Morgunblaðið - 09.08.2019, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 09.08.2019, Blaðsíða 65
ÍÞRÓTTIR 65 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2019 HANDBOLTI EM U17 kvenna B-deild á Ítalíu: A1-riðill: Ísland – Kósóvó .................................... 27:19 Tékkland – Tyrkland ........................... 33:20  Lokastaðan: Ísland 8, Tékkland 6, Ísrael 4, Tyrkland 2, Kósóvó 0.  Ísland leikur við Pólland í undanúrslitum á morgun. EM U16 karla B-deild í Svartfjallalandi: C-riðill, fyrsta umferð: Sviss – Ísland ........................................ 65:76 Hvíta-Rússland – Danmörk ................ 77:83 Úkraína – Svartfjallaland.................... 78:84  Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í annarri umferð í dag. KÖRFUBOLTI Evrópudeild karla 3. umferð, fyrri leikir: Bröndby – Braga ..................................... 2:4  Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn með Brøndby. Astana – Valletta ..................................... 5:1  Rúnar Már Sigurjónsson skoraði 2 mörk fyrir Astana og lék allan leikinn. Malmö – Zrinjski Mostar ........................ 3:0  Arnór Ingvi Traustason er að jafna sig af meiðslum og lék ekki með Malmö. Sheriff Tiraspol – AIK ............................ 1:2  Kolbeinn Sigþórsson skoraði seinna mark AIK og lék fram á 76. mínútu. Mariupol – AZ Alkmaar.......................... 0:0  Albert Guðmundsson kom inn á hjá AZ á 86. mínútu. Sarajevo – BATE Borisov ...................... 1:2  Willum Þór Willumsson var á vara- mannabekk BATE. Norrköping – Hapoel Beer Sheva......... 1:1  Guðmundur Þórarinsson kom inn á hjá Norrköping á 85. mínútu. Midtjylland – Rangers ............................ 2:4  Mikael Anderson kom inn á hjá Midtjyll- and á 58. mínútu. Torino – Shakhtyor Soligorsk................. 5:0 Luzern – Espanyol ................................... 0:3 Vaduz – Eintracht Frankfurt.................. 0:5 Rijeka – Aberdeen ................................... 2:0 Dudelange – Nömme Kälju..................... 3:1 Antwerpen – Viktoria Plzen.................... 1:0 Ludogorets – The New Saints ................ 5:0 Molde – Aris Saloniki............................... 3:0 Feyenoord – Dinamo Tbilisi.................... 4:0 Haugesund – PSV Eindhoven................. 0:1 Pyunik Jerevan – Wolves ........................ 0:4 Bandaríkin Utah Royals – Sky Blue .......................... 3:0  Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kom inn á hjá Utah á 64. mínútu. Reign – Portland Thorns........................ 1:0  Dagný Brynjarsdóttir kom inn á hjá Portland á 82. mínútu.  EM 2021 Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, gaf út skýr skilaboð í gær þegar hann tilkynnti 23 manna hóp sinn fyrir fyrstu leik- ina í undankeppni Evrópumótsins 2021, sem eru gegn Ungverjalandi og Slóvakíu á Laugardalsvellinum 29. ágúst og 2. september. Hann valdi 16 ára gamlan mark- vörð Fylkis, Cecilíu Rán Rúnars- dóttur, í hópinn og auk þess fimm 18-19 ára stúlkur sem hafa allar ver- ið í stórum hlutverkum í sínum lið- um á Íslandsmótinu í sumar. Það eru þær Alexandra Jóhannsdóttir, Kar- ólína Lea Vilhjálmsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir úr Breiða- bliki og þær Hlín Eiríksdóttir og Guðný Árnadóttir úr Val. Cecilía Rán er þó eini nýliðinn í hópnum en hinar hafa spilað frá einum og upp í átta A-landsleiki. Reyndir leikmenn utan hóps Reyndari leikmenn sem hafa tekið þátt í vináttulandsleikjum á þessu ári eru ekki valdir, svo sem Rakel Hönnudóttir, Sandra María Jessen, Guðrún Arnardóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir, Andrea Rán Hauks- dóttir, Anna Rakel Pétursdóttir og Selma Sól Magnúsdóttir. Þetta eru fyrstu mótsleikir liðsins síðan Jón Þór tók við liðinu í október 2018 en auk þessara þriggja þjóða eru Svíþjóð og Lettland í undanriðl- inum þar sem eitt lið kemst beint á EM 2021, sem og þrjú bestu lið í öðru sæti. Ísland mætir Lettlandi á útivelli í október en hinir fimm leik- irnir fara fram á næsta ári. MARKMENN: Sandra Sigurðardóttir, Val Sonný Lára Þráinsdóttir, Breið. