Skessuhorn


Skessuhorn - 14.01.2015, Síða 11

Skessuhorn - 14.01.2015, Síða 11
11MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 2015 Meðfylgjandi ljósmyndir tók Sig- urjón Guðmundsson áhugaljós- myndari frá Hellissandi á ferð sinni um sunnanverða Hvalfjarð- arsveit í síðustu viku. Gekk hann þá fram á fjögur hross skammt frá veginum, sem öll voru voru með óklippta hófa, en slíkur ofvöxtur getur valdið mikilli vanlíðan hjá hrossum. Hófa ber að snyrta á sex til átta vikna fresti, en ósnyrtir hóf- ar af þessu tagi eru merki um van- rækslu þess. Samkvæmt heimild- um Skessuhorns er búið að taka hrossin inn til fóðrunar og málið var strax tilkynnt til Matvælastofn- unar. Við vinnslu fréttarinnar fékk Skessuhorn staðfest að MAST hef- ur mál af þessum toga til skoðun- ar úr Vesturumdæmi. Viðmælandi blaðamanns þar vísaði hins vegar til þess að samkvæmt upplýsingalög- um megi stofnunin ekki gefa upp- lýsingar um einstök mál. grþ Vanrækt hross Hér sést vel hversu ofvaxnir hófarnir voru orðnir. Stjórnendur Fjölbrautaskóla Snæ- fellinga í Grundafirði sjá fram á að vegna niðurskurðar í fjárlögum þurfi að fækka fjarnemum í skólanum um nærri helming nú í byrjun vorann- ar. Björg Ágústsdóttir formaður stjórnar FSN segir niðurskurðinn einkum byggja á tveimur forsend- um. Annars vegar er nemendaígild- um við skólann fækkað úr 185 í 151 eða um 18,4%. Nemendaígildin eru nemendakvóti skólans sem fjár- framlög hans byggjast á. Ekkert fæst fyrir að mennta nemendur „um- fram kvóta“. Fækkunin tengist ann- arri forsendu; þeirri að skólinn eigi að einbeita sér að kjarnastarfsemi framhaldsskóla, sem sé að mennta dagskólanemendur á hefðbundnum framhaldsskólaaldri, það er undir 25 ára. Skólinn eigi því ekki að sækjast eftir dreif- og fjarnemendum. Þetta og fleira kemur fram í grein Bjargar á síðu 23 í Skessuhorni í dag. Tíu ára afmæli Fjölbrautaskóla Snæfellinga var fagnað á síðasta ári. Björg segir m.a. í grein sinni að skólinn hafi orðið að veruleika fyrir samstöðu og framsýni heimamanna, stuðning og atbeina þingmanna og góðan undirbúning ráðuneyt- is menntamála þegar ákvörðun um skólastofnun lá fyrir. Frá 2007 hef- ur FSN rekið fjarnámsdeild á sunn- anverðum Vestfjörðum sem nú tel- ur hátt í 40 nemendur og er skólan- um mikið kappsmál að standa fag- lega að þeirri starfsemi. „FSN bygg- ir á hugmyndafræði sem frá upp- hafi var úthugsuð: Skólinn átti að verða leiðandi í að hagnýta upplýs- ingatækni, m.a. til fjar- og dreifnáms og leggja áherslu á sveigjanleika og einstaklingsbundið nám. Þetta hef- ur í megindráttum tekist þó marga dreymi um að taka enn stærri og metnaðarfyllri skref,“ segir Björg Ágústsdóttir. Jón Eggert Bragason skóla- meistari segir þetta mikið bak- slag og margra ára þróunarstarf sé í húfi. Hann býst við að þessi fækk- un nemenda þýði að hlutastörfum við skólann fjölgi þar sem einhverj- um námsgreinum verði ekki lengur sinnt í fullu starfi. Það leiði aftur til þess að erfiðara verði að ráða kenn- ara til starfa. Jón Eggert segir enga kennara flytja út á land til að vinna í 50% starfi. Fjölbrautaskóli Snæ- fellinga er hluti af Fjarmenntaskól- anum, samstarfsneti tólf framhalds- skóla á landsbyggðinni. þá Mikill niðurskurður til Fjöl- brautaskóla Snæfellinga Nemendur að störfum í Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Ljósm. tfk.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.