Morgunblaðið - 09.08.2019, Blaðsíða 11
Gengi júans, evru og dollars gagnvart krónu
Frá 8. júlí til 8. ágúst 2019
18,5
18,0
17,5
17,0
142,5
140,0
137,5
135,0
132,5
128
126
124
122
120
8. júlí 8. ágúst
Júan DalurEvra
Kínverskt júan
Bandaríkjadalur
Evra
17,38
18,39
Heimild: Landsbankinn
Hvað varðar viðskiptakjör bendir
Stefán Broddi á að verðvísitala
sjávarafurða, samkvæmt mælingum
Hagstofunnar, hafi hækkað um tæp
6% frá áramótum mælt í erlendri
mynt. „Verð sjávarafurða í erlendri
mynt hefur hækkað eftir því sem liðið
hefur á árið. Reyndar hefur verð ís-
lenskra sjávarafurða almennt séð
hækkað undanfarin ár, með ákveð-
inni undantekningu undir lok síðasta
árs. Jafnvel þótt verð á hrávöru hafi
farið upp og niður, sem og olíuverð,
hefur verð sjávarafurða haldið sér og
farið hækkandi,“ segir Stefán Broddi.
Hins vegar hækkaði verð á súráli,
sem er helsta hráefni til álfram-
leiðslu, talsvert vegna framboðsskells
í fyrra en álverð hefur hins vegar ekki
fylgt því eftir.
„Hvað varðar álið, sem er stærsta
útflutningsgrein okkar í iðnaði, hafa
viðskiptakjörin versnað,“ segir Stef-
án Broddi. Við þetta má að bæta að
bilun hjá álverinu í Straumsvík kann
að draga úr útflutningi álversins í ár.
„Það sem skiptir mestu máli í
þessu efni er ferðaþjónustan. Það
sem af er ári hefur t.d. verð á gist-
ingu, sem er útflutt þjónusta, lækkað
í erlendri mynt og krónum líka. Því er
erfitt að alhæfa um að viðskiptakjörin
hafi verið að batna. Þau hafa þó
þróast á jákvæðan hátt fyrir sjávar-
útveginn. Heilt yfir hefur þetta verið
svolítið upp og ofan,“ segir Stefán
Broddi.
Vísitölur viðskiptakjara og verðhlutföll
álverðs, fi skverðs og olíuverðs
Frá mars 2000 til september 2019
Viðskiptakjör
Álverð/olíuverð,
fi skverð/olíuverð
og raungengi
125
120
115
110
105
100
95
90
85
300
250
200
150
100
50
0
’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 ’19
Viðskiptakjör
Álverð/olíuverð
Fiskverð/olíuverð
Raungengi m.v. verðlag
2010=100
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands og Analytica
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2019
Eikjuvogur 29 - 104 Rvk.
s: 781-5100
Opið: Mán-fim: 12-18
fös: 12-16
NÝ
SENDING
Skoðið laxdal.is
Skipholti 29b • S. 551 4422
LAXDAL SUMARSALAN
ÚTSÖLULOK
VERÐHRUN
60-70% afsláttur
+ Ýmsir aukaglaðningar
Nanni buxur
Ökklasídd
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Kr. 6.900.-
Str. S-XXL
Litir: svart,
blátt
Excecutive
& Professional
Language Training
Markviss enskuþjálfun
fyrir fólk í erlendum samskiptum
Námskeið erlendis fyrir þá sem vilja bæta stöðu sína og ná
betri tökum á faglegu tungutaki. Hagnýt þjálfun og reyndir
kennarar tryggja miklar framfarir á stuttum tíma. Form nám-
skeiða er sniðið að þörfum hvers og eins. Lengd; Ein vika, eða
fleiri og í boði allt árið.
Fjórir einstaklingar voru í fólksbíl
sem lenti í árekstri við olíuflutn-
ingabíl á Suðurlandsvegi í gær.
Tveir þeirra voru fluttir á sjúkra-
hús til aðhlynningar en ekki er talið
að áverkar þeirra séu lífshættuleg-
ir. Þetta sagði Oddur Árnason, yf-
irlögregluþjónn hjá Lögreglunni á
Suðurlandi, í samtali við mbl.is.
Hinir tveir voru með minni háttar
meiðsl og slapp bílstjóri olíuflutn-
ingabílsins ómeiddur. „Þetta atvik
flokkast sem minni háttar,“ sagði
Oddur.
Slysið átti sér stað skammt frá
Skógafossi upp úr klukkan ellefu í
gær. Var þyrla Landhelgisgæslunn-
ar kölluð út, en þegar hún var rétt
ókomin var hún afboðuð. Þess í stað
var þyrlan beðin um að halda upp á
Eyjafjallajökul þar sem vélsleða-
maður hafði slasast. Var þyrlan því
snögg á vettvang. Hún lenti laust
eftir klukkan 12 og flutti vélsleða-
manninn á Landspítalann í Foss-
vogi að sögn Landhelgisgæslunnar.
Þá kom eldur upp í vöruflutn-
ingabíl á Reykjanesbrautinni við
N1 í Hafnarfirði á tíunda tímanum í
gærmorgun. Ökumaður bílsins
slapp ómeiddur en litlu munaði að
eldurinn næði að læsa sig í stórt
fiskitroll sem var í bílnum. Elds-
upptök eru ókunn.
„Sem betur fer náðist að bjarga
trollinu en það myndaðist þó nokk-
uð mikill eldur og reykur í bílnum
sjálfum,“ sagði varðstjóri hjá
slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu
í samtali við mbl.is. Ef eldurinn
hefði náð að læsa sig í trollinu hefði
slökkvistarf orðið mjög erfitt.
Annir hjá lögreglu og sjúkraliði
Brynjólfur Stefánsson, sjóð-
stjóri hjá Íslandssjóðum, segir
viðskiptastríðið milli Kína og
Bandaríkjanna hafa haft mjög
neikvæð áhrif á hrávöruverð.
Kína sé enda stórtækur kaup-
andi á flestum hrávörum. Við
það bætist áhyggjur manna af
því að þessar deilur muni bitna
á heimshagvexti.
Hins vegar sýni nýjar tölur frá
því á miðvikudag að birgða-
staða í Bandaríkjunum hafi
hækkað. Það hafi komið mark-
aðnum töluvert á óvart. Hluta-
bréfaverð hafi síðan jafnað sig
að hluta en olíuverðið síður.
Gull hefur hækkað í verði.
Brynjólfur segir of djúpt í árinni
tekið að ræða um aðlögun á
markaði eftir langvarandi hag-
vöxt í kjölfar efnahagskrepp-
unnar 2008. „Menn eru samt
varir um sig og sjá að slík að-
lögun gæti verið í spilunum
þegar fram líða stundir,“ segir
Brynjólfur um þróunina.
STÓRVELDIN OG OLÍAN
Áhrif við-
skiptastríðs
SMARTLAND