Morgunblaðið - 09.08.2019, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.08.2019, Blaðsíða 37
37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2019 Sú breska Ein þekktasta flugvél seinna stríðs, Supermarine Spitfire, á Reykjavíkurflugvelli í gær eftir flug frá norðurströnd Skotlands. Yfir 20.000 eintök voru framleidd á árunum 1938-1948. Árni Sæberg Hér átti sú skoðun áhrifamikla fylg- ismenn á tíunda áratug síðustu aldar að vegur Íslendinga í alþjóðlegu samstarfi hefði minnk- að vegna spennufalls milli austurs og vest- urs. Íslensk stjórnvöld hefðu komið ár sinni vel fyrir borð í kalda stríðinu. Þá hefði eng- inn viljað styggja þau af ótta við að Íslendingar myndu raska örygg- iskerfi Vesturlanda. Til dæmis um þetta viðhorf má vitna í 22 ára gamlan leiðara hér í blaðinu (24. ágúst 1997). Þar segir að hernaðarlegt mikilvægi Íslands og lykilþýðing Keflavíkurstöðv- arinnar hafi tryggt Íslendingum margföld áhrif á alþjóðavettvangi. Síðan rekur blaðið nokkur dæmi um breytta stöðu eftir lyktir kalda stríðsins og segir síðan: „Í hnotskurn þýðir þetta að við getum ekki lengur treyst á hern- aðarlegt mikilvægi Íslands til þess að tryggja okkur áhrif á al- þjóðavettvangi. Við verðum þess í stað að byggja á málefnalegu fram- lagi okkar á vettvangi þeirra alþjóðasamtaka sem við eigum aðild að.“ Þrátt fyrir hnattstöðu Íslands og hernaðarlegt mikilvægi beittu ís- lensk stjórnvöld að sjálfsögðu mál- efnalegum rökum til að vinna mál- stað sínum fylgi. Þá er varasamt að álykta á þann veg að Íslendingar njóti sín ekki á alþjóðavettvangi nema þeim takist að sýna fram á hættuástand á Norður-Atlantshafi, sé ekki farið að óskum þeirra. Markmið íslenskrar utanríkisstefnu hefur aldrei verið að ýta undir spennu. Ís- lendingar njóta þess eins og allar aðrar þjóðir að samskipti ríkja séu frjáls og laus við árekstra og ágrein- ing. Engin þjóð á meira undir friði en sú sem hefur ekki afl til að verjast sjálf ef til átaka kæmi. Hvorki Bandaríkja- stjórn né NATO skil- greindu Norður-Atlantshaf sem spennu- svæði frá lokum níunda áratugarins fram til ársins 2014. Hlutur Íslands á alþjóðavettvangi hefur þó ekki minnkað. Áhrifin fara eins og áður eftir framlaginu og hvernig það er rökstutt. Ný viðfangsefni hafa kom- ið í stað þeirra sem áður mótuðu al- þjóðaþróun, nú ber loftslagsmál og viðskiptamál hæst. Hrun fjármálakerfisins haustið 2008 var alþjóðlegt en harkalegra hér en annars staðar vegna þess hve hátimbrað íslenska bankakerfið var. Spurning er hvort bandarísk yf- irvöld hefðu opnað lánalínu til Ís- lands við aðrar aðstæður í öryggis- málum en árið 2008. Þar verður þó ávallt um getgátur að ræða. Van- hugsuð, forkastanleg viðbrögð rík- isstjórnar breska Verkamannaflokksins gagnvart Ís- landi voru til heimabrúks – til að sýna Skotum að þeir ættu ekki að segja skilið við Sameinaða kon- ungdæmið, UK. Í sama mund og vald kommúnista varð að engu í Evrópu, á árunum 1989 til 1992, var samið um aðild Ís- lands að Evrópska efnahagssvæð- inu (EES), viðamesta alþjóða- og lagasamstarfi Íslendinga frá önd- verðu. Samstarfið hefur gjörbreytt íslensku þjóðfélagi og stuðlað að framförum. Formennska í Norðurskautsráði Íslendingar tóku við formennsku til tveggja ára í Norðurskautsráðinu 7. maí 2019 á fundi í Rovaniemi í Finnlandi. Vakti heimsathygli hve Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kvað fast að orði í gagnrýni á Kínverja og áhuga þeirra á norðurslóðum í ræðu sem hann flutti í tengslum við þennan fund ráðsins. Í skýrslu Guðlaugs Þórs Þórð- arsonar til alþingis um utanríkismál frá 29. apríl 2019 segir réttilega að „alþjóðapólitískt vægi“ formennsk- unnar í Norðurskautsráðinu hafi aukist til muna á undanförnum ár- um“. Formennskan dragi athygli að Íslandi, auki vægi landsins