Skessuhorn


Skessuhorn - 14.01.2015, Side 2

Skessuhorn - 14.01.2015, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 2015 Einar hættir hjá MS LANDIÐ: Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunn- ar og Auðhumlu, hefur ákveðið að láta af störfum 30. júní næst- komandi. Einar greindi stjórn Mjólkursamsölunnar frá þessu í síðustu viku, en hann hef- ur verið forstjóri félagsins frá 2009. Egill Sigurðsson bóndi á Berustöðum er stjórnarfor- maður MS. Hann segir að fé- lagið sé nú mun betur í stakk búið, en áður en Einar Sigurðs- son tók við starfi forstjóra, að takast á við verkefni næstu ára. „Allur tækjabúnaður hefur ver- ið endurnýjaður. Eftirspurn eft- ir framleiðslu kúabænda hefur aldrei verið meiri og vex stöð- ugt hér heima. Þriggja milljarða króna hagræðing í rekstrinum hefur skilað sér í lægra vöru- verði og útflutningur og sala á þjónustu og þekkingu á sviði skyrframleiðslu skila veruleg- um ábata til framtíðar. Fram- undan er endurskoðun búvöru- laga og gerð nýs búvörusamn- ings, sem móta rekstrarum- gjörð bændanna og mjólkur- iðnaðarins sem þeir eiga.“ Eg- ill segir að MS muni fljótlega hefja undirbúning að ráðningu nýs forstjóra. –mm Skoðun og trygg- ingar bifreiða LÖGREGLA: Áhersla var lögð á það í upphafi árs hjá Lögregl- unni á Vesturlandi að kanna ástand ökutækja hvað varð- ar tryggingar sem og hvort að búið væri að færa þær til skoð- unar á réttum tíma. Í vikuyfir- liti Lögreglunnar á Vesturlandi kemur fram að það sem af er ári hafi þetta eftirlit gengið vel og hafi margir fengið tiltal og frest til að koma sínum málum í lag. Skráningarnúmer voru tek- in af um 30 ökutækjum í liðinni viku og mun þetta eftirlit halda áfram hjá lögreglunni. Alls urðu níu umferðaróhöpp í umdæmi LVL í vikunni. Flest án telj- andi meiðsla. Umferðaróhapp varð á Holtavörðuheiði þar sem minniháttar meiðsl voru á far- þega. Í því tilfelli lentu erlend- ir ferðamenn í snjódrift á vegin- um og hafnaði bifreiðin á vegr- iðinu í Biskupsbeygjunni. Út- afkeyrsla á Seleyri á mánudag og myndavélastuldur í Ólafs- vík komu einnig á málaská lög- reglu, en frá þeim er greint í öðrum fréttum hér í blaðinu. –mm Veður eru válynd þessa dagana og vert að minna fólk á varúð, sérstak- lega þá sem hyggjast verða á ferð- inni milli byggðarlaga og lands- hluta. Akstursskilyrði eru mjög misjöfn þessa dagana og eink- um er það hálka, frosin hjólför, krapi og snjódrift sem vegfarend- ur þurfa að varast. Umfram allt að haga akstri miðað við aðstæður. Næstu dagana er spáð allhvassri norðan- og norðvestanátt og frost á bilinu eitt til átta stig. Víða snjó- koma eða él en úrkomulítið fyrir sunnan. Á laugardag er útlit fyrir hægt minnkandi norðanátt. Bjart- viðri sunnan- og vestanlands, dá- lítil él norðan- og austanlands fram eftir degi, en léttir síðan til. Heldur kólnandi. Á sunnudag og mánu- dag er svo spáð vaxandi suðaust- an átt með snjókomu eða slyddu, einkum um landið sunnanvert og hlýnar heldur í veðri. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Ætlar þú að fylgj- ast með HM í handbolta?