Skessuhorn - 14.01.2015, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 2015
Upphaf vélaaldar á Akranesi - Framhald
Grein þessi er framhald annarr-
ar frá því í nóvember um upphaf
vélaaldar hér á landi. Þegar fyrstu
gröfunni var ekið hægum skrefum
frá Akranesi upp Garðaflóa 1. júní
1942, var því spáð að hún færi fljótt
á kaf í flóanum, þó að vinnuarmur-
inn stæði e.t.v. upp úr! Þeir svart-
sýnustu áttu ekki von á því að þessi
fyrsta tilraun yrði til mikils gagns
eða frambúðar; annað kom þó í
ljós, því gagnsemi gröfunnar rætt-
ist strax í fyrstu atrennu. Hóf graf-
an vinnu á Akranesi og í Garða-
flóa 1. júní 1942. Vann hún þar og
í Innri-Akraneshreppi til 24. júní
1944; síðan í Borgarfjarðarhéraði,
í Flateyrarhreppi og Mosvalla-
hreppi til 1951.
Lýsing á fyrstu skurðgröf-
unni:
V-1 (Cub A 3287) frá Priestman
Bros Ltd í Hull, Englandi
Mótor: Dorman dísilvél, 2ja
strokka, 24 hö
Lengd skriðbelta 230 cm, breidd
45.5 cm. Breidd gröfunnar 222
cm
Stærð skóflu 8 rúmfet. Vinnu-
armur 26´. Þyngd með skóflu
8.800 kg.
Bryggju-krani
Meðal annars má geta þess að vet-
urinn 1943-44 var „Akranesgraf-
an“ lánuð Akranesbæ og hún not-
uð sem bryggju-krani við að landa
fiski, er bátar komu úr róðrum.
Gafst þetta ágætlega og þótti mik-
ilsverð nýjung í vinnubrögðum. Í
ummælum bæjarstjórans á Akra-
nesi, Arnljótar Guðmundssonar,
um þetta segir m.a: „Afferming-
in gekk meira en helmingi fljót-
ar og mun fleiri bátar komust að
bryggjunni. Þessi fljóta afgreiðsla
hefur vafalaust aukið tölu róðra og
er auðsætt að grafan hefur þann-
ig aukið aflann á Akranesi þennan
vetur“.
Með V-1 Priestman Cub, eða
Akranesgröfunni, sem hún oft var
nefnd, var síðast unnið í Öræfum
1956-58. Síðar var hún seld til nið-
urrifs og notuð að einhverju leyti
sem „bílkrani“.
V-2 (Cub A 3304) grafan var af
sömu gerð og stærð eins og V-1.
Hún hóf vinnu í Staðarbyggðar-
mýrum í Eyjafirði 1. júlí 1942, hjá
Framræslu- og áveitufélagi Stað-
arbyggðar. Grafan var seld þessu
félagi vorið 1945, en Vélasjóður
kaupir hana aftur 1950. Með þess-
ari gröfu var unnið síðast í Þver-
árhreppi í Borgarfirði 1959 og í
Stafholtstungum 1958. Hún bar
ellina vel. Þótt afköstin væru engin
ósköp, um 50.700 rúmmetrar fyrra
árið og rúmlega 33 þús. rúmm.
síðara árið, þá stóð engin af gröf-
um Vélasjóðs henni á sporði um
ódýran gröft. Má vera að litlu hafi
verið kostað til um viðhald svona
undir lokin.
Fyrsta verkstæðis-
þjónustan og
Karl Auðunsson
Viðhald skurðgrafanna var frá
upphafi töluvert vandamál. Einn
af fyrstu skurðgröfumönnun-
um var Karl Auðunsson frá Jaðri
á Akranesi. Hann vann í Garða-
flóa frá upphafi 1. júní 1942, með
Priestman Cub og síðar með P.&
H.-gröfu. Árið 1944 er Karl ráð-
inn sem viðgerða- og eftirlits-
maður við skurðgröfurnar. Fyrst
um sinn var Eirik Eylands ráð-
inn með Karli til að vinna að að-
gerðum og eftirliti á skurðgröfum
Vélasjóðs. Fleiri menn voru ráðn-
ir þannig síðar, en yfirleitt ekki til
langframa, nema Karl Auðuns-
son. Árið 1945 kaupir Verkfæra-
nefnd mjög fullkominn viðgerða-
bíl með öllum búnaði handa Véla-
sjóði. Fær Karl Auðunsson bílinn
til afnota við viðgerðaþjónustuna.
