Morgunblaðið - 09.08.2019, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Tuttugu ár eruí dag síðanBoris Jelt-
sín, þáverandi for-
seti Rússlands,
skipaði Vladimír
Pútín, tiltölulega
óþekktan yfirmann hjá leyni-
þjónustunni FSB, sem forsætis-
ráðherra sinn. Bæði heilsa og
vinsældir Jeltsíns voru þá á fall-
anda fæti, en engu að síður kom
það flestum á óvart þegar hann
ákvað á gamlársdag sama ár að
segja af sér völdum og útnefna
Pútín sem sitjandi forseta fram
að kosningum, sem halda átti
sumarið 2000.
Hin langa valdatíð Pútíns,
þar sem hann hefur setið ýmist
sem forseti eða forsætisráð-
herra til að fullnægja ákvæðum
stjórnarskrár Rússlands, hefur
haft í för með sér ýmsar breyt-
ingar fyrir Rússland og Rússa.
Þannig reyndi hann í fyrstu að
tryggja efnahag Rússlands eftir
skakkaföll áratugarins á undan,
og tókst meðal annars á við
nokkra af hinum svonefndu „olí-
görkum“. Eftir því sem leið á
tók Pútín hins vegar að færa þá
undir sinn verndarvæng gegn
vissum skilyrðum og þeir hafa á
móti stutt hann og styrkt. Sam-
tímis því hefur hann aukið mið-
stýringu stjórnvalda í Moskvu á
rússneska ríkinu, og tekið fast á
öllum mögulegum andstæð-
ingum sínum.
Þetta hefur Pútín getað í
krafti persónulegra vinsælda
sinna, sem löngum hafa verið
miklar. Að undanförnu hefur
hins vegar slegið nokkuð á þær
af ýmsum ástæðum þó að enn
hafi hann yfirburðastöðu. Síð-
ustu daga og vikur hafa verið
haldin fjölmenn
mótmæli á götum
Moskvuborgar, og
hefur lögreglan
beitt hörku til þess
að halda aftur af
þeim. Rót mótmæl-
anna að þessu sinni var sú
ákvörðun stjórnvalda að meina
nokkrum yfirlýstum stjórn-
arandstæðingum að bjóða sig
fram í sveitarstjórnarkosn-
ingum síðar á árinu.
Mótmælin eru nokkur höf-
uðverkur fyrir Pútín, en kann-
anir benda til þess að vinsældir
hans hafi ekki verið minni frá
árinu 2012, en það ár komu upp
nokkur spillingarmál sem
tengdust nánum bandamönnum
hans. Séu kannanirnar réttar er
nærtækasta skýringin sú
hversu mjög efnahagur Rúss-
lands hefur farið halloka í kjöl-
far þeirra þvingunaraðgerða,
sem landið sætir í kjölfar Úkra-
ínudeilunnar, auk þess sem rík-
isstjórnin hefur neyðst til þess
að fara í óvinsælar umbætur á
lífeyriskerfi landsins auk þess
að hækka skatta.
Pútín hefur áður mætt mót-
læti en alltaf staðið það af sér.
Það flækir stöðuna nú að þegar
næst verður kosið til forseta,
árið 2024, má Pútín ekki bjóða
sig fram á ný samkvæmt stjórn-
arskránni. Hugleiðingar um
mögulegan arftaka Pútíns hafa
því komið nokkru róti á fylgj-
endur hans. Engu að síður er
staða Pútíns enn styrk og síð-
ustu tuttugu ár sýna að hann
kann þá list betur en flestir að
halda sjálfum sér við völd. Eng-
in ástæða er til að útiloka að
honum takist að halda í völdin
fram yfir árið 2024.
Pútín hefur ráðið
ríkjum í Rússlandi í
tuttugu ár og staða
hans er enn sterk}
Löng valdatíð
Tilkynnt var ívikunni um
nýtt samkomulag
milli stjórnvalda í
Tyrklandi og
Bandaríkjunum um
stofnun sérstaks öryggissvæðis
í norðurhluta Sýrlands. Örygg-
issvæðið á að tryggja að sýr-
lenskir Kúrdar þurfi ekki að
óttast hernaðaraðgerðir af
hálfu Tyrkja eftir að Banda-
ríkjaher lætur af íhlutun sinni í
Sýrlandi.
Opinber afstaða stjórnvalda í
Tyrklandi hefur hingað til verið
sú, að samtök sýrlenskra
Kúrda, YPG, séu hryðjuverka-
samtök, sem bundin væru PKK,
samtökum Kúrda innan Tyrk-
lands, sterkum böndum. Tyrkir
höfðu því hótað að hefja innrás
til að hrekja YPG-liða frá stöð-
um sínum í norðurhluta Sýr-
lands nánast um leið og Banda-
ríkjaher yfirgæfi landið.
YPG-samtökin reyndust hins
vegar haukur í horni Banda-
ríkjamanna í baráttu þeirra
gegn Ríki íslams,
og höfðu varn-
armálayfirvöld
vestra því varað
Tyrki við því að það
væri óásættanlegt
að bandalagsríki þeirra hæfi að-
gerðir gegn þeim.
