Morgunblaðið - 20.08.2019, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2019
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratug
a
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Þorp voru rýmd vegna nýrra
gróðurelda á Gran Canaria á Kan-
aríeyjum í gær og eldtungurnar
voru sums staðar svo háar að
slökkviflugvélar gátu ekki flogið yfir
þær.
Íbúar þorpanna sem ákveðið hef-
ur verið að rýma eru alls um 9.000,
að sögn almannavarnayfirvalda.
Ekki er vitað til þess að eldarnir hafi
valdið dauðsföllum. Um 100 manns
hafa ekki komist frá þorpinu Arten-
ara vegna þess að of hættulegt er að
aka vegi sem liggja frá því.
Ferðamannabæir ekki í hættu
Eldarnir hafa geisað í fjöllum í
miðhluta Gran Canaria, á svæðum
sem njóta mikilla vinsælda meðal
fjallgöngumanna vegna náttúrufeg-
urðar. Langflestir ferðamenn eyj-
unnar dvelja hins vegar í bæjum við
ströndina. Yfirvöld á eyjunni sögðu
að eldarnir ógnuðu ekki ferða-
mannabæjum og flugsamgöngur
hefðu ekki raskast.
Yfirvöld á Spáni hafa sent her-
menn á eyjuna til að aðstoða við
slökkvistarfið. Um 1.000 slökkviliðs-
menn og 14 slökkviflugvélar og þyrl-
ur hafa barist við eldana. Fleiri þyrl-
ur verða sendar þangað í dag.
Eldtungurnar voru allt að 50 metra
háar í gær og slökkviflugvélar gátu
því ekki flogið yfir þær. Slökkviliðs-
menn komust ekki heldur að þeim,
að sögn fréttaveitunnar AFP.
Eldarnir kviknuðu í miðhluta
Gran Canaria fyrir tíu dögum og síð-
an þá hafa alls um 6.000 hektarar
gróðurlendis brunnið, meðal annars
á friðlandi sem er á heimsminjaskrá
UNESCO. Nýjasti eldurinn hefur
borist inn í furuskóg í Tamadaba-
þjóðgarðinum sem er þekktur fyrir
líffræðilegan fjölbreytileika. Eldur-
inn er einnig talinn ógna Inagua-
friðlandinu. Talið er að það taki
nokkra daga að slökkva hann.
Gran Canaria er næstfjölmennust
Kanaríeyja á eftir Tenerife, með um
850.000 íbúa.
Þorp rýmd
vegna elda
Þúsundir íbúa á Gran Canaria hafa
flúið heimili sín vegna gróðurelda
AFP
Skógareldur Um 9.000 íbúum þorpa í miðhluta Gran Canaria á Kanaríeyjum hefur verið sagt að forða sér þaðan
vegna gróðurelda sem hafa geisað þar síðustu tíu daga. Um 6.000 hektarar gróðurlendis hafa orðið þeim að bráð.
Frönsk hjón sem voru staðin að því
að stela 40 kílóum af sandi á strönd
Sardiníu hafa verið ákærð og eiga
allt að sex ára fangelsisdóm yfir
höfði sér. Hjónin sögðust hafa ætl-
að að taka sandinn heim með sér
„til minja“ og ekki hafa vitað að
bannað væri að fjarlægja sand af
ströndum eyjunnar.
Sardinía er þekkt fyrir hvítar
strendur og bannað hefur verið að
fjarlægja sand af þeim, þar sem
hann er álitinn almannaeign. Sam-
kvæmt lögum frá árinu 2017 eiga
þeir sem brjóta bannið yfir höfði
sér allt að sex ára fangelsi. Að sögn
yfirvalda á eyjunni hverfa nokkur
tonn af sandinum á ári hverju, eink-
um vegna ágangs sjávar og hækk-
andi sjávarborðs en einnig vegna
þess að algengt er að ferðamenn
setji sand í flöskur til minja eða til
að selja hann á netinu.
SARDINÍA
Dæmd í fangelsi
fyrir sandstuld?
Tyrkir sökuðu í gær Sýrlendinga og
Rússa um að hafa brotið skilmála
vopnahléssamnings frá síðasta ári
með því að gera loftárás til að
stöðva lest tyrkneskra skriðdreka
og brynvarinna bifreiða sem var á
leið til Idlib-héraðs í Sýrlandi.
