Skessuhorn - 14.01.2015, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 2015
Freisting vikunnar
Einhverra hluta vegna hef-
ur mörgum reynst erfitt að gera
gamaldags kjöt í karrý, eins og
mamma eða amma töfruðu fram
í gamla daga. Kannski er skýring-
in sú að kjötið sem notað var hér
áður var kannski ekki jafn gott og
það sem er selt núna. Líklega var
meira af beinum og fitu á kjötinu
áður fyrr en það leiddi til þess
að soðið varð mun bragðmeira
og betra en af því góða kjöti sem
selt er í dag. Þess vegna er gott
að bæta kjötkrafti í pottinn þegar
kjötið er soðið. Athugið að hefð
er fyrir því að kjötið sé soðið í vel
söltu vatni en ef kjötkraftur er
notaður, þá þarf að salta minna
því teningarnir eru saltir.
Kjöt í karrý
1 kg súpukjöt, framhryggur eða
annað lambakjöt á beini.
1 l vatn
2 lárviðarlauf (má sleppa)
1 - 2 súputeningar (lambakjöts
eða kjúklinga)
pipar
Kjötið sett í pott. Ef bitarnir eru
stórir er e.t.v. best að skipta þeim
í minni bita. Köldu vatni hellt
yfir og hitað að suðu. Froða fleytt
ofan af. Lárviðarlaufi, súputen-
ingi og svolitlum pipar bætt í
pottinn og látið malla við frem-
ur vægan hita. Sjóða þarf kjötið
í að minnsta kosti klukkustund
til að það verði nógu meyrt til að
það falli af beinunum. Frosið kjöt
þarf að sjóða lengur. Þá er það
tekið upp úr og haldið heitu (og
lárviðarlaufunum hent). Geymið
soðið.
Karrýsósa
60 gr. af smjöri brætt í potti.
Tveimur teskeiðum af karrídufti
stráð yfir, hrært í og látið krauma
í um hálfa mínútu við vægan hita.
Um 60 gr. af hveiti stráð yfir og
hrært þar til það hefur samlag-
ast smjörinu. Lambasoði af kjöt-
inu bætt út í smátt og smátt, þar
til sósan er hæfilega þykk. Hrært
stöðugt á meðan. Látið malla í 10
mínútur til að sjóða burt hveiti-
bragð. Ef sósan er bragðlítil má
gjarnan bæta lambateningi við.
Því næst má bæta við 3 msk. af
rjóma og 2 msk. soyasósu. Salta
vel og pipra. Ef mjólk er notuð í
stað rjómans, notið þá meira en
3 matskeiðar og minnkið soðið á
móti.
Berið fram með soðnum hrís-
grjónum, soðnum kartöflum og
jafnvel salati.
Kjöt í karrý - „eins og mamma gerði“
Hurðir sem stolið var af traktors-
gröfu sem stóð á bílastæði við Her-
námssetrið í Hvalfirði í nóvember
síðastliðnum eru fundnar. Í byrj-
un desember birti Skessuhorn frétt
um þjófnaðinn bæði í blaðinu og
á vefnum. Fréttin var mikið lesin
og fór víða þar sem margir deildu
henni á Facebook. Þetta leiddi
beinlínis til þess að hurðirnar fund-
ust. „Grafan hafði staðið í eina til
tvær vikur á bílastæðinu við Her-
námssetrið á Hlöðum hér í Hval-
firði. Við höfðum lagt vélinni þar
eftir að hafa notað hana í nágrenn-
inu. Hún stóð þarna vegna þess að
við höfðum ekki þörf fyrir að nota
hana í nokkra daga. Einn morgun-
inn voru hurðirnar svo horfnar,“
sagði Jónas Guðmundsson verk-
taki á Bjarteyjarsandi í samtali við
Skessuhorn í nóvember. Tjónið var
tilfinnanlegt því nýjar hurðir kosta
hátt í eina milljón króna komnar til
landsins.
Nú um hátíðarnar komu hurð-
irnar svo í leitirnar í fórum manns
sem býr sunnan Hvalfjarðar. Hann
hafði tekið þær ófrjálsri hendi. Það
var Sigurbjörn Hjaltason á Kiða-
felli í Kjós sem fann þær eftir að
hafa einmitt lesið fréttina um hvarf
þeirra á vef Skessuhorns. „Já, ég var
búinn að sjá fréttina og vissi af mál-
inu og bar því kennsl á hurðirnar
þegar ég sá þær þar sem ég var að
leita að dekkjum sem ég saknaði,“
segir Sigurbjörn.
