svo sterkur
og alltaf klettur minn í gegnum
æskuárin og fram til dagsins í
dag. Ég sakna pabba svo inni-
lega mikið, það er verulega erf-
itt að setja orð á blað sem eiga
að lýsa þeim tilfinningum sem
ég hef gagnvart honum en hann
var svo einstakur og góður
maður. Aldrei heyrði ég hann
hallmæla nokkrum manni.
Pabbi var góður afi og svo
stoltur af barnabörnunum sín-
um. Það verður skrýtið að fá
hann ekki lengur á leiki hjá
Ingibjörgu Evu, en hann var
einn af helstu stuðningsmönn-
um hennar og sótti leiki þó að
hann væri orðinn mjög máttfar-
inn vegna veikinda. Eitt af því
sem pabbi sá eftir var að kom-
ast ekki á handboltamót hjá
Birgittu Ýri á Selfossi í vor, en
þá var hann inni á spítala.
Hann talaði mikið um það við
mig hversu mikið hann langaði
að fara og sjá hana keppa, en
þá var hún nýbyrjuð að æfa
handbolta. Hann var sannfærð-
ur um að hún væri góð, enda
hafði hún sagt honum það.
Pabbi var mikill dýravinur og
átti í lokin tvo ketti (strákana).
Þorkell Guðni á það sameig-
inlegt með afa sínum að vera
mikill dýravinur og sérstaklega
hrifinn af kisum, en það fannst
pabba svo innilega skemmti-
legt. Hann var vanur að spyrja
Þorkel Guðna út í kettina sem
hann hitti á leiðinni heim úr
skólanum en þannig var pabbi,
hann elskaði að heyra sögur frá
barnabörnunum eða um barna-
börnin og hafði þær eftir við
hvern sem vildi hlusta.
Ég er sannfærð um að þegar
síðasti andardrátturinn er
dreginn í þessum heimi er sá
fyrsti tekinn í nýjum heimi og
þar er pabbi með kartöflugarð,
fer reglulega leita að eggjum,
sér um gæludýrin okkar sem
hafa farið á undan, fer á rúnt-
inn með Jóni frænda og heim-
sækir ömmu.
Á yngri árum var ég mjög
myrkfælin og fyrstu nóttina
sem ég var ein í herbergi kall-
aði ég á pabba og bað hann um
að kenna mér Faðir vorið.
Pabbi, sá þolinmóði maður,
gerði það og fór yfir bænina
með mér aftur og aftur og aftur
þar til ég sofnaði alveg örugg.
Enda því á þeirri bæn sem
sú minning tengist.
Faðir vor, þú, sem ert á himnum.
Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki,
verði þinn vilji svo á jörðu sem á
himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð.
Og fyrirgef oss vorar skuldir
svo sem vér og fyrirgefum
vorum skuldunautum.
Eigi leið þú oss í freistni,
heldur frelsa oss frá illu.
Því að þitt er ríkið,
mátturinn og dýrðin
að eilífu. Amen.
Elska þig, pabbi.
Kveðja, þín dóttir
Anna Lára.
Elsku besti pabbi.
Hann var besti pabbi sem
hægt er að óska sér. Við fórum
allt saman. Við heyrðum í hvort
öðru í síma á hverjum degi. Ef
mig vantaði eitthvað þá kom
hann strax. Þegar ég var yngri
var ég oft með honum í vöru-
bílnum í vinnunni. Ég elska
hann svo mikið og þykir svo
vænt um hann. Hann var góður
við dóttur mína Guðnýju Birtu
og var líka alltaf til staðar fyrir
hana. Hann var ávallt stoð okk-
ar og stytta.
Takk fyrir allt, pabbi.
Guðbjörg Ólína.
Afi var mér alltaf svo góður.
Hann var hreinskilinn við mig
og kenndi mér muninn á réttu
og röngu. Hann fór oft með mig
og mömmu í bíltúr á sögufræga
staði þar sem Íslendingasög-
urnar gerðust. Hann kenndi
mér að hjóla. Mér þykir mjög
vænt um hann og betri mann er
ekki hægt að finna.
Takk fyrir allt, elsku afi.
Guðný Birta.
Það er skrítin tilfinning að
koma til Grindavíkur og hitta
ekki á Guðna og fá kaffi og með
því við eldhúsborðið í Vorhús-
um. Guðni var Grindvíkingur,
þar bjó hann alla sína tíð og þó
að hann flytti milli húsa bjó
hann alltaf við sömu götuna,
Víkurbraut. Við gátum treyst á
að fá kartöflur og rabarbara
hjá honum. Guðni ræktaði kart-
öflur eins lengi og heilsan
leyfði og mátti vélarhönd ekki
koma þar að enda leit hann á
ræktunina sem sína líkams-
rækt.
