Skessuhorn


Skessuhorn - 14.01.2015, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 14.01.2015, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 2015 Gestkvæmt hefur verið í húsi við Vesturgötu á Akranesi að undan- förnu. Fjölmörg börn hafa litið í heimsókn og fengið þar tækifæri til að skoða og knúsa litla hvolpa. Blaðamaður Skessuhorns leit inn hjá hjónunum Maríu Guðfinnu Davíðsdóttur hjúkrunarfræðinema og Kára Gunndórssyni lögfræð- ingi, þegar nemendur úr 7. bekk í Brekkubæjarskóla voru í heim- sókn. María og Kári eru eigendur tíkarinnar Emmu, móður hvolp- anna. María og Kári eiga fjög- ur börn. Þrjú þeirra eru á grunn- skólaaldri og eitt í leikskóla og hafa þau öll mikla ánægju af hundunum. „Þeim finnst þetta rosalega gaman. Svo finnst þeim svo skemmtilegt að sýna hvolpana og krökkunum gam- an að sjá þá. Þannig að ég bara gat ekki sleppt því að bjóða jafnöldrum þeirra að koma og skoða.“ María bauð því bekkjarfélögum barna sinna í heimsókn að skoða hvolp- ana. Börnin komu í hollum Samtals komu 131 barn í heim- sókn, auk kennara. „Leikskóla- börnin voru rúmlega tuttugu sem komu með strætó hingað í þrem- ur hópum. Svo komu grunnskóla- börnin hingað í nokkrum hollum líka,“ heldur María áfram. Ekki er sjálfgefið að tíkur séu rólegar þegar svona margir handleika af- kvæmi þeirra en blaðamaður veit- ir því eftirtekt að Emma kippir sér ekki mikið upp við gestaganginn. Hún gengur róleg á milli barnanna og þiggur klapp líka, líkt og hvolp- arnir litlu. Emma er af tegundinni Kóngapúðli (e. Standard Poodle) og er stærsta gerðin af púðluhund- um. Hvolpar af þessari gerð eru til- tölulega sjaldgæfir á landinu enda einungis tveir ræktendur á Íslandi. „Ég fékk mér fyrst þessa tegund árið 2002. Þeir fara ekki úr hárum og eru með mjög gott geðslag. Þeir eru ólíkir minnstu púðluhundunum og eru frekar líkari Labrador hund- um í geðslagi, eru einstaklega gáf- aðir og barngóðir og því frábærir heimilishundar,“ útskýrir María. Miklir dýravinir Það var í lok nóvember sem Emma gaut hvolpunum níu. Að sögn Maríu hefur Emma verið þeim góð móðir og séð um hvolpana sjálf að öllu leyti. María segir það þó tölu- verða vinnu að vera með svona marga hvolpa á heimilinu. „Ég myndi segja að þetta væri ekki fyr- ir útivinnandi fólk. Þeir eru samt mjög rólegir og góðir. Þeir sofa dálítið mikið fyrst um sinn en eru farnir að leika mikið við hvern annan. Það eru lítil læti í þeim og þeir væla ekki á nóttunni. En það þarf að fara á fætur á nóttunni og hreinsa upp kúk, svo þeir stígi ekki í hann,“ útskýrir María sem hef- ur stúkað hvolpana af í stofunni. Hvolparnir níu eru kátir með at- hyglina sem þeir fá frá börnunum. Þeir kíkja yfir gerðið og bíða eftir að þeir verði teknir í fangið. Það er nánast eins og heimsókn í lítinn húsdýragarð að kíkja við á Vestur- götunni. Heimiliskötturinn Keli kemur trítlandi inn í stofuna þegar börnin hafa komið sér fyrir og vill líka fá sitt. „Hann fór í fýlu fyrst eftir að hvolparnir fæddust en er búinn að jafna sig. Hann danglar stundum aðeins í þá,“ segir María. Auk hundanna og Kela á fjölskyld- an tvo naggrísi og tvo hesta. Það er því óhætt að segja að þarna búi miklir dýravinir. Börnin skiptast á að halda á hvolpunum og tíminn er fljótur að líða. Þau dásama sæta hvolpana og tíma varla að láta þá frá sér þegar heimsókninni er að ljúka. Það má alveg búast við því að nokkur börn hafi beðið um hund þegar heim var komið eftir svona heimsókn enda heillar ungviðið. Áhugasamir les- endur geta skoðað hvolpana betur á Facebook, undir nafninu Bifrast- arpúðlar. Þar eru þeir til sölu, ætt- bókarfærðir, heilsufarsskoðaðir og bólusettir. grþ Bauð rúmlega hundrað börnum í hvolpaheimsókn Hluti nemenda úr 7. bekk Brekkubæjarskóla að heimsækja Emmu og hvolpana hennar. Pennagrein FSN – fjárlögin, forsagan og framtíðin Fjölbrautaskóli Snæfellinga þarf að fækka fjarnemum við skólann um nærri helming á þessari önn vegna niðurskurðar á fjárlögum. Í viðtali á RÚV í sl. viku útskýrði skólameistari það sem við skól- anum blasir, nú þegar fjárlög árs- ins 2015 koma til framkvæmda. Undirrituð tekur undir áhyggjur skólameistara og bætir hér nokkr- um skýringum við. Rétt er að taka fram að þessi niðurstaða kemur ekki alveg á óvart. Hún er stað- reynd, þrátt fyrir baráttu skóla- nefndar og