Morgunblaðið - 09.08.2019, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 09.08.2019, Blaðsíða 60
60 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2019 40 ára Sólrún er fædd og uppalin á Álftanesi og býr þar nú. Starfar sem hárgreiðslukona á Flóka í Hafnarfirði. Hef- ur sveinspróf frá 2002 í hárgreiðslu. Meistari frá 2003. Hún er þá með B.Ed-gráðu frá Háskóla Íslands frá 2010. Synir: Ævar Örn Ingólfsson, f. 2005, og Ársæll Karl Ingólfsson, f. 2007. Maki: Karl Steinar Óskarsson verk- efnastjóri, f. 1967. Foreldrar: Hjónin Ársæll Karl Gunnars- son bifvélavirki, f. 1953, d. 2008, og Anna Hafsteinsdóttir húsmóðir, f. 1958, d. 2006. Þau bjuggu á Álftanesi lengst af. Sólrún Ársælsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Vertu kát/ur því þú mátt eiga von á því að eitthvað nýtt og framandi skjóti upp kollinum í lífi þínu. Fólk er meira en tilbúið að vinna með þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Mundu að góð vinátta er gulli betri. Ef núna er tækifæri til að komast í gott form, þá skaltu grípa það. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er ekki allt gull sem glóir og margt reynist eftirsókn eftir vindi. Sættu þig við það sem þú getur ekki breytt. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þér verður treyst fyrir leynd- armáli og mátt alls ekki bregðast því trausti. Forðastu að taka mikilvægar ákvarðanir sem snerta fjölskylduna. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það gengur ekki í augun á öllum að spreða fé á báða bóga. Stappaðu stálinu í makann. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Haltu þínu striki sama hvað öðr- um finnst. Þú veist hvað þú getur og vilt. Gefðu börnunum slakan taum af og til. 23. sept. - 22. okt.  Vog Mundu að sýna þeim þakklæti sem lögðu þér lið þegar þú þurftir á því að halda. Þér finnst þú ung/ur í annað sinn. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þér verður ekkert úr verki ef þú keppist við tímann. Vinur lendir á villigötum, bjóddu fram hjálp þína. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Farðu aðra leið heim úr vinnunni en venjulega og kíktu í búð sem þú hefur ekki komið í áður. Ekki stökkva upp á nef þér þó að allt sé ekki eins og þú vilt hafa það. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú nýtur athygli annarra vegna þess að þér líður vel í sviðsljós- inu. Fólk misskilur þig auðveldlega í dag. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Félagar og fjölskylda virðast leika sér að því að ýta við þér. Þú sækir í einveru til íhugunar. Reyndu að brjót- ast út úr skelinni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Áföll eru óhjákvæmilegur hluti af lífinu en það eru viðbrögð þín sem öllu máli skipta. Hafðu hægt um þig þar til öldurnar lægir og þú ert aftur á lygnum sjó. að loknum menntaskóla. Liv lauk cand.oecon-prófi árið 1995 og árin 1994-1995 var hún í starfsnámi hjá Citibank í Lundúnum. „Árin í HÍ voru frábær. Þar eignaðist ég marga af mínum bestu vinum. Við stelp- urnar úr viðskiptafræðinni fylgdumst að út í viðskiptalífið og höfum haldið hópinn. Vináttuböndin styrkjast með ári hverju,“ segir hún. Síðar, árið 2013, lauk Liv AMP-gráðu frá IESE í Barselóna. Liv hefur starfað í fjarskiptageir- anum í um 20 ár. Hún tók þátt í stofn- í Kópavogi, eins og maður segir. Snælandsskóli var einstaklega frjáls- legur skóli sem hentaði mér vel. Þar eignaðist ég stóran og góðan vin- kvennahóp,“ segir Liv. Hún fór einn vetur aftur norður og var í Mennta- skólanum á Akureyri en lauk síðan stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Kópavogi árið 1990. Þar var hún for- maður nemendafélagsins eitt árið. „Heima var oft mikið rætt um við- skipti. Áhugi foreldra minna á þessu sviði smitaði mig,“ segir Liv. Leiðin lá í viðskiptafræði í Háskóla Íslands L iv Bergþórsdóttir er fædd í Reykjavík 9. ágúst 1969, fyrsta barn foreldra sinna þeirra Bergþórs Konráðs- sonar og