“ Flest- ir ætla að gera það. „Já öllum leikj- um“ sögðu 21,61%, „já kíki á eitt- hvað“ var svar 41,15%, 10,34% höfðu ekki myndað sér skoðun á því. „Nei, hef ekki áhuga“ var hins vegar svar 26,9% þeirra 690 sem svöruðu spurningunni. Í þessari viku er spurt: Gefur þú blóð? Lögreglumenn á Vesturlandi eru Vestlendingar vikunnar. Meðal annars vegna þess að þeir í sam- einuðu embætti leystu snarlega þjófnaðarmál í Ólafsvík. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar- innar sem lagt var fram í september síðastliðnum kom fram að stytta ætti rétt atvinnuleitenda til at- vinnuleysistrygginga um sex mán- uði. Lagabreytingin átti sér stað um áramótin og er nú einungis heim- ilt að greiða atvinnuleysistrygging- ar samtals í 30 mánuði í stað 36. Bótatímabilinu hefur verið breytt nokkrum sinnum á undanförnum árum. Það var þrjú ár, lengt í fjög- ur ár 2011 og svo stytt aftur í þrjú ár 2013. Nú hefur það verið stytt um hálft ár til viðbótar. Breyting- in átti við um alla atvinnuleitend- ur sem tryggðir eru innan atvinnu- leysistryggingakerfisins. Á landinu öllu misstu tæplega fimmhundr- uð manns bætur vegna þessa. Þeir sem ekki geta framfleytt sér án at- vinnuleysistryggingarinnar þurfa Gleðilegt heilsuræktarár 2015 Morguntrimm • spinning • hádegispúl • átakstímar sundleikfimi • leiðsögn í þreksal Opið alla virka daga kl. 6.00 – 22.00 • Laugardaga og sunnudaga kl. 9.00 – 18.00 Verið velkomin Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi - www.borgarbyggd.is S K E S S U H O R N 2 01 5 Skipulags- og umhverfisráð Akraneskaupstaðar hefur samþykkt fyrir sitt leyti staðsetningu hraðhleðslustöðvar við Dalbraut 1. Samþykkja staðsetningu hraðhleðslustöðvar á Akranesi Skipulags- og umhverfisráð Akra- neskaupstaðar samþykkti á fundi sínum síðastliðinn fimmtudag fyr- ir sitt leyti hugmyndir að staðsetn- ingu hraðhleðslustöðvar fyrir raf- bíla. Sá staður er á bílastæði við verslunarmiðstöðina á Dalbraut 1. Orka Náttúrunnar (ON) hefur stefnt að uppsetningu hraðhleðslu- stöðvar á Akranesi að því gefnu að finnist áhugasamur samstarfsaðili á svæðinu. Fyrirtækið fór í verkefnið að beiðni bæjaryfirvalda á Akra- nesi. Fyrsta hraðhleðslustöðin við þjóðveginn var opnuð í Borgar- nesi síðasta sumar, en áætlað var að ON myndi opna tíu stöðvar á síð- asta ári, flestar á höfuðborgarsvæð- inu. Akranes þykir henta vel út frá markmiðum verkefnisins og með tilliti til vegalengdar frá öðrum hraðhleðslustöðvum ON. Nú þeg- ar eru t.d. nokkrir rafbílaeigend- ur á Akranesi sem nota bíla sína til ferða til og frá vinnu á höfuðborg- arsvæðinu. Allar áætlanir gera ráð fyrir að rafbílum muni fjölga mik- ið hlutfallslega á næstu misserum, einkum þar sem hleðslur þeirra duga til aksturs lengri vegalengda en áður. þá Fáir Vestlendingar misstu bótarétt því nú að sækja um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum. Ekki mikil áhrif á Akranesi Atvinnuleysi hefur sveiflast mjög á undanförnum árum. Fyrir hrun var það undir einu prósenti en fór upp undir tíu prósent í hámarki