Morgunblaðið - 09.08.2019, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.08.2019, Blaðsíða 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2019 ✝ Anna Vignisfæddist í Sig- ríðarstaðakoti í Flókadal í Fljótum 16. ágúst 1935. Hún lést 29. júlí 2019. Foreldrar henn- ar eru Sigrún Stef- ánsdóttir hús- móðir, f. 5. ágúst 1916, d. 19. janúar 2006, og Vignir Eð- valdsson hringjari, f. 11. júní 1907, d. 6. júní 1969. Systkini Önnu eru: Jón Krist- inn Bragi Óskarsson, f. 19. mars 1939, d. 31. ágúst 1997, Sigur- lína Axelsdóttir, f. 11. febrúar 1941, d. 23. nóvember 1975, og Kristrún Ástvaldsdóttir, f. 16. maí 1952. Anna giftist 28. desember 1957 Gunnlaugi Inga Haralds- syni yfirfiskmatsmanni, f. 7. september 1928, d. 23. mars 1992. Foreldrar hans voru Guðný Guðlaug Jónsdóttir hús- móðir, f. 21. júlí 1894, d. 11. jan- úar 1977, og Karl Haraldur Gunnlaugsson síldarmats- maður, f. 4. desember 1898, d. 1. mars 1992. Börn Önnu og Gunnlaugs eru: 1) Sigrún Ásta, leikskóla- stjóri, f. 30. apríl 1958. Eigin- október 1986, gift Rúnari Friðrikssyni. Börn þeirra eru: Sigmundur Elvar og Kamilla Sigríður. c) Kamilla Mjöll Har- aldsdóttir, f. 23. júlí 1989, í sam- búð með Jónasi Þór Ingólfssyni. 3) Guðný Gunnlaugsdóttir, f. 3. desember 1962, d. 14. maí 1963. 4) Guðný Gunnlaugsdóttir, f. 13. nóvember 1964. Börn henn- ar eru: a) Bylgja Gunnur, f. 23. maí 1987, b) Jón Þór, f. 10. des- ember 1988. c) Lísa Rún, f. 22. apríl 1992, barn hennar með Halldóri Árnasyni er Hanney Svana. d) Ingi Þór, f. 2. mars 1995. Anna ólst upp að mestu hjá móðurforeldrum sínum, þeim Kristínu Margréti Jósepsdóttur og Stefáni Aðalsteinssyni í Sig- ríðarstaðakoti. Hún flutti til Siglufjarðar níu ára gömul og bjó þar frá þeim tíma, að undan- skildum nokkrum sumrum sem fjölskyldan dvaldi á Aust- fjörðum. Síðustu æviárin bjó Anna á Hornbrekku, heimili aldraðra í Ólafsfirði. Ævistarf hennar var að mestu tengt af- greiðslustörfum í verslunum en einnig vann hún í síld og við fiskvinnslu. Anna var mikil hannyrða- kona og liggja eftir hana mörg verk af ýmsum toga. Útför Önnu fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag, 9. ágúst 2019, klukkan 14. maður Ívar Geirs- son smiður, þau skildu. Börn þeirra eru a) Anna Rós, f. 7. september 1977, gift Steindóri Örv- ari Guðmundssyni og eiga þau tvö börn; Ástu og Bjarka. b) Ólafía Björk f. 1. sept- ember 1981, gift Ragnari Miguel Herreros. Börn þeirra eru: Aron Elí, Eva Marísól og Kar- ítas Alba. c) Ívar Örn, f. 9. mai 1983, hans maki er Hinrika Sandra Ingimundardóttir. Barn þeirra er Sigrún María. Seinni maður Sigrúnar Ástu er Sveinn Ingi Sveinsson f. 11. maí 1964, framhaldsskólakennari. Sonur þeirra er d) Hlynur Orri f. 19. apríl 2004. 