Guðni var hæglátur, um-
burðarlyndur og þolinmóður
maður. Ósjaldan reyndi á þessa
kosti hans. Einu sinni fannst
Reyni, einu barnabarninu, vera
vond lykt af sláttuvélinni hans
afa, sem reyndist síðar vera
bensínlykt. Hann ákvað að
þrífa hana fyrir afa sinn. Hann
tæmdi bensínið úr vélinni og
vökvaði sumarblómin með því.
Hann fann líka vonda lykt af
bensínbrúsanum í kjallaranum
þannig að hann tæmdi hann
líka og fengu sumarblómin þá
enn meiri „vökvun“. Hann fyllti
síðan bæði vélina og bensín-
brúsann af vatni. Þegar afi
hans ætlaði að slá fór vélin
skiljanlega ekki í gang. Þegar
Guðni uppgötvaði hvað hafði
gerst fór hann í rólegheitum að
tæma vatnið af vélinni. Þó að
hann væri ekki mjög ánægður
með framtak barnabarnsins féll
ekki eitt styggðaryrði.
Í mörg ár var farið í eggja-
tínslu upp á Miðnesheiði eða
aðra líklega staði á Reykjanes-
inu. Þeir fengu að fylgja með
sem höfðu áhuga. Í flestum
þessara ferða hafði hann hund-
inn Mola eins og Guðni kallaði
hann, en hann gegndi einnig
nafninu Satan. Hundurinn var
lunkinn við að finna egg og
höfðu þeir einfalt kerfi við þá
leit, hundurinn stoppaði ávallt
við hreiður, beið eftir að ná
augnsambandi við Guðna áður
en hann hélt áfram. Guðni
mátti aldrei neitt aumt sjá og
var mikill dýravinur, enda tók
hann ósjaldan að sér dýr sem
höfðu ekki samastað. Síðustu ár
bjó hann með „strákunum“
sínum, þeim Sveppa og Snúð,
en það eru tveir högnar sem
sakna hans sárt.
Guðni var ávallt til staðar
fyrir okkur öll og alltaf var
hægt að leita til hans. Við vilj-
um þakka honum fyrir allt sem
hann var okkur og börnum
okkar. Hans verður sárt saknað
á okkar heimili.
Góður og traustur maður er
genginn og við þökkum honum
samfylgdina.
Ingi Torfi, Helga og börn.
Í dag fylgjum við Guðna
frænda okkar til hvíldar. Guðni
var einstakur maður, hlýr, ljúf-
ur og alltaf léttur í lundu.
Guðni var með hjarta úr gulli
og erum við systkinin mjög lán-
söm að hafa haft hann í okkar
lífi og erum við þakklát fyrir
það.
Minningarnar eru margar
sem við munum varðveita í
hjarta okkar.
Guðni var mikill íþrótta-
áhugamaður og þar nutum við
systkinin og fjölskyldur okkar
góðs af eftirfylgni hans, hvatn-
ingu og hrósi. Eftirminnilegt er
að þegar við systkinin vorum að
keppa í körfubolta og ef litið
var upp í stúku mátti iðulega
sjá bræðurna Guðna og pabba
okkar, Gulla, fylgjast með af
miklum áhuga. Gilti það einu
hvort um var að ræða leiki í
efstu deild, yngri flokka eða
bumbuboltakeppni á seinni
árum.
Þegar Guðni var heimsóttur
og umræðan barst jafnan að
íþróttum var hann vel að sér í
öllu sem sneri að boltaíþrótt-
unum, sérstaklega okkar gengi.
Ef nöfnin okkar birtust á blaða-
greinum íþróttasíðnanna sá
Guðni um að klippa þessar
greinar út og safna saman í
boxið sitt. Í gegnum árin var
safnið af blaðagreinum og
myndum úr blöðunum orðið all-
stórt.
Áhugi hans og umhyggja fyr-
ir okkur og okkar fjölskyldum
var líkt og við værum hans eig-
in börn. Guðni var mikill dýra-
vinur og sinnti dýrum af mikilli
ástúð. Alltaf þegar hann leit inn
á heimili okkar kom hann með
góðgæti fyrir ferfætlingana á
heimilinu.
Guðni vildi allt fyrir alla gera
en ef hann þurfti á aðstoð að
halda frá öðrum var það alltaf
launað margfalt til baka. Orða-
tiltækið, „Sælla er að gefa en
að þiggja“ átti svo sannarlega
vel við hann. Guðni skilur eftir
sig stóran sess í hjörtum
margra og er missirinn mikill
og sár.
Heimurinn væri svo sannar-
lega betri ef fleiri væru eins og
hann. Minningin um góðan
mann mun lifa áfram í hjörtum
okkar. Hvíl í friði, elsku frændi,
takk fyrir allt.
