Skessuhorn - 21.01.2015, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2015
Vörur og þjónusta
PARKETLIST
PARKETSLÍPUN
OG LÖKKUN
Sigurbjörn Grétarsson
GSM 699 7566
parketlist@simnet.is
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
www.skessuhorn.is
Þjónustuauglýsingar
Skessuhorns
Auglýsingasími:
433 5500
Bjarni Guðráðsson í Nesi flyt-
ur fyrirlestur í Reykholtskirkju
þriðjudaginn 27. janúar næstkom-
andi kl. 20:30. Þar rekur hann
sögu tónlistar og hljóðfæra í kirkj-
unni en þar starfaði Bjarni lengi
sem organisti og söngstjóri auk
þess að starfa ötullega að upp-
byggingu í Reykholti þessa síð-
ustu áratugi. Þar ber að sjálf-
sögðu hæst bygging Reykholts-
kirkju-Snorrastofu, sem fært hef-
ur staðnum virðuleik og reisn og
verið viðspyrna á tímum erfiðra
breytinga eftir að skólahaldi lauk
í Reykholtsskóla. Bjarni er dóttur-
sonur Bjarna Bjarnasonar á Skán-
ey (1884-1979), sem gerði garðinn
frægan við orgelleik og söngstjórn
en því starfi sinnti hann í Reyk-
holtskirkju og víðar um hérað frá
unga aldri fram undir nírætt. Þess
má með sanni vænta að afkomandi
hans, Bjarni í Nesi, hafi frá ýmsu
að segja og sé verðugur fulltrúi
langrar og farsællar sögu tónlistar
og hljóðfæra í Reykholtskirkju. Á
dögunum varð Bjarni áttræður og
af því tilefni bjóða Snorrastofa og
Reykholtskirkja gestum á Bjarna-
kvöldi til kaffiveitinga í safnaðar-
og sýningarsal Reykholtskirkju-
Snorrastofu.
-fréttatilkynning
Það eiga margir rætur sínar að
rekja til sjávarþorpanna vítt og
breitt um landið, þorpanna sem
kúra undir fjallshlíðum eða eru
við víkur og voga. Þau hafa orð-
ið til og byggst upp vegna hag-
stæðrar legu sinnar við sjó og
góðs aðgengis að gjöfulum fiski-
miðum og í framhaldinu hefur
byggst upp góð hafnaraðstaða til
að sinna sjávarútveginum ásamt
vöru- og þjónustuviðskiptum.
Þessi sjávarþorp eiga sér mikla
sögu og þar hefur lífið ekki bara
verið saltfiskur, þar hefur menn-
ing og nýsköpun blómstrað og
margir andans menn vaxið úr
grasi, lifað og starfað, m.a. rit-
höfundar, tónlistarmenn, leik-
arar, frumkvöðlar, vísindamenn,
læknar, skólafólk og stjórnmála-
menn hafa talið sér það til tekna
að hafa vaxið úr grasi og þroskast
í sjávarþorpi.
Hin seinni ár hefur byggð í
mörgum sjávarþorpum farið
hnignandi og greinir menn á um
það hverju er um að kenna. Er það
eingöngu hinn mikli sogkraftur
til þéttbýlisins sem ræður för eða
eru það fleiri þættir og mannana
verk sem vegur þar þyngst? Ég
er ekki í nokkrum vafa um það
sem þorpari sjálf að þetta hvort
tveggja hefur mikið að segja og
margir samspilandi þættir eru or-
sakavaldar. Stærsti orsakavaldur-
inn er hið niðurnjörvaða kvóta-
kerfi sem lýtur eingöngu lögmál-
um markaðarins að því leyti að
hinir stóru og sterku gleypa hina
minni í greininni með tímanum
og samfélagsleg sjónarmið, frum-
byggjarétturinn og starfsöryggi
íbúa þorpanna er haft að engu og
kastað út í hafsauga.
Einn góðan veðurdag er stað-
an sú að sjávarþorpin, sem ið-
uðu af mannlífi og nægri atvinnu,
standa frammi fyrir því að þaðan
megi ekki stunda sjósókn lengur,
fiskvinnsla leggst af og þjónustu-
aðilar hverfa og opinber starf-
semi fjarar út smátt og smátt.
Búið er að mergsjúga allt fjár-
magn í burtu svo að þeir sem eftir
sitja hafa ekkert fjármagn né láns-
traust til þess að skapa sér atvinnu
eða gera eitthvað annað. Þannig
birtist hinn kaldi veruleiki einu
þorpi í dag og öðru á morgun og
enginn veit hver verður næstur.
Er þetta sú byggðaþróun sem
við viljum sem þjóð að sjávar-
þorpin okkar hringinn í kringum
landið standi frammi fyrir, að þau
dagi uppi með sína menningu,
fjölbreytt mannlíf og menning-
ararf og sögu? Ég segi nei! Það
getur ekki verið að við séum svo
skammsýn að við ætlum að kasta
fyrir róða öllum þeim mannauði
og verðmætum sem skapast hafa
í hverju sjávarþorpi, það væri
glapræði. En tíminn er naum-
ur og byggðastefna liðinna ára
hefur verið ómarkviss og handa-
hófskennd og birst í skammtíma-
lækningum og plástrum hér og
þar í stað þess að sýna þor eða
vilja til að taka á meininu sjálfu
sem er hægt er að bæta með því
að tryggja undirstöður þorpanna
með aðgengi að fiskimiðunum og
binda aflaheimildir varanlega við
byggðirnar. Ég vil umbylta kvóta-
kerfinu öllu en byggðafesta afla-
heimilda við þessi þorp er að-
gerð sem á strax að taka út fyrir
sviga og fólk úr öllum flokkum á
að sammælast um að framkvæma.