2) Karl Haraldur Gunn- laugsson skrifstofumaður, f. 26. júlí 1959, kvæntur Öldu Maríu Traustadóttur stuðningsfull- trúa, f. 21. október 1964. Börn þeirra eru: a) Gunnlaugur Ingi Haraldsson, f. 2. febrúar 1983, hans maki er Ásgerður Einars- dóttir. Börn þeirra eru: Einar Ingi Óskarsson, Bríet Brá, Fjóla María, Ellen Ýr og Áslaug Anna. b) Sunna Eir, f. 11. Það var í byrjun níunda ára- tugar síðustu aldar að ég kom í fyrsta skipti, 17 ára gömul, til Siglufjarðar í heimsókn til for- eldra stráks sem ég hafði þá þekkt um nokkurra mánaða skeið. Foreldrarnir voru Gulli Haralds og Anna Vignis. Gulli tók mér strax opnum örmum og við áttum gott samband þann tíma sem hans naut við. En ég fékk á tilfinninguna að Önnu lit- ist ekkert of vel á þessa ódönn- uðu sveitastelpu sunnan úr Borgarfirði sem var að eltast við drenginn hennar. En það átti aldeilis eftir að breytast og eftir að börnin og síðar barnabörnin komu til sögunnar var ljóst að þessi stelpa var ekkert að fara og Anna með sitt stóra hjarta löngu búin að taka mér eins og dóttur. Anna var smávaxin kona með stóra nærveru, hún var alltaf vel til höfð með rautt naglalakk og varalit, næstum því pjattrófa. Hún var ættrækin úr hófi fram og afar stolt af sínu fólki. Mikil ættmóðir og fylgdist vel með af- komendum sínum og öðru venslafólki. Enginn sem kynntist henni komst hjá því að veita hann- yrðum hennar athygli, en hún vann alls kyns handavinnu og gaf þeim sem henni stóðu nærri. Handavinnan var af ýmsum toga, svo sem bútasaumur, postulínsmálning, dúkaprjón, út- saumur, fatasaumur og hvað þetta heitir nú allt. Bar heimilið listfengi hennar vitni með verk hennar á veggjum, í gluggum og á borðum. Eftir að Anna varð ein tókum við tengdamæðgur upp þann sið að fara saman í kaupstað og var þá farin dagsferð til Akureyrar og litið í búðir. Hún vildi auðvitað nota ferð- ina sem best og keypti vel inn til heimilisins, enda alin upp í sveit þar sem ekki var skotist í búð í tíma og ótíma. Eftir eina slíka ferð fengum við athugasemd um að viðkom- andi vissi af því að hægt væri að bakka bílum upp að afgreiðslu- kassanum í búðunum, slíkur var varningurinn. Anna var þannig, stórtæk í öllu því sem hún gerði. Með tímanum urðu þessar ferðir frekar skemmtiferðir og minna lagt upp úr því að kaupa varning en frekar lagt upp úr að það væri gaman og að gera henni dagamun. Í einni af síðustu ferðunum okkar fór ég með hana í heim- sókn til Bínu „frænkusystur“ hennar og urðu þar fagnaðar- fundir. Þær ljómuðu af ánægju yfir samverustundinni, föðmuð- ust og kysstust, hlógu og skríktu eins og tvær smástelpur og héldu fast hvor í aðra. Sú stund reyndist verða síðasta samvera þeirra í þessari jarð- vist. Nú er komið að kveðjustund og er þá efst í huga þakklæti fyrir öll árin saman. Þegar við kvöddumst síðasta sinni hélt hún um höndina á mér, strauk mér um vangann og sagði: „Takk, Alda mín, þú ert perla.“ Með þau orð í eyrum kveð ég tengdamóður mína. Alda María Traustadóttir. Elsku amma. Amma Vignis eins og ég sagði svo oft í léttu gríni og amma flissaði og brosti sínu breiða brosi. Það eru forréttindi fyrir unga konu að alast upp með slíka kvenfyrirmynd sér fyrir augum. Amma var alveg ótrúleg kona. Svo hörð af sér og á sama tíma svo ljúf og góð. Alltaf vel til höfð og bar höfuðið hátt. Mér þótti alltaf gaman þegar von var á ömmu í Ólafsfjörð þegar ég var yngri. Hún stopp- aði þá yfirleitt í nokkra daga í senn og mér þótti það alltaf svo æðislegt. Það snerist ekkert um hvað var gert, heldur bara að hafa