Morgunblaðið - 10.08.2019, Page 11

Morgunblaðið - 10.08.2019, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2019 Alls bárust sjö tilboð í lengingu norðurgarðs hafnarinnar í Ólafs- vík, en til stendur að lengja hann um 80 metra. Vegagerðin, fyrir hönd hafnar- stjórnar Snæfellsbæjar, auglýsti verkið í vor. Tilboð voru opnuð 4. júní. Aðeins barst eitt tilboð, frá Suðurverki í Kópavogi, 226 millj- ónir. Það var 80% yfir áætluðum verktakakostnaði. Þessu tilboði var hafnað og verkið auglýst á ný. Til- boð í seinna skiptið voru opnuð 30. júlí og bárust þá sjö umslög með til- boðum. Grjótverk ehf. á Hnífsdal bauð lægst, 147 milljónir. Er það 15% yfir áætluðum verktakakostn- aði, sem er 128 milljónir. Verkið felur í sér útlögn grjóts og kjarna, samtals 36 þúsund rúm- metra, og upptekt og endurröðun um tvö þúsund rúmmetra efnis. Til stóð að verkinu yrði lokið fyrir 1. desember nk. en verklokum hefur verið seinkað til 1. september 2020. sisi@mbl.is Mörg tilboð fengust í annarri tilraun Skoðið laxdal.is Skipholti 29b • S. 551 4422 LAXDAL SUMARSALAN ÚTSÖLULOK VERÐHRUN 60-70% afsláttur + Ýmsir aukaglaðningar gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is ÚTSALA - VERÐHRUN 60-80% afsláttur Ísafjörður, mánudaginn 12. ágúst. Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði, klukkan 20:00. Fundarstjóri: Einar Kristinn Guðfinnsson, fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis. Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnir þróun, stöðu og áskoranir í peninga- og efnahagsmálum við lok 10 ára skipunartíma hans á opnum fundum: Markmið, árangur og áskoranir Fundir með Má Guðmundssyni seðlabankastjóra Akureyri, þriðjudaginn 13. ágúst. Hof, klukkan 17:00 Fundarstjóri: Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra. Neskaupstaður, miðvikudaginn 14. ágúst. Egilsbúð, klukkan 20:00 Fundarstjóri: Smári Geirsson kennari og fyrrum formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Árborg, mánudaginn 19. ágúst. Hótel Selfoss, klukkan 12:00 Fundarstjóri: Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra. Skúli Mogensen og félög tengd hon- um gera 3,8 milljarða króna kröfur í þrotabú WOW air. Þetta kemur fram í kröfuskrá þrotabúsins, sem mbl.is hefur undir höndum. Sjálfur gerir Skúli tvær kröfur, sem hljóða sam- anlagt upp á 797 milljónir króna, en þar að auki gera félög hans, Títan fjárfestingarfélag ehf. og TF KEF ehf., milljarðakröfur í búið. Tæplega sex þúsund einstaklingar og lögaðilar gera kröfur í þrotabúið og nema þær rúmum 138 milljörðum króna. Forgangskröfur í búið eru um fimm milljarðar króna en undir þær falla vangreidd laun og iðgjald í líf- eyrissjóði. Talið er að virði eigna þrotabúsins dugi ekki upp í forgangs- kröfurnar, hvað þá aðrar. Stærstu kröfuhafar eru flugvéla- leigusalar. CIT Aerospace gerir 53 milljarða króna kröfu í búið, ALC, fé- lagið sem stóð í deilum við Isavia um kyrrsetningu vélar á Keflavíkurflug- velli á dögunum, gerir 9 milljarða og tveir aðrir leigusalar, Sog Aviation og Tungnaa Aviation, gera kröfur upp á um þrjá milljarða hvor. Þá hljóðar krafa flugvélahreyflaframleiðandans Rolls Royce upp á 22 milljarða króna- .Meðal annarra stórra kröfuhafa má nefna ríkisskattstjóra með 3,8 millj- arða króna kröfu, Umhverfisstofnun með 850 milljóna kröfu, Höfðavík ehf., leigusala fyrirtækisins í Katrín- artúni, með kröfur upp á tæpar 470 milljónir króna, og Isavia með kröfur upp á 2,2 milljarða.Ýmissa grasa kennir í kröfuskránni. Þannig gerir þýska sambandslögreglan 69 milljóna króna kröfu í búið og Foreldrafélag Lauganesskóla gerir 636 þúsund króna kröfu. Nær sex þúsund gera kröfu í þrotabú WOW Wow air Stærstu kröfuhafar í þrotabúið eru flugvélaleigusalar. CIT Aero- space gerir 53 milljarða króna kröfu og ALC gerir 9 milljarða kröfu.  Skúli Mogensen fyrrverandi forstjóri gerir 3,8 milljarða kröfu Löngu dauðan grindhval rak á fjörur í Seltjörn yst á Seltjarn- arnesi á fimmtudaginn. Sérfræð- ingar frá Hafrannsóknastofnun fóru, skáru kjötbita úr hræinu til erfðasýnis og mældu hræið. Það var mjög úldið og ekki þótti ástæða til að aðhafast meira. Að sögn Þorvalds Gunnlaugs- sonar, annars sérfræðinganna, leit hræið út fyrir að hafa rekið annars staðar á land, ratað aftur út á haf og síðan rekið á land við Seltjörn. Svo illa farið var það. Frá Löngufjörum Þorvaldur taldi ekki útilokað að þessi grindhvalur hafi verið einn af þeim sem rak á land við Löngu- fjörur fyrir nokkrum vikum. Þá hafi hræ hans velkst um í hafinu um smá tíma nú og hafði að endingu ratað á Seltjarnarnes. Þetta er þó bara getgáta. Einnig við Garðabæ Annan hval rak upp í fjöru í Garðabæ í gær, trúlega hval úr sama hópi. Enn á þó eftir að kanna hvernig straumarnir hafa legið, svo vita megi hvaðan þeir eru að koma. Vestan af Seltjörn á Seltjarn- arnesi er nokkur umferð af hvala- skoðunarskipum og gúmmíbátum, enda skjóta reglulega þar upp koll- inum hvalavöður og höfrungar. Höfrung rak á land á sama stað á Seltjarnarnesi í fyrra. Hvalrekar á Seltjarnarnesi og í Garðabæ Þrátt fyrir að framkvæmdum við eina af þremur álmum Fossvogs- skóla ljúki ekki fyrr en í lok nóv- ember munu allir nemendur skól- ans hefja þar nám í lok ágúst. Næst það meðal annars með breytingum á bókasafni sem skapar betri nýt- ingu á skólahúsnæðinu. Þetta kem- ur fram í pósti Aðalbjargar Inga- dóttur, skólastjóra Fossvogsskóla, til foreldra nemenda við skólann. Á síðasta skólaári var greint frá mygluskemmdum á skólahúsnæð- inu og þurfti að fara í víðtækar lag- færingar á öllum þremur álmum skólans.Vegna þeirrar vinnu var á fjórða hundrað nemendum skólans fundin aðstaða í höfuðstöðvum KSÍ og í Þróttaraheimilinu í Laugardal. Voru nemendur fluttir með rútum. Allir nemendurnir verða í Fossvogsskóla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.