Morgunblaðið - 20.08.2019, Side 11

Morgunblaðið - 20.08.2019, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2019 Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | Opið virka daga kl. 10-18, lokað um helgar í sumar Sundföt frá Elomi Misty Verð 7.890 kr. Verð 4.750 kr. Verð 7.890 kr. Verð 4.990 kr. Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Verðhrun Aðeins 7 verð kr. 1.000-7.000 Allar útsölubuxur kr. 3.900 eða minna Allra síðustu dagarnir á útsölunni Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Ég tel svar heilbrigðisráðherra við spurningu Oddnýjar G. Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, um áform ráð- herra að eyða biðlistum eftir greiningu og þjónustu barna með ADHD, vera reiðarslag og mikil vonbrigði,“ segir Gyða Haralds- dóttir, forstöðumaður Þroska- og hegðunarstöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í svari til Oddnýjar kemur fram að fjárveitingar til Þroska- og hegðunarstöðvar hafi verið auknar um 60 milljónir á ári frá 2016 í því skyni að stytta biðtíma eftir grein- ingu barna að 18 ára aldri. Það hafi ekki tekist. Í ljósi þess telur heilbrigðisráðherra að skoða þurfi aðra þætti sem geti haft áhrif á þjónustu, biðlista og biðtíma. Hug- myndir Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra falla í grýttan jarðveg ADHD-samtakanna og Þroska- og hegðunarstöðvar, en þær ganga út á að geðheilsuteymi í öllum heilbrigðisumdæmum landsins muni stytta biðtíma greiningar á ADHD í framtíðinni. Lýsir vanþekkingu Gyða segist ekki átta sig á því hvernig hugmyndir heilbrigðis- ráðherra muni stytta biðlista eftir greiningu. 1. stigið, eða frum- greining, fari fram hjá skólasál- fræðingum, 2. stigið, greining og ráðgjöf, fari fram hjá Þroska- og hegðunarstöð fyrir börn yngri en 18 ára og hjá ADHD teymi á Landspítala fyrir fullorðna. 3. stig þjónustu fari fram á sjúkrahúsum, Barna- og unglingageðdeild og Greiningarstöð ríkisins. „Mér er ekki kunnugt um að greining hafi farið fram á heilsu- gæslustöðvum hingað til. Það lýsir að mínu mati vanþekkingu heil- brigðisráðherra að setja slíkar hugmyndir fram í svari um leiðir til að stytta biðlista 400 barna sem bíða þurfa í allt að 12 til 14 mán- uði eftir greiningu,“ segir Gyða og bætir við að skilningleysið sem komi fram í svari ráðherra geri það að verkum að starfsfólk hrein- lega velti því fyrir sér hvort bar- áttan sé vonlaus og hugsanlega ekkert annað í stöðunni en að loka á biðlistana og hætta að taka við fleiri umsóknum. Þannig myndi saxast af biðlistanum og hann minnka. Gyða segir slíkt vera neyðar- lausn. Hún segir að fleiri börn með þyngri og flóknari vanda komi nú til greiningar, en hjá börnum sem sé vísað í greiningu sé búið að reyna ýmis önnur úr- ræði. Það eina sem bæta myndi ástandið væri að fjölga starfs- mönnum Þroska- og hegðunar- stöðvar, en þar starfa nú 25 manns. Þannig væri hægt að veita mannsæmandi þjónustu. Gyða segir að það taki á börnin og for- eldra þeirra að bíða lengi eftir greiningu og aðstoð í kjölfarið. Það taki líka á starfsmenn að geta ekki sinnt börnunum sem skyldi og taka við símtölum frá grátandi foreldrum. Ástandið verra en tölur sýna Hrannar Björn Arnarsson, framkvæmdastjóri ADHD samtak- anna, segir mikilvægt að fá stað- festingu á að ástandið sé eins slæmt og raun ber vitni. Hann segir samtökin finna nánast dag- lega fyrir erfiðleikum foreldra og fullorðinna einstaklinga með að komast í greiningu. Ástandið sé verra en komi fram í svari heil- brigðisráðherra, þar sem 556 full- orðin voru á biðlista eftir grein- ingu og þjónustu í byrjun júní hjá ADHD-teymi Landspítala. Þeir sem leiti annað og þeir sem leiti ekki eftir þjónustu séu ekki inni í tölu heilbrigðisráðherra en biðtími fullorðinna eftir greiningu geti verið allt að tvö ár. Svar heilbrigðisráð- herra vonbrigði  400 börn og 556 fullorðnir á biðlista eftir ADHD-greiningu Morgunblaðið/Eggert Bið Ekki er gott fyrir börn né fullorðna að bíða lengi eftir greiningu og þjónustu vegna ADHD. Tæplega 1.000 börn og fullorðnir bíða þjónustu. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Tímabilið janúar til júlí 2019 voru um- sóknir um hæli hér á landi alls 444 og eru umsækjendur af um 60 þjóð- ernum. Er fjöldi umsókna nokkuð meiri nú en á sama tímabili í fyrra þegar 370 hælisumsóknir bárust. Fjölmennastir eru umsækjendur frá Írak (74), Venesúela (46) og Afg- anistan (36), en hlutfall umsókna frá svokölluðum öruggum uppruna- ríkjum er nú nokkuð lægra en á síð- asta ári. Þórhildur Ósk Hagalín, upp- lýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, segir það nýlundu að svo margir sæki um hæli frá Venesúela. „Ef frá eru taldir þeir sem koma frá öruggum upprunaríkjum hefur fólk frá Írak alltaf verið fjölmennasti hópurinn. Nú er fólk frá Venesúela aftur á móti mjög fjölmennur hópur, mun fjölmennari nú en undanfarin ár, og skýrist það eflaust af stjórnmála- ástandinu þar í landi,“ segir Þórhild- ur Ósk og bætir við að það sem af sé þessu ári hafi 41 einstaklingur frá Venesúela fengið viðbótarvernd hér á landi og sé það næstum helmingur allra viðbótarverndartilfella á árinu. Af þeim 303 umsóknum sem Út- lendingastofnun tók til efnislegrar meðferðar tímabilið janúar til júlí sl. lauk 154 með ákvörðun um veitingu alþjóðlegrar verndar (55) eða við- bótarvernd (88) og 11 með veitingu dvalarleyfis af mannúðarástæðum. Í 149 tilvikum var umsækjendum synj- að um hæli, viðbótarvernd og mann- úðarleyfi, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun. Flestar veit- ingar voru til umsækjenda frá Írak (27), Venesúela (44) og Sýrlandi (15). Flestir þeirra sem var synjað komu frá Moldóvu (33), Írak (31) og Georgíu (14). Búast ekki við færri umsóknum Í fyrra voru umsóknir um hæli á Íslandi 800 og voru umsækjendur af 70 þjóðernum. Aðspurð segist Þór- hildur Ósk eiga von á fleirum í ár. „Við höfum ekki gert ráð fyrir því að þetta ár verði minna en í fyrra. Það verður að líkindum svipað og sl. ár og kannski nær 2017 þegar umsækj- endur voru talsvert fleiri.“ 444 hælisumsóknir borist á þessu ári Fjöldi umsókna um alþjóðlega vernd Fjöldi eftir upprunalöndum 2016-2019 Þjóðerni umsækjenda Kyn og aldur umsækjenda 120 100 80 60 40 20 0 Örugg upprunaríki Önnur ríki 2017 2018 2019 jan. feb. mars apríl maí júní júlí 2016 2017 2018 janúar-júní 2019 Hælisleitendur á fyrri hluta árs 2019 Karlar Drengir Konur Stúlkur Írak Venesúela Afgan istan Nígería Albanía Önnur lönd 53% 12% 22% 13% 74 46 36 29 22 237 Alls 444 436 525 607 294 697 571 193 75 Heimild: Útlendingastofnun Jan.-júlí Jan.-júlí 75 47 73 77 44 56 72 Gat kom á nót- arpoka einnar sjókvíar Arnar- lax við Laugar- dal í Tálkna- firði fyrr í mánuðinum og barst Matvæla- stofnun til- kynning um þetta síðastlið- inn föstudag. Uppgötvaðist gatið við þrif og er viðgerð lokið að því er segir á vef stofnunarinnar. Samkvæmt upplýs- ingum Arnarlax var gatið um 7 sentí- metrar á hæð og 12 sentímetrar á breidd, en 179 þúsund laxar voru í kvínni og var meðalþyngd þeirra 280 grömm. „Við köfunareftirlit sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði, eða 6. ágúst sl., var nótarpoki heill,“ segir á vef MAST. Atvikið er þar til meðferðar og munu eftirlitsmenn skoða aðstæður hjá fyrirtækinu og fara yfir viðbrögð þess. Bent er á að Arnarlax hafi lagt út net í samráði við Fiskistofu til að kanna hvort slysaslepping hafi átt sér stað. Netanna hafi verið vitjað bæði á laugardag og sunnudag og enginn lax veiðst. Því hafi síðan verið hætt. Gat á kví í Tálknafirði Sjókvíar Arnarlax í Tálknafirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.