hana. Hún passaði alltaf upp á að við værum vel til höfð, greidd og strokin. Ég nagaði neglurnar og það þótti ömmu ekki smart. Það breyttist síðar og allt fram til loka brosti amma þegar hún sá neglurnar á sonar- dóttur sinni fínar og mátti ekki heyra á það minnst að klippa þær. Ég þráði það að hafa ömmu nærri, geta skroppið í heimsókn hvenær sem er og bara verið. Sem varð auðveldara í seinni tíð. Amma var bæði iðin og skipulögð og var yfirleitt klár með verkefnalista þegar maður kom til hennar og svo var alltaf kaffibolli. Við nutum þess líka að fara í bíltúr, skoða fuglalífið inn með firði og jólaskrautið á þeirri tíð. Stundum þegar fór ég til hennar eftir kvöldmat tók ég með ís, þá sátum við og horfðum saman á sjónvarpið og borðuð- um ís. Það voru sannkallaðar gæðastundir sem ég mun geyma í hjarta mínu. Amma var mikil afmælis- stelpa. Hélt alla tíð upp á af- mæli sitt. Drekkhlaðin borð af veitingum og fullt hús af fólki. „Ég er vinsæl og ég veit það,“ sagði amma oft og það var líka rétt hjá henni. En ömmu fannst ekki bara sitt eigið afmæli skemmtilegt. Hún hlakkaði til þegar fólkið hennar átti afmæli og hún gat glatt með „einhverju smáræði“ eins og hún sagði, en auðvitað var það ekkert smá- ræði, hún var nú aldrei annað en rausnarleg við sína hún amma mín. „Óðum steðjar að sá dagur afmæli þitt kemur senn“ eins og skáldið sagði. Þó að ekki sé í þessu tilfelli um lítinn ljósan dreng að ræða heldur smávaxna rauðhærða konu. En þó að hún amma mín væri smávaxinn var hún risastór karakter, sjálfstæð með eindæmum og sjálfstraust sem við sem á eftir komum ætt- um að reyna að taka okkur til fyrirmyndar. Amma spurði mig oft þegar við töluðum saman: „Ekkert bú- in að vera að djamma?“ Það átti líka að vera gaman og sjálfri fannst ömmu gaman að ferðast. Í seinni tíð fækkaði ferðalögum og þá sýndi ég henni myndir frá ferðalögum mínum. Skemmti- legast fannst henni að skoða myndir frá Hornströndum. Það fannst henni stórfenglegt. Elsku amma mín. Eins og ég sagði við þig undir það síðasta ert þú búin að standa þína plikt með miklum sóma. Það geta engin orð lýst því hversu þakklát ég er fyrir stund á Hornbrekku í sumar þar sem þú hittir unga manninn sem þú varst búin að vera svo spennt að hitta. Það er sár sorgin í hjarta litlu ömmustelpunnar þinnar. Ég er þakklát fyrir að hafa haft þig í lífi mínu í 30 ár og 5 daga. Ég veit að þú elskaðir mig og ég veit líka að þú vissir að það er gagnkvæmt. Sagðir svo oft við mig „þú ert svo góð við ömmu“. Kamilla Mjöll. Elsku amma mín, það er merkilegt hvað svo lítil kona skilur eftir sig stórt skarð. Skarð sem ég reyni að fylla í með góðum minningum og þakklæti fyrir að hafa átt þig að. Ég mun gera mitt besta til að heiðra minningu þína. Ég er þegar byrjuð að tína upp allt lít- ið rusl sem ég sé af gólfinu. Mér þótti alltaf merkilegt að sjá þig leggjast saman til að tína örlítið ryk upp, konan sem var löngu orðin þreytt á þessum líkama og átti nóg með að komast í gegn- um daginn. Þannig varstu hrein- lega, vildir hafa allt hreint og fínt í kringum þig. Þú hefur ver- ið svo sterkt í huga mér síðan við kvöddumst, þegar