Morgunblaðið - 09.08.2019, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 09.08.2019, Blaðsíða 51
MINNINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2019 stundum höfuðið yfir þessu flakki. En heppin voru þau hvort með annað og missir Heiðu mikill að þessum einstaka öðlingi gengnum. Fjölskyldan í Varmahlíð þakkar áratuga samfylgd, vin- áttu og gott nágrenni. Maddi, það var gaman að þér! Anna Birna Þráins- dóttir og Sigurður Jónsson í Varmahlíð. Steinafjallið er stórbrotið með hrikalegu Arnargilinu og Steinagilinu fyrir því miðju og snarbrattar hlíðarnar með sauðfé á beit bera fjallið uppi. Bergið skorið af syllum þar sem ærnar eru festar á hengiflugið eins og minnismiði á korktöflu. Þegar sorgin og þokan grúfir yfir giljum og skorningum myndast dulúð sem á sér enga líka og kliðurinn í Steinalækn- um ómar þegar Eyjafjöllin gráta og kveðja einn sinn besta son, Pál Magnús frá Hvassafelli. Steinafjallið er stórbrotið og þeir sem fæðast inn í þessa feg- urð verða ekki aðeins hluti hennar heldur endurómar lífs- hlaup þeirra margbreytileikann sem birtist í Steinafjallinu. Maddi okkar var ljúfa útgáfan af Steinafjallinu fastur fyrir og traustur eins og fjallið sem stendur allt af sér. Hann tókst á við lífið af einurð eins og þegar hann gekk á fjallið hægum en öruggum skrefum með hendur fyrir aftan bak. Það var ekki hans háttur að vera margorður yfir lífinu. Hann var prúður í fasi og maður gekk að honum vísum í vinnugallanum, með húf- una á höfðinu og hann horfði út undan skyggninu með fallegum dökkum augunum og svartar augabrýr og skeggið var um- gjörð um fagurt og smágert andlitið. Maddi var íslenskur bóndi af hjarta og sál. Hann sá það jákvæða í lífinu og tók það alvarlega að maður er manns gaman og lífið til þess að lifa því og vera ekki með of mikinn vandræðagang. Þær voru marg- ar gleðistundirnar okkar í mjólkurhúsinu þar sem við lét- um gamminn geisa og hláturinn fyllti fjósið svo undirtók í Steinafjallinu. Hann var kynd- arinn í spjallinu, lyfti undir og ýtti á þegar hann vildi ná sínu fram enda var gaman að gleðj- ast með Madda á Hvassafelli. Töflufundirnir daginn áður en fjallið var smalað voru sérfræði- legur undirbúningur fyrir alvör- una. Þá var gjarnan hringt í gamlan vin og slegið á létta strengi og ekki endilega látið trufla símtalið hvað klukkan var. Það eru þessi augnablik sem eru svo dýrmætar minningar og af þeim á ég nóg. Hann gekk sömu leið í lífinu og faðir hans og frændur í Steinum höfðu gert á undan honum enda var hann bú- inn að herma svo mikið eftir þeim að hann var orðinn eins og þeir í háttum og tali. Eftirherm- ur eru listgrein í Steinahreppi og margir löngu látnir hafa gengið í endurnýjun lífdaga á kvöldvökum í mjólkurhúsinu. Skyndilegt brotthvarf Páls Magnúsar úr mynd sem ég geymi í hjarta mínu af Eyjafjöll- um er eins og að hljóð og mynd fari ekki lengur saman. Það var ótímabært að Maddi hyrfi úr þessari mynd langt fyrir aldur fram. Hann átti svo gott líf með Heiðu sinni og fjölskyldunni og þau voru að gera góða hluti saman og bættu hvort annað upp eins og ávöxtur góðra sam- banda. Framtíðin var björt í Steinahreppi og mér fannst gott að koma við en nú er hann far- inn. Þegar sárin gróa hætta Fjöllin að gráta og Ingimundur mun aftur standa keikur upp af hamrabeltinu ofan við bæinn. Þá verða minningar mínar um Pál Magnús og þá Eyfellinga sem hann gengur nú með í fjallasal hins eilífa lífs, aftur fegurðin ein. Við