Morgunblaðið - 09.08.2019, Qupperneq 60
60 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2019
40 ára Sólrún er fædd
og uppalin á Álftanesi
og býr þar nú. Starfar
sem hárgreiðslukona á
Flóka í Hafnarfirði. Hef-
ur sveinspróf frá 2002
í hárgreiðslu. Meistari
frá 2003. Hún er þá
með B.Ed-gráðu frá Háskóla Íslands frá
2010.
Synir: Ævar Örn Ingólfsson, f. 2005, og
Ársæll Karl Ingólfsson, f. 2007.
Maki: Karl Steinar Óskarsson verk-
efnastjóri, f. 1967.
Foreldrar: Hjónin Ársæll Karl Gunnars-
son bifvélavirki, f. 1953, d. 2008, og
Anna Hafsteinsdóttir húsmóðir, f. 1958,
d. 2006. Þau bjuggu á Álftanesi lengst
af.
Sólrún
Ársælsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Vertu kát/ur því þú mátt eiga
von á því að eitthvað nýtt og framandi
skjóti upp kollinum í lífi þínu. Fólk er
meira en tilbúið að vinna með þér.
20. apríl - 20. maí
Naut Mundu að góð vinátta er gulli
betri. Ef núna er tækifæri til að komast í
gott form, þá skaltu grípa það.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er ekki allt gull sem glóir
og margt reynist eftirsókn eftir vindi.
Sættu þig við það sem þú getur ekki
breytt.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þér verður treyst fyrir leynd-
armáli og mátt alls ekki bregðast því
trausti. Forðastu að taka mikilvægar
ákvarðanir sem snerta fjölskylduna.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það gengur ekki í augun á öllum
að spreða fé á báða bóga. Stappaðu
stálinu í makann.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Haltu þínu striki sama hvað öðr-
um finnst. Þú veist hvað þú getur og
vilt. Gefðu börnunum slakan taum af og
til.
23. sept. - 22. okt.
Vog Mundu að sýna þeim þakklæti sem
lögðu þér lið þegar þú þurftir á því að
halda. Þér finnst þú ung/ur í annað
sinn.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þér verður ekkert úr verki
ef þú keppist við tímann. Vinur lendir á
villigötum, bjóddu fram hjálp þína.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Farðu aðra leið heim úr
vinnunni en venjulega og kíktu í búð
sem þú hefur ekki komið í áður. Ekki
stökkva upp á nef þér þó að allt sé ekki
eins og þú vilt hafa það.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú nýtur athygli annarra
vegna þess að þér líður vel í sviðsljós-
inu. Fólk misskilur þig auðveldlega í dag.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Félagar og fjölskylda virðast
leika sér að því að ýta við þér. Þú sækir
í einveru til íhugunar. Reyndu að brjót-
ast út úr skelinni.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Áföll eru óhjákvæmilegur hluti af
lífinu en það eru viðbrögð þín sem öllu
máli skipta. Hafðu hægt um þig þar til
öldurnar lægir og þú ert aftur á lygnum
sjó.
að loknum menntaskóla. Liv lauk
cand.oecon-prófi árið 1995 og árin
1994-1995 var hún í starfsnámi hjá
Citibank í Lundúnum. „Árin í HÍ
voru frábær. Þar eignaðist ég marga
af mínum bestu vinum. Við stelp-
urnar úr viðskiptafræðinni fylgdumst
að út í viðskiptalífið og höfum haldið
hópinn. Vináttuböndin styrkjast með
ári hverju,“ segir hún. Síðar, árið
2013, lauk Liv AMP-gráðu frá IESE
í Barselóna.
Liv hefur starfað í fjarskiptageir-
anum í um 20 ár. Hún tók þátt í stofn-
í Kópavogi, eins og maður segir.
Snælandsskóli var einstaklega frjáls-
legur skóli sem hentaði mér vel. Þar
eignaðist ég stóran og góðan vin-
kvennahóp,“ segir Liv. Hún fór einn
vetur aftur norður og var í Mennta-
skólanum á Akureyri en lauk síðan
stúdentsprófi frá Menntaskólanum í
Kópavogi árið 1990. Þar var hún for-
maður nemendafélagsins eitt árið.
„Heima var oft mikið rætt um við-
skipti. Áhugi foreldra minna á þessu
sviði smitaði mig,“ segir Liv. Leiðin
lá í viðskiptafræði í Háskóla Íslands
L
iv Bergþórsdóttir er
fædd í Reykjavík 9.
ágúst 1969, fyrsta barn
foreldra sinna þeirra
Bergþórs Konráðs-
sonar og Hildar Bjargar Halldórs-
dóttur. Hún er skírð í höfuðið á
ömmu sinni Liv Ellingsen og er því
með norskt blóð í æðum. Þegar Liv
var fjögurra ára flutti fjölskylda
hennar til Minnesota í Bandaríkj-
unum því faðir hennar var að fara þar
í MBA-nám. Síðan var flutt aftur
heim, þá í Vesturbæinn í Reykjavík.