krepp- unnar. Undanfarið hefur dreg- ið hratt úr því og í nóvember var skráð atvinnuleysi á öllu landinu komið niður í rúm þrjú prósent eða 5.430 atvinnulausra. Minnsta atvinnuleysið hér á landi mæld- ist á Vesturlandi, einungis 1,9% eða 145 atvinnulausir. Þar af voru 95 atvinnulausir á Akranesi, sem jafnframt er fjölmennasta sveitar- félagið í landshlutanum. Níu at- vinnuleitendur misstu rétt sinn til atvinnuleysisbóta um áramótin á öllu Vesturlandi. Þar af voru sex á Akranesi. Að sögn Regínu Ásvalds- dóttur bæjarstjóra á Akranesi hefur lagabreytingin takmörkuð áhrif á Akraneskaupstað. „Þetta er að sjálf- sögðu mjög erfitt fyrir þá einstak- linga sem eiga hlut að máli, en sam- kvæmt reglunum okkar þá er það ekki þannig að allir eigi sjálfkrafa rétt á fjárhagsaðstoð. Hún ákvarð- ast einnig af tekjum maka,“ segir Regína. Þá hefur breytingin einnig áhrif á þá sem eiga rétt á fjárhags- aðstoð, enda lækka ráðstöfunar- tekjur heimilisins við breytinguna. Atvinnuleysisbætur eru 184.188 kr. á mánuði miðað við 100% bótarétt en fjárhagsaðstoð til einstaklinga 18 ára og eldri getur numið allt að 139.917 kr. Vinnumarkaðsúrræði í gangi Regína bendir jafnframt á að Akra- neskaupstaður sé með vinnumark- aðsúrræði í gangi. „Við réðum iðju- þjálfa í tímabundið verkefni í eitt ár sem er jöfnum höndum að stýra Skagastöðum. Það er vinnumark- aðsúrræði fyrir fólk undir þrítugu, sem unnið er í samvinnu við Vinnu- málastofnun. Hann sinnir einn- ig einstaklingum sem eru með fjár- hagsaðstoð frá Akraneskaupstað og aðstoðar þá meðal annars í atvinnu- leitinni,“ segir Regína. Hjá Vinnumálastofnun á Vest- urlandi fengust þær upplýsingar að verið sé að þróa áfram úrræði fyr- ir hópinn sem samanstendur af eldri en þrjátíu ára fólki. Að Skagastað- ir séu nú nýttir fyrir alla aldurs- hópa og veittur sé markviss stuðn- ingur í atvinnuleit. Eins kom fram að gott samstarf er á milli stofn- unarinnar og Akraneskaupstað- ar. Fundað sé með félagsráðgjöf- um mánaðarlega og meðal annars reynt að finna úrræði áður en ein- staklingar ljúka bótarétti sínum. Eins er reynt að finna störf fyrir þá sem klárað hafa bótarétt sinn en eru með fjárhagsaðstoð og vinnufær- ir. Þá hafði Vinnumálastofnun sam- band við alla þá sem lagabreytingin hafði áhrif á, um leið og frumvarpið kom fram. Farið var yfir stöðu mála og fólk upplýst um áhrif breyting- anna, veitt aukin aðstoð og ráðgjöf. Öllum var boðið í viðtal til starfs- og námsráðgjafa þar sem farið var yfir stöðu mála með hverjum og einum, boðin aukin aðstoð við atvinnuleit og farið yfir hvaða vinnumarkaðs- úrræði sem stofnunin hefur upp á að bjóða og gæti helst komið viðkom- andi að gagni. Frá þeim tíma hefur verið unnið markvisst að því að að- stoða þennan hóp. Fólki hefur ver- ið boðin vinna ef störf hafa boðist en færri störf eru jafnan í boði í janúar og febrúar en á öðrum tíma ársins og er von á því að vinnumarkaður- inn glæðist í mars eða apríl. grþ Breyting á bótatímabili hefur takmörkuð áhrif á Akraneskaupstað.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.