Morgunblaðið - 09.08.2019, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.08.2019, Blaðsíða 48
48 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2019 ✝ Málfríður B.Jónsdóttir (Fríða) fæddist á Arnarstöðum í Presthólahreppi í N-Þingeyjarsýslu 12. apríl 1928. Hún andaðist á hjúkrunarheim- ilinu Eir 16. júlí 2019. Foreldrar hennar voru Guð- rún Antonía Jónsdóttir frá Núpi á Berufjarðarströnd, f. 3. apríl 1890, d. 1. janúar 1974, og Jón Tómasson frá Blikalóni á Melrakkasléttu, f. 13. sept- ember 1883, d. 5. mars 1974. Þau áttu níu börn. Látin eru: Steina Ericsdóttir, þau eiga þrjú börn. a) Richarð Ingi, maki Youkiki Hyodo. b) Sig- ríður Dagmar, maki Ólafur Á. Ásgeirsson, þau eiga þrjú börn. c) Fríða Tinna, maki Björn Þór Ingason, þau eiga tvö börn. Fyrir átti Jóel son- inn Hörð Blöndal, f. 10. febr- úar 1946, maki Sólveig Gísla- dóttir, þau eiga þrjú börn og fimm barnabörn. Seinni maður Málfríðar var Ásgeir Sigurðsson, f. 17. des- ember 1927. Málfríður var verslunar- maður í Reykjavík meirihluta starfsævi sinnar en síðustu starfsárin vann hún á sambýli fyrir geðfatlaða á Laugarás- vegi. Lengst af bjó Málfríður á Grensásvegi 52 og síðar á Hæðargarði 56. Hún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, 9. ágúst 2019, klukkan 13. stúlka sem lést við fæðingu, Ósk- ar Long, Ingi- björg, Rebekka, Bjarni Ragnar, Tómas, Málfríður og Þorbjörg Dórothea. Eftirlif- andi er Jón Hjör- leifur, f. 1923. Eiginmaður Málfríðar var Jóel B. Jacobson, íþrótta- og ökukennari, f. 15. apríl 1924, d. 26. maí 1991. Þau eignuðust tvo syni. 1) Richard Jacobson, hans sonur er Ásgeir Jóel, maki Þrúður Briem, þau eiga tvö börn. 2) Jóhann Jacobson, maki Ingunn Elsku mamma. Ég kveð þig í dag með trega. Þú áttir svo mikið í mínu lífs- hlaupi. Öll hjálpin sem þú veittir mér í gegnum allt mitt líf, hvort sem það var að passa börnin mín, barnabarnabörnin, hjálpa mér við flutninga, við húsbyggingu eða bara hvað sem var, alltaf varst þú tilbúin að hjálpa. Takk fyrir það. Vinnusemi og dugnaður var þitt leiðarljós í lífinu, hvort sem það var við saumavélina, að prjóna lopapeysur, elda veislumat, þrífa heimilið, vinna langar vaktir, allt þetta gerðir þú og með miklum sóma. Það eru svo margar minn- ingar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa um þig. Sunnu- dagssteikin, spilin, samræð- urnar okkar um daginn og veg- inn. Það var alltaf svo gott að koma heim. Alltaf var heimilið opið fyrir mig og alla mína vini, engum var vísað frá. Ég fór ungur að læra bakstur. Þá þurfti ég að vakna eldsnemma. Þegar ég vaknaði þá varst þú þegar komin á fæt- ur og færðir mér tebolla, örugglega bara til að tryggja að ég væri vaknaður og myndi mæta í vinnu, en svona varst þú, umhyggjusöm út í gegn. Seinna fór ég að læra mat- reiðslu. Þá hringdir þú oft og bauðst til að sækja mig í vinn- una, skipti engu þótt klukkan væri rúmlega miðnætti. Ungur var ég og oft uppá- tækjasamur. Þá sagðir þú yfir- vegað „Jóhann litli“, þá vissi ég að ég hafði farið yfir strikið. Það þurfti ekki meira frá þér. Aldrei hávaði eða öskur, þetta dugði til, þannig varst þú mamma, róleg og góð, þótt þú værir að skamma mig. Það var gott að eiga þig sem mömmu. Ég gat alltaf leitað til þín ef að eitthvað bjátaði á eða bara að fá góð ráð eða leiðbein- ingar. Ég var