ég brasa í eldhúsinu, vökva blómin, hugsa til þess hvort það séu komin ber, þegar ég er með einhvern brussugang, þegar ég borðaði kjötsúpu í vinnunni og ekki síst þegar ég horfi á fallegu rósirnar mínar sem blómstra nú sem aldrei fyrr. Eins finn ég fyrir mikilli löngun til að baka pönnu- kökur en ég veit að mínar kom- ast ekki í hálfkvisti við ömmu- pönnsur. Ég tengi svo margar minningar við heimilishald, hvort sem það er eldamennska og bakstur eða önnur húsmóð- urstörf. Ég var nú ekki há í loft- inu þegar ég kom með prjóna í stærð 8 og örfínt garn og bað þig um að kenna mér að prjóna. Þér fannst þessi samsetning hjá mér frekar skondin en hélst al- veg andliti til að draga ekki úr áhuganum hjá mér og fyrr en varði var ég farin að prjóna eins og ég hefði aldrei gert annað. Þú varst svo stolt af öllum af- komendum þínum og vildir vita hvað allir væru að bauka. Eins og þú hefðir sagt varstu virki- lega grobbin af yngstu kynslóð- inni og brosið fór varla af þér þetta hálfa ár þegar langömm- ustelpurnar komu í heiminn hver á eftir annarri, fjögur stykki. Ég man hvað það gaf þér mikið að sitja með lang- ömmubörnin í fanginu, gæla við þau og róa sjóinn á. Enda leitar lítil tveggja ára hnáta eftir lang- ömmu þegar hún kemur á Hornbrekku. Afmælisdagar ástvina þinna voru sérstakt áhugamál og þú lagðir mikinn metnað í að muna eftir þeim og bera afmælisbörn- um hamingjuóskir. Alltaf beið maður eftir símtali frá ömmu og fannst nánast eins og afmæl- isdagurinn byrjaði ekki fyrr en þú hringdir. Þrátt fyrir veik- indin taldirðu niður dagana í stórafmælin í fjölskyldunni nú í júlí og var engu líkara en að þú vildir upplifa þau áður en þú fet- aðir á nýja braut. Síðustu vikur hafa verið erf- iðar en eins og það er sárt að sleppa af þér takinu er jafn- framt svo dýrmætt að hafa fylgt þér lokaspölinn. Að hafa verið þér innan handar og veitt þér styrk á dánarbeðinum huggar mann í sorginni. Síðustu orðin sem þú sagðir við mig: „mikið er gott að eiga góða að“, eru orð sem ég mun geyma í hjarta mínu um ókomna tíð með öllum fallegu minningunum, gull- kornum og fróðleik frá þér. Að leiðarlokum ímynda ég mér sólríkan síðsumarsdag þar sem þú ert í essinu þínu með berjabláa fingur og stútfulla bala af berjum. Afi liggur mak- indalega í móa nálægt þér, hummandi lag með sixpensar- ann fyrir augunum og Guðný litla skoppandi í kringum ykkur í fallegum sumarkjól með „unnið af Önnu Vignis“ merkinu í fald- inum. Sunna Eir Haraldsdóttir. Anna amma Vignis. Jæja, þá er komið að kveðju- stund, því í dag kveðjum við hana ömmu síðasta sinni. Á svona stundum er ýmislegt sem flýgur um hugann. Svo sem sumarheimsóknirnar á Sigló, þar sem ýmislegt var brallað eins og sundkennslan hjá ömmu þar sem hún breytti vatns- hræddum strákpjakki í vel syndan gutta. Veiðiferðirnar í Hólsána, sér í lagi þegar veiði- stöngin lenti úti í miðri á í einu kastinu og amma varð að vaða eftir henni. Hjólatúrarnir með frændsystkinunum og ömmu eru líka ofarlega í minni. Amma var mikil fjölskyldu- kona og fylgdist vel með okkur öllum, hvort sem var í námi eða leik og seinna með fjölskyldunni og