Skessuhorn - 14.01.2015, Page 27
27MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 2015
Fjölmenni á opnun sýningar
Michelle Bird í Borgarnesi
Bandaríska listakonan Michelle Bird
opnaði sína fyrstu málverkasýningu
hér á landi í Safnahúsinu í Borg-
arnesi á laugardaginn. Fjöldi fólks
kom á opnunardaginn. Á sýning-
unni eru aðallega verk sem Michelle
Bird hefur málað af fólki sem hún
hefur kynnst í Borgarnesi eftir að
hún flutti þangað. Verkin geisla af
litadýrð og fegurð. Michelle flutti til
Íslands síðastliðið sumar og settist
að í Borgarnesi þar sem hún býr og
starfar í dag. Skessuhorn birti heil-
síðuviðtal við Michelle Bird í síð-
asta tölublaði ársins 2014. Sýningin
í Safnahúsi Borgarness verður opin
virka daga frá kl. 13.00 – 18.00. Hún
stendur til 25. febrúar. mþh
Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri Borgarbyggðar heilsar upp á Michelle Bird.
Á milli þeirra er Guðrún Jónsdóttir sem veitir Safnahúsi Borgarfjarðar forstöðu.
Gestir skoða verk Michelle Bird á sýningunni.
Seldist upp á rúmum klukkutíma
Löng biðröð myndaðist við Íslands-
banka á Akranesi síðastliðinn föstu-
dagsmorgun, löngu áður en bank-
inn var opnaður. Ástæðan var ekki
skyndileg þörf íbúa fyrir hefðbund-
in bankaviðskipti, heldur hófst við
opnun bankans sala aðgöngumiða á
Þorrablót Skagamanna sem fram fer
24. janúar næstkomandi í Íþrótta-
húsinu við Vesturgötu. Í fyrra seld-
ist upp á blótið á tveimur tímum og
var eftirspurnin enn meiri að þessu
sinni. Nú seldust allir 650 miðarn-
ir sem í boði voru á 74 mínútum.
Enn er þó hægt að kaupa miða á
ballið. Það er Club71, öflugur ár-
gangur Skagamanna, sem stendur
fyrir blótinu nú sem undanfarin ár.
Létt stemning var í bankanum um
morguninn og tilhlökkun lá í loft-
inu. Þrír þjónustufulltrúar í bank-
anum afgreiddu þetta frá tveimur
og upp í tuttugu miða til hvers við-
skiptavinar. mm
Biðröð var byrjuð að myndast eftir klukkan átta um morguninn.
Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóri er hér að tryggja sér miða.
Mögnuð kórskemmtun í Logalandi
Karlakórinn Söngbræður stóð fyrir
árlegri matar- og söngveislu í Loga-
landi síðastliðið laugardagskvöld.
Gestakórar Söngbræðra að þessu
sinni voru Grundartangakórinn og
kór hestamannafélagsins Spretts
í Kópavogi og Garðabæ, en báðir
kórarnir hafa Atla Guðlaugsson sem
söngstjóra. Kórarnir sungu saman
og í sitthvoru lagi undir stjórn þeirra
Atla og Viðars Guðmundssonar.
Boðið var upp á einsöng, tvísöng
og oktett. Hljómsveit Söngbræðra
spilaði undir en hana skipa Heim-
ir Klemenzson, Bjarni Guðmunds-
son og Guðbjartur A Björgvinsson.
Þá fór Ármann Bjarnason á Kjal-
vararstöðum með gamankvæði eft-
ir Guðmund Böðvarsson frá Kirkju-
bóli í tilefni þess að á síðasta ári
hlutu Söngbræður menningarverð-
laun sem kennd eru við Guðmund
og Ingibjörgu konu hans frá Kirkju-
bóli. Stutt var í gamanmál af ýmsu
tagi og svo var maturinn ekki af verri
endanum fyrir þá sem kunna þjóð-
legt að meta. Saltað hrossakjöt og
svið var í boði ásamt meðlæti. Að-
sókn á þessa skemmtun var gríðar-
leg. Þrátt fyrir að um þrjú hundruð
manns hafi verið í húsinu þurfti að
neita að minnsta kosti fimmtíu um
miða. Viðstaddir skemmtu sér kon-
unglega og skein ánægju úr hverju
andliti þegar haldið var heim á leið
inn í kalda vetrarnóttina. mm
Heimildamyndin um Þórð á
Dagverðará sýnd í sjónvarpi
Á haustdögum lauk Kári G. Schram
leikstjóri við gerð heimildakvik-
myndar um Þórð Halldórsson á
Dagverðará. Myndin heitir Jökl-
arinn og er um ævintýralegt lífs-
hlaup Þórðar. Hún var frumsýnd í
Bíó Paradís 21. nóvember síðastlið-
inn og hlaut lofsamlega umfjöllun
í fjölmiðlum en miðvikudaginn 21.