Er þetta sennilega fyrsti fullkomni
viðgerðarbíllinn sem fer um land-
ið. Um svipað leyti kaupir Véla-
sjóður einnig herskemmu (15x6,5
metra) í Garðaholti á Akranesi til
afnota fyrir viðgerðaþjónustuna.
Þar var viðgerðarbíllinn staðsett-
ur og þar urðu þá og lengi síðar
„aðalherstöðvar“ Karls Auðuns-
sonar við starfið. Viðgerðabíllinn
er búinn að vera fyrir löngu, en öll
helstu tækin sem voru í honum, var
lengi að finna í bragga-verkstæð-
inu í Garðaholti. Að bragganum í
Garðaholti á Akranesi frátöldum
hófst verkstæðisþjónusta Vélasjóðs
í leiguhúsnæði á Gelgjutanga við
Elliðaárvog árið 1951. Bragginn í
Garðaholti er enn uppistandandi,
góður fulltrúi fyrstu bifreiða- og
verkstæðisþjónustu Vélasjóðs.
Skurðgröfumeistarar
Vélasjóðs
Það háði starfseminni nokkuð, að
hörgull var á mönnum, bæði til
viðgerðavinnu á verkstæðum Véla-
sjóðs og til skurðgraftar. Á nokkr-
um gröfum var aðeins einn mað-
ur, en oftast var talið æskilegt, að
tveir væru á hverri vél, enda unn-
ið á vöktum. Mestu afköst á einni
skurðgröfu á þessum árum voru
233.000 m3. Grófu það tveir pilt-
ar með Priestman Wolf gröfu. Þá
gerðist það og, að maður var einn
á gröfu, Priestman Wolf, og gróf
170.000 m3. Hann byrjaði að vísu
fyrr en flestir aðrir, eða 13. marz,
og gróf óslitið fram í desemb-
erbyrjun. Eru þetta miklu meiri
vinnuafköst við skurðgröft en áður
hafa þekkst hér á landi. „Þess verð-
ur þó getið, sem gjört er,“ mælti
Grettir; þeir sem hér voru svo vel
að verki, voru Borgfirðingarn-
ir Sverrir Karlsson frá Akranesi,
sonur Karls Auðunssonar, og Jón
M. Guðnason frá Árbakka í Bæjar-
sveit, en þeir félagar grófu 233.000
m3, og Ævar Jónsson úr Bolunga-
vík, sem gróf einn 170.000 m3.
Þetta segir í skýrslu Vélanefnd-
ar frá árinu 1964. Hið merkilega
við þessi afköst er, að þau eru unn-
in með skurðgröfum af þeirri gerð
og stærð, sem forráðamenn Véla-
sjóðs hófu að nota 1945. Hér veld-
ur hver á heldur. Þessi verklegu af-
rek eru unnin með gröfum, sem
ætla mætti að nú hefðu lokið sín-
um tækniferli og væru að víkja fyr-
ir nýrri tækni og nýjum skurðgröf-
um af miklu fullkomnari gerð.
Fyrstu jarðýturnar
Þegar fyrsta skurðgrafan hóf vinnu
í Garðalandinu á Akranesi fóru
menn að huga að því hvernig hægt
væri að dreifa hinum miklu ruðn-
ingum sem upp úr skurðunum
komu. Afréð Verkfæranefnd þá að
kaupa beltatraktora með jarðýtu til
að vinna þetta verk. Voru kaupin
gerð að tilhlutan Árna G. Eylands,
sem þá var starfsmaður Grænmet-
isverslunar landbúnaðarins. Voru
pantaðar þrjár vélar af gerðinni
International TD 9. Eina vélina
tók verkfæranefnd til sinna þarfa,
önnur var seld Sigfúsi Öfjörð í
Norðurkoti í Flóa og hina þriðju
fengu bræðurnir Jón og Gísli Jóns-
synir á Vestri-Loftsstöðum í Gaul-
verjabæjarhreppi.