barnabarnabörnunum. Nota- legt var að geta boðið ömmu að dvelja í sumarbústað fjölskyld- unnar í nokkur skipti á góðum sumardögum og þiggja hjá henni pönnsurnar þar. Eftir að amma kom til Ólafs- fjarðar áttu langömmubörnin auðveldara með að skreppa í heimsókn og gerðu það gjarnan, þá fréttist af þeim á Horn- brekku þar sem þau fengu hlýtt faðmlag og sleikjó. Minningarnar eru mýmargar en með þessum örfáu fátæklegu orðum viljum við fjölskyldan þakka Ömmu Vignis fyrir hlýju og umhyggju alla tíð. Gunnlaugur Ingi Haraldsson. Þegar ég var unglingur á Siglufirði kynntist ég Önnu Vignis í gegnum mömmu mína og eldri börn Önnu, þau Sig- rúnu Ástu og Harald. Við Sig- rún Ásta héldum góðu sam- bandi á skólaárum okkar í Reykjavík og eftir að hún flutti aftur til Siglufjarðar og ég til Sauðárkróks. Eftir að Sigrún Ásta flutti til Reykjavíkur minnkaði samband okkar en jókst að sama skapi við Önnu. Aldrei fórum við Keli til Siglufjarðar án þess að heim- sækja Önnu bæði á Laugar- veginn og Fossveginn auk þess sem við töluðum saman í síma. Anna var einstök kona, hlý og notaleg, mikil húsmóðir og átti fallegt heimili. Öll handa- vinna lék í höndunum á henni og þar sem ég hef mikinn áhuga á handverki var alltaf gaman að hitta hana og sjá allt það fallega og fjölbreytta handverk sem hún bjó til. Eitt sinn var Anna í heim- sókn hjá okkur á Króknum og vinkona mín sýndi henni fallega hluti sem hún hafði útbúið úr bútasaumi. Ég held að þetta hafi verið upphafið að allri þeirri bútasaumsvinnu sem ligg- ur eftir hana. Má í því sambandi nefna öll rúmteppi fjölskyldu hennar, dúka, mottur undir jólatré, diskamottur, svuntur og ýmsa aðra hluti sem hún útbjó. Allt frá því að ég eignaðist börn hef ég notið gjafa Önnu. Öll jól fékk fjölskylda mín hand- unnar gjafir frá henni sem ég hafði unun af. Í sængurgjafir fengum við og dætur okkar handmáluð rúmföt og smekki sem Anna málaði og saumaði. Allt eru þetta einstakir dýrgrip- ir. Anna saumaði sérstaklega fallegar svuntur sem við Keli fengum í jólagjöf og ég keypti oft af henni slíkar svuntur til tækifærisgjafa. Anna var einstök vinkona, hlý og notaleg, sem á sérstakan stað í hjörtum fjölskyldu okkar. Anna fylgdist grannt með börn- um okkar og fjölskyldum þeirra. Sonur okkar, sem býr erlendis, var á ferðalagi ásamt erlendum vinum sínum á Siglu- firði og fannst nauðsynlegt að koma við hjá Önnu á Fossveg- inum. Hann þurfti aðeins að sjá hana, knúsa og sýna henni kær- ustuna sína. Þá sendu dætur okkar henni jólakort með mynd- um af börnunum. Alla tíð hringdi Anna á af- mælisdögum okkar Kela og finnst mér það lýsa vinarþeli hennar vel, en sjálf átti hún stóra fjölskyldu, mörg barna- börn og barnabarnabörn og stóran vinahóp. Við Keli hittum Önnu þrisvar í sumar. Við áttum góða tíma með henni í júní á Hornbrekku og enduðum með að horfa sam- an á undankeppni í fótbolta milli Tyrkja og Íslendinga þar sem Íslendingar unnu og skemmtum við okkur vel. Tvisvar hittum við Önnu á Sjúkrahúsinu á Akureyri og fylgdumst með henni í erfiðum veikindum hennar. Ég verð ævinlega þakklát fyrir vináttu Önnu og fjölskyldu hennar. Við Keli og