Sjálfur eigandi hurðanna, Jón-
as á Bjarteyjarsandi, er kampakátur
með að hafa endurheimt þær. Hann
átti ekki von á því að sjá neitt til
þeirra meir en máttur nútíma fjöl-
miðlunar í bland við góðan og ár-
vökulan nágranna í Kjósinni breytti
því. „Ég var reyndar búinn að panta
nýjar hurðir að utan. Þær eru í skipi
á leið til landsins. Ég ætla að nota
þær en gömlu hurðirnar fara til nýs
eiganda vestur í Súgandafirði. Þær
koma því að góðum notum fy
Málið telst þar með upplýst. Það
er nú í höndum réttvísinnar sem
ákveður frekara framhald. mþh
Traktorsgröfuhurðir
Jónasar fundnar
Um síðustu áramót urðu breyt-
ingar á þjónustukerfi VÍS víða um
land. Þegar þannig stendur á eiga
sér gjarnan stað mannabreytingar
á skrifstofunum sem oft eru tengd-
ar starfsaldri. Meðal þeirra sem lét
af stöfum hjá VÍS um áramótin var
Jón Gunnlaugsson sem um árabil
hefur verið umdæmisstjóri fyrir-
tækisins á Vesturlandi og starfað hjá
VÍS og forvera þess félags í tæplega
28 ár. Jón stendur nú á þeim tíma-
mótum sem gjarnan er talað um að
setjast í helgan stein, þó hinn hefð-
bundni starfslokaaldur sé ekki kom-
inn hjá honum. Þeir sem þekkja Jón
vita þó að gamli fótboltakappinn og
félagsmálamúrinn muni væntan-
lega hafa sitthvað fyrir stafni áfram.
Þegar blaðamaður Skessuhorns
heimsótti Jón Gull á heimili hans
við Kirkjubraut á Akranesi á dög-
unum og spurði hvort þetta yrði
ekki mikil breyting og hvort hann
væri tilbúin takast á við hana, svar-
aði Jón: „Jú vissulega, en ég vissi
svo sem alveg að ég myndi hætta
í þessu starfi núna og er undirbú-
inn fyrir það. Þetta er bara svipuð
ákvörðun eins og þegar ég ákvað að
hætta í fótboltanum á sínum tíma.
Það var bara ákveðið kvöldið fyrir
bikarúrslitaleikinn sem við Skaga-
menn unnum árið 1982. Ég man að
ég sat þá með George Kirby þáver-
andi þjálfara liðsins og sagði að það
væri best að ég hætti að spila eftir
tímabilið. Þar með var það ákveð-
ið og ég held það hafi verið rétt
ákvörðun þó að ég hafi alveg verið
í standi til að spila nokkur ár í við-
bót enda ekki nema 32 ára gamall.“
Með mannaforráð
í fjörutíu ár
Eins og þeir sem gerst þekkja til
vita er Jón Gunnlaugsson borinn
og barnfæddur Skagamaður. Hann
er þekktur fyrir þátttöku sína í fót-
boltanum og félagsmálum. Auk þess
að leika um árabil með Skagaliðinu
og einnig um tíma með landslið-
inu hefur hann lagt knattspyrnu-
forustunni í landinu lið og var m.a.
í rúm 22 ár í stjórn KSÍ, á árunum
1989 til 2012, að hann dró sig út úr
stjórn sambandsins.
- En hvað kom til að hann fór að
starfa að tryggingamálum á sínum
tíma?
„Eftir að ég varð gagnfræðingur
vorið 1966 var ég óákveðinn hvað
ég myndi gera. Ég hafði mikinn
áhuga að fara t.d. í verslunarskóla
eða eitthvað hliðstætt en ákvað svo
að fara á námssamning hjá föður
mínum í húsasmíðum. Ekki svo að
það hafi verið það sem ég stefndi að
frá barnæsku að verða smiður eins
og faðir minn, heldur þvert á móti
vildi ég fara í aðra leið, kannski
þótti mér svolítið yfirþyrmandi að
vera með trésmíðaverkstæði nánast
á heimilinu eins og pabbi var. Það
var bara ekki um margt að velja á
þessum árum og ekki mikið um at-
vinnu, hálfgerðir krepputímar og
því kallaðist það gott að hafa örugga
vinnu. Ég lauk síðan sveinsprófinu
1970 og eftir það var ég að vinna
við smíðar í nokkur ár,“ sagði Jón.
