Morgunblaðið - 09.08.2019, Blaðsíða 38
38 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2019
Arnar Þór Jónsson
héraðsdómari hefur
skrifað þónokkuð
margar greinar um
hinn svonefnda orku-
pakka (OP3). Það er
gott að löglærðir
menn, einkum vand-
aðir dómarar, blandi
sér í þá og reyndar
aðra umræðu. Al-
menningur þarf á því
að halda að þeir sem þekkingu
hafa deili henni. Ég er eindregið
þeirrar skoðunar að ekki megi
setja neinar skorður við málfrelsi
dómara né reyndar nokkurra ann-
arra. – En ábyrgð dómara er
miklu meiri en annarra þegar þeir
kjósa að tjá sig. Mér finnst að þar
skorti á hjá dómaranum. Ég skal
nefna nokkur dæmi.
Stenst EES stjórnarskrá?
Skilja má af skrifum dómarans
að hann telji EES-samninginn eða
a.m.k. hluta hans stangast á við
stjórnarskrá. Þetta voru veigamik-
il rök andstæðinga aðildar á sínum
tíma. Prófessor Þór Vilhjálmsson
og að mig minnir allir helstu
fræðimenn töldu svo ekki vera.
Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar
taldi samninginn fyllilega stand-
ast. Alþingi samþykkti hann. Einn
þingmaður sagði þá við ráðherra
úr ræðustóli: „Svík þú aldrei ætt-
land þitt í tryggðum, drekktu
heldur, já – drekktu þig heldur í
hel.“ Forsetinn gerði svo grein
fyrir undirritun sinni. Dómstól-
arnir hafa auðvitað ótal sinnum
stuðst við samninginn. Nú 25 ár-
um síðar koma fram
efasemdir eins hér-
aðsdómara. Hvaða
ályktun má draga af
öllu þessu?
Er Alþingi af-
greiðslustofnun
fyrir útlend lög?
Dómarinn ritaði
grein um efnið meðan
eiginkonan reimaði á
sig skó. Það er ekki
til eftirbreytni.
Reyndar bera fleiri
greinar hans þess merki að vera
skrifaðar í svipuðum flýti. Þannig
telur hann það andstætt fullveld-
issjónarmiðum að Alþingi afgreiði
útlenda löggjöf í stað þess að þing-
menn riti lögin frá eigin brjósti.
En svona hefur það lengstum ver-
ið, ekki einungis til forna heldur
eftir 1918. Enginn þarf lengi að
lesa löggjöf um hagnýt efni til að
átta sig á að hún er meira og
minna þýðingarstarf úr norrænum
málum. Þess vegna var það hreinn
óþarfi hjá dómaranum að bregðast
illa við prýðilegum skrifum Skúla
Jóhannssonar verkfræðings. Skúli
gerði að mínu viti ekkert lítið úr
dómaranum heldur benti á augljós
sannindi um löggjöf af þessu tagi.
– Eða væri kannski best að Logi
og hans nótar rituðu lagatextann
um rafmagnið?
Stafar hætta af
EFTA-dómstólnum?
Og talandi um fljótaskrift; hvar
hefur dómarinn ritað um tilteknar
greinar OP3 og hættuna af þeim?
Og hvar og hvenær hefur EFTA-
dómstóllinn tekið upp á þeim
(ólögmæta) ósið að dæma ekki eft-
ir lagatexta heldur aðfararorðum
lagatextans? Og af hverju láta
dómarar EFTA-dómstólsins slík
svigurmæli yfir sig ganga?
Hlutverk Alþingis
Hlutverk Alþingis í nútímanum
er að marka pólitíska stefnu í
veigamiklum málum. Einna helst
með skattlagningu og ráðstöfun
fjár. Gott dæmi um pólitíska
stefnu er einmitt aðildin að EES.
Mér hugnast hins vegar ekki að
andstæðingar EES-aðildar fari í
víking gegn þeim samningi, efni til
blekkingarherferðar um smámál
með því að telja fólki trú um að
OP3 sé hættuspil. Það er hrein
ævintýramennska. Hún mun enda
á versta hugsanlegan máta; með
aðild að Evrópusambandinu.