fjölskylda okkar vottum Sigrúnu Ástu, Haraldi, Guðnýju og fjöl skyldum þeirra okkar innileg- ustu samúð. Lydia Jósafatsdóttir. Góð frænka er fallin frá. Kannski besta frænkan af mörgum góðum. Fyrir okkur sum batt hún saman flókin fjöl- skyldubönd og tengdi fjölbreyti- legar greinar stórrar ættar. Minnug á nöfn og ótal afmæl- isdaga og lét sér annt um fólkið sitt. Vegna hinnar glaðlegu og elskuríku lífsorku drógumst við að henni endalaust og eftir stendur tilfinningin um að Anna Vignis hafi verið sem miðdepill og kjarnakonan í ættinni okkar stóru sem jafnan hefur verið kennd við Sigríðarstaði í Fljót- um. Aðrir áberandi þættir í fari Önnu voru starfsorkan og sköp- unargleðin í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Það birtist helst í hinu fjölbreytilegasta handverki sem margir fengu að njóta. Meðal annarra persónuein- kenna Önnu var viljastyrkur og stolt sem kom fram í því að halda fast við sitt og segja skoð- un sína á skýran hátt. Og í ára- löngu heilsuleysi gaf Anna ekk- ert eftir í reisn sinni og sýndi æðruleysi sem við mörg gætum tekið til fyrirmyndar. Sumar fyrstu bernskuminn- ingar mínar eru tengdar því þegar Anna bjó hjá okkur í her- bergi á háloftinu heima á Eyrargötu 11 og var okkur Öldu sem kær stóra systir fremur en barnapía. Ein minn- ing hefur verið dýrmætari en aðrar en það var þegar Anna leiddi mig við hönd sér inn í danssalinn á Hótel Höfn þar sem hún steig upp á svið og æfði nokkur dægurlög með Gautlandsbræðrum. Þá var hún einn af nokkrum gestasöngvur- um hljómsveitarinnar sem stukku til á böllum og tóku nokkur lög væru þeir nálægir. Þetta var gaman að rifja upp á áttræðisafmæli Önnu fyrir nokkrum árum og færa henni gamla og óvænta hljóðupptöku þar sem ekki fór milli mála hve góð og örugg söngkona hún var. Það var mikið gleðiefni sem jafnvel hennar allra nánustu kom á óvart. Á kveðjustund er efst í huga þakklæti fyrir ástúðina, trygg- lyndið og gjafmildina í garð okkar Guðnýjar og barna okkar allra. Örlygur Kristfinnsson. Elskuleg vinkona okkar Anna Vignis lést 29. júlí síðastliðinn. Vinskapur okkar stóð í nokkra áratugi og áttum við vinkonurnar mjög mörg sameig- inleg áhugamál, s.s. bútasaum og alls konar aðra handavinnu. Við kölluðum okkur „Iðnu Lís- urnar“, þar sem hugmyndir urðu að veruleika hjá okkur svo til daglega. Oft var glatt á hjalla hjá okkur bæði heima og að heiman. Ekki má gleyma berja- ferðunum þar sem Anna mætti með sínar gómsætu pönnukökur ásamt fleira góðgæti. Mörg voru ferðalögin tengd bútasaumi, bæði innanlands og utan. Sóttum sýningar í Houston, Birmingham og Sta- bæk í Noregi, einnig sauma- helgar vítt og breitt um landið. Minnisstæðust er samt afmælis- ferðin þegar Anna varð 70 ára, haldið var upp á afmælið í Reykjavík á afmælisdaginn, daginn eftir var ferðinni heitið til Birmingham á bútasaums- sýningu og hélt afmælisveislan áfram alla daga ferðarinnar. Blessuð sé minning góðrar vinkonu og þökkum allar fallegu minningarnar í gegnum vinskap okkar á liðnum árum. Magna Salbjörg Sigbjörnsdóttir Kolbrún Símonardóttir. Anna Vignis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.