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Fylki VARNARMENN: Ásta Eir Árnadóttir, Breiðabliki Ingibjörg Sigurðard., Djurgården Sif Atladóttir, Kristianstad Guðný Árnadóttir, Val Anna Björk Kristjánsdóttir, PSV Glódís Perla Viggósd., Rosengård Áslaug M. Gunnlaugsd., Breið. Hallbera Guðný Gísladóttir, Val MIÐJUMENN: Dagný Brynjarsdóttir, Portland Margrét Lára Viðarsdóttir, Val Karólína Lea Vilhjálmsd., Breið. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Sara Björk Gunnarsd., Wolfsburg Alexandra Jóhannsdóttir, Breið. Hlín Eiríksdóttir, Val Agla María Albertsdóttir, Breið. FRAMHERJAR: Berglind Björg Þorvaldsd., Breið. Elín Metta Jensen, Val Svava Rós Guðm.sd., Kristianstad Fanndís Friðriksdóttir, Val  Cloé Lacasse er ekki í hópnum en hún fékk íslenskan ríkisborg- ararétt um miðjan júnímánuð. Hún fær þó ekki keppnisleyfi frá FIFA strax, jafnvel ekki fyrr en á næsta ári.  Guðbjörg Gunnarsdóttir sem hefur verið aðalmarkvörður lands- liðsins undanfarin ár er komin í barneignafrí en hún á von á tvíbur- um í janúar. Skýr skilaboð í liðsvalinu  Sex leikmenn undir tvítugu í fyrsta hópi Jóns Þórs fyrir undankeppni EM Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sextán Hin kornunga Cecilía Rán Rúnarsdóttir er komin í A-landsliðið. Rúnar Már Sigurjónsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, var í aðal- hlutverki hjá Astana, meistaraliði Kasakstan, þegar það fór langt með að tryggja sér sæti í umspilinu fyrir Evrópudeildina. Astana tók á móti Valletta frá Möltu í fyrri leik lið- anna í þriðju umferðinni í gær og vann stórsigur, 5:1. Rúnar skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja og hefur þar með skorað þrjú mörk fyrir liðið í undankeppni Evr- ópudeildarinnar í sumar, en Rúnar gekk til liðs við Astana í byrjun júlí frá Grasshoppers í Sviss. vs@mbl.is Rúnar var öflugur í Evrópuleik Morgunblaðið/Eggert Tvenna Rúnar Már Sigurjónsson var á skotskónum í gær. Kolbeinn Sigþórsson var í aðal- hlutverki í góðum 2:1-útisigri AIK á Sherfiff frá Moldóvu í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta í gær. Kolbeinn átti stóran þátt í sjálfsmarki Sheriff á 12. mín- útu og skoraði svo sjálfur með frá- bærum skalla skömmu síðar. Sheriff minnkaði muninn úr víta- spyrnu snemma í seinni hálfleik. Liðin mætast aftur í Svíþjóð eftir viku en sigurliðið leikur svo við Cel- tic frá Skotlandi eða Cluj frá Rúm- eníu í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Kolbeinn hetja AIK í Moldóvu Ljósmynd/@AIK Góður Kolbeinn Sigþórsson átti heiðurinn af báðum mörkum AIK. 0:1 Grace Rapp 11. 0:2 Karitas Tómasdóttir 51. I Gul spjöldNatasha Anasi, Katla María Þórðardóttir og Sophie Groff (Kefla- vík), Karitas Tómasdóttir (Selfossi). I Rauð spjöldKaritas Tómasdóttir (Sel- fossi) á 68. mínútu (annað gult spjald). KEFLAVÍK – SELFOSS 0:2 Dómari: Arnar Þór Stefánsson, 6. Áhorfendur: 140. M Sveindís Jane Jónsdóttir (Keflav.) Natasha Anasi (Keflavík) Katla María Þórðardóttir (Keflav.) Kelsey Wys (Selfossi) Grace Rapp (Selfossi) Áslaug Dóra Sigurbjörnsd. (Self.) Brynja Valgeirsdóttir (Selfossi) Allison Murphy (Selfossi) Skúli B. Sigurðsson skulibsig@mbl.is Selfoss er kominn upp í þriðja sæti Pepsi Max-deildar kvenna í knatt- spyrnu, en liðið sótti þrjú stig til Keflavíkur í 13. umferðinni í gær- kvöld með 2:0-sigri. Bæði mörkin komu eftir horn- spyrnu, annars vegar snemma í fyrri hálfleik og hins vegar snemma í þeim síðari. Karítas Tóm- asdóttir fékk svo sitt annað gula spjald þegar rúmar 20 mínútur voru eftir og Selfoss kláraði leikinn manni færri. Keflavík fékk góð tækifæri til þess að komast inn í leikinn. Mai- read Fulton átti skot í stöng og það gerði Sophie Groff einnig úr víta- spyrnu þegar tæpar tíu mínútur voru eftir. Lokatölur 2:0 fyrir Sel- foss. Selfoss er nú með 22 stig í þriðja sætinu, stigi á undan Þór/KA, en Keflavík er í 8. sæti með 10 stig. Selfoss kom sér upp í verðlaunasæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.