janúar nk. gefst landsmönnum kost-
ur á að sjá myndina í Ríkissjónvarp-
inu. Þá vikuna stendur yfir heim-
ildamyndavika á sjónvarpsstöðinni
í undanfara Eddunnar. Í myndinni
er fjallað um fjölskrúðugt lífshlaup
Þórðar á Dagverðará sem var oft
lyginni líkast, enda stundum kallað-
ur mesti lygari landsins. Þórður lenti
í ótrúlegum mannraunum og ævin-
týrum á langri og strangri ævi og var
allt í senn; sægarpur, refaskytta, list-
málari, rithöfundur og skáld, mann-
vinur, náttúruverndarsinni, húmor-
isti og sagnaþulur. Hann varð því
að þjóðsagnapersónu í lifanda lífi og
alþýðuhetja sem ekki má gleymast.
Minningin um Þórð varðveitist nú
með heimildamyndinni Jöklarinn
en við gerð myndarinnar naut hann
liðsinnis Hollvinasamtaka Þórð-
ar á Dagverðará sem stofnuð voru
árið 2005 á 100 ára lífstíð Þórðar en
hann lést tveimur árum áður, 2003
þá 98 ára gamall.
Einstaklega frjór
andi á ferð
Kári G. Schram kvikmyndaleikstjóri
hefur nokkra reynslu af gerð heim-
ildamynda. Hann gerði m.a. Blikkið
um sögu Melavallarins í Reykjavík en
að þeirri vönduðu mynd vann hann
í fimm ár. Við gerð Jöklarans leit-
aði Kári uppi ómetanleg myndbrot
af Þórði á Dagverðaá í gegnum árin.
Fjöldi fólks segir frá kynnum sínum
af Þórði og hann sjálfur birtist ljós-
lifandi eins og maður með þúsund
andlit. Eitt árið prýddi hann reynd-
ar heimsalmanak Kodak. Í mynd-
inni er flakkað yfir mörg tímaskeið
úr lífi Þórðar og við sjáum og kynn-
umst mörgum af helstu uppátækjum
og lífhlaupi hans á einstaklega fal-
legan og sjónrænan hátt. Þar greinir
frá ótrúlegustu ævintýrum sem hann
rataði í á langri og fjölskrúðugri ævi.
Kári leikstjóri segir að Þórður hafi
umfram allt verið þjóðsagnapersóna
og þjóðhetja sem vert er að minn-
ast. „Fólk þyrfti endilega að kynn-
ast heimspeki hans sem ætti vel við í
dag. Þórður kom víða við en var alls
staðar manns gaman. Hann skapaði
þó hálfpartinn uppþot hjá listasamfé-
laginu í borginni þegar honum tókst
að komast með myndlistasýningu
sína í Bogasalinn um miðjan níunda
áratuginn. Hann var heimsborgari ef
því var að skipta, þekkti bæði Kjar-
val og Dieter Roth. Kristnihald und-
ir Jökli hefði ekki orðið til hjá Nób-
elsskáldinu nema í gegnum sögurnar
sem hann hafði frá Þórði. Hann var
spunameistari og skáld. Hér var ein-
staklega frjór andi á ferð sem miðl-
aði og gaf óspart af öllum auðæfum
sínum til að öðrum liði betur,“ segir
Kári en heimildakvikmyndin Jöklar-
inn er 50 mínútur að lengd.
Boðið hlutverk í Brekku-
kotsannál
Frænka Þórðar á Dagverðará Ólína
Gunnlaugsdóttir frá Hellnum sem
nú starfrækir Samkomuhúsið á Arn-
arstapa, sagði frá því í viðtali við
Magnús Þór Hafsteinsson í síðasta
jólablaði Skessuhorn að hún hefði
símskeyti um á það að Þórði hafi á
sínum tíma verið boðið hlutverk af-
ans í Brekkukotsannál. Ólína seg-
ir frá fundum Kiljan og Þórðar á
Hótel Búðum áður en hann skrifaði
Kristnihald undir Jökli. Ólína seg-
ir líka í þessu viðtali að hún sé búin
að sjá heimildamyndina um Þórð
frænda sinn og sér finnist myndin
einstaklega fallega gerð. þá
Þórður skapar enn sinn sess á heimaslóðum í Samkomuhúsinu á Arnarstapa.
Ljósm. mþh.
Þórður hafði mikla trú á ölkelduvatinu.