svo heppinn að eiga góða foreldra sem höfðu að leiðarljósi að tala rólega en af festu, ef þurfti til að kenna uppátækjasömum syni rétta sýn á lífið. Þú varst dugleg, alltaf á ferðinni, hafðir alltaf eitthvað fyrir stafni. Öll sú hjálp sem ég hef fengið í gegnum mitt líf frá þér og pabba er bara hreint út sagt ómetanleg. Þvílíkur lottó- vinningur að hafa átt ykkur að. Fimleikar voru þér hjart- fólgnir enda æfðir þú þá frá unga aldri hjá Ármanni, þú fórst í sýningarferðir með fim- leikaflokknum innan lands sem utan, þú bjóst að þessari íþróttaiðkun alla ævi enda formið mjög gott fram á síð- ustu ár. Í Ármanni eignaðist þú marga góða vini, þar hittir þú pabba, boxarann sem þú síðan giftist. Þá tóku skíðin við og annað heimilið var Jósefsdalur- inn, þegar voraði tóku við ferðalög um landið. Þetta voru ykkar ær og kýr, að þjóta um landið með Diddu og Geira. Þegar kemur að kveðjustund koma upp svo margar minning- ar. Þær mun ég geyma og ylja mér við þar til yfir líkur. Við vorum ekki bara mæðgin held- ur perluvinir og fyrir vinskap- inn er ég þakklátur. Nú ertu komin á nýjan stað, til pabba, og þar munt þú ef- laust smita fólk af þínum skemmtilega hlátri og þinni gamansemi. Nú er komið að leiðarlokum og vil ég þakka fyrir allt og fyr- ir að hafa átt þig að. Þinn sonur, Jóhann. Elsku tengdamamma og vin- kona. Ég kom snemma á minni lífs- leið inn í þitt líf sem tengda- dóttir. Mín minning um þig er þessi yndislega manneskja. Þú tókst mér alveg eins og dóttur, ég var í rauninni dóttirin sem þú eignaðist aldrei. Milli okkar voru sterk og órjúfanleg bönd. Þegar ég minnist þín kemur strax upp í hugann umhyggju- semi. Gott dæmi um það er þegar ég bjó hjá þér á Hæð- argarði 56 en þá tókst þú ekki annað í mál en að skutla mér í Iðnskólann sem byrjaði klukk- an 8, þótt þú ættir ekki að mæta í vinnu fyrr en klukkan 9. Það breytti engu. Þú skutlaðir mér alltaf í skólann. Takk fyrir það. Það sem einkenndi þig og systkini þín var samheldni og væntumþykja en þar sá ég mátt kærleikans og fékk ég að njóta hans með þér og þínum. Allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu verður aldrei þakkað að fullu. Þegar við Jói vorum að byggja Mið- húsin fluttum við inn til ykkar á Hæðargarðinn með börnin okkar þrjú, eins og ekkert væri eðlilegra, þér fannst það bara frábært enda með fólkið þitt hjá þér. Við tvær töluðumst við dag- lega öll þessi ár. Ef mig vantaði ráð eða eitthvað bjátaði á þá hringdi ég í þig, elsku Fríðu mín, og aldrei brást þú mér. Það kemur enginn í staðinn fyrir þig og eftir að þú ert farin þá veit ég ekki hvernig ég á að fara að. Þín verður sárt saknað. Elsku Fríða. Þú varst svo falleg, að innan sem utan, al- veg eins og Hollywood-stjarna. Það fetar enginn í þín fótspor. Það er sagt að allir hafi ein- hverja galla en ég bara finn þá ekki hjá þér, elsku Fríða mín, þú ert gallalaus í mínum huga. Það sem huggar mig er að núna ert þú umvafin englum, fallega Fríða mín. Himnaríki er ríkara í dag. Þín tengdadóttir, Ingunn Steina Ericsdóttir. Elsku besta amma okkar. Fyrir okkur verður heimurinn aldrei samur án þín. Þú varst okkur svo óendanlega kær. Þú varst fyrirmyndin okkar í einu og öllu enda alveg einstök manneskja, svo yndislega hjartahlý og umhyggjusöm. Þú varst einfaldlega gull af manni. Þú kenndir okkur