Morgunblaðið - 09.08.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.08.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2019 Þeir fréttaskýrendur sem hrapaað niðurstöðum gætu skilið fólk eftir með þá grófu mynd að í Banda- ríkjunum væru repúblikanar sem heild með almennri byssueign en demókratar á móti.    Það er mjögbrengluð og einfeldningsleg mynd og fjarri lagi.    Umræðan snýstoftast um tæknileg atriði varð- andi skotvopn. Skotafjölda, skot- hraða og eðli eða gerð byssunnar.    Rætt er um skráningarskyldu,sakavottorð og lengd biðtíma frá því sótt er um heimild til vopna- kaupa.    Í fréttum í fyrradag sagði m.a.:Bernie Sanders öldungadeild- arþingmaður sem í annað sinn vill verða forsetaefni demókrata segir að í umræðu um nauðsyn breyttra laga um heimild til að eignast vopn, yrðu menn að hafa í huga að „99,9% byssueigenda myndu aldrei á millj- arða ára tímabili láta sér til hugar koma að misnota þau vopn.“    Þingmaðurinn bætti við að í ljósihörmulegra atburða yrðu menn þó að horfa til þess að hlutfallslega agnarsmár hópur manna, sem mætti kalla „gallagripi“ í margvíslegri merkingu gerði það þó og óhjá- kvæmilegt væri að bregðast við þeirri stöðu.    Þessi ummæli Sanders eru mjögsvipuð þeim sem Donald Trump viðhafði og var hart gagnrýndur fyr- ir af þeim, sem sjá svart þegar for- setinn er nefndur eða segir eitthvað. Donald Trump Fréttaskot út í bláinn STAKSTEINAR Bernie Sanders Miðlunarlón Landsvirkjunar á há- lendinu eru að fyllast um þessar mundir. Hálslón og Þórisvatn eru þegar orðin full og núna vantar um 70 sm á að Blöndulón fyllist. Hálslón, sem sér Fljótsdals- virkjun fyrir vatni í vetur, náði yf- irfallshæð aðfararnótt sunnudagsins 5. ágúst sl. Þórisvatn, sem er miðl- unarlón fyrir virkjanir á Þjórs- ársvæðinu, fór að renna á yfirfalli á miðvikudaginn. Núna renna 180 m3/sek um yf- irfall Hálslóns, og um 27 m3/sek um yfirfall Þórisvatns. Fyrir ári fylltust öll lónin dagana 3. til 5. ágúst. Það var með því allra fyrsta sem gerist. Þegar Hálslón fer á yfirfall mynd- ast fagur foss, sem gefið var nafnið Hverfandi. Hann er við vestari enda Kárahnjúkastíflu niður að gljúf- urbarminum. Þaðan steypist vatnið 90-100 metra niður í Hafra- hvammagljúfur. Fossinn er aflmikill og getur orðið vatnsmeiri en Detti- foss. Við yfirfallið verður ekki lengur hægt að veiða lax í Jökulsá á Dal (Jöklu). Það kemur sér illa fyrir veiðileyfishafa og veiðimenn þegar Hálslón fer snemma á yfirfall. Sömuleiðis verður laxveiði í Blöndu ekki möguleg þegar Blöndu- lón fer á yfirfall sem gerist vænt- anlega allra næstu daga. sisi@mbl.is Lón Landsvirkjunar fara á yfirfall  Fossinn Hverfandi kemur í ljós  Lónin hafa ekki oft áður fyllst svo snemma Yfirfall Hverfandi steypist niður. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ FORNUBÚÐIR 12 , HAFNARFJÖRÐUR | S: 555 0800 | SIGN@SIGN.IS W W W. S I G N . I S Borgarstjórn mun líklega taka fyrir mál kaupenda íbúða á vegum Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) eftir sumarfrí, að sögn Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar í Reykjavík. Margir eldri borgarar eru í þröngri stöðu vegna kaupanna en kaupverðið á hverja íbúð var hækkað við afhend- ingu íbúðanna og kaupendum gert að greiða hærra verð en kveðið er á um í kaupsamningi eða falla frá kaupun- um. Hækkað kaupverð íbúðanna nemur í mörgum tilfellum 5-7 millj- ónum króna. „Þetta er ekki beint okkar mál svo við höfum enn ekki skoðað þetta en auðvitað finnum við til bæði með Fé- lagi eldri borgara og sérstaklega þeim eldri borgurum sem þarna hafa keypt,“ segir Heiða. Betri kjör á lóðinni Reykjavíkurborg úthlutaði FEB lóðinni í Árskógum á sínum tíma. Kjörin á lóðinni voru góð, að sögn Heiðu. „En skilmálarnir frá okkur snúa ekki að húsnæðisverðinu. Kjörin eru betri en almennt vegna þess að þetta er ekki hagnaðardrifið félag sem stendur í framkvæmdunum.“ Borgarstjórn samþykkti að Félag eldri borgara þyrfti einungis að greiða gatnagerðargjöld en ekki byggingarréttargjald af auknu bygg- ingarmagni í Árskógum og sparaði fé- lagið sér þar nokkrar milljónir króna. Óvænt hækkun kaupverðs er til- komið af vanáætlun byggingarnefnd- ar Félags eldri borgara. Heiða segir of snemmt að segja til um hvort mis- tök félagsins muni hafa áhrif á lóðaút- hlutanir borgarinnar til félagsins í framtíðinni. „Við þurfum að skoða þetta betur og í rólegheitum. Aðallega að gefa þeim [FEB] rými til þess að hjálpa því fólki sem þarna ætlar að flytja inn og að finna lausnir fyrir það fólk.“ ragnhildur@mbl.is Mál FEB á borð borgarstjórnar  Of snemmt að segja til um áhrif Morgunblaðið/Árni Sæberg Húsnæði Önnur tveggja blokka fyr- ir eldri borgara á vegum FEB.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.