Uppsagnarheimild
er á EES-samningnum
Setjum svo að skylt sé að tengja
Ísland við raforkumarkað Evrópu-
sambandsins. Skoðun allra helstu
fræðimanna í lögfræði er að það sé
hreinlega óhugsandi. – Að svarta-
gallsspárnar rættust sem sé. Væri
ekki þá fyrst rétti tíminn til að
taka hatt sinn og staf og kveðja
EES-félagsskapinn, en hætta
dómsdagsspám að sinni?
Héraðsdómari ritar greinar
Eftir Einar S.
Hálfdánarson »Dómarinn ritaði
grein um EES-
samninginn meðan
eiginkonan reimaði
á sig skó. Það er ekki
til eftirbreytni.
Einar S. Hálfdánarson
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Töfrar eldamennskunnar
byrja með Eirvík
Eldhúsið er ekki bara
herbergi, heldur upplifun
Við hjá Eirvík trúum því að eldhúsið sé hjarta heimilisins.
Innanhússarkítektar og sérfræðingar í heimilistækjum
keppast við að hanna hágæða eldhús sem standast
tímans tönn, með virkni, gæði og sveigjanleika að
leiðarljósi. Eldhúsið er fjárfesting til framtíðar
– tryggðu þér raunveruleg gæði á hagstæðu verði.
Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is.
Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15
Miskunnsami Guð!
Skapari himins og jarð-
ar og alls sem er. Þú
sem ert höfundur lífsins
og jafnframt fullkomn-
ari þess. Vertu okkur
náðugur og líknsamur.
Hjartans þakkir fyrir
alla þína fallegu og und-
ursamlegu sköpun.
Hjálpaðu okkur að læra
að meta fegurð náttúr-
unnar og kraftinn sem í henni býr.
Hjálpaðu okkur að minnast ábyrgðar
okkar svo við fáum lifað í sátt við
hana.
Hjálpaðu okkur að nýta auðæfi
hennar á varfærinn hátt og með sem
víðtækastri sátt við allt og alla svo við
fáum notið hennar og nýtt hana með
sem skynsamlegustum hætti, okkur
til farsældar og framfara, blessunar
og heilla.
Hjálpaðu okkur að skynja og skilja
að við erum hluti af sköpun þinni.
Ráðsmenn í aldingarði þínum hér á
jörð sem kölluð erum til þess að
rækta, hlúa að og uppskera með eðli-
legum hætti án þess að ganga of
langt eða að taka að gína yfir og
ráðskast með.
Takk fyrir þau óendanlegu forrétt-
indi að fá að vera hluti af þessari
stórfenglegu náttúru og fá að kallast
þín börn. Það eru sannarlega forrétt-
indi og mikil blessun.
Gefðu að jafnvægi mætti komast á
í vernd náttúrunnar og þess lofts sem
við lifum í og drögum að okkur. Veit
okkur yfirvegun og þolinmæði, skyn-
semi og skilning í umgengni okkar
við náttúruna og hvert
við annað.
Þá er sannarlega
fullkomin ástæða til að
þakka þér fyrir alla þá
hreinu orku sem við bú-
um yfir. Hjálpaðu okk-
ur að nýta hana skyn-
samlega til hagsældar,
friðar og blessunar.
Gefðu ráðamönnum,
vísindamönnum og al-
menningi visku og
skilning á eðli náttúru
og umhverfis og gef að okkur auðnist
að standa saman í að vernda hana og
hvert annað frá hvers kyns níðslu og
háska, tóni eða ofbeldi.
Opnaðu augu okkar svo við fáum
lifað í þakklæti til þín og með hags-
muni heildarinnar að leiðarljósi.
Já, þín sem græðir og styður með
fyrirgefandi sigrandi lífsins hendi
þinni sem gefur líf og hlúir að því um
eilífð.
Þinn sé mátturinn og dýrðin. Í
frelsarans Jesú nafni. Amen.
Með kærleiks- og friðarkveðju.
Lifi lífið!
Bæn fyrir umhverfi
okkar, náttúru og loftslagi
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
Sigurbjörn Þorkelsson
» Takk fyrir þau óend-
anlegu forréttindi að
fá að vera hluti af þess-
ari stórfenglegu náttúru
og fá að kallast þín börn.
Það er sannarlega mikil
blessun.
Höfundur er ljóðskáld og
rithöfundur og aðdáandi lífsins.