réttsýni, sanngirni, nægjusemi, um- burðarlyndi, metnað og um- fram allt dugnað. Þú varst svo ótrúlega vel gefin og kenndir okkur svo margt, t.a.m. góða íslensku, málshætti og að yrkja ljóð og kvæði. Fyrir það verðum við þér ævinlega þakk- látar. Minningarnar um þig, elsku amma, eru endalausar. Nætur- gistingarnar, sögurnar, leik- irnir með slæðurnar, ísbíltúr- arnir, kjötbollurnar þínar alla þriðjudaga, símtölin eftir skóla, bréfin, ljóðin, sumar- gjafirnar, sumarbústaðar- ferðirnar og svo mætti lengi telja. Þegar við minnumst þín, elsku amma Fríða, kemur fyrst upp í hugann hversu mikill morgunhani þú varst. Þegar við gistum hjá þér varst þú alltaf vöknuð langt á undan okkur. Ilmurinn af rótsterku kaffi fyllti vitin, fréttirnar óm- uðu í útvarpinu og í eldhúsinu sast þú upptekin við að ráða krossgátur. Er þessi minning okkur mjög kær. Þú prjónaðir peysur, vett- linga og húfur á okkur í millj- óna tali og einu sinni saumaðir þú á okkur pils fyrir ball í ung- lingadeildinni og vá, við vorum svo ótrúlega ánægðar með þau. Takk fyrir það. Þú áttir ekki mikið en samt gafstu okkur heiminn og rúm- lega það. Þú kenndir okkur að maður þarf ekki peninga til að vera ríkur og hamingjusamur. Maður þarf bara fólkið sitt. Elsku amma Fríða. Hafðu þakkir fyrir þína ævarandi tryggð. Við elskum þig meira en orð fá lýst og munum sakna þín svo lengi sem við lifum. Takk fyrir allt og allt. Okkur langar til að kveðja þig í síðasta sinn með orðunum sem þú sagðir við okkur í hvert einasta skipti sem þú kvaddir okkur, I love you. Þínar, Sigríður Dagmar og Fríða Tinna. Kæra amma mín. Ég kveð þig með sorg í hjarta og miklum söknuði. Þakkir fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, ekki var það lítið. Það sakar ei minn söng því minning þín í sálu minni eilíft líf sér bjó af yndisþokka ást og mildri ró eins og þú komst í fyrsta sinn til mín. Harmahríð Huggun finnst í harmi stríðum þá herrann Kristur er oss nær Og í kærleiksfaðmi fríðum friði á sorgardjúpin slær Þá bærist sorg í barmi Bugað hjartað grætur Huggar best í harmi Herrann Jesús sætur Aftur mun hennar brosið bjarta birtast- og við hjá á ný Og um eilífð alla skarta Una saman upp frá því Þar hún aftur fá að finna Fagnandi í æðri geim, Endurlífgun ástar kynna sem áttum best í þessum heim (Jón Hjörleifur Jónsson) Þangað til við hittumst á ný, kveðja frá Japan. Richarð (Rikki). Margar góðar minningar eru tengdar henni Fríðu. Við syst- urnar voru um fermingu þegar hún kom inn í líf okkar er hún hóf störf hjá fyrirtæki föður okkar og föðurbróður, Raf- tækjastöðinni á horni Lauga- vegar og Vitastígs, en þar vann hún í á þriðja áratug eða þar til bræðurnir hættu að rekstri verslunarinnar. Frá fyrsta degi hrifumst við af Fríðu; hlýjan, góða skapið, húmorinn og mannkærleikurinn laðaði okk- ur að henni. Eins og tíðkaðist á þessum tíma fórum við ungar að hjálpa til í fyrirtækinu og síðar unnum við öðru hvoru fullan vinnudag með Fríðu. Hún hafði sérstak lag á að leið- beina og benda á hvað betur mætti fara án þess að setja nokkurn tímann ofan í við nokkurn mann. Hún tók þátt í gleði okkar og sorgum og svo mikil var hlýja hennar í okkar garð að oft töldu ókunnugir að hún væri mamma okkar systra. Í huga okkar, foreldra okkar og barna var hún ein af fjölskyld- unni og henni