Vilji er allt sem þarf! Önnur brýn
byggðamál eins og samgöng-
ur, jöfnun búsetuskilyrða og góð
heilbrigðis og menntunarskilyrði
óháð búsetu verður áfram bar-
áttumál en undirstaðan verður að
vera til staðar svo hægt verði að
auka fjölbreytni í atvinnulífinu
með góðri háhraðatengingu og
ótal tækifærum í ferðaþjónustu
og annari nýsköpun s.s. þjónustu
við sjávarútveginn.
Sá mikli vandi sem íbúar Þing-
eyrar og Flateyrar standa nú
frammi fyrir í atvinnumálum og
glímt er við að leysa er ekkert
einsdæmi og ekki fólkinu þar að
kenna heldur ranglátu fiskveiði-
stjórnarkerfi sem stjórnmála-
menn bera ábyrgð á og verða
að gangast við og viðurkenna
og grípa til varanlegra aðgerða,
ekki í formi ölmusu eða styrkja,
heldur með því að færa aftur til
byggðanna réttinn til að sækja sjó
og bjarga sér á eigin forsendum.
Frumbyggjarétt þessara byggða á
að virða og atvinnuréttindi íbú-
anna. Núverandi kynslóð skuldar
líka forfeðrum sínum sem byggðu
upp þessi þorp með dugnaði og
framsýni að skila aftur því sem
frá sjávarbyggðunum hefur verið
tekið með ákvörðun Alþingis, það
er „lífsbjörginni!“
Lilja Rafney Magnúsdótir.
Höf. er alþingismaður Vinstri
grænna í Norðvesturkjördæmi.
Það var notaleg stemning í Átthag-
astofu Snæfellsbæjar síðasta sunnu-
dag þótt fámennt væri. Þar var
haldið fyrsta prjónakaffi ársins, en
þau eru fyrir alla sem hafa áhuga
á handavinnu og öðru handverki.
Einnig er prjónakaffinu ætlað að
gefa þeim sem eru í handverkshópi
Pakkhússins og öllum öðrum sem
áhuga hafa tækifæri til að hittast og
spjalla. Voru þær konur sem mættu
afar ánægðar með kaffið og ákveð-
ið að halda því áfram að hittast á
þriggja vikna fresti. Næsta prjóna-
kaffi verður því 15. febrúar klukk-
an 14:30.
þa
Veturinn 1945 og fram á sum-
ar 1946 var Ford 4x4 bifreið sem
keypt var frá sölunefnd setuliðs-
eigna gerð upp á verkstæði Guð-
mundar Jónassonar að Þverholti 15
A í Reykjavík. Svo virðist sem ætl-
un þeirra sem unnu við viðgerðina
hafi verið að fara ferð yfir Arnar-
vatnsheiði, en 2-3 árum áður höfðu
þeir reynt að fara þá leið á á Ford
árgerð 1930 sem Guðmundur átti,
skrásetningarnúmer H-38. Sú ferð
endaði með því að afturöxul brotn-
aði og þurftu ferðalangar að ganga
til byggða og fá varaöxul.
Uppgerð Fordsins hefur tekið
marga mánuði, enda áhugamanna-
starf, en bíllinn er skrásettur 26.
ágúst 1946 og fékk númerið R –
364. Guðmundur hefur skráð eftir-
farandi í dagbók sína:
27. ágúst. Lagt á stað í ferð á
Arnarvatnsheiði.
28. ágúst. Komið að Arnarvatni.
29. ágúst. Við Arnarvatn, fagurt
veður.
30. ágúst. R-364 kom af heiðinni
ofan að Grímstungu.
Farið var um byggð til Reykja-
víkur.
Þátttakendur í ferðinni munu
hafa verið 5-6, en þeir komu að
Helgavatni í Vatnsdal þar sem ég
var 7 ára í sumardvöl hjá móður-
foreldrum mínum. Ég þekkti fyr-
ir víst tvo ferðafélagana: Guðmann
Hannesson bifreiðarstjóra sem var
meðeigandi Guðmundar í verk-
stæðinu að Þverholti og Þórir Jóns-
son frá Þingeyrum, bifreiðarstjóra
og síðar bifreiðaviðgerðamaður í
Reykjavík.
Fordinn fékk viðurnefnið SPÓ-
INN, var með vörubílshúsi og
stuttum vörupalli og hefur þótt
hár miðað við lengd og Spóanafn-
ið komið frá því.
Desember 2014.
Gunnar Guðmundsson
Pennagrein
Þorpin okkar!
Prjónakaffi í Átthagastofunni
Af tónlist og hljóðfærum í Reykholtskirkju
Yfir Arnarvatnsheiði sumarið 1946