Samkomulagið skiptir ekki
síður máli þar sem samskipti
Tyrkja og Bandaríkjamanna
voru orðin mjög stirð og ekki
bara vegna mismunandi skoð-
ana á því hvernig taka ætti á
hinum ýmsu þáttum sýrlensku
borgarastyrjaldarinnar. Nýleg
kaup Tyrkja á rússnesku loft-
varnakerfi og mögulegar við-
skiptaþvinganir Bandaríkjanna
í kjölfarið hafa gert samskiptin
til muna verri.
Samkomulagið nú er jákvætt
og gefur von um að ríkin geti
aftur nálgast hvort annað eftir
skakkaföll síðustu ára. Þetta
skiptir miklu, ekki aðeins fyrir
ríkin tvö, heldur einnig fyrir ná-
granna Tyrkja og aðra banda-
menn þeirra.
Tyrkir og Banda-
ríkjamenn semja um
Kúrda í Sýrlandi}
Batamerki í samskiptum
H
inn 7. ágúst sl. birtist dómsnið-
urstaða Héraðsdóms Reykja-
víkur í máli Kristins Sigurjóns-
sonar gegn Háskólanum í
Reykjavík. Umrætt mál og
dómurinn er fyrir margar sakir mjög áhuga-
verður. Í fyrsta lagi vegna þess hversu skýrt
kemur fram að vinnuveitandi á almennum
vinnumarkaði þarf ekki ástæðu til þess að
segja starfsmanni upp, en áhugaverðara er
stærra samhengi þessa máls. Tengsl þess við
tjáningarfrelsi, siðareglur og ábyrgð.
Örstutt um siðareglur. Niðurstaða úr siða-
reglumáli segir ekki til um lögbrot heldur um
rétt eða rangt í samhengi siðareglnanna. Siða-
reglur geta aldrei verið fullkomin umgjörð um
rétt eða rangt og í sumum tilvikum getur ver-
ið í góðu lagi að hafa rangt fyrir sér. Á ná-
kvæmlega sama hátt er borgaraleg óhlýðni gagnvart lög-
um stundum viðeigandi.
Siðareglur þingmanna hafa verið mikið til umfjöllunar
að undanförnu en blaðamenn eru líka með siðareglur.
Þegar siðareglur blaðamanna á Íslandi eru bornar sam-
an við siðareglur blaðamanna í nágrannalöndum þá kem-
ur í ljós talsverður munur. En hvaða máli skiptir það í
þessu samhengi? Jú, spurningin er hvort þau ummæli
sem fjallað var um í fjölmiðlum og leiddu til umrædds
dómsmáls, hafi átt erindi til almennings. Sérstaklega þar
sem viðkomandi var bara starfsmaður á almennum
vinnumarkaði. Spurningin verður því mjög hávær í kjöl-
farið, geta fjölmiðlar farið með hvað og hvern sem er í
opinbera umræðu, hvenær sem er? Samræm-
ist það ákvæðum stjórnarskrár um tjáning-
arfrelsi og friðhelgi að fjórða valdið geti dreg-
ið hvaða ummæli sem er í opinbera umræðu?
Eru almennir borgarar nægilega vel varðir
með siðareglum eða lögum gagnvart slíku?
Í siðareglum íslenskra blaðamanna er til
dæmis ekki að finna sambærilega reglu og
finnst í dönsku, norsku og þýsku siðaregl-
unum um að virða friðhelgi. Dönsku regl-
urnar segja til dæmis að upplýsingar sem
kunna að brjóta gegn friðhelgi einkalífs skulu
sniðgengnar nema ef augljós almannahagur
sé fyrir opinberri umræðu.
Það er líka áhugavert að skoða þetta mál í
samanburði við lögbannsmálið svokallaða,
sem fjallaði um fjármál Bjarna Benedikts-
sonar, og Klaustursmálið. Þar hafa rök frið-
helgi verið dregin upp sem málsvörn en verið skýrt hafn-
að í báðum tilvikum. Opinberar persónur þurfa að þola
mun meiri umfjöllun um sig en almennir borgarar.
Mörkin eru líka mun óljósari í dag en áður fyrr. Nú er-
um við með samfélagsmiðla þar sem fólk deilir skoð-
unum með vinum, í lokuðum hópum og með heiminum.
Ýmislegt getur orðið tilefni til samfélagsumræðu sem á
ekki erindi í opinbera umræðu en það undarlega er að
samfélagsumræðan getur verið mjög opinber, með til-
heyrandi vandamálum tengdum friðhelgi og dómstóli
götunnar.
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Siðareglur, tjáningarfrelsi og friðhelgi
Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Kolefnisbinding og að skapabyggð á höfuðborg-arsvæðinu skjól fyriraustlægum áttum er
helsti ávinningur þess að hefja stór-
fellda skógrækt á Mosfellsheiði, eins
og nú er í undirbúningi. Í tilrauna-
skyni verða sta-
fafura og íslenskt
birki gróðursett í
tólf reitum á
svæðinu, en
þannig væntir
fólk þess að sjá
áhrif hæð-
armunar á hvern-
ig plöntur spjara
sig á þessum
slóðum. Einnig
hvaða áhrif búfjárbeit kann að hafa
á skógræktina, en plantað verður
innan og utan girðingar.
