Skessuhorn


Skessuhorn - 21.01.2015, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 21.01.2015, Blaðsíða 27
27MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2015 Á fimmtudagsmorguninn síðasta var norðan hríðarvegur á landinu norðan- og vestanverðu. Þá var á leiðinni úr Gufudalsveitinni, á leið til vinnu á Reykhóla, Jóhanna Ösp Einarsdóttir sem um áramótin tók við starfi tómstundafulltrúa hjá sveitarfélaginu. Það tók Jóhönnu Ösp um klukkutíma að keyra í vinnuna þennan morgun en að mestu þarf að fara um mjóan mal- arveg eins og þjóðvegirnir í land- inu voru í áratugi. „Þetta var ekk- ert svo slæmt núna þrátt fyrir skaf- renning og frekar leiðinlegt veður. Þetta hefur oft verið verra,“ sagði Jóhanna Ösp en yfir tvo fjallvegi er að fara á þessari leið, Ódrjúgsháls og Hjallaháls. Láglendisvegur eða vegur um Teigsskóg myndi gera leiðina mun fljótfarnari þannig að við bestu aðstæður tæki einung- is hálftíma að aka milli Gufudals- sveitar og Reykhóla. Ungt fólk eins og Jóhanna Ösp leggur því mik- ið á sig til að búa á heimaslóðum. Hún er fædd og uppalin á bænum Fremri-Gufudal og þar er nú þrí- býlt í félagsbúi þar sem bústofninn er um 800 fjár og 50 hestar. Jóhanna Ösp sinnir starfi við tómstundamál fyrir alla aldurshópa af krafti sam- hliða heimils- og bústörfum. Mað- ur hennar er Styrmir Sæmundsson, sem fæddist í Vestmannaeyjum og átti svo heima í Hafnarfirði. Fyr- ir fjórum árum byggðu þau hús- ið Kaplaskjól í Fremri-Gufudal og eiga þar heima ásamt börnum sín- um tveimur, Ásborgu fimm ára og Einar Val sem verður tveggja ára í vor. Gerði starfslýsingu fyrir eigið starf Jóhanna Ösp er tómstunda- og félagsmálafræðingur og langt komin í meistaranámi í uppeld- is- og menntunarfræðum. Hún starfaði í Ungmenna- og íþrótta- búðunum á Laugum í Sælingsdal frá 2005 fram á vor 2012 og hef- ur einnig verið með námskeið fyr- ir börn og unglinga hjá ungmenna- félaginu Aftureldingu á Reykhól- um. „Það hefur ekki áður ver- ið starfsmaður hjá sveitarfélaginu í tómstundamálum. Í haust gerði ég starfslýsingu að draumastarfinu mínu. Sveitarstjórn inni leist svo vel á að það var samþykkt að ráða mig í þetta starf, sem er svona rúmlega 50% starfshlutfall. Ég er vitaskuld mjög þakklát fyrir að fá þetta tæki- færi að koma að því að móta mitt eigið starf að mínum áhugamálum. Ég ætla að standa mig eins vel og ég mögulega get og í þessu starfi ætla ég ekki einungis að vinna fyr- ir unga fólkið heldur líka fyrir eldra fólkið í sveitarfélaginu,“ segir Jó- hanna Ösp. Hún er með sína starfs- stöð í húsnæði Reykhólaskóla. „Það er mjög ákjósanlegt að starfa hér í nánum tengslum við gott fólk sem verða mínir helstu samstarfsaðil- ar. Börnin og unglingarnir eru hér í kringum mig alla daga og mín vinna byggist líka á góðu samstarfi við kennarana og skólastjórann,“ seg- ir Jóhanna Ösp. Hún er að stöfum fjóra daga vikunnar á Reykhólum, frá mánudegi til fimmtudags. Ætlar að ná til sem flestra Starf tómstundafulltrúans er þegar farið að sýna sig. Nú upp úr áramót- unum fór af stað skokk- og göngu- hópur og er ætlunin að hann hittist við íþróttahúsið á mánudögum og fimmtudögum. „Þetta fer ágætlega af stað og ég verð vör við talsverð- an áhuga. Þótt veðrið væri afskap- lega leiðinlegt í fyrsta skiptið mættu engu að síðu nokkrir og ég veit af fleirum sem ætla að verða með en komust ekki. Það hefur ekki ver- ið hópur að ganga og skokka hérna á ársgrundvelli áður. Það er samt göngumenning í Reykhólahreppi og stemning í fólki varðandi göng- ur, eins og til dæmis árlega viðburð- inn, gengið um sveit. Ég er allavega rosalega spennt og það væri gaman ef það næðist nú upp stemning og við mættum með góðan hóp héðan í Reykjavíkurmaraþonið næsta sum- ar.