var alltaf boðið þegar tilefni gafst til að fagna og gleðjast. Fríða var frábær sölukona sem sýndi öllum og öllu áhuga. Á þessum árum voru ljósa- hönnuðir og innanhúsarkitekt- ar ekki komnir til sögunnar og því oft hlutverk verslunarfólks að leiðbeina og koma með til- lögur að því hvað best væri í sambandi við lýsingu og lampa þegar viðskiptavinur var að flytja eða breyta. Við slíkar að- stæður var Fríða í essinu sínu og í ófá skipt rogaðist fólk út með marga pinkla eftir að hafa keypt alla lampa og smærri raftæki sem þurfti. Iðulega lögðu ánægðir viðskiptavinir aftur leið sína í verslunina og þökkuð fyrir ekki bara í orðum heldur einnig með því að gerast fastakúnnar og kaupa allar tækifærisgjafir af Fríðu. Þessu hafði hún ánægju af og sagði í gamni við okkur systur að hinn eða þessi væri örugglega búin að fylla húsnæði vina og kunn- ingja af lömpum og að allir vissu hvað væri í pakkanum – enn ein lampinn. Þannig var Fríða – alltaf spaugsöm og létt og það er eitt af því marga sem við systurnar kunnum svo vel að meta í fari hennar. Með þakklæti í huga kveðj- um við Fríðu og vottum að- standendum hennar samúð okkar. Guðrún Erla og Stein- unn Jóna Geirsdætur. Málfríður B. Jónsdóttir Jæja, loksins þóknaðist þessum í efra að hafa pláss fyrir þig, amma mín, þér fannst hann vera búinn að ganga fram hjá þér þónokkuð oft. Núna ætla ég að skrifa um þig nokkur orð þó að þú hafir á sínum tíma talað um að það ætti ekki að gera slíka vitleysu en svo ég vitni í þín eigin orð sem þú notaðir oft eftir að afi fór frá þér allt of snemma, ef maður bauð þér með í ferðalag að sumri var svarið yf- irleitt ef ég verð ekki dauð. Þann- ig að núna er mér óhætt að skrifa nokkrar línur um þig þar sem þú hefur ekkert um það að segja lengur. Það hafa verið mikil for- réttindi að hafa fengið að alast upp með þér og fylgja þér þessi ár sem ég hef lifað. Alltaf var hægt að leita til ykkar afa þegar maður var að alast upp, þú alltaf til staðar heima á Eyrarveginum og ef maður var mættur á Eyr- arveginn upp úr mat á sunnudög- um fékk maður að fara með í sunnudagsbíltúrinn sem farinn var flesta sunnudaga. Það var t.d. farið niður á Bakka eða út í Þor- lákshöfn, alltaf var byrjað á rúnt niður á bryggju, síðan var kíkt í heimsókn til ættingja. Hægt væri að skrifa margar góðar minning- ar um hana ömmu sem vantaði ekki mikið upp á að verða 99 ára en var alltaf létt á sér og alveg klár í kollinum og fannst gaman að rifja upp hluti og mundi svo vel allt sem hafði á daga okkar allra drifið. Elskaði að fá pitsur og ís og tala ekki um að komast um helgar í eina bunu. Þau eru tóm- leg kvöldin hjá okkur Bigga núna þegar ekki er lengur skroppið upp á Ljósheima til ömmu eins og við byrjuðum að gera fljótlega eftir að hún flutti í Grænu- mörkina og höfum við átt margar gæðastundir með ömmu, fengið okkar aðeins hvítvín eða bjór í glas með henni. Að leiðarlokum viljum við Biggi þakka þér, elsku amma, samfylgdina í gegnum líf- ið og hjálpina. Sjáumst síðar, amma. Kveðja, Magga og Biggi (Margrét Jónsdóttir og Birgir Árdal Steingrímsson). Svona fór um sjóferð þá. Þegar Setta kom til mín að segja mér frá andláti mömmu sinnar taldi ég mig vita hvert erindið væri. Hún var búin að segja mér að hún væri orðin mjög veik og búin að ráðleggja mér að ef ég ætlaði að