Saknaðarkveðjur,
Arna Rún, Sandra
Dögg, Ívar Þór og
Marel Örn
Guðlaugsbörn.
Vinur minn Guðni Gústafsson
er allur. Við höfum þekkst lengi
enda fá ár á milli okkar. Þegar
ég var vélstjóri á ms. Kötlu,
stóru flutningaskipi, kom ég því
til leiðar að Guðni var ráðinn
smyrjari veturinn 1962 á mína
vakt.
Katla fór víða, meðal annars
til Spánar, Ítalíu og Grikklands.
Einn af hásetunum hét Her-
mann og var hann búinn að
vera á skipinu frá því að það
kom til landsins, eða í um
fimmtán ár. Hermann þessi var
orðinn ansi heimaríkur eins og
margir verða sem búnir eru að
vera lengi á sama skipi, átti til
að vera önugur og taka nýliðum
illa, en gæðadrengurinn Guðni
og Hermann urðu strax mestu
mátar og hallaði á hvorugan.
Guðni hélt áfram á Kötlu eftir
að ég hætti því honum líkaði
vistin vel.
Oft fór ég upp á herbergi til
Guðna þegar hann bjó í Skál-
holti, þar voru málin krufin til
mergjar enda oft gestkvæmt.
Árið 1964 voru svo Guðni og
Gulli bróðir hans með okkur á
Gullfaranum, þeir fóru ekki
hratt en voru drjúgir verk-
menn.
Ég held að Guðni hafi ekki
farið fleiri vetrarvertíðir, en
lengst af var hann bílstjóri hjá
Hraðfrystihúsi Grindavíkur og
síðan Hraðfrystihúsi Þórkötlu-
staða. Síðustu starfsár sín vann
hann svo hjá Gjögri hf.
Með þessum fáu orðum kveð
ég vin minn Guðna Gústafsson.
Hafsteinn Sæmundsson.
Guðni Gústafsson
Elskuleg mamma okkar, tengdamamma,
amma og langamma,
GUÐBJÖRG ÁSGEIRSDÓTTIR,
Sindragötu 4, Ísafirði,
lést á sjúkrahúsinu á Ísafirði föstudaginn
26. júlí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Guðrún Guðbjargardóttir
Ásgeir Guðbjartur Pálsson Gyða Hrönn Ásgeirsdóttir
Steinar Hermann Ásgeirsson
Ásgeir Páll Ásgeirsson
Guðrún Björg Ásgeirsdóttir
Rakel Sara Steinarsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON
vélstjóri,
Leirubakka 28,
Reykjavík,
lést á Droplaugarstöðum föstudaginn 2. ágúst. Útförin fer fram
frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 14. ágúst klukkan 13.
Kristín María Westlund
Herdís Dögg Sigurðardóttir Kristinn Johnsen
Kristín Eva Sigurðardóttir Ingvar Pálmarsson
og barnabörn
Móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma, systir og vinur,
ELLÝ SÆUNN REIMARSDÓTTIR
frá Steindyrum Svarfaðardal,
er látin.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Inga Kristín Vilbergsdóttir Arnþór Örlygsson
Íris Alma Vilbergsdóttir
Linda Rós Vilbergsdóttir
Reimar Árni Guðmundsson Sunneva Lynd Birgisdóttir
Júlía Fanney, Ísabella Alexandra, Sóley Hvítfeld,
Ellý Sæunn, Anna Lilja, Örlygur Vilberg, Berglind Ylfa
Halldór Reimarsson, Hlynur Reimarsson,
Sigurbjörn Reimarsson og fjölskyldur
Vilberg Pálmarsson
Elskuleg eiginkona mín, systir okkar,
mágkona og frænka,
GUÐRÚN MAGGA GUÐMUNDSDÓTTIR
PETERSON,
lést á hjúkrunarheimili í Sieux Falls,
Suður-Dakota fimmtudaginn 25. júlí.
Jarðarförin hefur þegar farið fram.
George Peterson
systkini og fjölskyldur
Elsku mamma mín,
SIGURVEIG HANNA EIRÍKSDÓTTIR,
Sléttuvegi 17,
Reykjavík,
lést aðfaranótt 27. júlí.
Útför fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ
þriðjudaginn 13. ágúst klukkan 15.
Margrét Eir Hönnudóttir
og fjölskylda
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐBJÖRT ,,BUTTA" MAGNÚSDÓTTIR
lést á Grund við Hringbraut laugardaginn
27. júlí.
Hún verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 12. ágúst klukkan 13.
Símon Gísli Ólafsson Sandra Magnúsdóttir
Adda Lára Arnfinnsdóttir
Íris Björk Símonardóttir
Sindri Snær Símonarson