Land vantar til
gróðursetningar
„Skógrækt á Mosfellsheiði gæti
verið stórt og mikilvægt framlag Ís-
lendinga til bindingar kolefnis í and-
rúmsloftinu. Við höfum því gjarnan
talað um þetta sem loftslagsskóg,“
segir Björn Traustason, landfræð-
ingur hjá Skógræktinni á Mógilsá
og formaður Skógræktarfélag Mos-
fellsbæjar. Félagið kemur að þessu
verkefni í gegnum Kolvið, sem að
standa Skógræktarfélag Íslands og
Landvernd í þeim tilgangi að vinna
að bindingu kolefnis með nýskóg-
rækt. Gangurinn er þá sá að fyrir-
tæki styrkja Kolvið um tilsvarandi
upphæð og kostar að rækta skóg
sem kolefnisjafnar starfsemi þeirra.
Hafa allmargir samningar þess efn-
is verið gerðir að undanförnu milli
Kolviðs og atvinnulífsins.
Svæðið sem nú er í skoðun að
taka undir loftslagsskóg er um 6.500
ha, en það afmarkast af Nesjavalla-
vegi í suðri og Þingvallvegi í norðri.
Að vestan væri landamæralínan við
efstu bæi í Mosfellsdal og í austri
þar sem halla fer niður í Þingvalla-
sveit. Vegna mikils vaxtar Kolviðar
síðastliðin misseri, segir Björn,
vantar land til gróðursetningar og
myndi Mosfellsheiði skipta sköpum í
því sambandi
Mosfellsbær er eigandi að
stórum hluta þess lands sem hér um
ræðir sem auðveldar mjög fram-
vindu málsins, enda eru forsvars-
menn bæjarfélagsins jákvæðir fyrir
málinu, segir Björn Traustason.
Fyrst er þó að koma skógræktinni
fyrir á aðalskipulagi sveitarfélagsins
eins og nú er unnið að. Þeirri vinnu
á að ljúka árið 2022, eða um það
leyti sem kjörtímabil sitjandi bæjar-
stjórnar renna út.
„Stór hluti Mosfellsheiðarinnar
er afar rýr og mikið rofinn á köflum.
Því er mikilvægt að stöðva rof og
byggja upp land. Kolefnisbindingin
verður svo lögmálinu samkvæmt
mest meðan skógurinn er í sem
hröðustum vexti. Því viljum við
setja þarna niður fljótsprottnar
plöntur, svo sem stafafuru og ís-
lenskt birki enda hentar þær að-
stæðum vel,“ segir Björn Trausta-
son. Bætir við að allt verkefnið verði
tekið með vísindalegri nálgun og
kannað hvaða svæði eru best til
gróðursetninga og hvaða tegundir
gætu hentað. Einnig hvort sú sauð-
fjárbeitar sem er á svæðinu skipti
sköpum fyrir lifun og vöxt plantna á
heiðinni.
15% af öllu ræktuðu
skóglendi á Íslandi
„Stefnt er að því að gróðursetja
heldur gisnar í heiðina en gert er í
hefðbundinni skógrækt eða um
2.500-3.000 plöntur á hvern hektara.
Gert er ráð fyrir að í þessa 6.500
hektara fari nærri 17 til 18 milljónir
plantna sem er sama og nú er gróð-
ursett á Íslandi á fimm árum. Í því
samhengi getum við séð stærðirnar,
en skógurinn á Mosfellsheiði yrði
um 15% af öllum ræktuðu skóglendi
á Íslandi sem er nú um 42.000 hekt-
arar. Alls myndu trén á hverjum
hektara binda að meðaltali fimm
tonn af koltvísýringi á ári í 60 ár,“
segir Björn og enn fremur.
„Þá bindum við vonir við að
hefja megi útplöntun á svæðinu eftir
þrjú til fjögur ár héðan í frá. Að á
mannsaldri verði þarna sprottinn
upp myndarlegur skógur sem hefði
mikil og góð áhrif á umhverfið;
binda koltvísýring og breyta veðr-
áttu með því að skapa skjól fyrir
höfuðborgarsvæðið, með líku lagi og
Heiðmerkurskógarnir hafa svo
sannarlega gert.“
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skjól Skógrækt á Mosfellsheiði gæti hægt á austanátt í Reykjavík. Skógar
breyta veðri eins og raunin er með Heiðmörk þaðan er sem þessi mynd er.
Loftslagsskógurinn
verði skjól borgar
Björn Traustason
Mosfells-
bær
Re
yk
ja
ví
k
Hvera-
gerði
ÞIN
GV
EL
LIR
HEIÐ-
MÖRK
ESJA
Þingv
allveg
ur
Nesjavallale
ið
Loftslagsskógur
Loftmyndir ehf.
Þing-
valla-
vatn
Svæðið er
um 6.500 ha
1