Liv var í Melaskóla í sex ára bekk en
flutti til Akureyrar 1976, þegar faðir
hennar réð sig til iðnaðardeildar
Sambandsins.
„Þá voru komnir tveir yngri bræð-
ur, annar tveggja ára og hinn tveggja
vikna. Það var eftirminnilegt að byrja
í Barnaskólanum á Akureyri, sér-
staklega fyrir þær sakir að húsnæðið
sem við áttum að flytja í var fyrir
misskilning ekki tilbúið. Við bjuggum
því á Hótel KEA fyrstu vikurnar – ég
hljóp upp kirkjutröppurnar í skólann
og var nýja stelpan frá Reykjavík
með skrýtna nafnið, sem bjó á hót-
eli!“ rifjar Liv upp. Tólf ára fluttist
hún aftur suður í Kópavog og fór í
Snælandsskóla. „Það var gott að búa
un símafélaganna Tal, Og Vodafone,
Sko og Nova. Hún var forstjóri Nova,
„stærsta skemmtistaðar í heimi“, frá
stofnun félagsins árið 2006 til ársins
2018. Liv hefur setið í stjórnum fjölda
félaga, þar á meðal símafélagsins
Telio í Noregi, 66° Norður og CCP.
Þá var Liv stjórnarformaður flug-
félagsins WOW air frá 2012-2019.
Liv sinnir nú ráðgjafarstörfum
ásamt því sem hún er stjórnarmaður
í Aur appinu, Iceland Seafood og
Bláa lóninu. „Vinnan er stór hluti af
mér,“ segir Liv. „Að vinna við krefj-
andi verkefni með skemmtilegu fólki
er forréttindi sem hafa fylgt mér í
gegnum lífið og ég er gríðarlega
þakklát fyrir þau tækifæri sem ég hef
fengið. Það er hollt og gott-vont að
skipta um starfsumhverfi og gera
breytingar á lífi sínu. En það er al-
gjörlega nauðsynlegt til að halda
áfram að læra,“ segir hún.
Liv hefur búið í Garðabænum frá
árinu 2000 ásamt eiginmanni sínum
og börnum. „Fyrir fjórum árum eign-
uðumst við hjónin sumarbústað við
Þingvallavatn. Það var fjárfest í dóti
til að leika sér með á vatninu, sér-
staklega til að lokka yngri kynslóðina
með upp í bústað, en það þróaðist
þannig að ég er mest í þessu sporti
Liv Bergþórsdóttir, stjórnarmaður og fyrrverandi forstjóri Nova – 50 ára
Fjölskyldan Börn Liv og tengdabörn á Þingvallavatni um verslunarmannahelgina.
Smitaðist ung af viðskiptaáhuga
Hjónin Liv Bergþórsdóttir og Sverrir Viðar Hauksson.
Úr Kópavogi Æskuvinkonur sem allar urðu 50 ára á árinu. Frá vinstri:
Bjarney Harðardóttir, viðskiptafræðingur hjá 66 Norður, Arndís Hrönn Eg-
ilsdóttir leikkona, Liv Bergþórsdóttir afmælisbarn, sr. Guðrún Karls Helgu-
dóttir, prestur í Grafarvogskirkju, og Fjóla Steingrímsdóttir viðskiptafræð-
ingur, búsett í Sviss.
Leó Svanur Ágústsson og
Gyða Kristjana Guðmunds-
dóttir eiga 50 ára brúðkaups-
afmæli. Þau giftu sig í Ísafjarð-
arkirkju 9. ágúst 1969 og verða
stödd á Torrevieja á Spáni á
tímamótunum.
Árnað heilla
Gullbrúðkaup
50 ára Ingvar er
Grindvíkingur og hefur
búið þar alla tíð ef frá
eru talin nokkur ár í
Reykjavík í skóla. Hann
er skipstjórnarmennt-
aður. Ingvar var fram-
kvæmdastjóri knatt-
spyrnudeildar Grindavíkur í 11 ár. Ingvar
er með gráðu í gæðastjórnun og starfar
nú sem framleiðslustjóri Optimal á Ís-
landi ehf., þar sem hann er stjórn-
arformaður og meðeigandi.
Maki: Steinunn Óskarsdóttir, f. 1968, að-
stoðarkona tannlæknis
Börn: Elínborg, f. 1990, Ingi Steinn, f.
1999, og Þórdís Ásta, f. 2000.
Foreldrar: Guðjón Einarsson, f. 1947,
skipstjóri, og Elínborg Ása Ingvarsdóttir,
f. 1950, matráðskona hjá Vísi hf.
Ingvar
Guðjónsson
Til hamingju með daginnGarðverkfæri í miklu úrvali
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
3.995
frá995
Volcan
skófla
Garðúðarar
frá 2.995
999Barna-
garðverk-
færi
295
Vinnuvettlingar
PU-Flex
695
Strákústar
á tannbursta
verði
tskerinKa
frá 1.995
Sláttuorf
Sandkassa grafa,3.495
frá595
Vírbursti
Hjólbörur 80L,
100 kg
Garðslöngur
og slöngutengi
Gasbrennari