vottum Heiðu, systkinum Páls Magnúsar og fjölskyldum þeirra samúð. Sigríður og Ásmundur Friðriksson. Í dag viljum við minnast afar kærs vinar okkar sem féll frá langt fyrir aldur fram. Leiðir okkar lágu saman fyrir hartnær 11 árum, í upphafi var það veiðin sem dró okkur austur, það var fljótt að breyt- ast og aðalaðdráttaraflið varð vinskapurinn og samveran. Á þessari samleið okkar var margt skemmtilegt brallað, þá má helst nefna símahrekki, hús- vitjanir, þorrablótin, fýlaveiðina, menningarferðir og vinnuferðir sem urðu nú alltaf að skemmti- ferðum. Ein af fjölmörgum minning- um okkar er þegar ráðist var í veitingahúsarekstur og var það húsnæði yfirfullt af sönnum verðmætum því ekki var Magnús fyrir það að henda gulli. Maggi bað okkur að byrja að bera út því hann ætlaði að sækja gám undir dótið sem alls ekki mátti henda, við vorum ansi vissir um að verið væri að gera grín þegar hann mætti með mögulega þann minnsta gám sem við höfðum augum lit- ið, 10 fet voru það, ekki vantaði bjartsýnina í okkar mann, enda orðið vandamál ekki til í hans bókum. Oft var glatt á hjalla hjá okk- ur í Pentagon, þar hittust gjarn- an sveitungar og vinir, farið var yfir heimsmálin, sem yfirleitt tókst að leysa. Maggi hafði gríð- arlegt aðdráttarafl og sást það helst á því hvað hann var vina- margur og hve margir lögðu leið sína á kaffistofuna hjá honum. Maggi var mörgum kostum gæddur, hann var heiðarlegur, jákvæður og hrókur alls fagn- aðar hvert sem hann kom. Ljóst er að mikið skarð hefur myndast í samfélagið fyrir aust- an og mun víðar við það að þessi góði drengur sé fallinn frá. Þótt sólin nú skíni á grænni grundu, er hjarta mitt þungt sem blý. Því burt varst þú kölluð á örskammri stundu, í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo gestrisin, einlæg og hlý. En örlög þín ráðin – mig setur hljóða, við hittumst ei framar á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó komin sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Sigríður Hörn Lárusdóttir) Við sendum Heiðu og fjöl- skyldu okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Megi guð og góðir vættir vaka yfir ykkur og styrkja á þessum erfiðu tímum. Þar til við hittumst á ný. Þínir vinir Davíð Þór Eyjólfur Garðar Ólafur Óskar. Hann var dugnaðarforkur, snjall, ráðagóður, hugmyndarík- ur, hjálpsamur, hörkubóndi og vinur vina sinna. Páll Magnús Pálsson á Hvassafelli undir Fjöllunum er genginn langt fyr- ir aldur fram. Hans ert sárt saknað. Magnús var stórbrotinn per- sónuleiki, skemmtilegur og hispurslaus. Hann bjó yfir vídd- um sem spönnuðu mörg svið. Ég hvatti hann oft til þess að skrifa pistla, greinar, sögur, því hann talaði mjög fagurt mál og var mikill stílisti. Hann hafði allt til að bera að vera rithöfundur. Magnús hafði ekki mörg orð um hlutina, hann var stuttorður og hnitmiðaður og hikaði ekki þótt stundum brimaði í máli hans. Við förum ekki í fleiri fýla- veiðiferðir að sinni, en þær voru skemmtilegur, eða sviðaveisl- urnar hans þar sem andi torf- kofafæðis sveif yfir vötnum en þegar borið var á borð varð um- hverfið að höll. Þau rímuðu vel saman hann Magnús og hún Heiða Scheving konan hans og það var stórkost- legt framtak þegar þau opnuðu veitingastaðinn Gamla fjósið í gamla fjósinu á Hvassafelli, því ekki var hún síðri dugnaðar- forkur en hann. Megi andi þess sem þau byggðu upp dafna og blómstra. Það er mikill sjónarsviptir að þessum góða dreng. Megi góður Guð vernda