Morgunblaðið - 09.08.2019, Page 76
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is
laugardaga og sunnudaga 12-18
mánudaga - föstudaga 11-18:30
af borðstofu-
húsgögnum og
borðbúnaði
8. - 19. ágúst
20-40%
Plan-B samtímalistahátíðin hófst í
Borgarnesi í gær en á henni er sjón-
um beint að samtímalist og samtali
milli ólíkra miðla. Hátíðin stendur
yfir til og með 11. ágúst og meðal
viðburða er opnun sýningar í dag kl.
18 í húsnæði Arion banka á Digra-
nesgötu 2. Þar sýna m.a. Magnús
Logi Kristinsson, Birgir Sigurðsson,
Elín Anna Þórisdóttir, Sindri Leifs-
son, Sigríður Soffía Níelsdóttir og
Helgi Már Kristinsson.
Plan-B í Borgarnesi
FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 221. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Ný leiktíð í ensku úrvalsdeildinni
í fótbolta hefst á Anfield í kvöld
þegar Liverpool tekur á móti ný-
liðum Norwich. Manchester Unit-
ed mætir Chelsea í stórleik 1.
umferðarinnar. Manchester City
og Liverpool þykja líklegust til að
berjast aftur um titilinn eftir að
hafa lítið eða ekkert breytt sínum
leikmannahópum í sumar. »63
Hvaða lið stendur
uppi sem meistari?
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Hamingjan við hafið nefnist ný bæj-
ar- og fjölskylduhátíð í Þorlákshöfn
sem hófst á þriðjudaginn og
lýkur á sunnudag. Dag-
skráin nær hápunkti í
kvöld með stórtónleikum
í Skrúðgarðinum þar
sem fram koma No
Sleep, GDRN,
Daði Freyr og
Baggalútur
ásamt
leynigesti.
Aðgangur
er ókeyp-
is.
Hamingjan við hafið
nær hápunkti sínum
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Feðgin úr Landeyjum leika og
syngja fyrir fólk víða úr veröldinni
sem nú er samankomið á heims-
meistaramóti íslenskra hestsins sem
þessa dagana er haldið í Berlín í
Þýskalandi. Fjölbreytnin er ráðandi
á söngskrá feðginanna Hlyns Snæs
Theódórssonar, bónda á Voðmúla-
stöðum, og Sæbjargar Evu dóttur
þeirra Guðlaugar Bjarkar Guðlaugs-
dóttur, en þau hafa gert garðinn
frægan á heimaslóðum sínum og eru
með tónlistarflutning á ýmsum
mannamótum þar.
Hestamannalög og
þýðverskir slagarar
„Heimsmeistaramótið er mikil há-
tíð og þar stígur fólk ekki á svið
nema hafa undirbúið sig vel. Við
feðginin höfum æft stíft að und-
anförnu,“ segir Hlynur Snær, bóndi
á Voðmúlastöðum. Þau feðgin sungu
í tjaldi Íslandsstofu á heimsmeist-
aramótinu í gærkvöldi, fimmtudag,
og verða þar einnig í kvöld og annað
kvöld. Með þeim feðginum ytra verð-
ur Erlendur Árnason tamn-
ingamaður, sveitungi þeirra frá bæn-
um Skíðbakka. Sá hefur þýskuna vel
á valdi sínu og mun syngja nokkra
þýðverska slagara. Íslenskt verður
þó í aðalhlutverki, svo sem hest-
mannalögin Á Sprengisandi og Ríð-
um sem fjandinn.
Af íslenskum lögum sem kallast
geta fastar stærðir og sungin eru á
HM nú má svo nefna Ég er kominn
heim, einkennislag íslenska lands-
liðsins í knattspyrnu. Hermt er að
Eyfellingurinn Jón Sigurðsson
bankamaður sem samdi textann hafi
haft Eyjafjallajökul í huga þegar
sungið um jökullinn sem logar, og
slíkt hefur Hlynur Snær og Sæbjörg
Eva oft séð gerast. „Héðan frá Voð-
múlastöðum blasir jökullinn við út
um eldhúsgluggann og auðvitað
munum við því syngja þetta fallega
lag sem margir kunna,“ segir Hlynur
sem á sitt hálfa líf í tónlistinni. Hefur
lengi sungið með kórum og í verið
trúbador, og syngur meðal annars
eigin lög. Má þar nefna lag við ljóð
Gísla Gíslasonar á Uppsölum og Óm-
ars Ragnarssonar Bæn einstæðings-
ins. Lagið kom út í vor í flutningi
feðginanna og er aðgengilegt meðal
annars á Spotify og á YouTube.
Forréttindi með pabba
Eftir að Hlynur og Sæbjörg Eva
fóru að starfa má tala um dúett og sá
kemur fram við ýmis tilefni. Má þar
nefna að á dögunum voru þau kölluð
inn í Þórsmörk til að syngja fyrir er-
lendan ferðamannahóp á björtu ís-
lensku sumarkvöldi.
„Mér finnast forréttindi að vera
með pabba í tónlistinni,“ segir Sæ-
björg Eva sem er tvítug. Hún var
lengi í tónlistarnámi og lærði á þver-
flautu, sem hún leikur gjarnan á þeg-
ar þau feðginin koma fram saman.
„Ég söng áður en ég talaði en var
feimin við að koma fram. Fyrir
þremur árum taldi ég í mig kjarkinn
og fór á sviðið sem var ekkert mál.
Síðan þá hefur margt skemmtilegt
gerst og heimsmeistaramót íslenska
hestsins eru mikið ævintýri.“
Ljósm/Guðlaug Björk
Söngfuglar Sæbjörg Eva og Hlynur Snær í Þórsmörk á dögunum þar sem þau tóku lagið fyrir erlenda túrista.
Syngja fyrir heiminn
Feðginin á Voðmúlastöðum í Landeyjum taka lagið á HM
íslenska hestsins í Berlín Þau hafa oft séð jökulinn loga