“ Jóhanna Ösp segir að í skokk- hópnum sé byggt á þrenns konar æfingaprógrömmum. Fyrir þá sem eru að ganga og þá sem vilja æfa fyr- ir fimm og tíu kílómetra hlaup. Hún segir að í starfi sínu sem tónlistar- fulltrúi vinni hún út frá því að ná til sem flestra, að allir geti fundið sér eitthvað til að taka þátt í. „Ég kem til með að stíla mikið upp á útivist, heilsu, fræðslu og höfða til hópsál- arinnar, það er þetta klassíska hóp- Afar vel miðar í uppgerð hinn- ar sögufrægu rútu Soffíu II sem var smíðuð í Bílasmiðju G. Kjer- úlf í Reykholti árið 1962 ofan á grind af gömlum breskum hertrukk sem kom til Íslands á stríðsárun- um. Hún var notuð um rúmlega þriggja áratuga skeið til skólaakst- urs á Kleppsjárnsreykjum í Borg- arfirði á veturna en á sumrin var hún í hálendisferðum með ferða- menn. Fjöldi fólks á ljúfar minn- ingar tengdar þessum bíl. Soffíu II var bjargað frá glötun og uppgerð hennar hófst síðan haustið 2013. Það er Elínborg Kristinsdóttir ekkja Guðna Sigurjónssonar bíla- smiðs og bifvélavirkja sem upphaf- lega vann að smíði bílsins sem hef- ur staðið fyrir uppgerðinni ásamt afkomendum þeirra og öðrum vel- unnurum Soffíu II. Margar hendur hafa unnið afar gott verk. Búið er að endurnýja allt ytra byrði bílsins og mála í sömu litum og hún hafði á velmektardög- um sínum. Byrjað er að setja í hana nýjar rúður. Að innan er búið að leggja dúk á gólf og brátt verða ný- klædd sætin klár til ísetningar. Það hillir undir að Soffía verði komin í sinn nýja kjól á vordögum, geng- in í endurnýjun og tilbúin í ný æv- intýri þó hún sé að stofninum til óðum að nálgast áttrætt. Meðfylgj- andi myndir eru birtar með góðfús- legu leyfi af Facebook-síðu Soffíu- verkefnisins sem heitir einfaldlega Soffía. Þar má fylgjast með fram- vindu verka. mþh Rútan Soffía verður stöðugt fínni Soffía var orðin ansi lúin þegar hún var tekin í hús til uppgerðar haustið 2013. Hún hefur heldur betur fengið andlits- lyftingu. Nafnið með upphaflegu stöfunum er að sjálfsögðu á sínum stað. Að innan er búið að klæða bæði þak og gólf. Fékk að koma að mótun síns eigin starfs Spjallað við Jóhönnu Ösp Einarsdóttur tómstundafulltrúa í Reykhólasveit efli. Ég stefni á að þetta verði góð og holl afþreying fyrir fólk, ekki bara börn og unglinga, heldur líka almenning í sveitarfélaginu.“ Þema í hverjum mánuði Starfið með börnum og ungling- um í vetur ætlar hún að byggja upp með því að vera með þema í hverj- um mánuði. Stærsti viðburðurinn verður fjölskyldudagur föstudaginn 20. febrúar. „Sá dagur er haldinn í tengslum við fjáröflun unglinga- deildar skólans fyrir skólaferðinni í vor. Þá verðum við með pizzuhlað- borð, brjóstsykursgerð, frítt í sund og leiki. Þemað hjá okkur núna í janúar verður samskipti barna. Við verðum þá með foreldrafyrirlestur sem krakkarnir taka þátt í að und- irbúa. Svo verður fyrirlestur fyrir þau á eftir. Í febrúar verður þemað sjálfsmynd og í mars heilsa og lífs- stíll. Það hefur svo verið tekinn upp í skólanum einn klukkutími í viku, sem krakkarnir kalla „klukkarinn“ og er svona vísir af ungdómsklúbbi. Í þeim tíma er til dæmis hægt að fá aðstoð við heimanámið eða gera annað, svo sem spila og teikna.“ Betra að hafa nóg að gera Jóhanna Ösp segir spennandi að takast á við þetta nýja starf sem eigi svo eftir að þróast og von- andi eflast með tímanum. „Krakk- arnir eru mjög virkir og vilja taka þátt í öllu. Hér eru allir með,“ segir hún. Spurð hvort þetta sé ekki krefjandi að fara á milli þetta langa leið í vinnu, auk þess að sinna heimilinu og búinu, seg- ir hún að vissulega séu verkefnin næg. „Það er bara betra að hafa nóg að gera. Svo er ég ekki alveg ein í þessu, ég fæ hjálp heima fyr- ir.“ Eins og áður segir er þríbýlt í Fremri-Gufudal. Þar býr einnig yngri systir Jóhönnu Aspar ásamt sinni fjölskyldu og einnig foreldr- ar þeirra. Sem sagt þrír ættliðir á sama bænum, sem enn þekkist í sveitum landsins. þá Það er bryddað upp á ýmsu í „klukkaranum“. Jóhanna Ösp heima á Kaplaskjóli. Frá fyrstu mætingunni hjá göngu- og skokkhópnum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.