Morgunblaðið - 09.08.2019, Síða 8

Morgunblaðið - 09.08.2019, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2019 Þeir fréttaskýrendur sem hrapaað niðurstöðum gætu skilið fólk eftir með þá grófu mynd að í Banda- ríkjunum væru repúblikanar sem heild með almennri byssueign en demókratar á móti.    Það er mjögbrengluð og einfeldningsleg mynd og fjarri lagi.    Umræðan snýstoftast um tæknileg atriði varð- andi skotvopn. Skotafjölda, skot- hraða og eðli eða gerð byssunnar.    Rætt er um skráningarskyldu,sakavottorð og lengd biðtíma frá því sótt er um heimild til vopna- kaupa.    Í fréttum í fyrradag sagði m.a.:Bernie Sanders öldungadeild- arþingmaður sem í annað sinn vill verða forsetaefni demókrata segir að í umræðu um nauðsyn breyttra laga um heimild til að eignast vopn, yrðu menn að hafa í huga að „99,9% byssueigenda myndu aldrei á millj- arða ára tímabili láta sér til hugar koma að misnota þau vopn.“    Þingmaðurinn bætti við að í ljósihörmulegra atburða yrðu menn þó að horfa til þess að hlutfallslega agnarsmár hópur manna, sem mætti kalla „gallagripi“ í margvíslegri merkingu gerði það þó og óhjá- kvæmilegt væri að bregðast við þeirri stöðu.    Þessi ummæli Sanders eru mjögsvipuð þeim sem Donald Trump viðhafði og var hart gagnrýndur fyr- ir af þeim, sem sjá svart þegar for- setinn er nefndur eða segir eitthvað. Donald Trump Fréttaskot út í bláinn STAKSTEINAR Bernie Sanders Miðlunarlón Landsvirkjunar á há- lendinu eru að fyllast um þessar mundir. Hálslón og Þórisvatn eru þegar orðin full og núna vantar um 70 sm á að Blöndulón fyllist. Hálslón, sem sér Fljótsdals- virkjun fyrir vatni í vetur, náði yf- irfallshæð aðfararnótt sunnudagsins 5. ágúst sl. Þórisvatn, sem er miðl- unarlón fyrir virkjanir á Þjórs- ársvæðinu, fór að renna á yfirfalli á miðvikudaginn. Núna renna 180 m3/sek um yf- irfall Hálslóns, og um 27 m3/sek um yfirfall Þórisvatns. Fyrir ári fylltust öll lónin dagana 3. til 5. ágúst. Það var með því allra fyrsta sem gerist. Þegar Hálslón fer á yfirfall mynd- ast fagur foss, sem gefið var nafnið Hverfandi. Hann er við vestari enda Kárahnjúkastíflu niður að gljúf- urbarminum. Þaðan steypist vatnið 90-100 metra niður í Hafra- hvammagljúfur. Fossinn er aflmikill og getur orðið vatnsmeiri en Detti- foss. Við yfirfallið verður ekki lengur hægt að veiða lax í Jökulsá á Dal (Jöklu). Það kemur sér illa fyrir veiðileyfishafa og veiðimenn þegar Hálslón fer snemma á yfirfall. Sömuleiðis verður laxveiði í Blöndu ekki möguleg þegar Blöndu- lón fer á yfirfall sem gerist vænt- anlega allra næstu daga. sisi@mbl.is Lón Landsvirkjunar fara á yfirfall  Fossinn Hverfandi kemur í ljós  Lónin hafa ekki oft áður fyllst svo snemma Yfirfall Hverfandi steypist niður. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ FORNUBÚÐIR 12 , HAFNARFJÖRÐUR | S: 555 0800 | SIGN@SIGN.IS W W W. S I G N . I S Borgarstjórn mun líklega taka fyrir mál kaupenda íbúða á vegum Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) eftir sumarfrí, að sögn Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar í Reykjavík. Margir eldri borgarar eru í þröngri stöðu vegna kaupanna en kaupverðið á hverja íbúð var hækkað við afhend- ingu íbúðanna og kaupendum gert að greiða hærra verð en kveðið er á um í kaupsamningi eða falla frá kaupun- um. Hækkað kaupverð íbúðanna nemur í mörgum tilfellum 5-7 millj- ónum króna. „Þetta er ekki beint okkar mál svo við höfum enn ekki skoðað þetta en auðvitað finnum við til bæði með Fé- lagi eldri borgara og sérstaklega þeim eldri borgurum sem þarna hafa keypt,“ segir Heiða. Betri kjör á lóðinni Reykjavíkurborg úthlutaði FEB lóðinni í Árskógum á sínum tíma. Kjörin á lóðinni voru góð, að sögn Heiðu. „En skilmálarnir frá okkur snúa ekki að húsnæðisverðinu. Kjörin eru betri en almennt vegna þess að þetta er ekki hagnaðardrifið félag sem stendur í framkvæmdunum.“ Borgarstjórn samþykkti að Félag eldri borgara þyrfti einungis að greiða gatnagerðargjöld en ekki byggingarréttargjald af auknu bygg- ingarmagni í Árskógum og sparaði fé- lagið sér þar nokkrar milljónir króna. Óvænt hækkun kaupverðs er til- komið af vanáætlun byggingarnefnd- ar Félags eldri borgara. Heiða segir of snemmt að segja til um hvort mis- tök félagsins muni hafa áhrif á lóðaút- hlutanir borgarinnar til félagsins í framtíðinni. „Við þurfum að skoða þetta betur og í rólegheitum. Aðallega að gefa þeim [FEB] rými til þess að hjálpa því fólki sem þarna ætlar að flytja inn og að finna lausnir fyrir það fólk.“ ragnhildur@mbl.is Mál FEB á borð borgarstjórnar  Of snemmt að segja til um áhrif Morgunblaðið/Árni Sæberg Húsnæði Önnur tveggja blokka fyr- ir eldri borgara á vegum FEB.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.