heimsækja hana einu sinni enn Margrét Friðriksdóttir ✝ Margrét Frið-riksdóttir fædd- ist 9. desember 1920. Hún lést 23. júlí 2019. Útför Margrétar fór fram 7. ágúst 2019. skyldi ég gera það fyrr en seinna. En sjóferðin sú var aldrei farin, því ég dró það of lengi, því miður. Ég á marg- ar góðar og skemmtilegar minningar um Möggu og Bjarna líka, það var góð vinátta á milli for- eldra minna og þeirra hjóna. Bæði Magga og mamma misstu Bjarna og pabba alltof fljótt, en þær lifðu báðar hátt á tíræðisaldur. Magga og Bjarni byrjuðu sinn búskap á loftinu á Sólbakka. Ég man ekki eftir því, ung þá, en hef heyrt margar góðar sögur og séð skemmtilegar myndir af okkur krökkunum frá þeim tíma, Setta og Siggi voru þá fædd. Magga var flott kona, grönn og mikil reisn yfir henni. Hún var einstak- lega hress og skemmtileg, alltaf svo glöð og kát. Hún kom oft á Sólbakka, eins fórum við á Eyr- arveginn. Í minningunni var líf og fjör í Sólbakkaeldhúsinu og sem barn sóttist ég eftir að tylla mér og vera með þegar Magga og aðr- ar vinkonur mömmu komu, en oftast var mér bent á að fara út að leika mér, yfirgefa selskapinn hvað sem tautaði. Þær voru góð- ar vinkonur Magga og mamma, Magga reyndist mömmu mjög vel, sérstaklega eftir að pabbi dó, kom mikið í heimsóknir og þær skruppu í búðir, heimsóknir o.fl., Magga átti bíl og keyrði og þær skottuðust ýmislegt saman. Eins reyndust börn þeirra Möggu og Bjarna henni vel líka, buðu henni oft í mat, sumarbústaðaferðir og margt skemmtilegt sem hún upp- lifði með þeim, ásamt Möggu auð- vitað. Þær áttu góðar og skemmtilegar stundir saman í líf- inu vinkonurnar. Kannski eru þær búnar að hittast núna, alla- vega munu þessi tvenn heiðurs- hjón hvíla hlið við hlið í kirkju- garðinum. Eldri börnin mín minnast Möggu í heimsóknum hjá ömmu þeirra á Sólbakka fyrir hvað hún var hress og kát og gaf sér tíma að spjalla við þau. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem ég átti með Möggu og vildi óska að ég hefði heimsótt hana meira á seinni árum og notið fleiri stunda með gleði hennar og glettni, en ekki eru áherslurnar allar réttar sem maður tekur í lífinu. Ég er líka þakklát fyrir tryggð og vin- áttu Möggu, Bjarna og fjölskyldu þeirra við fjölskylduna mína og met mikils þá sterku vinataug sem myndaðist, líka hjá okkur börnunum þeirra. Fjölskyldunni og öðrum sem þótti vænt um Möggu sendi ég innilegar samúðarkveðjur, ég veit að minning hennar mun lifa vel og lengi, blessuð sé minning Möggu Frikk. Ingibjörg J. Steindórsdóttir. Sálm. 86.5 biblian.is Þú, Drottinn, ert góður og fús til að fyrirgefa, gæskuríkur öllum sem ákalla þig. Elsku afi, það er erfitt að missa þig frá sér en ég vona að þú sért á miklu betri stað núna og er eig- inlega bara viss um það. Ég man alltaf eftir því þegar þú keyrðir hingað til Akureyrar til þess að Hans Jón Þorvaldsson ✝ Hans Jón Þor-valdsson fædd- ist 30. ágúst 1933. Hansi lést 13. júlí 2019. Útför Hansa fór fram 20. júlí 2019. kaupa nóg af bjúg- um og komst alltaf í heimsókn til okkar. Síðasta máltíðin þín voru bjúgu enda varstu sáttur og sæll með það. Mér mun ætíð þykja vænt um þig afi og mun hugsa til þín í von um að þér líði vel uppi á himn- um. Ég sendi öllum þeim nánustu samúð mína. Þín afastelpa, Lena.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.