Morgunblaðið - 09.08.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.08.2019, Blaðsíða 1
AÐ HAFA NÓG AÐ GERA ER LYKILL AÐ LANGLÍFI GRÁTLEGAR SKEMMDIR Á LANDINU STÝRIR MIÐ- STÖÐ LISTA- MANNA Í RÓM BJÖRGUNARSTARF 24-26 INGÓLFUR NÍELS ÁRNASON 66ALDARGÖMUL Í DAG 64 F Ö S T U D A G U R 9. Á G Ú S T 2 0 1 9  Stofnað 1913  185. tölublað 107. árgangur  Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Eignir íslenskra lífeyrissjóða jukust um 91 milljarð króna í júnímánuði og stóðu heildareignir þeirra af þeim sökum í 4.700 milljörðum króna í lok mánaðarins. Þetta kemur fram í nýj- um tölum frá Seðlabanka Íslands. Það sem af er þessu ári hafa eignir sjóðanna aukist um 570 milljarða króna. Jafngildir það því að eignir sjóðanna hafi vaxið um ríflega 3,1 milljarð króna hvern einasta dag ársins. Erlendar eignir sjóðanna hafa vaxið mjög mikið á tímabilinu. Þannig stóðu þær í 1.057 milljörðum um áramót en voru komnar í 1.349 milljarða í lok júní. Jafngildir það 27,6% aukningu. Sjóðirnir hafa lagt áherslu á að auka hlutfall erlendra eigna í söfnum sínum. Á sama tíma hafa innlendar eignir sjóðanna vaxið um rúm 9%. Lágir vextir þrýsta eignum upp Gylfi Magnússon, dósent við Há- skóla Íslands, bendir á að eigna- markaðir erlendis hafi verið sterkir undanfarna mánuði, ekki síst á fyrstu mánuðum ársins. „Það má segja að allt hafi fallið með lífeyrissjóðunum á árinu, þó sérstaklega erlendu hlutabréfin,“ segir dr. Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, þegar tölurnar eru bornar undir hann. „Þau hafa verið mjög góð. Vextir hafa þokast niður á við, seðlabankavöxtum er haldið lágum, markaðsvextir hafa haldist lágir og það ýtir alla jafna undir eignaverð.“ Gylfi segir að þessi þróun sé að nokkru marki jákvæð en ef vextir þokist að nýju upp á við gæti það aft- ur þrýst eignaverði niður á við. „Þetta þarf allt að skoða í sam- hengi. Vextir hér heima hafa einnig lækkað. Eignaverð hefur þokast upp á við og sjóðfélagalánin eru á mjög hagstæðum kjörum. Það er mjög já- kvætt fyrir lántakendur en það eru kannski ekki eins góð tíðindi fyrir þá sem nú eru við það að hefja töku líf- eyris,“ segir Gylfi. Bendir hann á að sjóðirnir eigi nú erfitt með að kaupa örugg skulda- bréf þar sem raunávöxtun er hærri en 1%. „Það er allt önnur staða en var hér á árum áður þegar hægt var að ná 5-6% ávöxtun. Þetta felur í sér mikla áskorun fyrir sjóðina.“ Vaxið um 570 milljarða  Eignir íslenskra lífeyrissjóða hafa aukist gríðarlega á fyrstu sex mánuðum ársins  Gengisáhrif hverfandi  Lækkandi vextir þrýsta upp eignaverði heima og erlendis  Utan alfaraleiðar, ofan við skóg- ræktina í Esjuhlíðum, má sjá rauð ber sem líta út eins og villt jarð- arber. Ofar í hlíðinni má finna slík ber í snarbröttum skriðum innan um hávaxnari gróður. Jóhann Pálsson grasafræðingur staðfestir að þetta séu jarðarber, en segir þau af annarri tegund en nú sé keypt í búðum eða ræktuð hér í görðum. Þessi ber hafi verið hér frá landnámsöld. »22 Morgunblaðið/Baldur Jarðarber Berin eru girnileg á að líta. Villt jarðarber vaxa í Esjuhlíðum Ef tengja á erlend skemmti- ferðaskip í Sundahöfn í Reykjavík við íslenska raforkukerfið þarf að setja upp búnað sem kostar millj- arða króna. Þá er landtenging talin mun dýrari fyrir skipin en fram- leiðsla raforku um borð í þeim með jarðefnaeldsneyti. Þetta er meðal niðurstaðna skýrslu sem verkfræðistofan Efla vann fyrir Veitur, dótturfélag Orku- veitu Reykjavíkur. Markmið stjórnvalda er að draga úr mengun með því að tengja skip við raforkukerfi landsins. Allt að 7.000 manns eru um borð í stærstu skipunum og raforkuþörfin því gríð- armikil. Slík framkvæmd er hins vegar dýr og mun hafa aukinn kostnað í för með sér. »20 Morgunblaðið/Árni Sæberg Milljarða kostar að tengja skip Ómótstæðilegur svipur litbrigða jarðar blasir við þegar flogið er í síðsumarblíðu yfir dalverpi, tjarnir og vötn á Suðurlandi. Við Árbæjar- hjáleigu í Holtum í Rangárvallasýslu liggja Vest- aravatn og Miðvatn og er það fyrrnefnda nú nán- ast uppþornað, eins og stundum gerist í langvarandi þurrkatíð eins og verið hefur að undanförnu. Fari að rigna verður vatnið þó fljótt að fyllast aftur, segja bændur á svæðinu. Veður- spáin fyrir næstu daga á Suðurlandi boðar sól og blíðu, en á Norðurlandi og Vestfjörðum má gera ráð fyrir rigningu. Morgunblaðið/RAX Vestaravatn að hverfa eftir langvarandi þurrk Winner þriggja sæta sófi 50% AFSLÁTTUR VERÐ ÁÐUR 199.900 MEÐ 50% AFSLÆTTI 99.950 Sófar.......... 20-60% Heilsurúm... 20-40% Gjafavara.... 20% Handklæði.. 20-70% 20-70% AFSLÁTTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.