Morgunblaðið - 20.08.2019, Side 8

Morgunblaðið - 20.08.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2019 ALLTAF KLÁRT Í ÞRIFINAJAX NÚ FÆRÐU AJAX með matarsóda og sítrónu og AJAX með ediki og eplum Hjálpar þérað gera heimiliðskínandi hreint Óli Björn Kárason alþingismaðurfékk í liðinni viku langt svar frá utanríkisráðherra við fyrirspurn í fjórtán liðum um orkupakka og tengd mál. Síðasta svarið vekur at- hygli, ekki síst vegna þess að svarið sárvantaði. Óli Björn spurði: „Hafa EFTA-löndin komið að undirbúningi fjórða orkupakka ESB sem nú er unnið að? Hvaða sjónar- miðum hafa íslensk stjórnvöld komið þar á framfæri? Hvaða meginbreytingar kunna að verða á regluverki orku- markaðarins þegar og ef fjórði orku- pakkinn verður inn- leiddur?“    Utanríkisráð-herra svaraði þessu ekki en rakti eitthvað um gerðir sem birtar hafa verið og aðrar sem ekki hafa verið samþykktar og birtar. Þá sagði hann íslensk stjórnvöld „fylgj- ast náið með þróun framangreindra mála“ og að náið samstarf sé við „norsk stjórnvöld þegar kemur að orkumálum almennt“ sem óhætt er að segja að sé ekki mjög gæfulegt, auk þess sem það svarar í engu því sem spurt var um.    Það hlýtur að vera mikið umhugs-unarefni fyrir þingmenn sem nú hafa sett sig í stellingar að ana út í ógöngur þriðja orkupakkans þegar utanríkisráðherra getur engin svör gefið við því hvað komi í fjórða orku- pakkanum. Ef við erum skyldug til að samþykkja þriðja pakkann – eins og sumir halda fram en við erum ekki – þá hljótum við með sama hætti að verða að kyngja þeim fjórða.    Hafi fyrirspurnin verið til ein-hvers þá hlýtur svona ekki- svar að skipta máli. Óli Björn Kárason Skiptir ekki-svarið ekki máli? STAKSTEINAR Guðlaugur Þór Þórðarson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Steinar Farestveit, fyrrverandi yfirverk- fræðingur Stokk- hólmsborgar, andaðist í Stokkhólmi 6. ágúst, 84 ára að aldri. Hann fæddist á Hvammstanga 5. maí 1935. Foreldrar hans voru hjónin Einar Farestveit (1911- 1994), forstjóri í Reykjavík, ættaður frá Modalen í Hörða- landi í Noregi, og Guð- rún Sigurðardóttir (1915-1996) frá Hvammstanga. Guðrún var dóttir Sigurðar Pálmasonar, kaupmanns á Hvammstanga, frá Æsustöðum í Langadal, og Steinvarar Benónýs- dóttur frá Breiðabólstað í Vestur- hópi. Steinar fluttist með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur 1943. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1955 sem dúx í stærð- fræðideild, hóf síðan nám við Nordisk Teknisk Högskola í Þrándheimi í Noregi og lauk þaðan prófi 1959 sem byggingaverkfræðingur (MSc) með vega- og mannvirkjahönnun sem sér- svið. Að lokinni útskrift réðst hann sem sérfræðingur til gatna- og vega- máladeildar Stokkhólmsborgar og veitti forstöðu þeirri deild sem ann- aðist uppbyggingu á jarð- lestakerfi borgarinnar. Árið 1964 fór Steinar til starfa hjá verk- fræðistofunni AB Samu- elsson og Bonnier við undirbúning flókinna vegamannvirkja sem byggð voru í Stokkhólmi. Árið 1967 réð hann sig svo aftur til gatna- og vegamáladeildar Stokk- hólms til að hafa yfir- umsjón með fram- kvæmdum við jarðlesta- kerfi borgarinnar. Árið 1990 var Steinar svo skipaður yfirverkfræðingur allra mannvirkja sem unnið var að á vegum borgarinnar ásamt uppbyggingu jarðlestakerfisins. Árið 1992 var verkfræðiskrifstofu Stokkhólmsborgar breytt í einka- fyrirtækið Stockholms Konsult AB. Steinar tók þá við sem yfirmaður mannvirkjahönnunar þar. Steinar kvæntist Karen Bersås (f. 1938) árið 1959 í Þrándheimi. Þau skildu. Börn þeirra eru Stefan, f. 1962, Tomas, f. 1966, Jessica, f. 1971, og Hanna, f. 1976. Sambýliskona Steinars til þrjátíu ára er Cecilia Wenner. Útför Steinars verður gerð frá Ekerö-kirkju í Stokkhólmi 5. september. Andlát Steinar Farestveit Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Rafmagn til að kveikja á sex ljósa- perum í rúmlega 20 fm sameiginlegu geymsluhúsnæði kostar eigendur fjögurra húsa sem tengjast saman samtals 40 kr. á ári eða 10 kr. á eign. Til viðbótar greiða eigendur sam- eiginlega 12.976 kr. í mælagjald á ári. Þetta kemur fram á reikningi sem Morgunblaðið fékk frá íbúa í einu húsinu. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum, sem selja rafmagnið, er viðskiptavinum í sjálfsvald sett hvernig uppbygging rafmagnstaflna er í hverju húsi. En hver tenging til almennrar notkunar kostar 35,65 krónur með virðisaukaskatti á dag. Þessari fjárhæð er ætlað að standa undir kostnaði við mæli, almenna umsjón með tengingunni og reikn- ingagerð. Í svari Veitna kemur fram að hús- ráðendur geti losnað við mæla með því að tengja inn á aðra mæla eins og henti hverjum og einum. Löggiltan rafvirkja þurfi til þess að gera breyt- ingar á töflu og skila mæli til Veitna. Að sögn Veitna skiptist verðskrá hennar í marga ólíka taxta en fast gjald nemur um 15 til 18% af heild- artekjum rafveitu. Misjöfn notkun rafmagns milli mánaða getur breytt hlutfallinu. Fast gjald 324% hærra en notkunin  Notkun á sex ljósaperum kostar 40 kr. á ári en kostnaður við mæli 12.976 kr. Morgunblaðið/Einar Falur Rafmagn Þægindi kosta heimili sitt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.