Morgunblaðið - 09.08.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.08.2019, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2019 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Af og til sprettur upp umræða um mengun frá skipum. Hún er talsvert mikil enda brennir nær allur skipa- floti heimsins jarðefnaeldsneyti. Margoft hefur verið bent á að nauð- synlegt sé að koma upp búnaði til að tengja skipin við raforkukerfi lands- ins þegar þau eru í höfn svo draga megi úr mengun. Sumir halda að að- eins þurfi að „stinga í samband“. En málið er ekki svo einfalt. Um borð í stærstu skipunum eru allt að 7.000 manns, farþegar og áhöfn, eða eins og í fjölmennum kaupstað. Raf- orkuþörfin er því gríðarleg. Ef tengja á erlend skemmti- ferðaskip í Sundahöfn í Reykjavík við íslenska raforkukerfið þarf að setja upp búnað sem kostar millj- arða króna. Þá er landtenging talin mun dýrari fyrir skipin en fram- leiðsla raforku um borð í þeim með jarðefnaeldsneyti. Þetta er meðal niðurstaðna skýrslu sem verkfræðistofan Efla vann fyrir Veitur, dótturfélag Orku- veitu Reykjavíkur. Höfundar skýrsl- unnar eru Jónas Hlynur Hall- grímsson og Kjartan Gíslason. Í samantekt segja höfundarnir að í aðgerðaáætlun stjórnvalda í orku- skiptum sem og aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sé að finna umfjöll- un um aukna raforkunotkun skipa og landtengingar. Að sama skapi hefur Reykjavíkurborg sett fram í loftslagsstefnu sinni að stefnt sé að rafvæðingu Faxaflóahafna. Koma bara að sumarlagi Skemmtiferðaskip koma í Sunda- höfn nánast eingöngu að sumri. Þeg- ar skemmtiferðaskip hafa viðlegu er oftast um eitt skip að ræða (um 75- 80% tímans) og tvö skip samtímis um 15-20% tímans. Hlutfallslega sjaldan eru fleiri en tvö skip sam- tímis í höfninni. Stærð skemmtiferðaskipanna og farþegafjöldi er breytilegur og það allra stærsta, sem venur komur sín- ar hingað, er með um 4.500 farþega auk um 2.000 starfsmanna (áhafn- ar). „Við mat á aflþörf skipanna er lit- ið til annars vegar meðalafls (á ensku er oft talað um hotelling sem hér verður kallað meðalafl) og há- marksafls. Með því að notast við er- lend gögn og samband stærðar og aflþarfar má notast við gögn Faxa- flóahafna um komu í Sundahöfn sumarið 2018 til að áætla aflþörf þeirra,“ segir m.a. í skýrslunni. Skýrsluhöfundar hafa ekki rann- sakað hvort skemmtiferðaskipin séu með búnað til að tengjast raf- dreifikerfi í landi og gert er ráð fyrir að útgerðir skipanna haldi áfram að senda skipin hingað til lands ef tengiskyldu verður komið á. Hámarksafl fyrir eitt skip er met- ið um 14,5 MW (megavött) og ef tvö skip liggja samtímis í höfninni getur hámarksaflþörfin numið um 27 MW og ef þau eru þrjú er aflþörfin metin um 37 MW. Um mikið afl er því að ræða og, eins og áður segir, koma skemmtiferðaskipin hingað til lands fyrst og fremst að sumarlagi, og því er þessi aflþörf einungis til staðar þá. Nauðsynlegur búnaður til þess að dreifa raforku til skipanna er nokk- uð dýr og var leitað eftir ein- ingaverðum til Cavotec sem og Blueday Technologies sem selja slíkan búnað. Til dæmis má nefna að kranabíll sem myndi koma land- tengingu um borð í skemmti- ferðaskip kostar um 107 milljónir króna og 10 MVA aflstöð um 362 m.kr. Áætlað er að kostnaður við að koma upp 15 MVA tengingu verði um 815 m.kr. Ef mögulegt á að vera að þjónusta þrjú skemmtiferðaskip samtímis er áætlaður kostnaður um 2,3 milljarðar króna. Ef komið væri á fót tengiskyldu fyrir öll skemmtiferðaskip væri því rekstrarniðurstaða Veitna neikvæð af því að veita þjónustuna miðað við afltaxta og sérstaklega orkutaxta. Skipin hafa þann möguleika að sinna eigin orkuvinnslu um borð í skipinu með jarðefnaeldsneyti. Áætlað hefur verið að raforkuvinnsla um