hann, vini hans og vandamenn og hana Heiðu sem var sólargeislinn hans. Árni Johnsen. Það eru 27 ár síðan ég flutti undir Eyjafjöll og kynntist Páli Magnúsi, eða Magnúsi eins og við í Kleinukoti kölluðum hann. Þó að liðin séu 10 ár síðan ég flutti þaðan, mun Magnús alltaf vera í mínum huga einn besti vinur sem ég hef eignast í lífinu. Vinskapur er tímalaus. „Það er alltaf blíða undir fjöllunum,“ er viðbúið svar þegar fjallafólk er spurt um veðrið. Fjallablíðan sýnir sig þó á fjölbreyttan hátt og það kom fyrir að maður fauk út af veg- inum eða mann fennti inni með bílinn. Alveg sama hvað þá gat maður leitað til Magnúsar. Hann kom og dró bílinn upp á veg og gerði við hann ef þurfti og veturinn sem ég vann í Skóg- um komst ég alltaf til vinnu. Ef það snjóaði mikið um nóttina vaknaði maður við traktors- hljóðin. Magnús var mættur að ryðja heimreiðina. Ég get eiginlega ekki ímynd- að mér hvernig það er hægt að búa undir fjöllunum án Magn- úsar. Magnús var ótrúlega skemmtilegur félagi og það var hægt að ræða alla hluti við hann. Við þrösuðum um pólitík- ina í landsmálunum en vorum samherjar í sveitapólitíkinni – alltaf sammála í grunninn. Sam- tölin enduðu iðulega á fleygu orðunum hans: „Veistu hvað er að þér? Það er gaman að þér!“ Barngæska hans var einstök og þau eru nokkur börnin sem heimsóttu okkur í sveitina sem fengu að fara í heimsókn í Hvassafell að skoða kanínurnar, lömbin og kálfana og gefa kún- um brauð. Það var alltaf hægt að skilja börn eftir hjá Magnúsi. Þar voru þau örugg og ham- ingjusöm. Magnús var frumkvöðull, eins og hann var þó hæverskur og lítið fyrir að láta á sér bera. Eitt af fyrstu vélmennafjós- unum á landinu var byggt á Hvassafelli. Hann tók þátt í þeim ferðaþjónustuverkefnum sem framsýnt fólk gerði tilraun- ir með, eins og vatnskattaleig- una á Holtsósi. Hann hvatti mig alltaf til dáða með Fossbúann – yfirlýsta kvenrembufyrirtækið í Skógum, ferðaþjónustuna sem við Ólöf í Steinum og Halldóra í Selkoti rákum í Fossbúð í níu sumur. Hann mætti reglulega þangað til okkar í bjór – að- allega til að sýna okkur mór- alskan stuðning frá sveitungum. Þegar hann kynntist Heiðu komu aldeilis saman tveir frum- kvöðlar og dugnaðarforkar. Það var unun að fylgjast með upp- byggingunni og hugmyndaauðg- inni í Steinahreppi eftir að þau lögðu saman lið. Minningar um skemmtilega tíma verða aldrei teknar frá manni og ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Magnúsi. Takk, Magn- ús, fyrir allt. Elsku Heiða, mína dýpstu samúð votta ég þér og fjölskyld- unni allri. Missir ykkar er mikill. Kristín Erna Arnardóttir. ✝ Benedikt Her-mannsson fæddist 15. mars árið 1924 í Hvíta- dal í Dalasýslu. Hann lést 20. júlí 2019 á hjúkrunar- heimilinu Lög- mannshlíð. Foreldrar hans voru Hermann Ingimundarson og Jónína Magnús- dóttir. Frá fjögurra ára aldri ólst hann upp á Akureyri hjá föður sínum og seinni konu hans, Önnu Halldórsdóttur. Bróðir Benedikts, Kári, lést árið 2013. Hálfsystkini hans samfeðra eru Sigríður Hall- dóra og Ingólfur Borgar en sammæðra eru Elínborg, sem er látin, Magnea Ólöf og Guðjón Oddsbörn. Eiginkona Bene- dikts er Oddný Ólafía Sigur- jónsdóttir. Börn þeirra eru Sævar, Hermann og Rann- veig. Barnabörn Benedikts eru átta og langafabörnin fjórtán. Sautján ára hóf Benedikt nám í húsgagnasmíði hjá meistara sínum, Ólafi Ágústs- syni. Hann hlaut meistararétt- indi í iðninni og starfaði við hana fram á níræðisaldur. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 9. ágúst 2019, klukkan 13.30. Elsku yndislegi pabbi okkar, tengdapabbi og afi barnanna okkar er fallinn frá, rúmlega 95 ára gamall. Við kveðjum hann í hinsta sinn með tárvot augu en um leið bros á vörum. Ofarlega í huga okkar eru allar góðu samveru- stundirnar sem við höfum átt með honum og mömmu í gegn- um tíðina. Stundirnar okkar í sumarbústaðnum eru öllum al- veg ógleymanlegar, börnum, barnabörnum og langafabörn- um. Pabbi var listrænn, málaði myndir og var mikill hagleiks- maður. Hann hafði góða nær- veru og var með húmorinn í lagi fram á síðustu stundu. Um- hyggjusamur var hann og leið best ef hann vissi að allt væri í lagi hjá öllum. Barna- og lang- afabörnin elskuðu hann fyrir hvað hann var þeim góður. Það var alltaf gaman að koma á verkstæðið til hans og sjá hann dunda við að gera upp gömul húsgögn. Áhuginn var óþrjót- andi og hann var að alveg til 87 ára aldurs. Þeir eru ekki margir sem geta státað af 70 ára ferli við hefilbekkinn. Á sínum yngri árum var pabbi mikill flugáhugamaður og á fimmta áratug síðustu aldar kenndi hann svifflug á Sand- skeiði. Lengi var hann virkur í Lionshreyfingunni og í rúm 50 ár átti hann samleið með Odd- fellowreglunni, þar sem hann var sæmdur heiðursmerki. Við systkinin minnumst ferða- laga, veiðitúra og allra annarra samverustunda með hlýhug. Pabbi var okkur mjög góð fyr- irmynd og gaf okkur ríkulega af kærleika sínum og umhyggju. Pabba verður sárt saknað en eftir lifir minningin um yndis- legan mann. Góða ferð í Sumarlandið, elsku pabbi, við hittumst þar síð- ar! Sævar, Hermann og Rannveig Benediktsbörn. Elsku besti afi Bensi. Að vera barnabarnið þitt voru forréttindi sem ég fæ aldrei fullþakkað. Það var einstök tilfinning að vera hjá ykkur ömmu og sumar af mínum bestu minningum eru með ykk- ur. Öryggi, hlýja, ást og gleði einkenndu stundirnar með ykk- ur. Þú varst algjörlega einstakur maður og það var svo margt í fari þínu og viðhorfi til lífsins sem ég reyni að tileinka mér. Í minningunni hafðir þú alltaf tíma fyrir mig. Núna veit ég að það var ekki vegna þess að þú hafðir minna að gera en aðrir heldur vegna þess einstaka eig- inleika að með þér var aldrei stress en alltaf gleði. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar og svo ótalmargar minningar sem koma upp í hugann. Litlu minningarnar eru orðnar svo dýrmætar. Góða lyktin, hlýju móttökurnar, rúllupylsa og lakkrísjógúrt, gamla þvottavélin, smíðaverkstæðið, álfarnir í klett- unum og matreiðslunámskeiðið. En það var alltaf jafn erfitt að kveðja. Ég grét í hvert einasta sinn sem við keyrðum í burtu og þið amma stóðuð brosandi á tröppunum og vinkuðuð bless þangað til við vorum komin úr augsýn. Ég mun aldrei gleyma kvöldinu fyrir ferminguna mína. Ég kom dauðþreytt heim eftir langan dag og húsgögnin sem þú hafðir smíðað fyrir mig biðu í nýja herberginu. Mér hefur sjaldan verið komið jafn skemmtilega á óvart og þetta kvöld. Takk fyrir allt sem þú gafst mér og allt sem þú kenndir mér. Takk fyrir að gefa þér allt- af tíma. Það er ótrúlega erfitt að kveðja þig í hinsta sinn. Ég mun alltaf sakna þín og varðveiti ynd- islegar minningar með miklu þakklæti. Takk fyrir allt, elsku afi. Ég verð að eilífu þakklát fyr- ir að þú varst afinn minn. Oddný Ólafía Sævarsdóttir (Lóa). Elsku afi Bensi. Það er skrítið að hugsa til þess að þú sért ekki lengur með- al okkar, þar sem þið amma haf- ið alla tíð skipað stóran sess í okkar lífi. Á