Morgunblaðið - 20.08.2019, Side 10

Morgunblaðið - 20.08.2019, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2019 Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur Brautarholti 24 • 105 Reykjavík • S.: 562 6464 • henson@henson.is SENNILEGA FJÖLHÆFASTA FATAFRAMLEIÐSLUFYRIRTÆKI ÍSLANDS OG ÞÓ AÐ VÍÐAR VÆRI LEITAÐ! • FLOTTUSTU BÚNINGARNIR. • ÞÍNAR SÉR ÓSKIR UM FJÖLBREYTTA FRAMLEIÐSLU EÐA MERKINGAR. • 846 BLS BÆKLINGUR Á HEIMASÍÐUNNI HENSON.IS TIL MERKINGA EÐA EKKI. SÍÐAN 1969 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Líklega voru litlir sem engir jöklar hér á landi snemma á yfirstandandi hlýskeiði, fyrir um 5.000-8.000 árum. Svo uxu jöklarnir fram þegar kólnaði og hafa verið mjög breytilegir að stærð síðan land byggðist, að sögn Tómasar Jóhannessonar, fagstjóra á sviði jöklafræði hjá Veðurstofu Ís- lands. Sem kunnugt er var jökullinn Ok kvaddur formlega um síðustu helgi. Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur sem fylgst hefur með íslenskum jökl- um áratugum saman, sagði í janúar 2014 í samtali við Morgunblaðið að Ok væri þá líklega úr sögunni sem jökull. Tómas sagði að þegar landið var numið hefðu jöklarnir verið miklu minni en þeir urðu síðar með kóln- andi loftslagi. Þeir hafa bæði hopað og stækkað í aldanna rás í takti við ríkjandi hita á hverjum tíma. Svonefnd jafnvægislína er neðri mörk þess svæðis þar sem snjór situr eftir að hausti. Neðan við hana bráðnar yfirleitt allur snjór að sumri. Línan liggur nú á 1.100 til 1.400 m y.s. bili á jöklum í grenndinni við Ok í flestum árum og er því rétt um efsta punkt Oks sem er um 1.200 metrar að hæð. Eiríksjökull nær hins vegar upp í 1.675 metra hæð, Snæfells- jökull í 1.446 metra, Langjökull í um 1.400 metra og Þórisjökull í um 1.330 metra hæð. Þegar hlýnar færist jafnvægis- línan ofar og bráðnunin nær hærra á sumrin. Fyrir hverja einnar gráðu hlýnun færist jafnvægislínan upp um rúmlega 100 metra. Milli 1980 og 1990 var fremur kalt hér á landi, eða um tveimur gráðum kaldara en nú, og þá var jafnvægislínan langt neðan við það sem nú er. „Hlýindin 1930-1940, þegar var ámóta hlýtt hér og er nú, voru fyrst og fremst bundin við Norður- Atlantshafssvæðið. Ekkert benti til þess að þau væru varanleg og ekki voru sambærileg hlýindi annars staðar á jörðinni,“ sagði Tómas. „Við teljum okkur vita að skýringin á hlý- indunum núna, sem ná til allrar jarðarinnar, sé fyrst og fremst upp- söfnun á koltvísýringi (CO2) í and- rúmsloftinu. Hún gengur ekki til baka nema hafin verði gríðarleg vinnsla og förgun á koltvísýringi úr andrúmsloftinu, eins og rætt er um að gera á Hellisheiði. Það er nokkurn veginn ljóst að koltvísýringur í and- rúmslofti mun halda áfram að aukast á næstu áratugum. Því eru horfur á áframhaldandi hlýnun.“ Tómas sagði að ef hlýnaði um aðr- ar tvær gráður á yfirstandandi öld, eins og margar spár gera ráð fyrir, myndi jafnvægislínan færast enn hærra eða um meira en 200 metra. „Þá verður hún komin upp fyrir efsta punkt á Langjökli og Þórisjökli. Snæfellsjökull mun þá missa stóran hluta af sínu ákomusvæði,“ sagði Tómas. Hann sagði að hlýnun á okk- ar slóðum síðasta aldarfjórðung hefði verið mun hraðari en nokkrar spár um loftslagsbreytingar gerðu ráð fyrir. Líklega hefði náttúruleg hlýn- un og hlýnun af mannavöldum lagst saman og valdið þessari hröðu hlýn- un. Mögulega gæti hægt tímabundið á hlýnuninni en gert væri ráð fyrir að næstu áratugi myndi hlýna enn meira bæði hjá okkur og annars stað- ar á jörðinni. Þá yrði framtíð enn fleiri íslenskra jökla í hættu. Morgunblaðið/RAX Jöklar Fremst er Ok, sem var jökull en er það ekki lengur. Í baksýn er horft til Þórisjökuls, sem gæti einnig horfið líkt og fleiri íslenskir jöklar ef loftslag heldur áfram að hlýna eins og spáð er. Hlýrra loftslag ógnar framtíð jökla  Gert er ráð fyrir aukinni hlýnun næstu áratugi  Við það ná sumarleysingar hærra upp á jöklana Marglytturnar, í samstarfi við Bláa herinn, ætla að hreinsa fjörur í Mel- vík við Grindavík á morgun, mið- vikudag, frá kl. 18-20. Forseti Ís- lands, Guðni Th. Jóhannesson, mun taka þátt í fjöruhreinsuninni en all- ir eru boðnir velkomnir sem vett- lingi geta valdið. Marglytturnar munu synda boð- sund yfir Ermarsund í byrjun september til að vekja athygli á plastmengun í hafi og safna um leið áheitum fyrir Bláa herinn, sem hef- ur staðið að strandhreinsunum, hvatningu og vitundarvakningu í 24 ár, segir í tilkynningu. Áður en út er haldið munu þær leggja sitt af mörkunum og bjóða landsmönnum með sér í strandhreinsun. Mölvík er þörungafjara stutt frá Grindavík. Ekið er vestur Nesveg nr. 425 í átt að Mölvík, farið framhjá afleggjara að Brimkatli og ekið niður næsta afleggjara. Marglyttur hreinsa fjörur við Grindavík Morgunblaðið/Árni Sæberg Sjósund Marglytturnar að koma úr sundi með Guðna forseta á dögunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.