Vél Verkfæranefndar var flutt
til Akraness frá Reykjavík 4. og
6. ágúst 1943, hún sett saman og
byrjað var að vinna með henni við
gatnagerð á Akranesi, 11. ágúst ,
en að því loknu þann 14. ágúst, var
farið að ryðja úr skurðruðningun-
um í Garðaflóa. Þeirri vinnu lauk
26. ágúst og hafði þá verið rutt út
um 5 km af ruðningum, en að því
loknu haldið uppá Skorholtsmela.
Eins og áður sagði tók ýtan til
starfa í Garðaflóa 14. ágúst 1943.
Kom þegar í ljós að vinnubrögð
hennar voru hin bestu er á varð
kosið, bæði til að dreifa ruðning-
um og jafna þá sem ræktunarvegi.
Um haustið1943 var unnið með
vélinni að vegagerð á Skorholts-
melum í Leirár- og Melasveit. Þar
var lagður fyrsti alvöru vegarspott-
inn sem gerður var með jarðýtu af
íslenskum mönnum hér á landi.
Þannig losnaði skriðan. Kapp-
hlaup varð um að fá beltistrak-
tora með jarðýtum og fengu færri
en vildu. Síðasti eigandi ýtunn-
ar – sem gekk nú undir nafninu
Hólaýtan – Torfi bóndi Guðlaugs-
son í Hvammi í Hvítársíðu, varð-
veitti þessa fyrstu jarðýtu fram til
ársins 2006, að hann kom henni í
góðu lagi til Samgönguminjasafns
Skagafjarðar, þar sem hún er nú til
sýnis í góðu standi.
Akranes og land-
búnaðarbyltingin
Akranes er sögufægt hvað sjáv-
arútveg varðar, en þar reis fyrsti
vísir að sjávarþorpi á Íslandi á
17. öld, en eins og kemur fram í
greinunum í Skessuhorninu þá
má segja það sama um landbúnað-
inn. Á Akranesi, og þá sérstaklega
í Garðalandinu, hefst upphaf véla-
aldar í íslenskum landbúnaði. Fyrst
árið 1918 með tilkomu Akraness-
traktorsins (Avery), þá með fyrstu
skurðgröfunni árið 1942 (V-1
Priestman Cub); árið eftir 1943 er
fyrsta jarðýtan (International TD
9 – Hólaýtan) notuð bæði í kaup-
staðnum og síðan í Garðaflóanum.
Þá var fyrsta verkstæðisþjónusta
Verfæranefndar og Vélasjóðs haf-
in í vélaskemmunni í Garðaholti
á Akranesi, ásamt fyrsta viðgerða-
bílnum hér á landi.
Aldamótamenn
Sú kynslóð sem mótaðist mest af
hugsunarhætti og framfarahug í
byrjun 20. aldar hefur verið köll-
uð aldamótakynslóðin, og af þeirri
kynslóð eru allir þeir menn sem
getið hefur verið í greinunum hér í
Skessuhorninu. Einn þeirra fyrstu
til að gera sér grein fyrir mikil-
vægi véla við landbúnaðarstörf var
Þórður Ásmundsson á Akranesi,
en hann hafði áður, 1906, staðið
Í Garðaflóa á Akranesi 1. júní 1967. Eftir fjórðung aldar er aftur grafið og á sama
stað, með annarri fyrstu skurðgröfunni sem Vélasjóður eignaðist 1942, V-2.
Tveir skurðgröfumenn frá 1942, þeir Karl Auðunsson og Eirík Eylands standa hjá
vélinni. Ljósmynd úr bók, frummynd líklega glötuð.
Skurðgröftur í Garðaflóa á Akranesi 1942. Hlerarnir sem grafan hvílir á sjást á
myndinni. Þrír hlerar eru lausir, tilbúnir að flytja gröfuna yfir á þá. Ljósmynd:
Þjóðminjasafn Íslands.
Fyrsta jarðýtan í þjónustu og eigu Íslendinga var Hólaýtan sem fyrst var reynd við gatnagerð á Akranesi 11. ágúst 1943. Hér
stjórnar Eiríkur Eylands ýtunni á Skuldartorgi (nú nefnt Akratorg). Í baksýn eru húsin Sunnuhvoll, Vegamót og Ársól.
Ljósmynd: Ólafur Árnason (Ljósmyndasafn Akraness).
Bragginn í Garðaholti á Akranesi, þar sem fyrsta verkstæðisþjónusta Vélasjóðs
fór fram undir stjórn Karls Auðunssonar. Ljósmynd: Þórður H. Ólafsson.