Hildar Bjargar Halldórs- dóttur. Hún er skírð í höfuðið á ömmu sinni Liv Ellingsen og er því með norskt blóð í æðum. Þegar Liv var fjögurra ára flutti fjölskylda hennar til Minnesota í Bandaríkj- unum því faðir hennar var að fara þar í MBA-nám. Síðan var flutt aftur heim, þá í Vesturbæinn í Reykjavík. Liv var í Melaskóla í sex ára bekk en flutti til Akureyrar 1976, þegar faðir hennar réð sig til iðnaðardeildar Sambandsins. „Þá voru komnir tveir yngri bræð- ur, annar tveggja ára og hinn tveggja vikna. Það var eftirminnilegt að byrja í Barnaskólanum á Akureyri, sér- staklega fyrir þær sakir að húsnæðið sem við áttum að flytja í var fyrir misskilning ekki tilbúið. Við bjuggum því á Hótel KEA fyrstu vikurnar – ég hljóp upp kirkjutröppurnar í skólann og var nýja stelpan frá Reykjavík með skrýtna nafnið, sem bjó á hót- eli!“ rifjar Liv upp. Tólf ára fluttist hún aftur suður í Kópavog og fór í Snælandsskóla. „Það var gott að búa un símafélaganna Tal, Og Vodafone, Sko og Nova. Hún var forstjóri Nova, „stærsta skemmtistaðar í heimi“, frá stofnun félagsins árið 2006 til ársins 2018. Liv hefur setið í stjórnum fjölda félaga, þar á meðal símafélagsins Telio í Noregi, 66° Norður og CCP. Þá var Liv stjórnarformaður flug- félagsins WOW air frá 2012-2019. Liv sinnir nú ráðgjafarstörfum ásamt því sem hún er stjórnarmaður í Aur appinu, Iceland Seafood og Bláa lóninu. „Vinnan er stór hluti af mér,“ segir Liv. „Að vinna við krefj- andi verkefni með skemmtilegu fólki er forréttindi sem hafa fylgt mér í gegnum lífið og ég er gríðarlega þakklát fyrir þau tækifæri sem ég hef fengið. Það er hollt og gott-vont að skipta um starfsumhverfi og gera breytingar á lífi sínu. En það er al- gjörlega nauðsynlegt til að halda áfram að læra,“ segir hún. Liv hefur búið í Garðabænum frá árinu 2000 ásamt eiginmanni sínum og börnum. „Fyrir fjórum árum eign- uðumst við hjónin sumarbústað við Þingvallavatn. Það var fjárfest í dóti til að leika sér með á vatninu, sér- staklega til að lokka yngri kynslóðina með upp í bústað, en það þróaðist þannig að ég er mest í þessu sporti Liv Bergþórsdóttir, stjórnarmaður og fyrrverandi forstjóri Nova – 50 ára Fjölskyldan Börn Liv og tengdabörn á Þingvallavatni um verslunarmannahelgina. Smitaðist ung af viðskiptaáhuga Hjónin Liv Bergþórsdóttir og Sverrir Viðar Hauksson. Úr Kópavogi Æskuvinkonur sem allar urðu 50 ára á árinu. Frá vinstri: Bjarney Harðardóttir, viðskiptafræðingur hjá 66 Norður, Arndís Hrönn Eg- ilsdóttir leikkona, Liv Bergþórsdóttir afmælisbarn, sr. Guðrún Karls Helgu- dóttir, prestur í Grafarvogskirkju, og Fjóla Steingrímsdóttir viðskiptafræð- ingur, búsett í Sviss. Leó Svanur Ágústsson og Gyða Kristjana Guðmunds- dóttir eiga 50 ára brúðkaups- afmæli. Þau giftu sig í Ísafjarð- arkirkju 9. ágúst 1969 og verða stödd á Torrevieja á Spáni á tímamótunum. Árnað heilla Gullbrúðkaup 50 ára Ingvar er Grindvíkingur og hefur búið þar alla tíð ef frá eru talin nokkur ár í Reykjavík í skóla. Hann er skipstjórnarmennt- aður. Ingvar var fram- kvæmdastjóri knatt- spyrnudeildar Grindavíkur í 11 ár. Ingvar er með gráðu í gæðastjórnun og starfar nú sem framleiðslustjóri Optimal á Ís- landi ehf., þar sem hann er stjórn- arformaður og meðeigandi. Maki: Steinunn Óskarsdóttir, f. 1968, að- stoðarkona tannlæknis Börn: Elínborg, f. 1990, Ingi Steinn, f. 1999, og Þórdís Ásta, f. 2000. Foreldrar: Guðjón Einarsson, f. 1947, skipstjóri, og Elínborg Ása Ingvarsdóttir, f. 1950, matráðskona hjá Vísi hf. Ingvar Guðjónsson Til hamingju með daginnGarðverkfæri í miklu úrvali Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 3.995 frá995 Volcan skófla Garðúðarar frá 2.995 999Barna- garðverk- færi 295 Vinnuvettlingar PU-Flex 695 Strákústar á tannbursta verði tskerinKa frá 1.995 Sláttuorf Sandkassa grafa,3.495 frá595 Vírbursti Hjólbörur 80L, 100 kg Garðslöngur og slöngutengi Gasbrennari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.