Morgunblaðið - 09.08.2019, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 09.08.2019, Blaðsíða 76
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 af borðstofu- húsgögnum og borðbúnaði 8. - 19. ágúst 20-40% Plan-B samtímalistahátíðin hófst í Borgarnesi í gær en á henni er sjón- um beint að samtímalist og samtali milli ólíkra miðla. Hátíðin stendur yfir til og með 11. ágúst og meðal viðburða er opnun sýningar í dag kl. 18 í húsnæði Arion banka á Digra- nesgötu 2. Þar sýna m.a. Magnús Logi Kristinsson, Birgir Sigurðsson, Elín Anna Þórisdóttir, Sindri Leifs- son, Sigríður Soffía Níelsdóttir og Helgi Már Kristinsson. Plan-B í Borgarnesi FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 221. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Ný leiktíð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hefst á Anfield í kvöld þegar Liverpool tekur á móti ný- liðum Norwich. Manchester Unit- ed mætir Chelsea í stórleik 1. umferðarinnar. Manchester City og Liverpool þykja líklegust til að berjast aftur um titilinn eftir að hafa lítið eða ekkert breytt sínum leikmannahópum í sumar. »63 Hvaða lið stendur uppi sem meistari? ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Hamingjan við hafið nefnist ný bæj- ar- og fjölskylduhátíð í Þorlákshöfn sem hófst á þriðjudaginn og lýkur á sunnudag. Dag- skráin nær hápunkti í kvöld með stórtónleikum í Skrúðgarðinum þar sem fram koma No Sleep, GDRN, Daði Freyr og Baggalútur ásamt leynigesti. Aðgangur er ókeyp- is. Hamingjan við hafið nær hápunkti sínum Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Feðgin úr Landeyjum leika og syngja fyrir fólk víða úr veröldinni sem nú er samankomið á heims- meistaramóti íslenskra hestsins sem þessa dagana er haldið í Berlín í Þýskalandi. Fjölbreytnin er ráðandi á söngskrá feðginanna Hlyns Snæs Theódórssonar, bónda á Voðmúla- stöðum, og Sæbjargar Evu dóttur þeirra Guðlaugar Bjarkar Guðlaugs- dóttur, en þau hafa gert garðinn frægan á heimaslóðum sínum og eru með tónlistarflutning á ýmsum mannamótum þar. Hestamannalög og þýðverskir slagarar „Heimsmeistaramótið er mikil há- tíð og þar stígur fólk ekki á svið nema hafa undirbúið sig vel. Við feðginin höfum æft stíft að und- anförnu,“ segir Hlynur Snær, bóndi á Voðmúlastöðum. Þau feðgin sungu í tjaldi Íslandsstofu á heimsmeist- aramótinu í gærkvöldi, fimmtudag, og verða þar einnig í kvöld og annað kvöld. Með þeim feðginum ytra verð- ur Erlendur Árnason tamn- ingamaður, sveitungi þeirra frá bæn- um Skíðbakka. Sá hefur þýskuna vel á valdi sínu og mun syngja nokkra þýðverska slagara. Íslenskt verður þó í aðalhlutverki, svo sem hest- mannalögin Á Sprengisandi og Ríð- um sem fjandinn. Af íslenskum lögum sem kallast geta fastar stærðir og sungin eru á HM nú má svo nefna Ég er kominn heim, einkennislag íslenska lands- liðsins í knattspyrnu. Hermt er að Eyfellingurinn Jón Sigurðsson bankamaður sem samdi textann hafi haft Eyjafjallajökul í huga þegar sungið um jökullinn sem logar, og slíkt hefur Hlynur Snær og Sæbjörg Eva oft séð gerast. „Héðan frá Voð- múlastöðum blasir jökullinn við út um eldhúsgluggann og auðvitað munum við því syngja þetta fallega lag sem margir kunna,“ segir Hlynur sem á sitt hálfa líf í tónlistinni. Hefur lengi sungið með kórum og í verið trúbador, og syngur meðal annars eigin lög. Má þar nefna lag við ljóð Gísla Gíslasonar á Uppsölum og Óm- ars Ragnarssonar Bæn einstæðings- ins. Lagið kom út í vor í flutningi feðginanna og er aðgengilegt meðal annars á Spotify og á YouTube. Forréttindi með pabba Eftir að Hlynur og Sæbjörg Eva fóru að starfa má tala um dúett og sá kemur fram við ýmis tilefni. Má þar nefna að á dögunum voru þau kölluð inn í Þórsmörk til að syngja fyrir er- lendan ferðamannahóp á björtu ís- lensku sumarkvöldi. „Mér finnast forréttindi að vera með pabba í tónlistinni,“ segir Sæ- björg Eva sem er tvítug. Hún var lengi í tónlistarnámi og lærði á þver- flautu, sem hún leikur gjarnan á þeg- ar þau feðginin koma fram saman. „Ég söng áður en ég talaði en var feimin við að koma fram. Fyrir þremur árum taldi ég í mig kjarkinn og fór á sviðið sem var ekkert mál. Síðan þá hefur margt skemmtilegt gerst og heimsmeistaramót íslenska hestsins eru mikið ævintýri.“ Ljósm/Guðlaug Björk Söngfuglar Sæbjörg Eva og Hlynur Snær í Þórsmörk á dögunum þar sem þau tóku lagið fyrir erlenda túrista. Syngja fyrir heiminn  Feðginin á Voðmúlastöðum í Landeyjum taka lagið á HM íslenska hestsins í Berlín  Þau hafa oft séð jökulinn loga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.