Skessuhorn


Skessuhorn - 21.01.2015, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 21.01.2015, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 4. tbl. 18. árg. 21. janúar 2015 - kr. 750 í lausasölu HEFUR SAFNAÐ FYRIR ÖKUTÆKI FYRIR HVERJU LANGAR ÞIG AÐ SAFNA? Allt um sparnað á arionbanki.is/reglulegur_sparnadur Lúsina burt! Nefúði! Naso-ratiopharm Grænn er fyrir börnin Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Mikil frjósemi var meðal fólks í upp- sveitum Borgarfjarðar á síðasta ári. Elstu menn muna ekki jafn margar barnsfæðingar þar á svo skömmum tíma. „Ég skírði 15 börn á árinu í öll- um kirkjum innan marka Reykholts- prestakalls. Ég hefi ekki skírt svona mörg börn á einu og sama ári frá því ég hóf prestsstörf hér árið 1978, fyrir 36 árum. Svo til öll þessara 15 barna eru búsett í prestakallinu,“ segir síra Geir Waage prestur í Reykholti í samtali við Skessuhorn. Til Reyk- holtsprestakalls heyra sjálf Reyk- holtskirkja og kirkjurnar í Stóra Ási, Gilsbakka og í Síðumúla. Sú síðast- nefnda er þó í lamasessi eins og er að minnsta kosti vegna vatnsskemmda og því ekki notuð. Auk þessa er Húsafellskirkja innan marka presta- kallsins en hún er svokölluð bænda- kirkja og því í einkaeigu. Síra Geir framkvæmdi skírnir í öllum kirkjun- um á síðasta ári nema í Síðumúla. Síra Geir hlær við þegar hann er spurður hvort hann hafi einhverj- ar skýringar á þessum tíðu barns- fæðingum í prestakallinu. „Ég man ekki eftir neinu rafmagnsleysi í fyrra og hitteðfyrra, svo það er varla skýr- ingin. Þeir segja sumir að þetta sé nýja vatnið sem Orkuveitan byrj- aði að skaffa frá Steindórsstöðum í fyrra. Að það hafi hleypt svona gíf- urlegri frjósemi og kynsæld í fólkið. Hitt gæti svo líka hreinlega verið að konurnar eru svona fallegar og karl- arnir svona sprækir. En það er alveg ljóst að þetta er hraust og heilbrigt fólk. Við getum svo sannarlega fagn- að mikilli ársæld á síðasta ári hér í uppsveitum Borgarfjarðar,“ segir síra Geir Waage. mþh Blessað barnalánið í uppsveitunum sló öll met í fyrra Öll smábörnin sem fæddust í fyrra og búa nú í uppsveitum Borgarfjarðar, raðað í aldursröð frá hægri til vinstri á myndinni: Ástrós Helga Guðjónsdóttir, Laufey Erna Oddsdóttir, Kolbrún Eir Þórðardóttir, Daði Brynjarsson, Jóhanna Mattý Arnardóttir, Ástdís Telma Friðriksdóttir, Emelía Rut Ármannsdóttir, Þorbjörg Ásta Guðmundsdóttir, Guðbjörn Roman Morell Einarsson, Eydís Ósk Jónsdóttir. Ekki liggjandi eða sitjandi á teppinu: Valgerður Karín Eyjólfsdóttir (fædd 2012) og Vigdís Anna Eyjólfsdóttir. Kristín Edda Egilsdóttir er 24 ára Skagamær sem dáir að fljúga og ferðast. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún nú lokið atvinnuflug- og flugkennaranámi og leitar að draumastarfinu sem auðvitað liggur um loftin blá. Skessuhorn tók Kristínu Eddu tali og fékk hana til að segja frá sjálfri sér og flugnáminu. Lesa má fróðlegt viðtal við hana á bls. 22 í Skessuhorni í dag. Hér er Kristín Edda hins vegar í fallhlífarstökki í 13.000 fetum í Arizona í Bandaríkjunum. Í tilefni bóndadagsins bjóðum við 15% afslátt af herra ilm og snyrtivörum Gildir fimmtudag, föstudag og laugardag Bóndadagurinn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.