sveitarstjórnarmanna, á Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum, nú í haust, við að fá þessum forsendum breytt. Fjárlög 2015 Niðurskurðurinn byggir eink- um á tveimur forsendum. Ann- ars vegar er nemendaígildum við skólann fækkað úr 185 í 151 eða um 18,4%. Nemendaígildin eru nemendakvóti skólans sem fjár- framlög hans byggjast á. Ekk- ert fæst fyrir að mennta nem- endur „umfram kvóta“. Fækkun- in tengist annarri forsendu; þeirri að skólinn eigi að einbeita sér að „kjarnastarfsemi“ framhaldsskóla, sem sé að mennta dagskólanem- endur á hefðbundnum framhalds- skólaaldri – undir 25 ára. Skólinn eigi því ekki að sækjast eftir dreif- og fjarnemendum. Á móti fækkun nemendaígilda vegur reyndar tímabær hækkun greiðslu fyrir hvert ígildi til að mæta kjarasamningum við kenn- ara og verðlagshækkunum. Heild- arniðurstaðan varð samt sú að framlag til FSN á fjárlögum 2015 lækkaði um rúm 3% frá fjárlög- um 2014, eða um 7 millj. kr. Fækkun fjarnema – og vandinn við það Fækkun nemendaígilda er stað- reynd hjá fleiri skólum en okkar og er skýrð að hluta með því að fólki á „framhaldsskólaaldri“ fari nú fækkandi. Einnig er yfirlýst stefna ráðuneytis menntamála að fækka nemendum eldri en 25 ára í fram- haldsskólum – og það strax á þess- ari önn. Engu að síður eiga nem- endur 25 ára og eldri sem nú eru í námi að hafa forgang til náms skv. reglugerð um innritun í framhalds- skóla, sem ekki hefur verið breytt. Forgang hafa einnig nýnemar, dag- skólanemar, starfsbrautarnemar, tilvonandi útskriftarnemar og fleiri. Samanlagt munu þessir forgangs- hópar fara talsvert yfir 151 nem- endaígildi hjá FSN. Skólinn má og gæti ákveðið að taka við fleiri nem- endum, en fengi ekki greitt fyrir að mennta þá. Þegar upp er stað- ið væri hætta á að rýra gæði náms annarra nemenda. Svo undarlega sem það hljómar þarf skólinn þó sárlega á þessum fjarnemum að halda til að stækka nemendahópa í einstökum áföngum og bjóða fjöl- breyttara nám. Skólinn hefur m.a. tekið þátt í samstarfi fleiri fram- haldsskóla um Fjarmenntaskólann í þessu skyni. Þarna er skólinn því í verulegri klemmu. Forsagan og framtíðin FSN fagnaði 10 ára afmæli á liðnu ári. Skólinn varð að veruleika fyrir samstöðu og framsýni heimamanna, stuðning og atbeina þingmanna og góðan undirbúning ráðuneyt- is menntamála þegar ákvörðun um skólastofnun lá fyrir. Frá 2007 hef- ur FSN rekið fjarnámsdeild á sunn- anverðum Vestfjörðum sem nú tel- ur hátt í 40 nemendur og er skólan- um mikið kappsmál að standa fag- lega að þeirri starfsemi. FSN bygg- ir á hugmyndafræði sem frá upphafi var úthugsuð: skólinn átti að verða leiðandi í að hagnýta upplýsinga- tækni, m.a. til fjar- og dreifnáms og leggja áherslu á sveigjanleika og einstaklingsbundið nám. Þetta hef- ur í megindráttum tekist þó marga dreymi um að taka enn stærri og metnaðarfyllri skref. Skólinn á óafgreidd erindi hjá ráðuneyti menntamála, sem gætu bætt fjárhagsstöðuna eitthvað á árinu 2015. Það verður þó að segjast eins og er að fyrrgreindar áherslu- breytingar ráðuneytisins eru skýrar og höggva beint að sérstöðu FSN, þ.e. þróun fjar- og dreifnáms. Það er undarlegt að sú sérstaða teljist ekki lengur vera „kjarnafærni“ okk- ar. Þar að auki skýtur þessi veik- ing skólans skökku við, nú þeg- ar fjármunum er varið sérstaklega til að hækka menntunarstig í kjör- dæminu með öðrum hætti og þegar verja skal nýjum fjármunum til að flytja störf „út á land“ í því skyni að styrkja byggðir. Skólanefnd er ekki valdamikil en sinnir sínu lögbundna hlutverki með hag skólans að leiðarljósi. Tækifærin eru fjölmörg og bjart- sýnin þrátt fyrir allt skammt und- an – við eigum nefnilega frábært fólk í FSN, starfsfólk og nemend- ur. Skólinn er gjarnan skilgreind- ur sem „menntastofnun“ – sem er virðulegt og mikilvægt hlutverk. Heimamenn vita þó að skólinn gegnir mun veigameira hlutverki í samfélögunum okkar en það. Þeir munu án efa sýna stuðning sinn við skólann, hér eftir sem hingað til. Björg Ágústsdóttir, formaður skólanefndar FSN. Börnin höfðu gaman af dýrunum á heimilinu. Krakkarnir skiptust á að halda á hvolpunum níu. Kötturinn Keli var alsæll með að fá smá knús líka. Hvolparnir vöktu mikla lukku, enda ósköp sætir. Tíkin Emma var róleg og yfirveguð þrátt fyrir barnafjöldann.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.