borði kosti skipin um 28 kr./kWh en með landtengingu og ef miðað er við afl- taxta væri heildarkostnað (þ.e. dreifing auk flutnings, opinberra gjalda og raforku) þeirra um 36 kr./ kWh og er því hagkvæmra fyrir skipin að sinna eigin orkuvinnslu. Ef einungis um varmavinnslu er að ræða er kostnaður skipanna enn lægri eða um 9 kr./kWh. Ef nægilegar tengingar eru ekki í boði fyrir öll skemmtiferðaskip geta stjórnvöld brugðist við með því að setja á sérstakt gjald til að jafna stöðu þeirra og gera landtengingu ákjósanlegri en að brenna jarð- efnaeldsneyti um borð. Gjaldið má vissulega ekki vera svo hátt að það fæli skipaútgerðirnar frá því að senda skipin hingað til lands. Flutningaskip til skoðunar Viðlegutími flutningaskipa og afl- þörf þeirra hefur einnig verið metin. Nokkur óvissa er í viðlegutíma skip- anna en gert ráð fyrir 70 klst. á starfssvæði Eimskipa á viku og 40 klst. á starfssvæði Samskipa. Skipin eru eins stutt í höfn og mögulegt er. Aflþörfin getur verið um 1-2 MW fyrir hvert skip og er t.d. Eimskipa- félagið að láta byggja skip sem er með þessa aflþörf. Flutningaskipin eru ekki eins og stendur með búnað til landtengingar þar sem hann þyk- ir dýr. Landtenging kostar milljarða  Ekki einfalt mál að tengja skemmtiferðaskip við raforkukerfi landsins  Raforkuþörfin á við stór- an íslenskan kaupstað  Landtenging talin mun dýrari fyrir skipin en framleiðsla raforku um borð Morgunblaðið/Árni Sæberg Sundahöfn Skemmtiferðaskip kemur til hafnar. Eins og sjá má berst talsverður reykur frá skipunum og hefur verið leitað leiða til að draga úr honum. Í skýrslu Eflu fyrir Veitur um land- tengingar rafmagns fyrir skip í Sundahöfn er tekið fram að ekki sé lagt mat á kostnað við að koma raf- magni þangað. Liggja fyrir áætlanir um það hvernig slík tenging yrði fram- kvæmd og hver yrði kostnaðurinn? Þeirri spurningu svarar Eiríkur Hjálmarsson upplýsingafulltrúi: „Kostnaður vegna tengingar velt- ur nokkuð á samlegðaráhrifum af þessari tengingu og eflingu al- menns dreifikerfis Veitna á þessum slóðum. Í undirbúningi hjá Veitum er að reisa nýja aðveitustöð á Kleppssvæðinu, við Sægarða nánar tiltekið. Hún mun þjóna Sundahöfn og nýju Vogabyggðinni auk þess að efla almennt raforkuöryggi í þess- um borgarhluta. Tilhögun þessarar uppbyggingar liggur ekki endanlega fyrir. Þar með er ekki ljóst hvernig tengingu við Sundahöfn verður nákvæmlega háttað eða kostnaði við að þjóna landtengingunum. Ein aðveitustöð kostar um millj- arð króna en það má auðvitað ekki skrifa þann kostnað allan á land- tengingu stórra skipa þó að stöðin muni vissulega þjóna þeim.“ Veitur reisa nýja aðveitustöð MUN ÞJÓNA SUNDAHÖFN OG NÝRRI VOGABYGGÐ Uppskipun Til skoðunar er að tengja skip Eimskips og Samskips við raforkukerfið. Morgunblaðið/Eggert AUDI A3 E-TRON S-LINE Árg. 2018, ekinn 20 Þ.km, bensín/rafmagn (plug in), sjálfskiptur, S-line, stafræntmælaborð, bakkmyndavél o.fl. TILBOÐSVERÐ 4.390.000 kr. Raðnúmer 259292 AUDI A3 SPORTBACK E-TRON nýskr. 01/2018, ekinn 15 Þ.km, bensín/rafmagn (plug in), sjálfskiptur, stafræntmælaborð o.fl. aukahlutir! Verð 4.590.000 kr. Raðnúmer 259667 AUDI A3 E-TRON DESIGN nýskr. 05/2017, ekinn 27 Þ.km, bensín/rafmagn (plug in), sjálfskiptur, stafræntmælaborð o.fl. TILBOÐSVERÐ 3.990.000 kr. Raðnúmer 259467 VW PASSAT GTE PREMIUM nýskr. 02/2018, ekinn 31 Þ.km, bensín/rafmagn (plug in), sjálfskiptur, glerþak, leður, krókur og fullt af aukahlutum. TILBOÐSVERÐ 5.150.000 kr. Raðnúmer 259510 M.BENZ C 350e AVANTGARDE nýskr. 06/2017, ekinn 17 Þ.km, bensín/rafmagn (plug in), sjálfskiptur. Hlaðinn aukahlutum s.s. glerþak, Burmester hljóðkerfi, 360°myndavél, hvítt leður o.fl. Verð 5.490.000 kr. Raðnúmer 259656 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.