Það var þó ekki lengi því í byrjun
árs 1976 var hann ráðinn forstöðu-
maður íþróttahússins við Vestur-
götu þegar það var tekið í notk-
un. Hann var þá aðeins 26 ára gam-
all og öðlaðist því snemma traust í
samfélaginu. „Frá þeim tíma hef ég
haft mannaforráð eða í rétt tæp 40
ár. Það verða kannski ekki síst núna
viðbrigði að hætta sökum þess,“
segir Jón Gunnlaugsson.
Lítil starfsmannavelta
Jón segir að það hafi verið líflegt og
spennandi starf að veita íþróttahús-
inu forstöðu en eftir tólf ár í starfi
hafi hann þó leitt hugann að því að
skipta um starfsvettvang. „Þetta var
spurning um að breyta um eða vera
í því sama um aldur og ævi. Ég vildi
það síður og það hafði verið nefnt
við mig ákveðið starf. Svo gerð-
ist það óvænt að starfið í trygging-
unum kom hálfpartinn upp í fang-
ið á mér. Um þetta leyti voru Sam-
vinnutryggingar að breyta sinni
starfsemi á nokkrum starfsstöð-
um sem m.a. fólst í því að setja upp
sjálfstæðar skrifstofur og þar með
skilja á milli starfsemi trygginganna
og umboðsaðila. Þetta var m.a. gert
á Akranesi og mér bauðst að veita
skrifstofunni á Akranesi forstöðu.
Það var samt þannig að ég vissi ekk-
ert um tryggingar og kunni ekkert
á tölvu þegar ég tók við þessu starfi.
Var í raun hent út í djúpu laugina.
Það var mjög krefjandi bæði fyr-
ir mig og Þorbjörgu Magnúsdótt-
ur, sem starfað hefur með mér allan
tímann, að setja okkur inn í trygg-
ingamálin sem okkur virtist í fyrstu
þó nokkur frumskógur. En okkur
tókst það ágætlega og í heild held
ég að megi segja að þetta hafi geng-
ið vel alla tíð. Þegar upp er stað-
ið er ég ánægðastur með það sem
reyndar kom fram hjá mér í bréfi til
starfsmanna þegar ég kvaddi, hvað
samstarfsfólkið hefur verið gott um
tíðina og starfsmannaveltan verið
lítil. Það má segja að fólk hafi nán-
ast ekki látið af störfum nema við
eðlileg starfslok. Samstarfsfólk á
aðalskrifstofunni syðra hefur líka
verið einstaklega ljúft og skemmti-
legt í samvinnu og yfirmennirnir,
forstjórar og framkvæmdastjórar,
hver öðrum betri.“
Grunnurinn sá sami
Ekki voru liðin tvö ár frá því Jón
kom til starfa hjá Samvinnutrygg-
ingum að búið var að sameina tvö
tryggingafélög og nýtt trygginga-
félag varð til. Samvinnutrygging-
ar og Brunabótafélag Íslands voru
sameinuð og úr varð Vátrygginga-
félag Íslands, VÍS. Það gerðist í
febrúarmánuði 1989. Ég tók þá við
sem svæðisstjóri VÍS á Akranesi,
rak reyndar skrifstofur beggja félag-
anna fyrstu mánuðina en formleg
sameining varð síðar sama ár. „Við
vorum fyrstu árin í bankahúsnæð-
inu við Kirkjubraut, síðan í gamla
Vissi ekkert um tryggingar
og kunni ekki á tölvu
Jón Gunnlaugsson er nýhættur hjá VÍS eftir tæplega 28 ára
starf að tryggingamálum
Jón Gunnlaugsson lætur nú af starfi umdæmisstjóra VÍS.
VÍS bauð til veislu og flutti í nýjar bækistöðvar við Kirkjubraut á Akranesi.
Melkorka Benediktsdóttir þjónustustjóri VÍS í Búðardal, Brynhildur Björnsdóttir
og Þorbjörg Kristvinsdóttir þjónustufulltrúar á Akranesi. Þorbjörg lét af störfum
nú um áramót líkt og Jón, sem og Melkorka í Búðardal.