stundu sem þessari fer maður óhjákvæmilega að hugsa um allar góðu minning- arnar sem við áttum saman sem ylja manni um hjartarætur. Það er ótal margt sem kemur upp í huga okkar þegar við hugsum til baka. Það sem þið amma stjön- uðuð alltaf við okkur systur. Það er okkur sérstaklega minnis- stætt að þegar við vorum komn- ar í framhaldsskóla fórum við iðulega í hádeginu til ykkar ömmu, þar sem amma var búin að elda eitthvað hollt og gott og þú varst búinn að skera niður fyrir okkur heimabakað brauð með rúllupylsu. Eftir matinn fengum við svo að leggja okkur inni í litla herbergi þar sem þú pakkaðir okkur vandlega inn í teppi. Þessar heimsóknir eru svo lýsandi fyrir það hversu notalegt það var alltaf að koma til ykkar og hvað þið tókuð vel á móti okkur. Við og fjölskyldur okkar erum ótrúlega þakklát fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með ykkur í sumarbústaðnum í Lundsskógi sem var ykkar líf og yndi. Þú varst svo góður afi og langafi og það sem skipti þig hvað mestu máli var það að okk- ur öllum liði vel, en var það ávallt það fyrsta sem þú spurðir okkur að þegar við komum í heimsókn. Þú varst sáttur ef þú vissir að það gengi allt vel hjá öllum. Börnin okkar fengu einn- ig að njóta góðu stundanna með ykkur og þú varst ávallt svo áhugasamur og vel inni í þeirra lífi, alveg fram á síðasta dag. Það var einnig aðdáunarvert að fylgjast með hjónabandi ykkar ömmu, en það var sannkallað fyrirmyndarhjónaband. Það var svo fallegt að sjá hvað þið báruð mikla virðingu fyrir hvort öðru og hvað þið voruð góðir vinir. Þið voruð nú heldur ekki kölluð sparihjónin af vinkonum okkar fyrir ekki neitt, enda alltaf glæsileg bæði tvö. Ekki má nú gleyma laugardagskvöldunum góðu þar sem þið klædduð ykk- ur upp fyrir hvort annað og blönduðuð ykkur í sitthvort kokkteilglasið á slaginu kl. 18. Elsku afi, við gætum skrifað margar blaðsíður þar sem við eigum að baki ótalmargar góðar stundir. Takk fyrir allt og góða ferð inn í Sumarlandið. Við mun- um passa upp á ömmu fyrir þig. Þínar dótturdætur, Alda og Tinna Lóa. Það dýrmætasta sem við skiljum eftir þegar við yfirgefum jarðvistina eru augnablik. Augnablik sem eru dýrmæt fyrir þá sem eftir lifa. Fyrir mér eru augnablikin með Bensa ákaflega dýrmæt og eru þau elstu um 50 ára gömul. Þá dvaldi ég í nokkr- ar vikur hjá Lóu og Bensa í Álfabyggð. Bensi talaði til mín eins og ég væri fullorðinn. Tal hans var þrungið visku og viti. Hann kynnti fyrir mér allar bækurnar í bókarherberginu. Las ég á þessum tíma allar Nonna og Manna-bækurnar og bókina um Laxá í Aðaldal. Þegar ÍBA lék heimaleiki þetta sumar bauð hann mér með. Það var óútskýranlegur virðuleikablær yfir Bensa þegar hann klæddi sig upp og setti á sig hattinn og við gengum niður á Akureyrarvöll til að horfa á leikina. Þennan tíma lærði ég að hæg- ur sunnan vindur bar með sér hlýjan hnúkaþey yfir höfuðstað Norðurlands. Í minningunni ríkti þessi hlýja allan tímann sem ég dvaldi hjá Lóu og Bensa og fjölskyldu. Áratugum seinna fengum við hjónin að njóta þess að hýsa Lóu og Bensa heima hjá okkur í nokkra daga. Ég er þakklátur, Bensi minn, fyrir öll augnablikin sem þú skildir eftir hjá mér. Þau vekja hjá mér hlýju í hjarta; líkt og sunnan hnúkaþeyr. Elsku Lóa mín, Sævar, Her- mann, Rannveig og fjölskyldur. Ég votta ykkur samúð mína og bið Guð um að blessa minningu Bensa. Kristján Þór Gunnarsson. Benedikt Hermannsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.