Morgunblaðið - 10.08.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.08.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2019 Alls bárust sjö tilboð í lengingu norðurgarðs hafnarinnar í Ólafs- vík, en til stendur að lengja hann um 80 metra. Vegagerðin, fyrir hönd hafnar- stjórnar Snæfellsbæjar, auglýsti verkið í vor. Tilboð voru opnuð 4. júní. Aðeins barst eitt tilboð, frá Suðurverki í Kópavogi, 226 millj- ónir. Það var 80% yfir áætluðum verktakakostnaði. Þessu tilboði var hafnað og verkið auglýst á ný. Til- boð í seinna skiptið voru opnuð 30. júlí og bárust þá sjö umslög með til- boðum. Grjótverk ehf. á Hnífsdal bauð lægst, 147 milljónir. Er það 15% yfir áætluðum verktakakostn- aði, sem er 128 milljónir. Verkið felur í sér útlögn grjóts og kjarna, samtals 36 þúsund rúm- metra, og upptekt og endurröðun um tvö þúsund rúmmetra efnis. Til stóð að verkinu yrði lokið fyrir 1. desember nk. en verklokum hefur verið seinkað til 1. september 2020. sisi@mbl.is Mörg tilboð fengust í annarri tilraun Skoðið laxdal.is Skipholti 29b • S. 551 4422 LAXDAL SUMARSALAN ÚTSÖLULOK VERÐHRUN 60-70% afsláttur + Ýmsir aukaglaðningar gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is ÚTSALA - VERÐHRUN 60-80% afsláttur Ísafjörður, mánudaginn 12. ágúst. Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði, klukkan 20:00. Fundarstjóri: Einar Kristinn Guðfinnsson, fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis. Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnir þróun, stöðu og áskoranir í peninga- og efnahagsmálum við lok 10 ára skipunartíma hans á opnum fundum: Markmið, árangur og áskoranir Fundir með Má Guðmundssyni seðlabankastjóra Akureyri, þriðjudaginn 13. ágúst. Hof, klukkan 17:00 Fundarstjóri: Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra. Neskaupstaður, miðvikudaginn 14. ágúst. Egilsbúð, klukkan 20:00 Fundarstjóri: Smári Geirsson kennari og fyrrum formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Árborg, mánudaginn 19. ágúst. Hótel Selfoss, klukkan 12:00 Fundarstjóri: Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra. Skúli Mogensen og félög tengd hon- um gera 3,8 milljarða króna kröfur í þrotabú WOW air. Þetta kemur fram í kröfuskrá þrotabúsins, sem mbl.is hefur undir höndum. Sjálfur gerir Skúli tvær kröfur, sem hljóða sam- anlagt upp á 797 milljónir króna, en þar að auki gera félög hans, Títan fjárfestingarfélag ehf. og TF KEF ehf., milljarðakröfur í búið. Tæplega sex þúsund einstaklingar og lögaðilar gera kröfur í þrotabúið og nema þær rúmum 138 milljörðum króna. Forgangskröfur í búið eru um fimm milljarðar króna en undir þær falla vangreidd laun og iðgjald í líf- eyrissjóði. Talið er að virði eigna þrotabúsins dugi ekki upp í forgangs- kröfurnar, hvað þá aðrar. Stærstu kröfuhafar eru flugvéla- leigusalar. CIT Aerospace gerir 53 milljarða króna kröfu í búið, ALC, fé- lagið sem stóð í deilum við Isavia um kyrrsetningu vélar á Keflavíkurflug- velli á dögunum, gerir 9 milljarða og tveir aðrir leigusalar, Sog Aviation og Tungnaa Aviation, gera kröfur upp á um þrjá milljarða hvor. Þá hljóðar krafa flugvélahreyflaframleiðandans Rolls Royce upp á 22 milljarða króna- .Meðal annarra stórra kröfuhafa má nefna ríkisskattstjóra með 3,8 millj- arða króna kröfu, Umhverfisstofnun með 850 milljóna kröfu, Höfðavík ehf., leigusala fyrirtækisins í Katrín- artúni, með kröfur upp á tæpar 470 milljónir króna, og Isavia með kröfur upp á 2,2 milljarða.Ýmissa grasa kennir í kröfuskránni. Þannig gerir þýska sambandslögreglan 69 milljóna króna kröfu í búið og Foreldrafélag Lauganesskóla gerir 636 þúsund króna kröfu. Nær sex þúsund gera kröfu í þrotabú WOW Wow air Stærstu kröfuhafar í þrotabúið eru flugvélaleigusalar. CIT Aero- space gerir 53 milljarða króna kröfu og ALC gerir 9 milljarða kröfu.  Skúli Mogensen fyrrverandi forstjóri gerir 3,8 milljarða kröfu Löngu dauðan grindhval rak á fjörur í Seltjörn yst á Seltjarn- arnesi á fimmtudaginn. Sérfræð- ingar frá Hafrannsóknastofnun fóru, skáru kjötbita úr hræinu til erfðasýnis og mældu hræið. Það var mjög úldið og ekki þótti ástæða til að aðhafast meira. Að sögn Þorvalds Gunnlaugs- sonar, annars sérfræðinganna, leit hræið út fyrir að hafa rekið annars staðar á land, ratað aftur út á haf og síðan rekið á land við Seltjörn. Svo illa farið var það. Frá Löngufjörum Þorvaldur taldi ekki útilokað að þessi grindhvalur hafi verið einn af þeim sem rak á land við Löngu- fjörur fyrir nokkrum vikum. Þá hafi hræ hans velkst um í hafinu um smá tíma nú og hafði að endingu ratað á Seltjarnarnes. Þetta er þó bara getgáta. Einnig við Garðabæ Annan hval rak upp í fjöru í Garðabæ í gær, trúlega hval úr sama hópi. Enn á þó eftir að kanna hvernig straumarnir hafa legið, svo vita megi hvaðan þeir eru að koma. Vestan af Seltjörn á Seltjarn- arnesi er nokkur umferð af hvala- skoðunarskipum og gúmmíbátum, enda skjóta reglulega þar upp koll- inum hvalavöður og höfrungar. Höfrung rak á land á sama stað á Seltjarnarnesi í fyrra. Hvalrekar á Seltjarnarnesi og í Garðabæ Þrátt fyrir að framkvæmdum við eina af þremur álmum Fossvogs- skóla ljúki ekki fyrr en í lok nóv- ember munu allir nemendur skól- ans hefja þar nám í lok ágúst. Næst það meðal annars með breytingum á bókasafni sem skapar betri nýt- ingu á skólahúsnæðinu. Þetta kem- ur fram í pósti Aðalbjargar Inga- dóttur, skólastjóra Fossvogsskóla, til foreldra nemenda við skólann. Á síðasta skólaári var greint frá mygluskemmdum á skólahúsnæð- inu og þurfti að fara í víðtækar lag- færingar á öllum þremur álmum skólans.Vegna þeirrar vinnu var á fjórða hundrað nemendum skólans fundin aðstaða í höfuðstöðvum KSÍ og í Þróttaraheimilinu í Laugardal. Voru nemendur fluttir með rútum. Allir nemendurnir verða í Fossvogsskóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.