Tyrkir sögðu að þrír óbreyttir borg-
arar hefðu beðið bana og tólf særst í
loftárásinni.
Recep Tayyip Erdogan Tyrk-
landsforseti og Vladimír Pútín
Rússlandsforseti samþykktu í
september sl. að mynda hlutlaust
svæði í Idlib-héraði. Markmiðið með
samningnum var að koma í veg fyrir
átök á milli sýrlenska stjórnarhers-
ins og uppreisnarmanna því að ótt-
ast var að Bashar al-Assad Sýr-
landsforseti hygðist láta til skarar
skríða gegn uppreisnarmönnum í
Idlib, einu af síðustu vígjum þeirra í
Sýrlandi. Erdogan vonaði að með
því að leyfa stuðningsmönnum upp-
reisnarmanna að dveljast á hlut-
lausa svæðinu yrði hægt að koma í
veg fyrir að mikill fjöldi flóttamanna
streymdi til Tyrklands. Tyrkneski
herinn átti að halda uppi eftirliti á
hlutlausa svæðinu en samningnum
var aldrei komið í framkvæmd að
fullu vegna þess að liðsmenn víga-
sveita íslamista neituðu að fara
þaðan. Her Sýrlands og rússneskar
herflugvélar hafa gert árásir sem
hafa kostað hundruð manna lífið í
Idlib síðustu fimm mánuði.
Um þrjár milljónir manna eru í
Idlib, þ. á m. um milljón barna, og
óttast er um örlög þeirra ef árás-
irnar á héraðið verða hertar. Einnig
er óttast að átök blossi upp milli
tyrkneskra hersveita og Sýrlands-
hers sem nýtur stuðnings Rússa.
Emmanuel Macron Frakklands-
forseti ræddi málið á fundi með Pút-
ín í Brégançon-virkinu í Frakklandi
í gær og kvaðst hafa þungar áhyggj-
ur af íbúum Idlib vegna hættunnar
á miklum blóðsúthellingum í hér-
aðinu. Pútín áréttaði stuðning sinn
við Sýrlandsstjórn og sagði hernað
hennar nauðsynlegan til að sigrast á
„hryðjuverkamönnum“ í Idlib.
Jan Egeland, framkvæmdastjóri
Norska flóttamannaráðsins, segir að
„mjög slæmir vígamenn“ séu á með-
al vopnuðu hópanna í Idlib en það
réttlæti ekki allsherjarárás sem
myndi stefna lífi milljónar barna í
hættu, að því er fréttavefur BBC
hefur eftir honum. bogi@mbl.is
Óttast blóðsúthellingar í Idlib
Tyrkir saka Sýrlendinga og Rússa um brot á vopnahléssamningi Óttast er
um örlög þriggja milljóna manna í héraðinu, einu síðasta vígi uppreisnarmanna
AFP
Loftárás Reykjarmökkur rís upp frá byggingum eftir loftárás sem gerð var
í grennd við bæinn Hish í Idlib-héraði í norðvestanverðu Sýrlandi í gær.
Danski auðkýf-
ingurinn Lars
Larsen lést á
heimili sínu í
Silkeborg í gær,
71 árs að aldri,
tveimur mán-
uðum eftir að
hann lét af
stjórnarfor-
mennsku í versl-
unarkeðjunni Jysk vegna veikinda.
Larsen var á meðal auðugustu
manna Danmerkur. Hann stofnaði
Jysk árið 1979 og fyrirtækið færði
hratt út kvíarnar. Það rekur nú
rúmlega 2.800 verslanir í 52 löndum
í Evrópu, Mið-Austurlöndum og
Asíu, m.a. verslanir Rúmfatalagers-
ins á Íslandi. Tekjur keðjunnar
nema um 26 milljörðum danskra
króna á ári, jafnvirði 480 milljarða
íslenskra, skv. ársskýrslu fyrir-
tækisins.
Skýrt var frá því fyrir tveimur
mánuðum að Larsen hefði greinst
með lifrarkrabbamein og sonur
hans, Jacob Brunsborg, tók þá við
stjórnarformennsku í Jysk.
Lars Lar-
sen látinn
Lars Larsen