á al- þjóðavettvangi og veiti Íslendingum þannig einstakt tækifæri til að stuðla að því að áherslur þeirra fái hljómgrunn meðal ríkja og sam- starfsaðila ráðsins. Brýnt sé að beina sjónum að hafinu og orku- málum. Sú skörun sem viðfangsefni Norðurskautsráðsins hafi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóð- anna og Parísarsamkomulagið um aðgerðir á sviði loftslagsmála séu ótvíræð og því eðlilegt að for- mennskuáætlun Íslands taki mið af þeim áherslum. Áhugi Bandaríkjastjórnar á Norðurskautsráðinu felst ekki í að vinna að framgangi Parísarsam- komulagsins. Hún horfir til annarra þátta eins og fram kom í ræðu Pompeos. Á hinn bóginn er þess að gæta að hernaðarleg málefni eru ut- an verksviðs ráðsins. Stórveldi á norðurslóðum Dönskum stjórnvöldum kom í opna skjöldu þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti áhuga á að heimsækja Kaupmannahöfn á heim- leið frá Póllandi í byrjun september. Sunnudaginn 1. september verða 80 ár liðin frá því að nasistar réðust inn í Pólland og síðari heimsstyrj- öldin hófst. Eftir þátttöku í minn- ingarathöfn í Varsjá af þessu tilefni heldur Trump til Kaupmannahafn- ar. Fyrir utan að njóta gestrisni Margrétar drottningar er erindi Trumps að ræða norðurslóðamál. Í augum Bandaríkjamanna er Dan- mörk mikilvægt norðurskautsríki og Grænland útvörður Norður- Ameríku. Bandaríkjamenn, Kínverjar og Rússar láta sig ekki mjög miklu varða skagann á meginlandi Evrópu og eyjarnar í kringum hann. Þeir hafa meiri áhuga á ítökum Dana á Grænlandi og raunar einnig Fær- eyjum. Með Mette Frederiksen, for- sætisráðherra Dana, í viðræðum við Trump verða Kim Kielsen, formað- ur grænlensku landstjórnarinnar, og Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, hvað sem líður lögþings- kosningunum í Færeyjum 31. ágúst. Með vísan til ríkjasambandsins við Grænlendinga hafa Danir gert kröfu um að norðurpóllinn sé við- urkenndur sem hluti af landgrunni Grænlands. Nái danskar kröfur í krafti landgrunnsákvæða hafrétt- arsáttmálans fram að ganga kann danskt yfirráðasvæði að tuttugu fal- dast. Í anda þess sem Pompeo sagði í Rovaniemi er mikilvægt fyrir Bandaríkjastjórn að eiga náið sam- starf við ríki sem er stórveldi á norðurslóðum. Danska ríkið hefur þá stöðu og þess vegna hittir Trump forystumenn þriggja þjóða í Kaup- mannahöfn. Tvö meginmál verða á dagskrá fundarins: norðurskauts- mál og öryggismál. Í öllu tilliti skiptir þessi leiðtoga- fundur okkur Íslendinga miklu. Sögulegu og landfræðilegu tengslin eru skýr. Öryggi eyþjóðanna tveggja fyrir austan Ísland og vest- an verður ekki tryggt án náins sam- starfs við Íslendinga. Eftir innrás Rússa í Úkraínu árið 2014 hefur hernaðarleg spenna magnast að nýju á Norður-Atlants- hafi og enn á ný er litið til varn- arlínu gegn kafbátum frá Grænlandi um Ísland til Skotlands (GIUK- hliðið). Bandaríkjastjórn end- urræsti 2. flota sinn, Atlantshafs- flotann, fyrir einu ári og ætlar hon- um hlutverk á hafsvæðum fyrir norðan Ísland. Viðbúnaður á Kefla- víkurflugvelli tekur mið af þessu. Þetta eru gamalkunn viðfangs- efni. Breytingin mikla frá því fyrir aldarfjórðungi á rætur í hlýnun jarðar og áhrifum hennar á norður- skautssvæðið. Áhugi samhliða spennu færist norðar en áður, á heimshluta þar sem átta ríki hafa komið sér saman um að eiga frið- samlegt samstarf. Um þessar mundir er formennska í þessum félagsskap í höndum Íslendinga. Þeir eru ekki áhrifalausir, áhrifin ráðast þó eins og áður af vel ígrund- aðri stefnu og vandaðri framkvæmd hennar. Eftir Björn Bjarnason » Í öllu tilliti skiptir þessi leiðtogafundur okkur Íslendinga miklu. Sögulegu og landfræði- legu tengslin eru skýr. Björn Bjarnason Höfundur er fyrrv. ráðherra. Fundur Trumps og áhrif Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.